Morgunblaðið - 11.05.2000, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjölskyldan efaðist ekki um árangur Haraldar Arnar Olafssonar pólfara
Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Sverrir
Davíð Oddsson forsætisráðherra ræddi við Harald Örn Ólafsson þegar hann var kominn á Fjölskyldan ræðir við Harald Örn. Haukur Steinn, yngsti bróðirinn, er í simanum og for-
pólinn. Davíð sagði m.a. að Haraldur væri sannur afreksmaður. eldrarnir, Sigrún Richter og Ólafur Örn Haraldsson, fylgjast með.
„Var alltaf viss
um að hann myndi
klára þetta“
„ÉG var alltaf viss um að hann myndi
klára þetta,“ sagði Sigrún Richter,
móðir Haraldar Amar, sem stödd
var í Útilífi ásamt manni sínum, Ólafi
Erni Haraldssyni, og yngsta syni
þeirra, Hauki Steini, en miðbróðirinn
er staddur í Bandaríkjunum og hittir
líklega hitta bróður sinn, pólfarann,
þar vestra einhvem næstu daga.
„Það var eitt af því síðasta sem ég
sagði við hann áður en hann fór þeg-
ar hann spurði hvað mér fyndist um
leiðangurinn að það væri enginn efi í
mér að hann myndi komast á pólinn,
ef eitthvað hindraði það að hann næði
væri það vegna utanaðkomandi at-
vika,“ sagði bróðirinn Haukur Steinn
er hann var spurður um afrek stóra
bróður.
Er stoltur af Haraldi Erni
„Mér líður afskaplega vel og er
stoltur af Haraldi," sagði Ólafur Öm
um soninn. „Mér finnst ég enn einu
sinni hafa fengið ákveðna staðfest-
ingu á því hversu vel gerður, öruggur
og heilsteyptur Haraldur er,“ og
kvaðst Ólafur aldrei hafa efast um að
piltur næði markinu. „Við emm bún-
ir að ganga svo mikið saman og ég
hef séð hann brjótast í gegnum slíka
erfiðleika að það er ekkert sem
stöðvar hann - nema að menn geta
alltaf orðið fyrir slysi - en það varð
sem betur fer ekki.“
Ólafur Öm sagði marga hafa fylgst
með leiðangrinum allan tímann, hann
hefði hvarvetna fundið velvilja fólks
og kvað sérlega ánægjulegt hversu
margir vildu gleðjast með fjölskyld-
unni í gærkvöldi þegar Haraídur Óm
náði á pólinn. „Mér finnst afskaplega
vænt um að sjá þennan fjölda og
vænt fannst mér einnig um orð for-
sætisráðherra hér áðan,“ sagði Ólaf-
ur Öm ennfremur.
Haukur Steinn kvaðst hafa farið
með bróður sínum á Vatnajökul og í
ýmsar ferðir, allt á íslandi, og kvaðst
hann stefna á önnur markmið fyrst
Haraldur Öm hefði unnið þessi ák-
veðnu afrek.
Fer ekki á póla
„Ég fer ekki á póla, það er nokkuð
ljóst,“ sagði Sigrún spurð um fjalla-
og óbyggðaferðir sínar, „ég hef farið
á Vatnajökul og ýmsar styttri jökla-
ferðir sem mér finnst mjög skemmti-
legt og við fömm alltaf á fjöll á sumr-
in.“
Fjölskyldan hefur fylgst með Har-
aldi hvert fótmál, hann hringdi til
skiptis heim til foreldra sinna á nótt-
unni og til konu sinnar. „Við fengum
fréttir á hverjum einasta degi og það
var alveg ómetanlegt,“ segir móðirin
og sagði það hafa gert fjölskylduna
rólega „og líka vissum við að hann er
mjög varkár og anar ekki út í neina
óvissu."
Ólafur Örn minnti á að margt
þyrfti að koma til svo að leiðangur
sem þessi gengi upp. „Það þarf
skipulag, fjármuni, kynningu og þó
að gangan sjálf sé mesta afrekið þá
er það flókin smíði að koma þessu
öllu heim og saman. Það má ekkert
vanta í svona smíðisgrip. Ég hugsa
að fjöldi manna geti í raun gengið á
pólinn en það að ná saman réttum
búnaði, fjármunum og eldmóði, það
er ekki nema fáum gefið,“ sagði fað-
irinn og kvaðst aðspurður gjarnan
hafa viljað vera með en hann hefði
ekki átt heimangengt.
Að lokum lét fjölskyldan í Ijósi þá
von að veðrið yrði skaplegt til að
heimferðin gengi vel. „Nú telur mað-
ur bara dagana og vonandi tefur
veðrið ekki mikið,“ segir Sigrún.
„Það verður að vera sólskin til að
hægt sé að sækja hann svo flugmenn
sjái mishæðirnar á ísnum.“
Haraldur hóf ferðina með félaga
sínum Ingþóri Bjarnasyni á Ward
Hunt-eyju hinn 10. mars. Framund-
IHaraldur lauk í gær, 10. maí, hinni rúml.
770 km löngu göngu á pólinn frá Ward
Hunt-eyju. Hann greindi frá komu sinni
á pólinn i síma um kl. 21.30 í gærkvöld.
an var um 800 km ganga um geysi-
erfitt svæði, sérstaklega í byrjun.
Frostið fór niður í 67 stig að meðtal-
inni vindkælingu á fyrstu dögum
ferðarinnar og færið reyndist mun
erfiðara en þeir félagar bjuggust við.
Ingþór varð að hætta þátttöku á 17.
degi leiðangursins, vegna kals í
höndum eftir að hafa brotist 86 km
áfram með Haraldi. Haraldur ákvað
að halda förinni áfram einn síns liðs
og lauk ferðinni 10. maí, nákvæmlega
samkvæmt áætlun.
Unnusta Haraldar Arnar og fólk í bakvarðasveitinni í Resolute
„Erum öll í skýjunum“
„ VIÐ erum öll í skýjunum, hann var
að hringja og það var alveg frábært
að heyra í honum," sagði Una Björk
Ómarsdóttir, unnusta Haraldar Am-
ar, þegar Morgunblaðið ræddi við
hana í gærkvöldi í Resolute Bay þar
sem hún var stödd ásamt félögunum
í bakvarðasveitinni, Ingþóri Bjama-
syni, Halli Hallssyni og Skúla Jó-
hanni Björassyni.
„Ég hef tekið þetta á sama hátt og
hann, einn dag í einu og það er búið
að vera Iangþráð að takmarkið næð-
ist og er alveg stórkostlegt," sagði
Una Björk. Kvaðst hún undir niðri
ekki hafa efast um að hann myndi ná
takmarkinu. „Hann var greinilega
orðinn mjög þreyttur að vera á
gangi í' 32 tíma en himinlifandi að
hafa náð áfanganum," sagði hún og
kvað Harald Om hafa þurft að af-
greiða æði mörg samtöl áður en
hann gat farið að fjalda og nærast.
Spennufall
„Nú er orðið spennufaU og aðeins
er eftir að sækja Harald," sagði hún
en þau sáust sfðast 1. mars síðastlið-
inn. Una Björk sagði síðan stefht að
því að halda frá Resolute Bay á laug-
ardag og í veg fyrir vél til fslands
frá Boston að kvöldi sunnudags.
„Það var mjög gott að heyra í hon-
um,“ sagði Ingþór Bjamason, „og
stórkostleg stund að hann skuli hafa
náð þessu. Hann er búinn að beijast,
sérstaklega nú á endasprettinum,
þegar hann hefur gengið ótrúlegar
vegalengdir í langan tíma.“
Ingþór segir það ekki óeðlUegt að
nyög sterk löngun hafí búið um sig
hjá Haraldi síðustu dagana að klára
leiðangurinn með þessum enda-
spretti. „Ég skU Harald mjög vel að
hafa gert þetta svona, ég fann að
hann var þreyttur en glaður og
ánægður að þessu er nú náð,“ sagði
Ingþór og kvaðst eiga von á miklum
fagnaðarfundum á föstudag. Veður-
útlit væri gott og því von til þess að
hægt yrði að ná í pilt.
„Þetta er stór stund og ótrúlegt
afrek sem Haraldur er búinn að
vinna og mér finnst það gleðilegt að
hann skyldi geta haldið áfram og
lokið förinni á þeim tíma sem við
áætluðum í upphafi, 10. maí,“ sagði
Ingþór sem kveðst hafa svo gott sem
jafnað sig í höndunum eftir að hann
kól sem varð tíl þess að hann varð að
hætta eftir um þriðjung leiðarinnar.
„Ég var nyög heppinn og enginn efi
um að ákvörðunin var rétt að hætta,
það var raunsætt enda hef ég séð
aðra sem hafa farið verr út úr svona
og ég er ekki að syrgja það, þótt það
hefði verið gaman að vera með hon-
um á pólnuin."
Er bersýni-
lega í góðri
þjálftin
„MÉR finnst stórkostlegt að
hann skuli hafa náð þessum
árangri og brotist þessa leið
einn,“ sagði Davíð Oddsson
forsætisráðherra þegar hann
var spurður um afrek Har-
aldar Arnar Ólafssonar.
„Hann er bersýnilega í góðri
þjálfun og býr yfir stóískri ró
og einbeittum vilja sem þarf
fyrir utan þekkingu á stað-
háttum og ég samgleðst piltin-
um innilega með afrek hans,“
sagði ráðherra ennfremur.
Hann kvaðst aðspurður gjarn-
an hafa viljað taka þátt í svona
leiðangri. „Ef ég hefði haft
einhverja getu til þess en Úlf-
arsfell er nægilegt fyrir mig.“
Davíð kvaðst hafa fylgst
með göngu Haraldar, bæði
gegnum fjölmiðla og eins hefði
hann fengið meiri fréttir hjá
föður hans, það hefðu verið
hæg heimatökin í þinginu að
spyrja hvernig hefði gengið.
„Það er mikilvægt að ungir fs-
lendingar sýni á þennan hátt
hvað í þeim býr. Ég hygg að
það séu afskaplega fáir menn
sem hafa farið á báða pólana
fyrir eigin atbeina að minnsta
kosti.“
Ma
iÁí
wemt.
Með því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari
vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi.
Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útiánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum
og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma.
®BÚNAÐARBANKINN
HEIMILISLÍNAN
Traustur battki
www.blb