Morgunblaðið - 11.05.2000, Page 56

Morgunblaðið - 11.05.2000, Page 56
•£r56 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ á mbl.is í tilefni af frumsýningu kvikmyndar- innar Hvaða sunnudag sem er (Any Given Sunday) bjóða mbl.is og Sam- bíóin þér að taka þátt í leik á mbl.is. Það eina sem þú þarft að gera er að svara léttum spurningum um myndina á mbl.is. Verðlaun: PlaySlohoii i$jj§ í* / m • PlayStation-tölva með aukastýripinna ásamt Electronic Arts-íþróttaleikjum frá BT • Tónlist úr myndinni frá Skífunni • Miðar fyrir tvo á kvikmyndina Hvaða sunnudag sem er (Any Given Sunday). Hvaða sunnudag sem er er nýjasta mynd Óskars- verðlaunahafans Olivers Stone. Hún fjallar um óvæginn íþróttaheim Bandaríkjanna, hörku hans og sýndarmennsku. í myndinni er fjöldi stórleik- ara, Al Pacino, Cameron Diaz, James Woods, Dennis Quaid, Matthew Modine, Ann-Margret, Lauren Holly, LL Cool J. og fleiri. <g>mbl.is ^ALLTAf= 6/7T//WÍ£7 /VÝTT~ Tóbaksvarnafólk og munntóbaksnotkun UNDANFARIÐ hefur umræðan um notkun munntóbaks á íslandi aftur komist á skrið í fjölmiðlum. Það er hið besta mál, eða svo hélt ég að minnsta kosti þar til ég heyrði viðtal við Halldóru Bjarnadótt- ur, hjúkrunarfræðing og fyrrverandi for- mann tóbaksvarna Is- lands, í morgunút- varpi Rásar 2 12. síðasta mánaðar. Þær staðleysur og fordóm- ar sem Halldóra fór með hneyksluðu mig svo illa, að ég fann mig knúinn til þess að leggja nokkur orð í umræðuna. Ég fékk umrætt viðtal á snældu hjá Hrafn- hildi Halldórsdóttur, annars um- sjónarmanns morgunþáttar Rásar 2, til upprifjunar og vil ég þakka henni snöfurmannleg viðbrögð. í byrjun þessa viðtals var Hall- dóru tíðrætt um sænskt „snus“ sem var bannað hér á Islandi 1997 og tók dæmi um hræðilegar afleið: ingar á notkun þessa tóbaks. í fyrsta lagi virðist hjúkrunarfræð- ingurinn nigla saman neftóbaki og sænsku „snusi“, sem er munn- tóbak og því ekki tekið í nefið, er hún á dramatískan hátt lýsti ein- hverjum kókaín-tengdum tilburð- um við neyslu þess. Áfram lét hún gamminn geisa um hvernig þetta munntóbak hefði læðst aftan að ís- lendingum og tók dæmi um að slíkt hið sama hefði gerst í Sví- þjóð. Það kemur verulega spánskt fyrir sjónir, þar sem „snus“ (munntóbak) hefur verið notað þar í mjög miklum mæli síðan um mein og tannleysi vera landlægt. Ég get með engu móti séð hvað þessar hræði- legu fréttir eiga skylt við sænskt „snus“ frekar en umskurður á stúlkubörnum í Afríku. Veruleikinn er allt annar en þetta sem ég hef gripið úr þessu morgunviðtali við Halldóru Bjarnadótt- ur. I Svíþjóð er munn- tóbaksnotkun 250 ára gamall siður og í dag „snusa“ um ein millj- ón Svía daglega, þar af eru um 53% fyrrum reykingafólk. Þrátt fyrir það er munnholskrabbamein einna fátíðast þar í hinum vest- ræna heimi, aðeins 400 tilfelli á ári hjá 8,5 milljóna manna þjóð. Framleiðsla Svía virðist gefa af sér munntóbak án hliðstæðu, því á meðan fundist hefur minniháttar samhengi milli notkunnar venju- legs munntóbaks og hættu á munnholskrabbameini, sem er þó helmingi minni en hjá reykinga- fólki, hefur ekki verið hægt að sýna fram á neina krabbameins- hættu við notkun á sænsku snusi. Það eina sem eftir stendur er sú staðreynd að nikótín er mjög vana- bindandi og veldur hærri hjart- sláttartíðni en hjá þeim sem ekki nota tóbak og þar með blóðþrýst- ingshækkun, eins og gerist til dæmis með kaffidrykkju. Sam- kvæmt öllum rannsóknum sem gerðar hafa verið til fjölda ára, sú nýjasta var kynnt snemma á þessu ári er í alþjóðlega Monica-verkefn- „Snus“ Sænska „snusið“ er að öðru leyti svo til skaðlaust, segir Víðir Ragnarsson, enda er ekki lengur varað við krabbameinshættu í viðvörunartexta á „snus“-dósum. inu hjá WHO, er sænska snusið að öðru leyti svo til skaðlaust, enda er ekki lengur varað við krabba- meinshættu í viðvörunartexta á „snus“-dósum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hefur Halldóru Bjarnadóttur og öðrum krossförum gegn reyking- um tekist með hræðsluáróðri sem virðist byggður á vanþekkingu og fordómum að gera mig og fleiri að lögbrjótum. „Snus“ var bannað. Til skamms tíma fékk ég það sent með pósti frá Svíþjóð, en nú er það ekki einu sinni hægt, því tollurinn vinnur sína vinnu og gerir þetta upptækt, nokkuð sem sjálfsagt er einsdæmi, því þúsundir Svía víðs vegar um heiminn geta keypt sitt „snus“ í gegnum póstverslun. Þeg- ar ég bjó í Svíþjóð tókst mér að hætta að reykja með því að taka í vörina og þar með lengja líf mitt um jafnmörg ár að meðaltali eins og ef ég hefði hætt alveg með tóbak. Þar sem ég vil ekki leggja líf mitt aftur að veði fyrir reyking- Víðir Ragnarsson 1750. Halldóru var mikið í mun að vara okkur við hættum þeim sem þessari neyslu fylgir og hélt því fram að í einu grammi af „snusi“ væri sama nikótínmagn og í tveim- ur til þremur pökkum af sígarett- um. Þetta er þvílík staðleysa, því í einu grammi af „snusi“ er álíka magn af nikótíni og í 1,5 sígarettu og því einnig minna en í ýmsum viðurkenndum hjálparmeðölum svo sem í nikótíntyggjói. Ég get ekki ímyndað mér hvernig nokkur maður stæði uppréttur eftir að fá jafngildi þriggja sígarettupakka í einu lagi út í blóðrásina. Þetta er næstum því fyndið, en þó ekki, því þarna talaði hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi formaður tóbaks- varna íslands. Aftur að fullyrðingum Halldóru. Hún lýsti einnig dæmi þar sem unglingur var með sundurbrennda nasavængi, sem kemur náttúrlega sænska snusinu ekkert við eins og ég lýsti hér að ofan og vil árétta: „Snus“ er munntóbak. Einnig nefndi hún tannlos og tann- skemmdir, en hvort tveggja er rangt. Áfram var haldið um víð- lendur vitleysunnar og var næst tekið dæmi um þann hræðilega sið að troða einhverri ólyfjan upp í börn, eitthvað sem gert er í Kas- atskan, en þar ku munnkrabba- Fangaóu athygll! R M D HL Displeay götuskilti Margar gerðir, tilboðsverð í maf Háteigsvegi 7 Sími 511 1100 Hvers vegna Smithsonian? Á ENSKRI tungu enda mörg lýsingar- orð á -ian. Sum eru þessi orð leidd af heit- um manna. Tímabil og annað það sem tengist Viktoríu drottningu kallast til dæmis Vict- orian, kristinn maður er Christian o.s.frv. Þessi ending sést sjaldan í íslenskum þýðingum, enda fer hún illa í málinu. Maður er nefndur James Smithson. Hann fæddist í París 1765 og lést í Genúa 1829. Smithson, sem var enskur að- alsmaður í báðar ættir en óskilget- inn, hlaut menntun í Oxford og vann sér ágætt orð sem steinefna- fræðingur. Við hann er til dæmis Orð Sú ákvörðun Smithsons að koma stofnun sinni upp vestanhafs, segír Örnólfur Thorlacius, er talin tengjast óbeit hans á viðbrögðunum á ætt- jörð hans við hjónaleysi foreldranna. kennt smith-sonít, sínkkarbónat, sem var lengi helsta hráefni sínks til iðnaðar. Aðeins 22 ára var Smithson tekinn í Konunglega breska vísindafélagið (Royal Soc- iety). Hann kvæntist aldrei, var barnlaus og erfingi mikilla auðæfa, eink- um frá móður sinni. Mestan hluta ævinnar dvaldist hann á meg- inlandi Evrópu og virðist lítið samband hafa haft við Vestur- heim. Samt mælti hann svo um í erfða- skrá sinni að auðlegð- in skyldi öll fara „til Bandaríkja Norður- Ameríku, þar sem koma á upp í Wash- ington stofnun, Smith- sonian Institution, til að efla og breiða út þekkingu". Það tók yfirvöld í Bandaríkjun- um nokkuð á annan áratug að finna stoð í lögum er gerði þeim kleift að þiggja þessa gjöf, en árið 1846 staðfesti þingið í Washington stofnskrá stofnunarinnar. Sú ákvörðun Smithsons að koma stofnun sinni upp vestanhafs er tal- in tengjast óbeit hans á viðbrögð- unum á ættjörð hans við hjónaleysi foreldranna. Sagan hefur staðfest þessi orð hans: „Nafn mitt mun lifa í minningu manna löngu eftir að aðalstitlarnir Northumberland og Percy [titlar föður hansj verða fallnir í gleymsku og dá.“ Árið 1904 voru jarðneskar leifar Smithsons fluttar til Bandaríkjanna og þeim valinn staður í stofnun hans. Nú er í stofnun Smithsons sýn- ing á siglingum norrænna manna í vesturveg og landkönnun þeirra í Ameríku. Ég legg til að við hættum að tala um Smithsonian-stofnunina. Á íslensku á hún að sjálfsögðu að heita Smithson-stofnunin. Höfundur er fyrrverandi rektor MH. Ömólfur Thorlacius

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.