Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 84
84 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Fabrice Hybert á fslandi
‘ Veira sem
eitrar sam-
félagið
ffiinn 19. apríl verður opnuð í hinu nýbakaða
Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu sýn-
ing, og vonandi skemmtileg sýninff, á verk-
um hins franska furðufugls, Fabrice
Hybert. Unnar Jónasson komst að því að
hann Fabrice er enginn venjulegur
franskur listamaður.
HANN Fabrice er sko enginn
venjulegur franskur lista-
maður, alla vega ekki þessi
rqpð alpahúfuna á hausnum og til-
buinn til að drepa sig fyrir listina!
Eða hvað?
Hann hefur verið að síðustu 20 ár-
in og gert alls konar skandala og
skammarstrik og líkir sjálfum sér
helst við veiru sem er að eitra samfé-
lagið eða þannig heldur hann all-
avega að aðrir sjái sig. Hann berst
nefnilega gegn meðalmennsku og
stefnir alltaf hærra og hærra með
listinni og lítur á sig sem einhvers-
konar lauslætisdrós sem á sér engan
samastað innan listastefna.
- »JfHans básúna blæs útúr sér alls-
kyns predikunum en þær eru flestar
um skynjanir og tilfinningar og eru
helstu vopn Fabrice í baráttunni við
leiðinlega myndlist. Sína eigin leiðin-
legu myndlist! Hann vill fjárfesta í
hlutabréfum og þau eiga að vera í
vinskap, gleði, skemmtun ogþrám
manneskjunnar því í þeim er inn-
stæða sem býður upp á þann mögu-
leika að vera róttækur án þess að
vera alvarlegur og þunglamalegur.
Gróðursetti vínþrúgur
Fabrice var fulltrúi Frakka á Fen-
eyjatvíæringnum (Biennale),
Oskarsverðlaunum myndlistarinnar
1997. Markmið hans með verkinu í
franska skálanum í Feneyjum var að
breyta skálanum í n.k. líkama sem
væri á lífi. Hann bauð fólki að borða
nestið sitt inni í skálanum og horfa á
upptökur sem höfðu verið gerðar
upp úr sjónvarpi. Einnig notaði hann
skálann til að safna upplýsingum um
þau lönd sem ekki voru þátttakend-
ur í Tvíæringnum og þannig fengu
þau uppreisn æru. Svo gróðursetti
hann líka vínþrúgur í kringum skál-
Fabrice útskýrir verk sitt á Feneyjar-Bienalnum.
Hypertmarkaðurinn , U^ni „
ann, svona til að gera hann hlýlegri.
Kom hann sá og sigraði með verkið
sitt og setti franska myndlist aftur
inn á kortið eftir u.þ.b. fimmtíu ára
doða.
Sýningin, sem verður opnuð núna
arsemalltertil sölu.
í Reykjavík, er samstarf fjögurra
safna og er nýja safnið hluti af því
samstarfi.
„Eg hélt einu sinni að stórmarkað-
ir væru ný tegund af söfnum," sagði
Andy Warhol og þetta tekur Fabrice
sem heilagan sannleik og hefur
stofnað sinn eigin Hybertmarché
eða nokkurs konar Hybert-markað.
Þetta var einmitt nafnið á sýningu
sem hann hélt í listasafni Parísar-
borgar 1995. Því þarf fólk kannski
ekki lengur að setja sig í stellingar
þegar það labbar inn á listasöfn í Pa-
rís eða Reykjavík. Kannski eru lista-
söfn þá orðin eins og miðlungs góðir
stórmarkaðir þar sem allt er til sölu
og allt veraldlegt. Listamaðurinn er
farinn af stallinum og segir bara:
„Hæ, gerum eitthvað skemmtilegt!"
Fabrice er alltaf að fjalla um lífið
sjálft o g það sem það hefur uppá að
bjóða. Þá þarf bara að finna út „hvað
hefur lífið upp á að bjóða?“ Kannski
komumst við að því 19. apríl. Sýning
hans í nýjasta menningarstolti
Reykjarvíkurborgar verður því von-
andi kröftug sprenging sem nær að
hrista upp í sem flestum.
Listasíður á Netinu
Myndlist.is
LIST á Netinu hefur aukist
mjög mikið síðustu árin og nú
er enginn listamaður með
mönnum nema hann hafi að
minnsta kosti eitt listaverk ein-
hvers staðar á Netinu. Vanda-
ymálið er samt að erfitt getur
verið að nálgast listina því hún
er einhverstaðar innanum allt
hitt sem þú vilt ekket vita um.
ÖIl íslensku söfnin eru með
heimasíður og þar er hægt að
skoða dagskrána yfir árið og
fleiri áhugaverða hluti en svo
eru listamenn með ýmis sér-
verkefni á Netinu og þau eru
pft mjög skemmtilegt. Listasafn
íslands verður með stafræna
sýningu sem opnuð verður 20.
maí og þá verða þeir kannski
komnir með einhverja „Net-
list“ inná safnið en engar upp-
lýsingar eru til þar um íslensk-
ar vefsíður eða íslenska lista-
f**menn með verk á Netinu.
En hér skal bent á nokkrar
síður sem vert er að athuga.
Sumar síðurnar eru kannski
ekki mjög áhugaverðar en þær
hafa kannski skemmtilegar
krækjur þ.e. links, sem gaman
er að fara í gegnum.
Listasíður
á Netinu
www.nylo.is/
www.hlemm ur.is/
www.simnet.is/guk/
artak.art.is
www.umm.is/
www.hi.is/~tbth/gulp
users.forthnet.gr/the/hlin/
mjolk
www. takesyou. to/en tryoin t/
baldur.com
rvik.ism enn t.is/~hlyn ur/
www.takesyou.to/remotep-
laces/
Bíó o g lifandi
málverk
ingar Errós Jeu de Paume í París.
ÞORGEIR Guðmundsson er að
ljúka mastersnámi í kvikmyndaleik-
stjórn við Columbia University í
New York. Hann er reyndar staddur
hér á landi þessa dagana að hljóð-
setja heimildarmyndina „Erró:
norður, suður, austur, vestur“ en
Toggi, eins og hann er kallaður, sá
um kvikmyndatökuna og klippingu
myndarinnar, sem hann vinnur með
félögum sínum, Ara Alexander Erg-
is Magnússyni og Óttari Proppé.
Meiri myndræn hugsun
„Ég tók BFA í kvikmyndagerð í
San Francisco í listaháskóla með
kvikmyndadeild. Það nám var í al-
mennri kvikmyndagerð og núna er
ég að sérhæfa mig í leikstjórn, en hef
líka tekið þó nokkra kúrsa í hand-
ritaskrifum."
- Er ekki mikill munur á þessum
skólum?
„Mjög mikill. Skólinn í San
Francisco er lítill listaskóli og mjög
mikil tilraunastarfsemi í gangi í
kvikmyndadeildinni og ekkert verið
að spá í frásagnarhætti. Þar er miklu
meiri myndræn hugsun í gangi og
gengið út frá myndrænni tjáningu.
Eiginlega litið á bíó sem lifandi mál-
verk. Það hentaði mér mjög vel þeg-
ar ég fór þangað nítján ára gamall.
Síðan kom ég heim í harkið og til
þess að koma mér út úr því fór ég
aftur í skóla,“ segir Toggi og hlær.
„Mann langar auðvitað frekar að
gera bíómyndir en sjónvarpsefni."
- Er Columbia ekki jarðbundinn
skóli fyrir kvikmyndagerðarfólk?
„Já, þetta er frekar undarlegur
„kampus" fyrir Manhattan að vera.
Byggingarnar eru í grískum stíl og
nöfn Hómers, Platóns og Aristótel-
esar á veggjunum," segir Toggi og
hlær við tilhugsunina. “Þetta er
hæsti punkturinn á Manhattan og
maður horfir yfir hverfið mitt, Har-
lem, sem er við hliðina."
Spila inn nýja vinkla
-Að hverju ertu að vinna núna?
„Núna er tveggja ára stífu kúrsa-
tímabili lokið, þar sem mikið var sett
fyrir, þannig að ég er frjálsari og er
að skrifa handrit og vinna tvær
stuttmyndir sem verða lokaverkefn-
ið mitt. Námið hefur meira og minna
falist í því að gera stuttmyndir sem
verkefni og æfingar en þetta eru
svona alvöru lokamyndir."
- Um hvað eru þær?
„Ég get eiginlega ekki sagt það
eins og er. Eg er búinn að skrifa
nokkur handrit en þau hafa legið í
dvala meirihlutann af þessu ári. En
eftir Erró-myndina ræðst ég al-
mennilega í þetta.“
- En á hvernig kvikmyndum hef-
urðuáhuga?
„Mig langar að gera vestra,
spennumyndir og noir-myndir. Mig
langar að spila nýja vinkla inn í
„genre“, kvikmyndastíla ýmsa. En
stuttmyndir eru meira ein hugmynd
og þá er minna hægt að fara út í
þannig pælingar."
- Ertu öðruvísu þar sem þú ert
með bakgrunn úr listaskóla?
„Fólk er meira úr bókmennta- og
leikhúsumhverfi. Skólinn var áður
fyrst og fremst þekktur sem besti
skólinn fyrir handritaskrif í landinu.
En síðustu 10-15 ár hefur leikstjórn-
ardeildin sótt mjög mikið í sig veðr-
ið, og margir fínir leikstjórar sem
hafa komið þaðan. Eins og James
Mangold sem gerði Copland. Paul
Thomas Anderson var þarna, sem
gerði Boogie Nights og Magnolia, en
hann hætti reyndar."
Erró hefur áhrif
- Er ekki gaman að vera kvik-
myndanemi í New York?
„Það er frábært að hafa aðgang að
öllu. Það er óþarfi að láta sér leiðast í
New York,“ segir Toggi og hlær.
„Þú verður að hafa þetta eftir mér.“
-Églofaþví.
„Það er samt ekki hægt að sjá allt.
„Idioterne" eftir Lars von Trier átti
erfitt með að komast í dreifingu hér,
en það tókst. Hér í Reykjavík fáum
við að sjá slatta af skandinavískum
og evrópskum kvikmyndum sem er
fínt, en hins vegar kemur hingað
mjög lítið af góðum óháðum kvik-
myndum frá Ameríku. Það er fullt af
þeim í New York og svo eru auðvitað
bíó sem sýna klassískar kvikmyndir,
og eru með dagskrár og alls konar
hátíðir stöðugt í gangi. Ég hef
reyndar ekki mikinn tíma til að fara í
bíó út af náminu, en þegar ég var í
San Francisco vann vinur minn í
svoleiðis kvikmyndahúsi og við vor-
um þar stöðugt og sáum allar mynd-
ir.“
- Er verið að bralla eitthvað fyrir
utan skólann?
„Já, við erum nokkrir sem höldum
hópinn og erum að gera góða hluti,
erum með „plott“ í gangi," segir
Toggi dulur.
- Er það leyndarmál?
„Ég veit það ekki. Þetta er svona
samvinnuverkefni. Við erum þrír
leikstjórar og erum að koma saman
áætlun um hvernig við ætlum að
sigra heiminn!" segir Toggi og hlær.
„Undirtónninn í pælingunum er að
vera með fjármögnunar- og dreifing-
arpakka fyrir myndirnar sem við
ætlum að gera.“
- Hvernig fannst þér að koma
heim að vinna þessa mynd?
„Það er búið að vera algjör geð-
veiki. Tæknin að stríða okkur og
svona, sem þýðir tímahrak. Annars
mjög fínt, þetta er góð mynd. Erró
sjálfur er mjög inspírerandi fyrir
mig í mfnum hlutum. Hvernig hann
vinnur að myndlist; viðar að sér efni,
klippir það saman og sér eitthvað
nýtt út úr því.“
- Ætlarðu að flytja heim þegar
skólinn er búinn?
„Ég er mjög opinn fyrir því að
halda áfram að vera á báðum stöð-
um. Það verður fínt að mæta hingað
og gera eitthvað, en hverfa samt
reglulega," segir Þorgeir og tekur til
við að basla við klippitölvuna sem er
eitthvað að stríða honum.