Morgunblaðið - 11.05.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 11.05.2000, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 MINNINGAR + Vigfús Jósefsson fæddist á Kúðá í Þistilfirði 24. júlí 1917. Hann lést á sjúkrahúsinu á Húsa- vík 19. apríl síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Þórs- hafnarkirkju 29. apríl. Sárt er til þess að hugsa að skilnaðar- 'stundin skuli vera runnin upp. Söknuður- inn er nístandi enda skipaði afi stóran sess í lífi mínu. Við systkinin komum oft og dvöldum löngum stundum hjá afa á Sætúni þegar við bjuggum í ná- grenninu og þegar við fluttum suður var það ævinlega okkar stærsta til- hlökkunarefni að komast heim í sveitina á sumrin og um jólin. Afl tók okkur ávallt opnum örmum og hjá honum ríkti hlýja og friður. Hann var örlátur, umburðarlyndur og hon- um féll aldrei styggðaryrði af vörum. Gamansamur gat hann einnig verið og oft var glatt á hjalla í kotinu. Tónlistin var hans yndisauki og spil- J^ði hann á harmonikuna dægrin löng fyrir balli á sínum yngi'i árum. Eg man hversu himinlifandi hann vai- þegar ég, tíu ára gömul, náði einu, heldur lítilfjörlegu lagi á stóru, rauðu harmonikuna hans. Nokkrum árum síðar gaf hann mér síðan litla harmoniku og bað vin sinn, Jóhann í Ormarslóni, að kenna mér á hana. Var það okkur öllum mikill gleði- gjafi. Bókmenntum unni hann einnig en vildi ekki sjá annað en dramatísk- ar ástarsögur enda afskaplega róm- antískur maður. Hann sagði mér oft áögur frá því í gamla daga, bæði af sveitungum sínum og af þeim Rögnu heitinni, konunni hans. Mér er sér- staklega minnisstæð frásögnin af því hvernig þau riðu til kirkju á brúnum gæðingum í blíðskaparveðri til þess að gifta sig. Þessi stutta saga þótti mér lýsandi fyrir líf afa, ástina sem hann bar í brjósti til konunnar sinn- ar og um leið áhugann á búskapnum. Afi var sannur bóndi af lífi og sál og unni heitt öllum sínum skepnum og sinni harðbýlu jörð. Hann þekkti hverja á með nafni, gat lýst pers- ónuleika hennar og rakið ættir henn- ar langt aftur í árdaga. Sauðburðurinn var okkar uppáhalds tími og ólýsanleg var gleðin sem ríkti þegar lömbin litu dagsins ljós. Mér þótti ekkert jafn- skemmtilegt þegar ég var lítil og að hjálpa afa við búskapinn og var það alltaf minn æðsti draumur að verða bóndi eins og hann. Eg var enda komin með allmyndarlegan fjár- stofn í mína eigu því að þegar ég tók sérstöku ástfóstri við einstaka lamb var hann afi ekki lengi að gefa mér það og leyfði því ætíð að lifa um haustið. Afi kenndi mér að elska dýrin og líta á þau sem jafningja okkar mannfólks- ins. Hann kenndi mér einnig að virða lífið þegar ég í barnaskap mínum vildi slíta upp fyrstu sóleyjar vorsins og gefa honum þær. Afi elskaði lífið en vildi frekar kveðja þennan heim heldur en að vera bugaður af oki ell- innar. Þrátt fyrir það er sorgin þungbær og söknuðurinn sár. Eg sakna allra góðu stundanna sem við áttum saman en er þakklát fyrir að hafa átt yndislegan afa sem kenndi mér jafnmargt. Minningin um afa á Sætúni mun hlýja mér um hjarta- ræturnar alla mína daga. Sigríður Eysteinsdóttir. Mig langar með nokkrum línum að minnast afa míns; Vigfúsar Jós- efssonar á Sætúni. Eg og Sigríður, systir mín, dvöldumst oft á sumrin hjá honum. Einnig komum við um jól og páska og var þá glatt á hjalla. Afi var mikill áhugamaður um íslensku sauðkindina og var landbúnaður hans líf og yndi. Ég minnist þess hversu duglegur hann var síðustu árin og hvernig hann hélt ótrauður áfram með búskap sinn, þar til hann varð að hætta vegna heilsubrests. Oft voru veður válynd og barðist hann eins og hetja þegar hann þurfti að ganga einsamall á móti stórhríð- inni til að gefa kindunum sínum. Honum var mjög annt um þær og liðu þær aldrei neinn skort frekar en nokkurt annað dýr á Sætúni. Afi átti góðan og traustan vin, Áka Ragnarsson, sem rétti honum trygga hjálparhönd þegar mest á reyndi. Nágrannar hans voru honum einnig hjálpsamir og heimsóttu hann og röbbuðu um heima og geima. Það var honum sárt að kveðja Sætún er hann flutti þaðan í janúar 1998 en hjá því varð ekki komist vegna lang- varandi heilsubrests. Ég mun aldrei gleyma þeim samverustundum sem ég átti með afa á Sætúni. Vigfús Eysteinsson. Vigfús Jósefsson, bóndi á Sætúni, var til moldai’ borinn laugardaginn 29. apríl sl. á Svalbarði í Þistilfirði í fögru veðri og skartaði héraðið sínu fegursta, þegar það kvaddi þennan sérstaka höfðingja og heiðursmann, sem virtist eiga að vinum alla sveit- unga sína og samferðamenn. Ekki leikur nokkur vafi á því að fólk mótast mjög af umhverfi sínu og er því harla mismunandi eftir lands- hlutum. Aldrei fyrr finnst mér ég hafa verið meðal svo margra stór- höfðingja, í besta skilningi þessa orðs, eins og í Þistilfirði austur þenn- an dag. Engu er líkara en að hjálp- semi og aðstoð við þá, sem lakar standa, sé þessu fólki svo í blóð borin að þeim sýnist það sjálfsagðir hlutir, sem öðrum þætti hin mesta þolraun. Sama gildir um alla rausn og gest- risni, sem naumast verður með orð- um lýst og líkast því að maður detti inn í skáldsögu, þar sem sagnalist- inni er óspart beitt og gammurinn látinn geisa. Þá þjakar þetta fólk ekki skoðanaleysið, það fylgist vel með gangi þjóðmála og því sem er efst á baugi hverju sinni, og ódeigt við að taka afstöðu til ólíkra mála. Ómögulegt er annað en að öfunda Steingrím Sigfússon af að eiga stór- an hlut í svo mögnuðum kjósendum. I slíku umhverfi ólst Vigfús upp og mótaðist enda bjó hann ríkulega að öllum þessum kostum, eins og við fengum að kynnast sem þekktum hann best. Vigfús lét snemma muna um sig við sveitastörfin og ekkert var hon- um fjarlægara en letin, því hann var afburðamaður til allrar vinnu og einkar natinn við allar skepnur og hirti þær og fóðraði af sérstakri alúð. Vigfús var á yngri árum, líkt og Guðbjartur Jónsson í Sumarhúsum, fyrst og fremst maður sauðkindar- innar, enda var og er Norður-Þing- eyjarsýsla tilvalin til sauðfjárbú- skapar. Hann lét sér annt um hverja kind og þekkti þær allai’ og afkvæmi þeirra á svo auðveldan máta, að barnið af mölinni vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Sá sem hér heldur á penna fór í margar ferðir með Vig- íúsi um blómleg héruð og sveitir landsins og varð þá þess vís að jafn- an skoðaði hann landið með augum sauðkindarinnar, því þar þótti hon- um fallegast þar sem grösugast var og hagar bestir. En öndvert við Bjart var honum alltaf einkar vel til Sparisjóðsins og bar honum söguna vel fyrr og síðar. Þetta var reyndar einn aðalkostur Vigfúsar, hann bar öllum söguna vel og var umtalsfrómur. Þá sjaldan hann var ekki dús við mann, sagði hann í mesta lagi að honum félli ekki við hann og ekki orð um það meir. En það stóð heldur ekki á honum að lofa menn, ef það var á annað borð gerlegt. Arið 1942 gekk Vigfús að eiga Ragnheiði Jóhannsdóttur frá Hvammi, sem var þá tvítug að aldri. Foreldrar Rögnu, þau Ki-istín og Jó- hann í Hvammi, eru mér minnis- stæð. Kristín þessi blíða og fallega kona og Jóhann glettinn og gaman- samur. Afkomendur þeirra eru mik- ið dugnaðarfólk og hefur sett mark sitt á heimabyggðina og eru margir meðal öflugustu máttarstólpa hér- aðsins. Ragnheiður og Vigfús hófu af litlum veraldlegum efnum búskap á Ytra-Álandi og bjuggu þar í tvö ár. Þau voru alla tíð sjálfstætt fólk og töldu sér betur borgið með því að vera ekki upp á aðra komin og keyptu Staðarsel, litla jörð á Langa- nesi, tveim árum síðar. Hús og tún voru lítil og þægindi engin en dugn- aður beggja mikill, sem dugði til þess að þeim búnaðist vel. Rétt ofan við bæjarhólinn rann Gunnlaugsáin, sem bætti jörðina, þangað mátti sækja vatn og silungur veiddist í bæjarhylnum, sem var ekki lítil búbót, því nýmetið var af skornum skammti. Það var á Staðarseli, sem ég kynntist þessum góðu hjónum, sem tóku mig að sér fjögurra ára á meðan móðir mín þurfti að liggja á spítala í höfuðborginni. Systir Vig- fúsar bjó í Ameríku og sendi þeim hjónum m.a. blikkkassa fullan af kremkexi, sem þau gáfu mér að smakka á til að dreifa huganum og gleðja mig. Þótt nú sé liðin meira en hálf öld, man ég þetta rétt eins og það hefði gerst í gær, enda át maður ekki kremkex hvunndags frá hinni stóru Ameríku í þá daga. Ragna og Vibbi, eins og þau voru kölluð, fluttu sig um set og keyptu jörðina Sætún árið 1949. Sætún ligg- ur um þjóðbraut þvera og það átti nú VIGFUS JÓSEFSSON + Útför eiginmanns míns, ZÓPHONÍASAR STEFÁNSSONAR frá Mýrum, sem andaðist á Sjúkrahúsi Egilsstaða fimmtu- daginn 4. maí, fer fram frá Þingmúlakirkju laugardaginn 13. maí kl. 14.00. Jarðsett verður i heimagrafreit. Fyrir hönd fjökyldunnar, Ingibjörg Einarsdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR VALGEIR JÓHANNESSON, Sólborg, Flateyri, lést þriðjudaginn 9. maí. Gunnar Kristján Guðmundsson, Elín Jónsdóttir, Magnús Hringur Guðmundsson, Ebba Jónsdóttir, Eiríkur Guðbjartur Guðmundsson, Ragna Óladóttir, Guðjón Guðmundsson, Bjarnheiður fvarsdóttir, barnabörn og langafabörn. + Móðir okkar og tengdamóðir, LÍNEY S. KRISTINSDÓTTIR fyrrum forstöðukona dvalarheimilisins Áss, Hveragerði, verður jarðsungin frá Garðakirkju, Álftanesi, föstudaginn 12. maí kl. 13.30. Tómas Antonsson, Sigríður Antonsdóttir, Kristinn Antonsson, Sigurlína Antonsdóttir, Auður Antonsdóttir, Ásdís Dagbjartsdóttir, María Þórarinsdóttir, Arnar Daðason, Andrés Sigurðsson, Erna Marlen, María Bjarnadóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ERLENDSSON frá Mógilsá, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnu- daginn 7. maí. Jarðað verður í kyrrþey að ósk hins látna. Björg Gunnlaugsdóttir, Agnar Jónsson og fjölskylda, Ásta Jónsdóttir og fjölskylda. heldur betur við þau hjón, að þar var gestkvæmt og oft fjölmenni og því glatt á hjalla, enda gestrisni þeirra og viðmóti viðbrugðið. Með fádæma dugnaði og ósér- hlífni tókst þeim hjónum að bæta og stækka svo bú sitt að það var á með- al þeirra stærstu í sýslunni og þótt víðar væri leitað. Engum manni dytti í hug nú á dögum að leggja slíka vinnu á sig enda má með sanni segja að Vigfús hafi unnið meir en líkaminn þoldi og kom það niður á honum síðar á ævinni, þótt það kæmi aldrei í veg fyrir að hann gleddist með vinum sínum á góðum degi, en í þeirri lífskúnst fór honum fram eftir því sem hann eltist. Ragnheiði og Vigfúsi varð ekki barna auðið en tóku til fósturs árið 1959 sex ára stúlku Sigrúnu Davíðs og gengu henni í foreldra stað og hún þeim í dóttur stað. Þau voru að vonum stolt af henni, enda góðum gáfum gædd og mikill dugnaðarfork- ur. Mér hefur sagt prestsmaddaman á Odda á Rangárvöllum, sem var í sveit á Sætúni lítil stúlka, að hún myndi það vel hvað það gladdi hjónin á Sætúni, þegar það barst á öldum ljósvakans að dóttir þeirra var heiðr- uð fyrir frábæran námsárangur. Varla er unnt að greiða fósturlaunin betur. Sigrún giftist Eysteini Sig- urðssyni og eiga þau tvö uppkomin börn, Sigríði og Vigfús, sem voru sannkallaðir augasteinar afa síns og voru þau honum sérlega góð og um- hyggjusöm. Sigrún og Eysteinn slitu samvistir. Þótt þeim Rögnu og Vibba fædd- ust engin börn, þekki ég naumast önnur hjón, sem eignuðust jafn mörg börn, því þau tóku til sín á hverju sumri ýmist eitt eða fleiri og komu sum þeirra sumar eftir sumar og er ég eitt þeirra, sem dvaldi hjá þeim í tiu sumur og einn vetur að auki. Þetta var sérstakur kapítuli í lífi þeirra Sætúnshjóna, og mun lengi verða minnst, enda aðeins ein skýring á því hvers vegna börn og unglingar sóttu svo fast að dvelja hjá þeim. Þau voru hvort öðru ágætara í þessu hlutverki, um það eru allir á einu máli. Aldrei fæ ég fullþakkað fyrir dvöl- ina á Sætúni. Þar lærði ég að meta önnur gildi og óbrotgjarnari en þau, sem eru fyrirferðarmest í nútíman- um. Við Vibbi hlustuðum saman á allar eldhúsdagsumræður og vorum ekki á sama máli, en það var hluti af uppeldinu, að maður mátti hafa sínar skoðanir, þrátt fyrir lágan aldur og lítið vit. Þegar Ragna heitin lést langt um aldur fram árið 1978, aðeins 56 ára, var mikið skarð fyrir skildi, og mun- aði þá öllu að Vibbi átti nú Sigrúnu að og alla vini sína, sem hjálpuðu honum af einstakri ósérhlífni við að reka búið, sem minnkaði að vonum smátt og smátt eftir því, sem kraftar hans og heilsa þvarr. Síðustu tvö árin, sem Vigfús lifði, bjó hann úti á Þórshöfn í góðu yfir- læti og naut þar umönnunar, sem hann svo sannarlega átti skilið. Á Þórshöfn eignaðist Vigfús ýmist nýja vini eða treysti böndin við þá gömlu og var enn jafn glaður á góðri stund og áður. Dró fram nikkuna eða lét á fóninn þá tónlist, sem hann valdi sér hveiju sinni. Með þessum fátæklegu línum þökkum við Þórunn samfylgdina heiðurshjónunum á Sætúni, sem ég mun einlægt minnast, þegar ég heyri góðs fólks getið. Nú verður nokkur bið á því að við förum á pósthúsið að sækja ilmandi sauðahangikjötið frá Vibba fyrir jól- in, en hver veit hvaða siðir eru tíðk- aðir í öðrum og fjarlægari sóknum. Maður lifir í þeirri góðu trú að á þessu verði ekki miklar breytingar í nýjum heimkynnum. Vigfús lagðist aldrei í ferðalög um ævina og fór ekki heldur yfir lækinn til að sækja sér það, sem hann vant- aði. En nú hefur bóndinn tekist á hendur langferð og numið fjarlæg lönd og mun, ef að líkum lætur, brjóta þar nýtt land og rækta. Þá mun Ragna ekki láta sitt eftir liggja, því ég sé hana fyrir mér í rósóttum morgunkjól í ani við að snúa heyi í brakandi þerri í glaða sólskini. Blessuð sé minning Vibba og Rögnu. Ámi M. Emilsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.