Morgunblaðið - 11.05.2000, Síða 52

Morgunblaðið - 11.05.2000, Síða 52
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Orð í tíma töluð í HVERJU samfélagi eru mál- efni sem forðast er að ræða um. Málin virðist byggjast á þeir veiku von að með því að ræða þau ekki hverfi þau. En reynsla manna sýnir að slíkt er misskilningur og fyrr eða síðar kemur ’að skuldadögum. Eitt þessara bann- mála er allt það sem snýr að dánarbúum, erfðaskrám og fleira í þeim dúr. Um málin ríkir þögn, grafar- þögn. Síðan einn daginn þegar við öll einhvern tímann kveðjum þennan heim standa þeir sem eftir lifa oft í vanda, sem hefði verið auð- leystari nokkru fyrr. Tilgangur greinar þessarar er að vekja fólk til umhugsunar um sín persónulegu mál. Andlát manns skiptir miklu máli að lögum. Ýmsar réttarreglur verða þá virkar, en flestar réttar- reglur gilda í lifanda lífi. Markmið erfðareglna er að greiða fyrir eðli- legri eignayfírfærslu milli kynslóða Bossakremið frá Weleda ótrúlegt og ómissandi ÞUMALÍNA Pósthússtraeti 13 s. 5512136 og stuðla þannig að og viðhalda festu og öryggi í samfélaginu. Áð- ur fyrr voru mikilvægi erfðareglna jafnvel enn meiri en í dag, þar sem að for- eldrar lifðu almennt skemur og dóu fyrr frá börnum sínum. Meðal- maður lifir í dag í u.þ.b. 75-80 ára. Þann- ig að „börn“ sem eru að erfa foreldra sína eru komin yfir miðjan aldur og framfærslu- þörfin ekki mikil. Erfðaskrá er m.a. persónulegur og form- bundinn löggerningur. í honum felst að eign- um hins látna er ráð- stafað á tiltekinn hátt. Erfðaskrá er til þess fallin að auka festu og öryggi og í leiðinni minnka líkur á miklum deilum milli erfíngja. Við andlát skammlífari maka reynir mikið á þann sem eftir lifir. Oftast er nóg að takast á við and- látið, þó að ekki fylgi vandamál varðandi búskiptin og annað það sem ástandinu fylgir. Löggjafinn hefur undanfarin ár komið til móts við hagsmuni þess sem lengur lifir með því að auðvelda möguleika á að setu í óskiptu búi. Með setu í óskiptu búi er eiginlegum arfskipt- um slegið á frest. Nú getur hið langlífara setið í óskiptu búi með sameiginlegum börnum án frekara samþykkis. En margur áttar sig ekki á því að þetta á ekki við ef að Erfðaréttur Ég skora á fólk að skoða sín persónulegu mál og leysa þau tímanlega, segir Margrét María Sigurðardóttir, því stundina þekkir enginn. sá sem skemur lifir á börn með öðrum en maka sínum. Þá þurfa börnin að samþykkja setu í óskiptu búi eða að hjónin hafi gert erfða- skrá, sem heimilar hinu langlífara að sitja í óskiptu búi. Lífaldur fólks fer sífellt hækkandi, því er hinu langlífara oft mikill akkur í því að geta setið í óskiptu búi. Þá getur sá sem eftir er frekar búið áfram á sama stað eða tekið ákvarðanir um framtið sína með þær eignir sem hjónin hafa aflað saman. Oft er sá aðili sem lengur lifir einnig orðinn mjög fullorðið og kannski nokkur ár í að búinu í heild sé skipt. Vilji fólk af einhverri ástæðu ekki giftast er brýnt að það geri erfðaskrá, vegna þess að milli sam- býlisfólks er enginn erfðaréttur. Á mörgum mikilvægum sviðum hefur réttur sambýlisfólks og hjóna verið jafnaður, en þó er aðstöðumunur mjög mikill við andlát annars maka. Sambýlisfólk getur t.d. ekki fengið setu í óskiptu búi. Almennt er fólk af einhverri ástæðu tregt til að gera erfðaskrá. Að lokum vil ég skora á fólk að skoða sín persónuleg mál og leysa þau tímanlega, því stundina þekkir enginn. Ég legg til að við hugleið- um þessi mál og ræðum þau í tíma. Höfundur er héraðsdómslögmaður. Margrét María Sigurðardóttir BlaðauM Morgtmblaðsíns laugardaginn 20. mai Skilafrestur auglýsmgapantana er til kl. 12 mánudaginn 15. maí AUar nánari upplýsingar veita sölu- og þj ónustufulltniar á auglýsingadeild í síma 5 69 1111. fHtirgtittfrtAfeÍfr AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Fyrirgef þeim - eða vita þeir ekki hvað þeir gera? FRA ÞVI að Jó- hannes Páll II páfi, baðst fyrirgefningar opinberlega á mistök- um starfsmanna Kirkju Krists í gegn- um árþúsund, fyrst al- mennt á alþjóðavet- vangi, síðar við grátmúrinn í Jerúsa- lem og önnui’ tækifæri, hefir meðal annars þjóðkirkja Islendinga (mótmælendur) séð að hér mundi e.t.v. vera bein með kjöti á og gott að fara í smiðju. Biskup þjóðkirkju íslendinga á tuttug- ustu öldinni tók að biðjast afsökunar á Þingvöllum á föstudaginn langa, þann 21. apríl árið 2000, fyrir mistök og hrottafengnar hegningar er þar áttu sér stað, væntanlega allt aftan úr heiðni og væntanlega með heim- ild dóms- og kirkjumálaráðherra. Þarna skulum við þá vænta þess að einnig hafi verið beðið afsökunar á galdrabrennunum og Spánverjavíg- unum, svo nokkuð sé nefnt af því sem fram fór í lútherskum sið. Sam- anber fordæmið um fyrirgefningar- bænina að Holti í Önundarfirði. Væntanlega þarf þó þessi íslenska þjóðkirkja 20. aldarinnar, sem nú virðist samt ekki lengur vera evang- elisk lútherska kirkjan, sem hún var langt fram á þessa öld, að biðja af- sökunar á gerðum heiðinna manna, þótt núverandi biskup sjái ástæðu til að kalla hjónavígslu þeirra slys, sama í hvaða samhengi er. Kirkja Krists telur hjónavígsluna vera það sakramenti, sem hjónaefnin í raun veita sér sjálf. Prestur og vottar taka aðeins ákveðinn þátt í athöfn- inni, séu prestar til staðar. Ef gera á skil trúarsögu íslend- inga, þá skyldi því ekki gleymt, að fyrst voru Islendingar ekki heiðnir, heldur Ásatrúar. Síðan voru þeir kristnaðir fyrir tilverkan, meðal annars kristinna þræla, sem höfðu sín áhrif, viturra manna og loks með nokkurri þvingun frá kaþólskum konungi Noregs. Þó enn og aftur, að viturra manna ráði, ekki síður ása- trúar, en kaþólsk-kristinna. Þá urðu siðaskipti á Islandi. Þannig stóð svo í 550 ár. Þá ákvað konungur Dana- veldis að íslendingar skyldu gerast lútherstrúar og allar eignir Krist- innar kaþólsku skyldu afhentar hon- um. Það tóku ekki einu sinni við biskupar þessarar Danakonungs- kirkju, heldur superintendantar konungs og konungsritari, sem hafði nokkuð mikil völd, e.t.v. dóms- og kirkjumálaráðherra þess tíma? En hér kom til átaka. Það varð að myrða menn sökum trúarskoðana þeirra, meðal annars Jón biskup Arason af Hólum og syni hans tvo. Það varð að koma þeim í örugga geymslu og hvergi er hún öruggari en á himnum. Þetta var gert að til- lögu konungsritara, en enginn bar því í móti, hvorki superintendantar eða prelátar þeirra. Þá var full ein- ing í Skálholti, eins og með öllum þeim 30, er voru á Þingvöllum í dag. Var ekki annars líka beðið þar fyrirgefning- ar á morði Herra Jóns Arasonar og sona hans? Það er ótvíræð stað- reynd, söguleg og í vit- und íslensku þjóðar- innar, að Herra Jón Arason, lét lífíð fyrir trú sína, kirkju og föð- urland. Svo mikil er vitund þjóðarinnar um píslai’vætti hans, að þegar gefið var út frímerki vegna 500 ára Sigurður H. ártíðar hans, var höfuð Þorsteinsson hans ekki aðeins skreytt mítra, heldur og geislabaug, að verðleikum. Þegar svo halda skyldi hátíðlegar tvær þúsaldir frá Krists burði og þúsöld íslenskrar kristni, báru póststofnan- ir Vatíkans og íslands gæfu til þess að minnast þessa með sameiginlegri frímerkjaútgáfu, með myndum allra Bókhaldskerfi KERFISÞROUN HF. Hin nýja tegund söguskoðunar, segir _______Sigurður H.___________ Þorsteinsson, er að minnast þess í engu, að þjóðin var kaþólsk í 550 ár af þessum þúsund. hinna kaþólsku dýrlinga íslands. Því eru nú uppi raddir meðal kaþólskra íslendinga að brátt skuli Herra Jón Arason biskup tekinn í tölu dýrlinga. Frímerkin geta enn í dag verið nefnd „Nafnspjald þjóð- anna“. Saga þeirra er einnig skráð á þessi nafnspjöld á ýmsan hátt. Hin nýja tegund söguskoðunar, sem nú er uppi og mest hefir borið á undanfarið, er að minnast þess í engu, að þjóðin var kaþólsk í 550 ár af þessum þúsund, en evangelisk lúthersk í aðeins 450. Þarna munar enn ekki nema öld. Núna minnist enginn á það opinberlega í fjölmiðl- um, að hér hafi nokkru sinni verið nema ein þjóðkirkja. Sé aðeins litið á þær frásagnir sem mest á ber og túlkun sem uppi er höfð, er vart hægt að geta sér til um hverrar trúar sú kirkja hefir verið. Vonandi samt kristin sé miðað við orðið kirkja. Svona er reynt að koma inn í þjóðarvitundina nýrri söguskoðun, með því að upphefja eitt (eina ís- lenska þjóðkirkju frá upphafi), en þegja um annað. Kirkja Krists er og verður kaþólsk. Superintendanta kirkjan er við tók, var hinsvegar stofnun danakonungs eftir kenning- um Marteins Lúthers. Herra Jón biskup Arason hafði þýtt og gefið út guðspjöll hins Nýja Testamentis, eftir því sem heimildir herma. Hið svokallaða „Nýja Testa- menti Odds Gottskáíkssonar", skyldi þó aldrei hafa verið þýtt með hliðsjón þess verks? Herra Jón hafði rekið prentverk sitt norður á Hólum, sem síðar lenti í lögmanns- vöggunni að Breiðabólsstað í Vest- ur-Húnaþingi. Ef einhver kynni að efast um písl- arvætti Herra Jóns, þá er hollt að minnast páfabréfs þess, sem geymt er í Diplomatarium Islandicum og í skjalasafni Vatikansins, það segir honum hversu skuli fara með mál á íslandi. Beri honum að verja Guðs- trú og sanna kristni þótt líf hans liggi við, enda sé honum þá vís sælu- vist á himnum. Þar talaði ármaður Guðs á jörð. http://www.kerfisthroun.is/ Höfundur er fv. fréttaritari Morgun■ biaðsins A Klúku í Strandasýslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.