Morgunblaðið - 11.05.2000, Page 62
62 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
'freemúNis
<) 1 I. <) N I) <) N
PÖNTUNARSÍMI 565 3900
OPIÐ KL. 9.00 TIL 22.00
Förðunarfræðingur
NO NAME
veitir ráðleggingary
Föstudaginn 12. maí
Sara
Bankastræti 8. Reykjavík
kl. 12-18
Sandra
Smáratorgi. Kópavogi
kl. 14-18 :
Prímadonna
Grensásvegi 20,
Reykjavík, kl. 14 18
www.mbl.is
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Leifur Þorsteinsson skoðar hjá Baldvini Einarssyni, til hægri, eldri gerð
af ferðamyndavél en þær voru gjaman af þessari stærð fyrir 100 árum.
Beco flytur á
Langholtsveginn
Yfírlýsing Eflingar um
úthlutun orlofshúsa
FYRIRTÆKIÐ Beco, sérhæfðar
myndavélaviðgerðir, er flutt í nýtt
húsnæði að Langholtsvegi 84, þar
sem Holtsapétek var áður.
Beco ehf., sem verður 20 ára um
þessar mtmdir, hafði lengi verið til
húsa á Barónsstíg en fyrirtækið
festi kaup á húsnæðinu við Lang-
holtsveg fyrir nokkrum mánuðum,
flutti þangað 22. febrúar og hélt
formlega upp á flutninginn í nýja
húsnæðið fyrir skömmu.
Beco ehf. var stofnað árið 1980 af
þeim hjónum Baldvin Einarssyni og
Ingibjörgu Siguijónsdóttur. Sem
viðurkenndur viðgerðaraðili fyrir
Canon var fyrst um sinn boðið upp á
sérhæfða viðgerðarþjónustu á
myndavélum en fljótlega varð spum
eftir vömm til ljósmyndunar orðin
það mikil að ákveðið var að opna
verslun. Árið 1985 var síðan opnuð
verslun að Barónsstíg 18.1984 varð
Beco viðurkenndur viðgerðaraðili
fyrir Hasselblad og 1993 tók Beco
einnig við söluumboðinu.
Beco fékk svo söluumboð fyrir
Leica Ijósmyndavömr árið 1997.
Þess má geta að fyrirtækið hefur
opnað heimasíðu á Netinu, og er
slóðin þangað www.beco.is - þar
sem allir hafa t.d. aðgang að verð-
listum fyrirtækisins, og ýmsum upp-
lýsingum um ljósmyndun.
EFLING-stéttarfélag hefur sent frá
sér eftirfarandi yfirlýsingu um út-
hlutun orlofshúsa sumarið 2000:
„Vegna blaðaskrifa og frétta i dag-
blöðunum þar sem því er haldið fram
að Efling-stéttarfélag mismuni fé-
lagsmönnum sínum eftir aldri þ.e.a.s.
að eldri félagsmenn hafi minni rétt en
yngri félagsmenn skal eftirfarandi
tekið fram.
Þessa ásakanir eru byggðar á
miklum misskilningi og vanþekkingu
þeirra sem skrifa um málið af hálfu
fjölmiðla.
Þau félög sem standa að Eflingu-
stéttarfélagi hafa alla tíð litið á eldri
félagsmenn sem jafninga annarra fé-
lagsmanna enda njóra þeir réttinda í
félaginu þótt þeir hafi látið af störf-
um.
Til marks um það eru einsog und-
anfarin ár um 170 félagsmenn okkar
á aldrinum 65 ára og eldri í orlofsdvöl
á Benidorm á Spáni á niðurgreiddu
fargjaldi frá félaginu.
Fyrir nokkrum vikum var haldið
kaffisamsæti fyrir eldri félagsmenn á
Hótel Sögu og þar mættu um 700
manns.
Þessum aldurshópi er boðið upp á
dvöl í orlofshúsum á þriggja vikna
tímabili í maímánuði á þriðjungi af
verði sem aðrir félagsmenn verða að
borga og á þessu tímabili hafa aðrir
félagsmenn ekki aðgang að húsunum.
Þegar til úthlutunar yfir sumar-
tímann frá júm' til september eru um
580 vikur í boði en rúmir 1.300 félags-
menn sækja um, þá segir sig sjálft að
ekki geta allir fengið úthlutað sumar-
húsum.
í Eflingu-stéttarfélagi eru nú milli
3.000 og 4.000 manns sem komnir eru
af starfsaldri og geta því ekki áfram
safnað punktum í kerfinu. Þessir fé-
lagsmenn eiga því minni möguleika á
að fá úthlutanir á vinsælasta tíma
sumarsins þar sem punktauppsöfnun
byggist á greiðslum til félagsins.
Engu að síður er alltaf hópur eldri fé-
lagsinanna sem fær úthlutað á þess-
um tíma. Af sumarúthlutun 2000 er
21% úthlutana til65 ára og eldri eða
116 úthlutanir af 548 úthlutunum alls.
Við höfur ekki geta fundið réttlát-
ara kerfi til úthlutunar sumarhúsa en
það sem byggist á punktasöfnun
enda er það notað af fjölmörgum
stéttarfélögum við úthlutun.
Þá má benda á að þessi hópur eins
og aðrir félagsmenn á möguleika til
aðsækja um orlofshús utan orlofs-
tímabilsins og á þessu tímabili bygg-
ist úthlutun ekki á punktakerfi.
Það er ósk stjómar Eflingar að
þessar skýringar nægi til að skýra
þetta mál sem verið hefur til umfjöll-
unar í fjölmiðlum því það er ekki og
hefur aldrei verið stefna félagsins að
mismuna félagsmönnum sínum.“
Yfirlýsing frá Aksturs-
íþróttafélagi Suðurnesja
Ibúðalánasjóður flytur
í Borg’artún 21
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá stjóm
Akstursíþróttafélags Suðumesja:
,AIFS mun halda torfærakeppni
við Stapafell á Reykjanesi sunnudag-
inn 14. maí næstkomandi. Eins og
fram kom í yfirlýsingu frá Ragnari
Kristinssyni viðurkennir nýstofnað
torfærasamband ekki tilverurétt
AIFS og rétt til keppnishalds í tor-
færu.
Stjóm AIFS lætur sér það í léttu
rúmi liggja enda er AIFS aðili að
LÍA sem er aðili að FIA. AIFS mun
virða lög og reglur LÍ A og FIA og er
því í fullum rétti til þess að halda
þessa torfærakeppni. Það sem skipt-
SKEIFUDAGUR verður í Hóla-
skóla laugardaginn 13. maí.
Dagskráin hefst kl. 14 með úr-
slitakeppni í fjórgangi. Að keppni
lokinni verður verðlaunaafhending í
reiðhöllinni.
í ár era það 23 nemendur hrossa-
brautar sem berjast um hituna.
Mikil spenna ríkir ávallt um það
hvaða nemendur hljóta hnossið.
ir öllu máli fyrir stjóm AIFS er að
allir helstu torfæruökumenn landsins
munu mæta í keppnina okkar sunnu-
daginn 14. maí næstkomandi. Eins
og fram hefur komið hefur AIFS
haldið torfærakeppni áður og var það
mat stjómar AIFS að sú keppni hafi
heppnast með eindæmum vel. Allir
stjórnarmenn AIFS era núverandi
keppendur í torfæra, rally, eða rally-
crossi. Á meðan nánast enginn
stjómarmaður í þesssu nýstofnaða
torfærasambandi er virkur keppandi
og flestir torfæraökumenn sem verið
hafa í BA (Bílaklúbbi Akureyrar) og
JR (Jeppaklúbbi Reykjavíkur) hafa
yfirgefið félögin vegna ágreinings.11
Skeifuna hlýtur sá nemandi sem
hefur staðið sig best í reiðmennsku-
hluta námsins yfir veturinn. Félag
tamningamanna veitir verðlaun fyr-
ir besta ásetu og tímaritið Eiðfaxi
veitir þeim nemanda verðlaun sem
hefur hirt sitt hross best yfir vetur-
inn.
Kaffiveitingar verða í boði Hóla-
skóla.
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hóf starf-
semi í nýju húsnæði að Borgartúni
21 þriðjudaginn 9. maí.
„Flutningarnir í nýtt húsnæði era
ekki hvað síst til þess ætlaðir að
bæta þjónustu við almenning, fast-
eignasala og áðra er eiga í samskipt-
um við íbúðalánasjóð, enda hefur
stjórn sjóðsins lagt áherslu á að
íbúðalánasjóður skuli vera skilvirk,
lipur þjónustustofnun, mönnuð hæfu
starfsfólki sem vinni að verkefnum
sjóðsins á hagkvæman hátt með
tilstuðlan öflugrar upplýsingatækni.
Aðgengi að afgreiðslu íbúðalána-
sjóðs í Reykjavík mun batna vera-
lega við flutningana, en afgreiðsla
sjóðsins mun verða á fyrstu hæð í
Borgartúni 21. Bílastæðahús er enn
í byggingu svo fyrst um sinn mun
verða þröngt um bflastæði og biður
Ibúðalánasjóður viðskiptavini sína
velvirðingar á því,“ segir í frétt frá
sjóðnum.
Unnið í opnu rými
Innra skipulag Ibúðalánasjóðs
mun nokkuð breytast þar sem starf-
semi sjóðsins í Borgartúninu verður
í opnu rými. Framkvæmdastjóri
sem og aðrir starfsmenn sjóðsins
munu þvi ekki starfa í lokuðum
skrifstofum. Sérstök viðtalsherbergi
og fundarherbergi verða til staðar
þar sem starfsmenn og viðskiptavin-
ir íbúðalánasjóðs geta rætt við-
kvæm málefni þegar það á við.
„Stjóm íbúðalánasjóðs hefur lagt
áherslu á að starfsemi íbúðalána-
sjóðs skuli vera í sífelldri endur-
skoðun svo að stofnunin bregðist
skjótt við breytingum í samfélaginu.
I anda þess er nú í gangi stefnumót-
un og heildarendurskoðun á starf-
semi Ibúðalánasjóðs í ljósi reynsl-
unnar til að tryggja skilvirkni og
góða þjónustu," segir í fréttatil-
kynningu.
------------------
Fyrirlestur um
lífsferil holdýra
PETER Schuchert frá Natural
History Museum of Geneva í Sviss,
heldur fyrirlestur föstudaginn 12.
maí á vegum Líffræðistofnunar Há-
skólans í stofu G-6 að Grensásvegi
12, og hefst hann kl 12:20.
Fyrirlesturinn: „What are hydro-
zoans?“ verður fluttur á ensku og
fjallar um vistfræði og lífsferil
holdýra.
Skeifudagur í Hólaskóla