Morgunblaðið - 11.05.2000, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 45
pabbi tekur á móti þér og leiðir þig
inn í nýtt hlutverk sem bíður þín. Ég
kveð þig nú með trega, kæri bróðir,
og þakka fyrir allar stundimar sem
við áttum saman.
Elsku Guðný, Denna Lóa, Eiríkur
Pétur, Pórður, Hrefna, Ævar Ingi, og
litlu afastrákamir Reynir Kristinn og
ísak Árni, ég bið guð að styrkja ykk-
ur á þessari stundu.
Halldóra Kristín Magnúsdóttir.
Okkur langar í fáum orðum að
kveðja kæran mág og vin Óla Jóhann
Kristinn Magnússon, Kidda eins og
við kölluðum hann. Kiddi var hár og
myndarlegur maður sem eftir var
tekið þar sem hann fór. Ungur að ár-
um kynntist hann Guðnýju systur og
mágkonu okkar og hafa þau síðan
gengið lífsbrautina saman, þau eign-
uðust þrjú mannvænleg böm. Kiddi
var mikill heimilismaður sem bar hag
fjölskyldunnar mjög fyrir bijósti.
Ékki fór framhjá okkur hversu góður
faðir hann var bömum sínum. Að
leiðarlokum er okkur efst í huga hve
mörgum mannkostum Kiddi var
gæddur, trygglyndi og sú fágæta
gæfa sem einkenndi hugarþel hans,
að leggja aldrei illt orð til um nokk-
um mann. Með léttri lund og um-
burðarlyndi laðaði hann að sér fleiri
samferðamenn en almennt er títt.
Hjá Strætisvögnum Reykjavíkur var
hans starfsvettvangur í um ald-
arfjórðung og er okkur kunnugt um
að hann var afar farsæll og vel met-
inn í starfi. Utan starfa sinna hjá
Strætisvögnunum vann hann oft í
fríum við akstur hópferðabíla, bæði í
lengri og skemmri ferðum, í samræð-
um við hann kom oft fram hversu
mikla ánægju hann hafði af þessum
ferðalögum og þeim fróðleik sem
hann safnaði um landið svo og um
menn og málefni. Sem fyrr segir var
Kidda afar umhugað um fjölskyldu
sína, í okkar huga voru þau sem eitt
hann og Guðný. Síðastliðið ár í erfið-
um veikindum hans var Guðný sem
klettur við hans hlið, er hann treysti
á, auk þess naut hann umhyggju
barna, móður, systkina og fjölmargra
vina og vandamanna. Þá er vert að
minnast ummæla Guðnýjar um
hversu góðrar aðhlynningar hann
naut síðustu vikumar í veikindum
sínum á gjörgæsludeild Landspíta-
lans í Fossvogi. Okkmr er ofarlega í
huga jákvæði og dugnaður Kidda
meðan á veikindum hans stóð, gekk
hann mikið og lagði á sig ófáar ferðir
til að hitta starfsfélaga sína hjá
strætó.
Þó Kidda hafi verið létt um að
kynnast fólki og laða að sér stóra sem
smáa var hann afar dulur um eigin
hagi. Við minnumst hans með sökn-
uði og hlýhug, hann var sönn hetja
hversdagsins sem skilaði sínu hlut-
verki með sóma.
Margs er að minnast og þó að síð-
ast liðið ár hafi reynst erfitt voru upp-
styttur sem þau hjónin nutu vel. Þau
fóru austur í Egilsstaði á æsku-
stöðvar Guðnýjar og dvöldu þar og
ferðust í nokkra sólskinsdaga um
Austurland. Á síðast liðnu hausti fóru
þau til írlands í fylgd góðra vina
sinna og höfðu þau mikla ánægju af.
Að lokum kemur okkur í hug ljóð-
lína úr Ijóði Einars Benediktssonar
skálds, Eitt bros getur dimmu í dags-
ljós breytt. Segja þessi fáu orð mikið
um kynni okkar af Kidda. Þessarar
birtu nutum við öll sem þekktum
hann. Hafðu þökk fyrir góða en allt of
stutta viðkynningu, megi góður Guð
leiða þig til ljóss og friðar.
Elsku Guðný, Denna Lóa, Þórður,
Ævar Ingi, tengdaböm, afastrákar,
Lóa, Gunnar, Dóra og Denna og allir
sem eiga um sárt að binda, við biðjum
góðan Guð að blessa ykkur og styrkja
til að takast á við sorg og söknuð.
Megi minningin um góðan dreng gefa
ykkur birtu og hlýju á ókominni tíð.
Benedikt og Jóna.
Kæri mágur. Æ, þú tapaðir. Þú
sem varst svo bjartsýnn. Kvöldið fyr-
ir stóru aðgerðina heyrði ég í þér og
þú varst svo viss um að þetta yrði
bara smáskeina, og að þú yrðir kom-
inn heim innan örfárra daga, og ekki
bara heim til þín, heldur hingað aust-
ur í Egilsstaði til okkar. Nei, nei, bar-
daginn í vöku og svefni tók heilan
mánuð áður en yfir lauk.
Þú varst ekki nema 52 ára og áttir
svo margt eftir. Ég man þegar Guðný
systir kom með þig hingað heim og
kiynnti þig fyrir okkur, þér, þessum
stóra og myndarlega manni, hvað
hún var ánægð með þig. Æ já, svona
er lífið. Maður veit ekki ævina fyrr en
öll er.
Ég þakka þér fyrir allar stundim-
ar sem við áttum saman, allar mót-
tökumar þegar við komum suður.
Alltaf voram við velkomin inn á ykk-
ar hlýja heimili, hvort sem ég kom ein
eða við öll, þá var okkur alltaf tekið
opnum örmum og nóg var plássið,
þótt fullt væri út úr dyram. Já, það
var gott að koma til ykkar. Þú varst
góður maður Kiddi. Ég þakka þér
samfylgdina og vona að þér líði vel
núna, þar sem þú ert.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
þig Guðný mín og bömin ykkar, þau
Dennu Lóu, Þórð og Ævar Inga,
tengdaböm og bamaböm og þig Lóa
mín og alla ykkar ástvini í þessari
miklu sorg.
Blessuð sé minning þín og hafðu
þökk fyrir allt.
Kalliðerkomið
kominernústundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund
Vmimirkveðja
vininnsiimlátna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margseraðminnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof íyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífríði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hann dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Kveðjur,
Guðrún María Þórðardóttir
og fjölskylda.
í vinnunni. Hann keyrði nefnilega
strætó og stundum var ég svo heppin
að hann leyfði mér að fara með sér
einn hring, þ.e. frá Breiðholti og nið-
ur í bæ og svo aftur upp í Breiðholt.
Ég man hvað mér fannst þetta
spennandi, það var eins og ég hefði
himin höndum tekið. Þetta var sko
toppurinn á tilveranni. Það að þekkja
strætóbílstjóra var nú ekki amalegt.
Þótt það séu nú sjálfsagt að nágast 25
ár síðan þetta var man ég enn hvað ég
var glöð og ánægð þegar hann leyfði
mér að fara með sér.
Undanfarin ár hefur sambandið
því miður ekki verið nógu mikið þar
sem ég ég hef búið erlendis. En þegar
ég hef komið í heimsóknir til íslands
hefur eftirvæntingin alltaf verið mikil
yfir því að hitta Kidda og Guðnýju
aftur. Það var svo gott að koma til
þeirra og alltaf var tekið mjög vel á
móti mér og fjölskyldu minni. I þess-
um heimsóknum þurfti svo margt að
ræða, bæði að segja fréttir og fá
fréttir og ræða um daginn og veginn
og bara allt sem hafði á daga okkar
drifið frá því við hittumst síðast. Það
var svo gaman að heyra hann tala um
afastrákana sína, tvo. Hann var svo
montinn af þeim.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa hitt
hann í desember sl. Þá var hann svo
hress, eins og alltaf, og bjartsýnn á
framtíðina. Þannig mun ég alltaf
minnast hans.
Elsku Guðný mín, Denna Lóa,
Þórður, Ævar Ingi, Lóa, systkini og
aðrir ástvinir, missir ykkar er mikill
Að heilsa og kveðja er lífsins gang-
ur. En það er sárt að þurfa að kveðja
vini sína löngu fyrir tímann. Fjöl-
skyldur okkar hafa fylgst að í nær-
fellt þrjátíu ár og helming þess tíma
hafa þau samskipti oft orðið mikil.
Við glöddumst saman á góðum
stundum og hluttekning ykkar í sorg-
um okkar á síðastliðnu hausti og í vet-
ur verður aldrei fullþökkuð. Börnin
okkar uxu upp í nágrenni og dætur
okkar, Denna Lóa og strákamir urðu
góðir vinir. Sú vinátta á vísast eftir að
endast ævilangt.
Um hver jól og áramót vora fjöl-
skyldurnar saman. En nú hafa stór
skörð verið höggvin þar í. Við eigum
ógleymanlegar minningar um þessar
gleðistundir og geymum þær með
okkur.
Kallið er komið,
kominernústundin
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimirkveðja
vininnsinnlátna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margseraðminnast,
margterhér aðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Guðný, Denna Lóa, Þórðm-, Ævar
Ingi og Lovísa. Algóður Guð verndi
og styrki ykkur og fjölskyldur ykkar.
Fjöiskyldan Búagrund 1.
Þegar ég heyrði þá váfregn að
Kiddi væri látinn setti mig hljóða. Ég
vissi að hann hafði átt við veikindi að
stríða, en ég vildi trúa því að hann
mundi ná yfirhöndinni. En því miður
varð hann að lúta í lægra haldi.
Frá því að ég var lítil stelpa hef ég
þekkt Kidda og Guðnýju, konuna
hans. Þau mætu hjón vora góðvinir
móður minnar og var ég svo heppin
að njóta góðs af þeirra mikla vinskap.
Þegar ég læt hugann reika til lið-
inna ára koma fram margar góðar
minningar tengdar Kidda. Sérstak-
lega er mér minnisstætt þegar ég
fékk að fara „einn hring“ með honum
Varanleg
minning
er meitlub
ístein.
IIS. HELGASOIM HF
STEINSMIDJA
Skemmuvegi 48, 200 Kóp.
Sími: 557-6677 Fax: 557-8410
Netfang: sh.stone@vortex.is
og votta ég ykkur mína dýpstu sam-
úðog bið góðan guð að styrkja ykkur
öU í ykkar miklu sorg.
Að lokum vil ég þakka Kidda fyrir
einlægan og góðan vinskap í gegnum
árin.
Guðlaug Erlendsdöttir.
Örfáar línur til minningar um fé-
laga okkar úr kómum sem er burt
kallaður til æðri heima. í okkar hóp
var hann aUtaf kallaður Kiddi. Fyrst
var hann í klappUðinu og alltaf var
hann reiðubúinn að hjálpa til við
flutning á hijóðfæram og pöllum þeg-
ar tónleikar vora í farvatninu. Konan
hans hún Guðný var í kómum og
einnig dóttir hans hún Denna Lóa.
Síðan lét hann tU leiðast að koma í
kórinn, það bráðvantaði bassa og
hann sló tU. Þó hann væri hættur í
kórnum fylgdist hann með og sendi
ávallt hlýjar kveðjur, síðast dauð-
veikur af spítalanum.
Við sendum fjölskyldunni einiægar
samúðarkveður og trúum því að hann
sé kominn í bassann hjá englakóm-
um á himnum, laus við kvöl og þraut.
Mosfellskórinn.
í dag kveðjum við vin okkar Kidda,
sem látinn er langt um aldur fram.
Okkur langar tU að minnast hans með
örfáum orðum.
Það var fyrir 28 áram að leiðir okk-
ar karlanna lágu fyrst saman er við
spiluðum fótbolta á móti hvor öðram
austur á fjörðum, Kiddi með Hetti en
ég með Hugin. En því miður kynnt-
umst við ekki mikið þá.
Það var svo fyrir fjóram áram að
við hittumst aftur og upp frá því varð;
mikU og góð vinátta. Það var gaman
að ferðast með Kidda, þar sem hann
var mjög fróður um fjöll og staðhætti,
og miðlaði okkur.
Kiddi minn, margar era þær
ánægjustundimar sem þú, Guðný og
við PaUa höfum átt saman við spila-
borðið og verður þeirra ætíð minnst.
Minnisstæðust er samt sú góða ferð
er við fórum öU saman tU Dublin sl.
haust.
Það var gaman að sjá hversu vel þú
naust þín, þrátt fyrir að ganga ekki
heiU tíl skógar. Strax upp frá því var
ákveðið að stefna að annarri slíkri -
ferð, en því miður verður það ekki.
Það varð öllum mikið áfall er þú
greindist með þann Ulvíga sjúkdóm,
sem lagði þig síðan að velU, þrátt fyr-
ir hetjulega baráttu tU hins síðasta.
Kiddi minn, það era eflaust marg-
ir, sem líta yfir farinn veg á þessari
stundu, þar á meðal við.
Við viljum að leiðarlokum þakka
þér fyrir samfylgdina og allar
ánægjustundimar er við áttum sam-
an.
Elsku Guðný, Denna Lóa, Þórður
og Ævar Ingi. Guð blessi ykkur og
fjölskyldur ykkar á þessari sorgar-
stundu. En minnumst þess að sorgin
dofnar með tímanum og þeir deyja
ungir sem guðimir elska. , j,
Rúnar og Pálína.
+
Bróðir okkar,
JÓNAS SIGURÐSSON
kaupmaður,
Hverfisgötu 71,
lést mánudaginn 8. maí.
Ragnhildur Sigurðardóttir,
Hannes Sigurðsson,
Þorgerður Sigurðardóttir.
+
Ástkær móðir okkar,
JÓRUNN JÓHANNSDÓTTIR
frá Neðra-Nesi,
verður jarðsungin frá Stafholtskirkju laugardaginn 13. maí kl. 14.00.
Rútuferð verðurfrá B.S.f. kl. 12.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta Dvalarheimili aldraðra
í Borgarnesi njóta þess.
Þorbjörn Sigurðsson,
Þórir Sigurðsson.
+
Ástkær sonur minn og faðir okkar,
ELVAR SAMÚEL HÖJGAARD,
Vopnafirði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sund;
Vopnafirði föstudaginn 5. maí,
jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju laug
inn 13. maí kl. 14.00.
Ellý S. Höjgaard,
Friðrik Óli og Ellý Agnes.
+
Elskulegur sonur okkar, faðir, bróðir og barna-
barn,
MARÍUS AÐALBJÖRNSSON GRÖNDAL,
Asparfeili 12,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 5. mai, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. maí
kl. 13.30.
Aðalbjörn Gröndal,
Alma Sæbjörnsdóttir, Antonio Pascoal,
Margrét Erla Finnbogadóttir og Arnar Orri Gröndal,
Sigurður Almar, Valgerður, Jafet Egill, fsabella, Ágúst Eir,
Sædís Hulda, Hrefna Björk, Bjarni Þór og Jón Hannes,
Valgerður Valtýsdóttir, Sæbjörn Jónsson,
Kolbrún Ingólfsdóttir, Samúel Bjarnason.