Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 81
MORGUNBLAÐIÐ
IDAG
BRIDS
Vmsjón Uuðmuiidur Páll
Ariiiirson
heimsmeistararnir
í sveit Nick Nickells bættu
enn einni rós í hnappagatið
þegar þeir unnu Vander-
bilt-útsláttarkeppnina á
vorleikum bandaríska
bridssambandsins í síðasta
mánuði. Úrslitaleikurinn
var gegn sveit Richard
Schwartz og var jafn fram á
síðasta spil, sem raunar var
mjög áhrifamikið og nánast
óskiljanlegt. Hinn snjalli
spilari, Miehael Rosenberg,
eftirlætismakker Zia
Mahmood, hefur annað-
hvort tekið vitlaust spil eða
verið sleginn bridsblindu í
vörninni gegn sex spöðum
Bobs Hammans:
Austur gefur; AV á
hættu.
Norður
* DG765
v AKG10432
♦ T
+ Á
Vestur Austur
+ K4 a 10832
v D9 v 87
♦ ÁK1085 ♦ D9742
* G1073 * 82
Suður
* Á9
v 65
♦ G63
+ KD9654
I lokaða salnum spiluðu
liðsmenn Schwartz, þeir
Levin og Weinstein, fjögur
hjörtu í NS og unnu sex.
Hjartaslemman er
óhnekkjandi, en Soloway
og Hamman villtust af leið
og enduðu í sex spöðum!
Vestur Norður Austur Suður
Rosenberg Soloway Zia Hamman
- - Pass 2 lauf
Pass 2 tíglar Pass 3 lauf
Pass 3 hjörtu Pass 3spaðar
Pass Pass 5 tíglar 6spaðar Pass Allirpass 5 spaðar
Opnun Hammans sýnir
lauf og 10-15 punkta og So-
loway byrjar á því að krefja
með tveimur tíglum.
Hamman neitar hliðarlit
með þremur laufum, en
þriggja hjarta sögn So-
loways sýnir báða hálitina.
Hamman velur spaðann,
sem Soloway hefur greini-
lega tekið sem þrílit, því
hann veður beint í lykil-
spilaspurningu. Stökk hans
í fimm tígla er spurning um
lykilspil fyrir utan tígulinn.
Þegar Hamman segist eiga
eitt lykilspil (spaðaásinn),
lyftir Soloway í slemmu.
Rosenberg var vel með á
nótunum í upphafi, því
hann kom út með smáan
tígul undan ÁK. Hann vissi
vel af eyðunni í blindum og
hugðist spila upp á stytting.
Og hitti í mark. Hamman
trompaði og spilaði spaðaás
og meiri spaða. Nú þarf
Rosenberg aðeins að spila
tígli aftur til að tryggja Zia
slag á tromp, en af illskilj-
anlegum ástæðum spilaði
hann laufi. Hamman gat þá
tekið trompin af Zia og
þegar drottningin féll í
hjarta var slemman unnin.
Fyrir þetta síðasta spil
var sveit Nickells með 7
IMPa forystu. Þeir bættu
11 IMPum við í þessu spili,
en hefðu tapað 11 ef Rosen-
herg hefði hnekkt slemm-
unni og þá hefði sveit
Schwartz fagnað sigri.
Arnað heilla
0/\ÁRA afmæli. Á
O V/ morgun, föstudag-
inn 14. apríl, verður áttatíu
ára Ólöf Pálsddttir, mynd-
höggvari og sendiherra-
frú. Eiginmaður hennar er
Sigurður Bjarnason frá
Vigur, fyrrv. alþingis-
maður, ritstjóri Morgun-
blaðsins og sendiherra.
f7A ÁRA afmæli. í dag,
I V/ fimmtudaginn 13.
apríl, verður sjötug Matt-
hildur (Stella) Marteins-
dóttir, Bræðraborgarstíg
9. Hún veitti forstöðu
Læknabókasafninu á
Landspítalanum í Foss-
vogi. Stella verður að
heiman á afmælisdaginn.
P A ÁRA afmæli. í dag,
D V/ fimmtudaginn 13.
apríl, verður _ fimmtugur
Guðmundur Ágúst Ingv-
arsson, framkvæmda-
sljóri Ingvars Helgasonar
hf. og formaður Hand-
knattleikssambands Is-
lands, Lálandi 15.
Eiginkona hans er Guð-
ríður Stefánsdóttir. Þau
taka á móti gestum á
morgun, föstudaginn 14.
apríl, á Sævarhöfða 2, á
milli kl. 18 og 20.
JT /\ÁRA afmæli. Næst-
Ovfkomandi mánudag,
17. apríl, verður fimmtug-
ur Kristinn Björnsson,
forstjóri Skeljungs hf. Af
því tilefni taka hann og
eiginkona hans, Sólveig
Pétursdóttir, dóms- og
kirkjumálaráðherra, á
móti vinum og vanda-
mönnum í matsal Skelj-
ungs hf., í Skeljungshús-
inu, 8. hæð, Suðurlands-
braut 4, í Reykjavík
fóstudaginn 14. apríl kl.
17-20.
(T /\ÁRA afmæli.
D U Fimmtugur verður
laugardaginn 15. apríl
Einar Axelsson, Lágengi
19, Selfossi. Einar tekur,
ásamt eiginkonu sinni, Vil-
borgu Þórarinsdóttur, á
móti gestum í golfskála
Svarfhólsvallar við Sel-
foss, á afmælisdaginn.---
Með morgunkaffinu
Læknirinn er í
hjartaaðgerð í augna-
blikinu. Er þetta ár-
íðandi?
LJOÐABROT
MIG LANGAR
Þegar morgunsins ljósgeislar ljóma,
þegar leiftrar á árroðans bál,
heyri ég raddir í eyrum mér óma,
koma innst mér frá hjarta og sál:
- Hér er kalt, hér er erfitt að anda,
hér er allt það, sem hrærist, með bönd!
O, mig langar til fjarlægra landa,
ó, mig langar að árroðans strönd!
Ég vil bálið, sem hitar og brennur,
en ég bölva þér, nákaldi ís.
Ég vil aflþunga elfu, sem rennur,
ekki óhreina polhnn, sem frýs.
Ég vil ástblómið rauða, sem angar,
ekki arfa eða þurrkaðan vönd.
Ó, svo langt héðan burtu mig langar,
ó, mig langar að árroðans strönd!
Jónas Guðlaugsson.
STJÖRNUSPA
eftir Franees Drake
HRUTUR
afmælisbarn dagsins:
Þú hefurgert upp þín mál
og ert því frjáls af fortíðinni.
Það gefur þér betri færi
á framtíðinni.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er fátt eins og það sýnist í
fyrstu. Þessvegna skaltu kafa
undir yfirborð hlutanna til
þess að fá fram hvað þeir
þýða í raun og veru.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það getur svo sem hitnað í
kolunum við fyrstu kynni en
þeir logar deyja oft fljótt.
Leggðu þitt af mörkum svo
logarnir megi lifa áfram.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) Vn
Þér hefur verið treyst íyrir
viðkvæmu leyndarmáli og þú
verður að standast allar
freistingar til að skýra frá
því. Mannorð þitt er í veði.
Krabbi _
(21. júní - 22. júlí)
Stundum er ekki nóg bara að
heyra það sem sagt er heldur
þarf líka að taka með í reikn-
inginn hvernig hlutimir eru
settir fram. Hafðu þetta í
huga.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) M
Það er nauðsynlegt þegar
fjármálin eru skoðuð að
reyna ekki að blekkja sjálfan
sig með einhverjum hunda-
kúnstum. Staðreyndimar
einar eiga að gilda.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) (BSk
Eðlisávísun þín er góðra
gjalda verð en taktu fleira
með í reikninginn því ýmsar
staðreyndir mála em þér enn
ókunnar. Flýttu þér því hægt.
Vog m
(23. sept. - 22. október) 4*
Það er þér nauðsyn að fá út-
rás fyrir tilfinningar þínar.
Leitaðu þér því skjóls svo
ekkert geti angrað þig á með-
an. Haltu svo glaður fram
veginn.
Sþorðdreki
(23. okt. -21. nóv.)
Þig langar til að finna ein-
hvern sem þú getur deilt hug-
myndum þínum með. Vand-
aðu það val því á því veltur
sálarheill þín og sjálfstæði.
Bogmaður
(22. nóv.-21. des.) AÍJr
Brjóttu odd af oflæti þínu og
þiggðu aðstoð samstarfs-
manna þinna. Mundu að
seinna kemur að þér að end-
urgjalda þeim greiðann í
sömu mynt.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) áSÍ
Það er einhver umræða í
gangi sem kann að snerta þig
svo þér er fyrir bestu að hafa
allt þitt á hreinu. Stattu svo
fast á þínu.
Vatnsberi ,
(20. jan. -18. febr.) 6Í®
Sköpunarkraftur þinn er
mikill um þessar mundir jafn-
vel svo að þú átt erfitt með að
velja og hafna. Láttu bara
aðra um það og halt þú áfram.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Talaðu beint út við þá sem
með þér starfa. Það hefur
ekkert upp á sig að vera í
vondu skapi. Það getur bein-
línis eitrað loftið á vinnu-
staðnum.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
FIMMTUD AGUR 13. APRÍL 2000 81
Gili, Kjalarnesi
s. 566 8963/892 3041
Eitthvert besta úrval landsins
af vönduðum, gömlum, dönskum
húsgögnum og antikhúsgögnum
Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00
og þri. og fimkvöld kl. 20.30-22.30 eða
Ath. einungis ekta hlutir eftir nánara samkomulagi. Ólafur^
WWW.OQ.IS
Graco
kerrurnar
komnar,
með svuntu
og fyrir
bílstóla
Úrvalið er
hjá okkur
Opið á lau.
frá kl. 11-16
''ð ** ** ð*
SlMI 553 3366
G L Æ S I B Æ
Opið á laugardögum frá 11.00 til 16.00
Kynning á Vajolet og Axiom,
ítölskum hágæða nærfatnaði og bolum,
í Grafarvogsapóteki, fimmtudag 13. aprit
og föstudag 14. apríl kl. 14:00-18:00
fy[/lirella chfháUtxrjun
Háholt 14, 270 Mosfellsbær .
sími 586-8050 fax 586-8051 AXIOM
Barcelona
með Heimsferðum
frá kr. 24.500
alla miðvikudaga í sumar
Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið til Barcelona í sumar með beinu
flugi alla miðvikudaga í sumar. Þú getur valið um fiugsæti eingöngu, flug
og bfl eða flug og hótel, en við bjóðum fjölda góðra hótela í hjarta
Barcelona á frábæru verði. Tryggðu þér
^ CIII | lága verðið meðan enn er laust.
Verðkr. ZHT.JUU
Flugsæti, fram og til baka á völdunt
brottförum.
Skattar kr. 2.460, ekki innifaldir.
Verð etu frá kr. 24.500 - 27.500
eftir dagsctningum
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
fr
HEIM: SFEI IÐIIl.
1 sggpj
M
i