Morgunblaðið - 11.05.2000, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 1 5
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Morgunblaðið/Kristinn
Magnús Már Einarsson, Jón Ásgeir Þorvaldsson, Pétur
Ingi Jónsson, Daníel Ingi Ingimarsson, Davíð Karl Wiium
og Eggert Kristjánsson.
Yölundarhúsið
vinsælast
„VIÐ erum að gera líkan að
gamla skólanum eins og
hann átti að vera í upphafi,"
segja 6 kotrosknir strákar
úr 5. bekk og einn bendir í
átt að „Svarta skóla“ „Veistu
að þarna átti að vera hest-
hús og kennarabústaður hin-
um megin við gamla skóla-
húsið? Líkanið verður
þrisvar sinnum stærra en
teikningin," segja þeir og
gera lítið úr því að erfitt hafi
verið að reikna út hlutföllin.
Hins vegar virðist mun meiri
áhugi á fótbolta en hönnun í
hópnum. „Ég ætla að verða
atvinnufótboltamaður og
græða peninga þegar ég er
orðinn stór,“ segir Magnús
og annar lumar þvf út úr sér
að varla nokkurt lið muni
vilja kaupa hann. „Ég stofna
bara lið sjálfur," svarar
hann hvergi banginn og hin-
ir hlæja og velta því fyrir sér
hvort Eggert geti hugsan-
lega orðið arkitekt. „Ég hef
nefnilega engan sérstakan
áhuga á fótbolta," svarar
hann og hinir upplýsa að
Eggert sé afbragðsnáms-
maður og teiknari. Þeir segj-
ast allir bíða spenntir eftir
að komast í Uppgötvunar-
miðstöðina og völundarhúsið
er efst á vinsældarlistanum.
Ekki spuming!
Allir nemendur
uppi á vegg
„ VIÐ stelpumar höfúm venð
að taka svart/hvítar and-
litsmyndir af öllum krökkun-
um í skólanum. Núna emm
við að framkalla og verðum
að skiptast á af því að ljós-
myndakompan er svo lítil,“
segir Steinunn Þórsdóttir
nemandi í 10. bekk og for-
maður skólafélagsins.
Steinunn segir að stækkað-
ar ljósmyndirnar verði límd-
ar á stórt blað og komið fyrir
uppi á vegg. Blaðið verði
hluti af afmælissýningunni
um helgina. „Strákarnir era
að gera heimildarmynd um
skólastarfið. Eins og þú sérð
standa tökur enn yfir. Þeir
em búnir að taka á margar
spólur og eiga eftir að klippa
myndina niður í eðlilega
lengd. Heimildarmyndin
verður væntanlega látin rúlla
á afmælishátíðinni um helg-
ina.“
Steinunn hrósar skólanum.
„Klébergsskóli er lítill og
auðvelt að ná til allra nem-
endanna. Hver og einn hefur
mun meira að segja en í' fjöl-
Morgunblaðið/Kristinn
Steinunn viðurkennir að
líklega eigi hún eftir að
sakna Klébergsskóla þeg-
ar hún sest á skólabekk í
MR í haust.
mennari skólum,“ segir hún
og tekur fram að andinn í
skólanum sé góður. Eins og
Pétur segist hún mest hlakka
til að reyna sig í Upp-
götvunarmiðstöðinni. „Ég
hlakka líka til að sjá heimild-
armyndina," segir hún og
jafnaldrar hennar kinka kolli.
Langbest
að vera
einn
„MÉR finnst langbest að vera
einn og fá að ráða öllu sjálf-
ur,“ segir Pétur Jónsson í 7.
bekk ákveðinn í bragði og
sýnir blaðamanni stoltur lík-
an af skólahúsi. „Ég byijaði á
mánudaginn. Stefnan er auð-
vitað að klára fyrir afmælis-
sýninguna á laugardaginn.
Líkanið sýnir skólann eftir 30
ár. Aðalbreytingin er að
veggirnir í einni byggingunni
verða úr gleri. Já - og þakið
hérna líka,“ segir hann og
snýr sér að líkaninu. Hann er
spurður að því hvers vegna
hann hafi veðjað á glerið og
svarar að bragði: „Gler er
einfaldlega nýtískulegt."
Pétur segist hlakka til af-
mælishátíðarinnar og mest af
öllu að fá að reyna sig í Upp-
Morgunblaðið/Kristinn
Pétur með líkan að Klé-
bergsskóla eins og hann
hugsar sér að skólinn líti
út eftir 30 ár.
götvunarmiðstöðinni. Hann
og hinir krakkarnir í bekkn-
um eru sammála um að Klé-
bergsskóli sé góður skóli.
„Krakkarnir era skemmti-
legir. Nú svo er miklu meira
af grasi en malbiki," segir
Pétur og Ágúst Freysson
slær botn í svarið. „Klébergs-
skóli er einfaldlega bestur."
Morgunblaðið/Kristinn
Snorri Hauksson aðstoðarskólastjóri og Sigþór Magnússon skólastjóri segja að kennaraliðið vinni baki brotnu að undirbún-
ingi hátíðarinnar.
Stórafmæli elsta grunnskóla Reykjavrkurborgar
Uppgötvunarmiðstöð
á 70 ára skólaafmæli
Kjalames
KLÉBERGSSKÓLI á Kjal-
arnesi fagnar 70 ára afmæli
skólans með veglegri afmæl-
ishátíð nk. laugardag. Einn
liður í hátíðardagskránni er
opnun Uppgötvunarmið-
stöðvar í íþrótttahúsi skólans.
Með sameiningu Reykjavíkur
og Kjalarness varð skólinn
elsti starfandi grunnskóli í
Reykjavík. Austurbæjarskóli
við Barónsstíg er ári yngri.
Saga bamaskóla á Kjalar-
nesi er jafnvel enn lengri því
að sagt er fráþví í Sögu sveit-
arstjórnar á Islandi að börn-
um hafi verið kennt í sérstöku
skólahúsi á Hofsbökkum á
Kjalarnesi skólaárið 1903 til
1904. Engum sögum fer af því
af hverju skólahald féll niður í
húsinu og var ekki tekið upp
síðar. Hins vegar hafa varð-
veist heimildir um að hrepp-
snefnd hafi samþykkt teikn-
ingar af nýjum heima-
vistarskóla 15. janúar árið
1929.
Sú spurning brennur á vör-
um hvers vegna fámennt
sveitarfélag eins og Kjalar-
neshreppur hafi ákveðið að
taka jafn stórt framfaraskref
á sínum tíma. „Þarna fléttast
væntanlega saman umhverf-
isáhrif og einbeittur vilji,“
segir Sigþór Magnússon
skólastjóri. „Eftir aldamótin
sveif andi sjálfstæðisbarátt-
unnar yfir vötnunum. Fjár-
magn ýtti undir vilja til fram-
fara eins og sést þegar litið er
til sögunnar. Ekki var því að
sökum að spyrja þegar hópur
framfarasinna fór í broddi
fylkingar í hreppi eins og
Kjalarneshreppi. Abúendur á
Vallá gáfu land undir skóla-
bygginguna og látið var til
skarar skríða. Hinu er heldur
ekki að leyna að við hönnun
hússins var tekið mið af því að
húsakynnin gætu gegnt hlut-
verki félagsheimilis þegar á
þyrfti að halda,“ segir hann.
Fram kemur að húsið hafi
verið teiknað af Guðjóni Sam-
úelssyni, þáverandi húsa-
meistara ríkisins, í samvinnu
við Ásgeir Ásgeirsson, þáver-
andi fræðslumálastjóra, síðar
forseta. ,Á- teikningunni er
stærsta herbergið merkt
fundarherbergi og þar var oft
dansað dátt í gegnum tíðina.
Aðeins ein skólastofa var í
húsinu og talsvert rými ætlað
undir heimavistina enda
komu börnin frá sveitabæjum
í öllum hreppnum. Þau voru
um 15 og dvöldust í um 7
mánuði á hverju ári í skólan-
um.“
„Svarti skóli“
hverfur ekki
Sigþór segir að lengst allra
hafi Olafur Kr. Magnússon
stýrt skólanum frá 1945 til
1979. Ólafur hafi heldur ekki
látið sér nægja að sinna skóla-
stjórnuninni því að hann og
eiginkona hans hafi séð um
póststöð fyrir byggðina um
árabil. Þá hafði heilsugæslan
einnig aðstöðu í skólanum um
árabil. „Lengst af rúmaðist
skólastarfið vel í gamla skóla-
húsinu. Smám saman tók að
myndast byggðarkjarni í
tengslum við starfsmenn Arn-
arholts. Börnum fjölgaði og
huga þurfti að stækkun skól-
ans. Tvær skólastofur vorur
reistar og skírðar eftir dökkri
klæðningunni „Svarti skóli“
árið 1977,“ segir Sigþór og
bendir í átt að snyrtilegu hvít-
máluðu húsi á skólalóðinni.
„Jú, sjáðu til - nafnið hélst
eftir að svarta klæðningin
hafði verið máluð hvít. Teikn-
ingar af nýrri álmu við skól-
ann gera ráð fyrir að „Svarti
skóli“ verði rifinn. Rétt áðan
stakk einn nemendanna upp á
því að við létum nýju álmuna
halda nafninu. Þrátt fyrir allt
er því hugsanlegt að við höld-
um Sorbonne."
Þróunin hélt áfram og
unglingastigi var bætt við
skólann árið 1987. „Nemend-
um fjölgaði m.a. vegna þess
að farið var að taka við nem-
endum úr 8. til 10. bekk úr
Kjósinni. Skólinn var því
stækkaður með nýrri álmu
árið 1987. Núna er gert ráð
fyrir að framkvæmdir við
nýja álmu geti hafist í sum-
ar,“ segir Sigþór og bætir því
við að nýja álman verði alls
1.500 fm að flatarmáli. „Með
nýju álmunni fáum við mötun-
eyti, sérgreinastofur og sal.
Viðbrigðin verða því umtals-
verð þegar nýja álman verður
tekin í notkun eftir tvö til þrjú
ár.“
Sigþór hefur verið skóla-
stjóri í Klébergsskóla í um 10
ár. „Nemendur hafa verið á
bilinu 90 til 130 og er skóla-
hverfið allt umhverfis Esjuna.
Alls aka sex skólabflar á bil-
inu 40 til 50 bömum úr ná-
grenninu í skólann á hverjum
degi. Börnin geta verið um
eina klukkustund á leiðinni í
skólann. Annars hefur börn-
um í skólaakstri farið frekar
fækkandi hin síðari ár,“ segir
hann og er inntur eftir því
hvaða kostir fylgi því að halda
uppi skólastarfi í jafn fámenn-
um skóla. „Fyrst og fremst
felast kostirnir í því að auð-
velt er að skapa persónuleg
tengsl við nemendur og for-
eldra. Kennarar veita pers-
ónulegri þjónustu og eru fljót-
ir að greina og taka á ýmsum
vandamálum. Við leggjum
metnað okkar í að halda uppi
öflugu þróunarstarfi. Kennar-
ar, foreldrar og nemendur
eiga auðvelt með að nálgast
ítarlega handbók um skóla-
starfið á vefsíðu skólans."
Kennarar nýta sér nábýlið
við náttúruna með ýmsum
hætti. „Ef gott er veður er
auðvelt fyrir okkur að ákveða
að nota tækifærið og fara
gönguferð. Annað dæmi er að
fengið sé leyfi hjá foreldri til
að heimsækja fjós í nágrenn-
inu. Foreldrar hafa verið í
nánum tengslum við skólann
og ólatir að greiða götu skóla-
starfsins innan og utan
veggja skólans," segir Sigþór
og minnist á hvað áhrif sam-
einingin við Reykjavík hafi
haft fyrir skólastarfið. „Sam-
einingin hefur valdið því að
fjármagn til skólans hefur
aukist. Skólanum er séð fyrir
búnaði með sama hætti og
skólanum inni í Reykjavík,
t.d. fengum við hingað full-
komið tölvuver. Enn er hægt
að nefna hversu gott hefur
verið að geta leitað til Fræðsl-
umiðstöðvar með ýmsan
vanda. Samstarfið við
Fræðslumiðstöð og ÍTR í
kringum íþróttahúsið og
reksturinn á félagsmiðstöð-
inni hefur gengið vonum
framar."
Skóladagurinn í Klébergs-
skóla er samfelldur frá kl.
8.30 til 14.30. Um 40% nem-
enda sækja tónlistamám í
skólanum á skólatíma. „Engin
eftirspurn hefur verið eftir
skólavistun eftir að fonnleg-
um skóladegi lýkur. Ég hef
stundum grínast með að
ástæðan fyrir því sé að barna-
píurnar komi heim úr skólan-
um á sama tíma og litlu börn-
in,“ segir Sigþór og er
spurður um árangur nem-
enda á samræmdum prófum.
„Árangurinn hefur verið tals-
vert sveiflukenndur eins og
oft vill verða í fámennum
skólum. Skólinn hefur verið
allt frá því að vera talsvert
undir meðallagi upp í að vera
bestur í Reykjavík fyrir
þremur árum. Sá árangur
kom ekki fram opinberlega
því að nemendafjöldinn náði
ekki tilskildu lágmarki."
Völundarhús frá Kanada
Einn liður í hátíðardag-
skránni er opnun Uppgötvun-
armiðstöðvar í íþróttahúsinu.
„Einn liður í þróunarstarfinu
fólst í því að kennarar við
skólann fóru í námsferðalag
til Halifax í Kanada árið 1998.
Hópurinn skoðaði skóla og fór
í svokallað Discovery Center.
Við vorum svo heilluð að eftir
heimkomuna ákváðum við að
sækja um styrk til mennta-
málaráðuneytisins til að fá
hluta af sýningunni hingað
heim. Eftir að styrkurinn
fékkst vorum við of upptekin í
verkefnum í tengslum við
sameininguna við Reykjavík
til að halda áfram. Við tókum
svo upp þráðinn fyrir stuttu
og erum að setja upp tvær
sýningar frá Kanada úti í
íþróttahúsi. Annað höfum við
fengið frá íslenskum fyrir-
tækjum eða er búið til í skól-
anum. Uppgötvunarmiðstöð-
in gengur út á að gefa
börnunum kost á að upplifa
hvers kyns tækni og vísindi í
gegnum alls konar þrautir,
t.d. kemur um 100 fm völund-
arhús með fróðleik um stjörn-
ufræði frá Kanada. Eftir af-
mælið verður Uppgötvunar-
sýningin opin almenningi á
ákveðnum tímum fram á sum-
ar.“