Morgunblaðið - 11.05.2000, Qupperneq 48
4 ^ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
EINAR BJARNI
HJARTARSON
+ Einar Bjarni
Hjartarson
fæddist á Stóru-
Þúfu í Miklaholts-
hreppi á Snæfells-
nesi 20. júní 1926.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness hinn
3. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Sigríður
Einarsdóttir og
Hjörtur Hannesson.
Systkini hans voru
Magnes Signý, látin,
Hannes Ágúst, Þor-
steinn, Sigríður Þor-
gerður, Þórey, látin, Jón og Ás-
laug.
Hinn 5. janúar 1952 kvæntist
Einar Oddbjörgu Ingimarsdótt-
ur frá Fossi í Hrunamanna-
hreppi í Árnessýslu,
f. 9. október 1927.
Synir þeirra eru: 1)
Grétar, f. 31. maí
1949. Kona hans
var Halldóra
Tryggvadóttir, son-
ur þeirra er Hjört-
ur, f. 28. apríl 1979.
2) Sigurður, f. 8.
júlí 1954. Kona hans
var Valdís Jakobs-
dóttir, börn þeirra
eru Einar Karel, f.
27. mars 1973,
Hilmar, f. 24. apríl
1975, og Lísbet, f.
30. maí 1989. Sambýliskona Sig-
urðar er Áslaug Rafnsdóttir.
Einar verður jarðsunginn frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Þegar Ása hringdi í mig og sagði
mér að Einar mágur væri dáinn kom
það mér ekki mikið á óvart, hann var
búinn að vera mikið veikur og engin
von um bata. Þó er það nú þannig,
þrátt fyrir að maður viti að hverju fer,
að það er eins og dauðinn komi manni
alltaf á óvart, slái mann alltaf inni í
’í’ftianni.
Eg man eftir Einaii frá því ég var
strákur á Niður-Skaganum, rétt við
höfnina, en Einsi var sjómaður á
þeim ái'um og lengi eftir það. Ég sé
hann fyrir mér með uppbrettar erm-
ar, fjallmyndarlegan og glaðlegan,
vaða upp bryggju á leið heim eftir
róður. Það var engin lognmolla þar
sem Einar fór. Seinna kynntist ég
honum betur þegar ég fór að venja
komur mínar inn á Vesturgötu 109
þar sem foreldrar hans og heimasæt-
agji Ása bjuggu. Einar var smátíma að
samþykkja mig sem mág, hann var
svo vandlátur fyrir systur sína, sem
var í miklu uppáhaldi hjá honum. Þá
fyrst kynntist ég honum náið og fann
hvaða gull af manni hann var, hreinn
og beinn og mikið hlýr. Hann reyndi
stundum að vera hrjúfur og byrsta
sig en það tókst sjaldan, það var svo
stutt í brosið og hlýjuna. Svona
fannst mér Einar. Eins og áður sagði
var Einar mikið á sjó en kom svo í
land og vann ýmis störf en var lengst
af verkstjóri hjá Þórði Óskarssyni hf.
á Akranesi.
Einar giftist Oddu sinni 5. janúar
1952 og voru þau myndarpar og
studdu hvort annað í lífsbaráttunni.
Síðustu vikumar vék Odda varla frá
Einari og var við sjúkrabeð hans,
hvort sem var í Reykjavík eða hér á
Skaga, og létti honum baráttuna.
Ég kveð Einar með söknuði og
þakka fyrir að hafa fengið að kynnast
honum. Ég veit að það verður tekið
vel á móti honum þegar hann leggur
að hinum megin. Megi Guð blessa
minninguna um góðan dreng og
hugga þá sem eftir lifa. _
Bjami Ó. Ámason.
Þegar ég heyrði lát svila míns og
kærs vinar um hálfrar aldar skeið,
kom mér í hug spakmæli eftir franska
skáldið og nóbelsverðlaunahafann
Romain Rolland, þar sem hann segir:
Farið og deyið, þér, sem eigið að deyja.
Farið og þjáist, þér, sem eigið að þjást.
Menn lifa ektó til að vera hamingjusamir.
Menn lifa til að uppfylla lögmál mitt.
Þjáðstu! Deyðu! En vertu það, sem þú átt að
vera-vertumaður.
Engan mann hef ég þekkt, sem
betur uppfyllti þetta lögmál Romains
Rollands að vera maður en Einar
Hjartai'son. Heiðarieiki, góðvild, göf-
uglyndi og trúmennska voru hans að-
al allt hans líf.
Kynni okkar hófust þegar hann
gekk að eiga þessa góðu eiginkonu
sína Oddbjörgu Ingimarsdóttur. Og
þori ég að fullyrða að hún heflr verið
honum mikið góð eiginkona alla
þeirra sambúð. Hann var mikill heim-
ilisfaðir og börnum sínum og bai-na-
börnum blíður og góður faðir og afi.
Einar fór í Stýrimannaskólann og var
hann stýrimaður á bátum á Akranesi
í nokkur ár. Eftir að hann fór alfarið í
land fór hann að vinna hjá Fiskverk-
unarhúsi Þórðar Óskarssonar, fyrst
sem bifreiðarstjóri í stuttan tíma, var
fljótt gerður að verkstjóra hjá því fyr-
irtæki. Árin 1953-55 byggðu þau sér
einbýlishús á Brekkubraut 16. Árið
1976 seldu þau það hús og keyptu
hæð á Vesturgötu 125 sem var mjög
stutt frá vinnustað hans og hygg ég
að aðalástæðan hafi verið sú að geta
fylgst betur með öllu á staðnum. Er
ég fullviss um það að varla hefur liðið
nokkurt það kveld að hann færi ekki
út í frystihús áður en hann gekk til
náða til að líta yfir og athuga hvort
allt væri í lagi. Einar var svo yfir-
verkstjóri og Oddbjörg við gæðaeftir-
lit um árabil eða þar til fyrirtækið
hætti rekstri. Er mér kunnugt um að
þau voru bæði mjög vel liðin af starfs-
fólki og ekki síður af eiganda fyrir-
tækisins. Þegar þau voru sextug
færði fyrirtækið þeim mjög vönduð
gullúr með nafnáletrun og með þakk-
læti fyrir unnin störf. Þetta kunnu
þau vel að meta og veit ég að þau
héldu mikið upp á eiganda fyrirtækis-
ins.
Fyrir utan sitt kæra heimili hafði
Einar mikla ánægju af að renna fyrir
lax og silung og fór hann oftast með
konu sinni eða sonum í ár og vötn í
Borgarfirði og á Mýrum.
Ég læt hér fylgja eitt erindi úr Ein-
ræðum Starkaðar eftir stórskáldið
Einar Ben.:
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúistvið atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í bijósti, sem
brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
Og annað fagurt ljóð eftir hið ást-
sæla skáld Tómas Guðmundsson:
I dimmum skugga af löngu liðnum vetri
mitt Ijóð til þín var árum saman grafið.
Svo ungur varstu, er hvarfst þú út á hafið,
hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri
og því vai'ð allt svo hjóttvið helfregn þína,
sem hefði tóökkur gígjustrengur brostið.
Og ég veit margt hjarta, harmi lostið.
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar nemur,
og eilíflega, óháð því, sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um
lífsins perlu í gullnu augnabliki.
Nú er skarð fyrir skildi, nú er horf-
inn yfir móðuna miklu, þessi ástkæri
og góði maður. Sár er harmur vina,
systkina, bama og bamabama, en
sárastur er harniur elskulegrar eigin-
konu, sem nú syrgir ástkæran eigin-
mann og vin.
„Ég er ekki dáin, um bústað þó ég
breyti, ég bý í þér og lifi, sem manst
mig enn og grætur.
Sál mín, sú þú unnir, saman þinni
er runnin.“ Hafðu hjartans þökk fyrir
allar ánægjustundimar sem við höf-
um átt saman, og bið ég algóðan Guð
að styrkja alla aðstandendur og varð-
veita sál þessa framliðna vinar okkar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar Akur-
gerði 1, Rvk.
Leifur Eiríksson.
Einar minn, nú er komið að kveðju-
stund.
Þú hefur verið svo ótrúlega sterk-
ur í gegnum veikindi þín. En þrátt
fyrir bjartsýni og góðar vonii’ um
tíma varðst þú að lúta í lægra haldi.
Þegar ég minnist þín kemur fyrst upp
í hugann glaðværð og hlýja. Álltaf var
stutt í hláturinn. Þú unnir fjölskyld-
unni heitt og dróst aldrei dul á hvers
virði Odda þín og strákarnir vora þér.
Bamabörnin þín fengu svo sannar-
lega að njóta þess góða frá þér. Þér
þótti ekki leiðinlegt ef minnst var á
Lísbetu þína sem var gullmolinn
þinn, enda eina stelpan í hópnum. Þú
ert nú sá þriðji af þínum systkinum
sem þessi illvígi sjúkdómur tekur. I
raun er svo stutt síðan þú varst í fullu
fjöri og vannst fullan vinnudag. Að þú
tækir þér frí var ekki inni í myndinni,
svo vinnusamur varstu. Nú ertu far-
inn elsku Einar, undir lokin vai'ðstu
orðinn þreyttur. Það var erfitt að
horfa á þig fara svona.
Elsku Odda mín og fjölskylda, þið
hafið átt erfitt undanfarið meðan þið
vöktuð yfir Einari til hinstu stundar.
Ég bið Guð að gefa ykkur styrk í
sorginni og einnig systkinum Einai-s
og öðram ástvinum.
Takk fyrfr allt og allt, elsku frændi.
Guð geymi þig.
Þín bróðurdóttir,
Ólöf.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
R A 3 A U G L V S 1 N G A
| TILBQÐ/ÚTBOÐ I
Útboð Vid byggjum nýtt Far- fuglaheimiH í Reykjavík Bandalag íslenskra farfugla óskar eft- ir tilboðum í byggingu annars áfanga Farfuglaheimilisins í Reykjavík, þar sem gert er ráð fyrir gistirými fyrir 98 manns, gestaeldhúsum og stækkun setustofa. Stærð nýbygginganna er 1048 m2/3568 m3. Um er að ræða nýbyggingu í tveim- ur álmum sem tengjast núverandi húsi. Skila skal húsinu fullbúnu og eru verklok í maí 2001. Burðarvirkið er járnbent steinsteypa, en húsið er einangrað að utan og klætt með báruáli. í útboðsverk- inu felst m.a. eftirfarandi: Færa holræsa- lögn borgarinnar sem liggur í gegnum lóðina, grafa grunn, fylla upp undir sökkla, steypa upp húsið, einangra, setja í glugga og loka því, setja upp létta veggi, koma fyrir hreinlætis- og hita- lögnum, loftræsilögnum og raflögnum, mála, dúkleggja og setja upp innrétting- ar. Útboðsgögn verða afhent í Farfugla- heimilinu, Sundlaugavegi 34, 104 Reykja- vík, frá og með kl. 13.00 mánudaginn 8. maí gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 22. maí kl. 13.00 á sama stað. Bandalag íslenskra farfugla, Sundlaugavegi 34,104 Reykjavík, sími 553 8110, fax 588 9201. Netfang: markus@hostel.is.
HÚSIMÆDI ÓSKAST
Einbýlishús eða stór íbúð
óskast. Þarf að hafa lágmarktvö stór svefnher-
bergi og góða skrifstofuaðstöðu vegna rekst-
urs. Öruggar greiðslur með tryggingu og fyrir-
framgreiðslu ef óskað er. Leigutími lágmark
1 ár. Upplýsingar í síma 863 0016.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Gránugötu
6, Siglufirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Eyrargata 20, neðri hæð, Siglufirði, þingl. eig. Magnús Kristinn
Ásmundsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður sjómanna, mánudaginn
15. maí 2000 kl. 13.30.
Eyrargata 3, íbúð á 2. hæð, Siglufirði, þingl. eig. Sigurður Konráðsson
og Jónína Halldórsdóttir, gerðarbeiðendur l’búðalánasjóður og
Islandsbanki hf., útibú 563, mánudaginn 15. maí 2000 kl. 13.30.
Hvanneyrarbraut 54, 2. hæð til vinstri, 0301, Siglufirði, þingl. eig.
Brynhildur Baldursdóttir og Jóhann Ottesen, gerðarbeiðandi íbúða-
lánasjóður, mánudaginn 15. maí 2000 kl. 13.30.
Lindargata 5, Siglufirði, þingl. eig. Sigurður Fanndal, gerðarbeiðendur
Húsasmiðjan hf. og Islandsbanki hf„ útibú 563, mánudaginn 15. maí
2000 kl. 13.30.
Sýslumaðurinn á Siglufirði,
10. maí 2000.
Björn Rögnvaldsson.
SMÁAUG
FÉLAGSLÍF
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MORKINNI6 - SlMI 568-2533
Fuglaskoðunarferð FÍ og
Náttúrufræðiféiagsins laug-
ardaginn 13. maí kl. 9.00.
Brottför frá BSI og Mörkinni 6.
Sérf ræðingar með i för og
vorboðarnir komnir til lands-
ins. Takið með ykkur góða sjón-
auka og hlífðarfatnað. Verð kr.
1.800 fyrir fullorðna. Allir vel-
komnir. Krýsuvíkurleið, 3.
áfangi sunnudaginn 14. mai
kl. 13.00. Fararstjóri: Jónatan
Garðarsson. Verð kr. 1.400 fyrir
fullorðna. Allir velkomnir.
Hraunin við Straumsvík 17.
maí kl. 20.00.
Vinnuferðir í flesta skála fé-
lagsins framundan. Vinnufúsir
skrái sig á skrifstofu sem fyrst.
Hjálpræðisherinn
Kl. 20.30 Lofgjörðarsam-
koma í umsjón majór Knut
Gamst.
Ofurstalautinant Marit Berre
talar.
Allir hjartanlega velkomnir.
I.O.O.F. 11 = 18151 IVz = Lf.
I.O.O.F. 5 = 1815117 =1.f.
DULSPEKi
Skyggnilýsingafundur
í kvöld, 11. maí,
kl. 20.30, á Soga-
vegi 108, Rvik,
2. hæð (fyrir ofan
Garðsapótek).
Hús opnað kl. 20.
Miðav. kr. 1.200.
TILKYNNiNGAR
Sálarrannsóknarfélag íslands
Sálarrannsóknar-
félagið Sáló,
« 1918-2000,
Garðastræti 8,
Reykjavík.
Hugleiðslukvöld í kvöld í um-
sjá Jórunnar Sigurðardóttur
og Agnesar Þórhallsdóttur
í Garðastræti 8 kl. 20.30.
Húsið opnað kl. 20.10.
Allir velkomnir á meðan húsrúm
leyfir.
SRFÍ.