Morgunblaðið - 11.05.2000, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJONUSTA/FRETTIR
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 65
SILFURLÍNAN. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri
borgara alla v.d. kl. 16-18 í s. 588-2120.
SLYSAVARNIR barna og unglinga, Heilsuvemdarstöð
Rvk., Barónstíg 47, opið virka daga kl. 8-16. Herdís
Storgaard veitir víðtæka ráðgjöf um öryggi bama og
unglinga. Tekið á móti ábendmgum um slysahættur í
umhverfinu í síma 552-4450 eða 552-2400, Bréfsími
5622415, netfang herdis.storgaardÉhr.is.
SÓKN GEGN SJÁLFSVÍGUM, Héðinsgötu 2. Neyðarsími
opinn allan sólarhringinn 577-5777.
STÍGAMÓT, Vesturg. 3, s. 562-6868/562-6878, Bréfsími:
562-6857. Miðstöð opin v.d. kl. 9-19.
STÓRSTÚKA ÍSLANDS, Stangarhyl 4. Skrifstofan opin
kl. 9-13. S: 530-5406.
STYRKTARFÉLAG krabbameinssjúkra bama. Pósth.
8687,128 Rvík. Símsvari 588-7555 og 588 7559. Myndr-
iti: 588 7272.
STYRKUR, Samtök krabbameinssjúkl. og aðstandenda.
Símatími fímmtud. 16.30-18.30. Sími 540-1916. Krabba-
meinsráðgjöf, grænt nr. 800-4040.
raÍGURrASNGÍsrögTÍÍNÍEFNAMEÐFERÐÁST:
ÖÐIN.Flókagötu 29-31. Sími 560-2890. Viðtalspantanir
frákI.8-16._________________________________
TOURETTE-SAMTÖKIN: Tryggvagata 26. Skrifstofan er
opin þriðjud. kl. 9-12. S: 551-4890. P.O. box 3128 123
Rvík.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar-
og upplýsingas. ætlaður bömum og unglingum að 20 ára
aldri. Nafnleynd. Öpið allan sólarhr. S: 511-5161, grænt
nn 800-5151.
UMHYGGJA, félag til stuðnings langveikum bömum,
Laugavegi 7, Reykjavík. Sími 552-4242. Myndbréf: 552-
2721.
UMSJÓNARFÉLAG EINHVERFRA: Skrifstofan
Tryggvagötu 26, 4. hæð. Opin þriðjudaga kl. 9-12 og
miðvikudaga kl. 13-17.
S: 562-1590. Bréfs: 562-1526.
UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ FERÐAMÁLA: Bankastræti 2,
opið frá 16. september til 14. maí mánudaga-fóstudaga
kl. 9-17. Laugardaga kl. 9-17. Lokað á sunnudögum. S:
562-3045. Bréfs. 562-3057.___________________
STUÐLAR, Meðferðarstöð fyrir unglinga, Fossaleyni 17,
uppl. og ráðgjöf s. 567-8055.
VÍMULAUS ÆSKA, foreldrahópurinn, Vonarstræti 4b.
Foreldrasími opinn allan sólarhringinn 581-1799. For-
eldrahúsið opið alla virka daga kl. 9-17, sími 511-6160 og
511-6161. Fax: 511-6162. __________________
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561-6464 og grænt nr. 800-
6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvem til að
tala við. Svarað kl. 20-23._____
SJÚKRAHÚS heimsóknartimar
SKJÓL HJÚKRUNARHEIMILI. Fijáls aUa daga.
SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR.
FOSSVOGUR: Alla daga kl. 15-16 og 19-20 og e. samkl. A
öldmnarlækningadeild er fijáls heimsóknartími e.
samkl. Heimsóknartími bamadeildar er frá 15-16 og
frjáls viðvera foreldra allan sólarhringinn. Heimsóknar-
tími á geðdeild er frjáls.
GRENSÁSDEILD: Mánud.-fóstud. kl. 16-19.30, laugard.
og sunnud. kl. 14-19.30 og e. samkl.
LANDAKOT: Á öldrunarsviði er frjáls heimsóknartími.
Móttökudáld öldrunarsviðs, ráðgjöf og tímapantanir í s.
525-1914.
ARNARHOLT, Kjalarnesi: Frjáls heimsóknartími.
LANDSPÍTALINN: Kl. 18.30-20.
BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD, Dalbraut 12: Eftir
samkomulagi við deildarstjóra.
BARNASPÍTALIHRINGSINS: Kl. 16-16 eða e. samkl.
GEÐDEILD LANDSPÍTALANS KLEPPI: Eftir sam-
komulagi við deildarstjóra.
GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Vífilsstöðum: Eftir sam-
komulagi við deildarstjóra.
KVENNADEILD, KVENLÆKNINGADEILD: Kl. 18.30-
20.________________________________________
SÆNGURKVENNADEILD: Kl. 14-21 (feður, systkini,
ömmur og afar).
VÍFILSSTAÐASPÍTALI: Kl. 18.30-20.
SUNNUHLÍÐ hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heimsóknar-
tími kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
ST. JÓSEFSSPÍTALI HAFN.: Alla daga kl. 15-16 og 19-
19.30.
SJÚKRAHÚS SUÐURNESJA, KEFLAVÍK: Heimsóknar-
tími a.d. kl. 15-16 og kl. 18.30-19.30. Á stórhátíðum kl.
14-21. Símanr. sjúkrahússins og Heilsugæslustöðvar
Suðumesja er 422-0500.
AKUREYRI - SJÚKRAHÚSIÐ: Heimsóknartími alla daga
kl. 15.30-16 og 19-20. Á bamadeild og þjúkrunardeild
aldraðra Sel 1: kl. 14-19. Slysavarðstofusími frá kl. 22-8,
s. 462-2209.__________________________________
BILANAVAKT____________________________________
VAKTÞJÓNUSTA. Vegna bilana á veitukerfi vatns og
hitaveitu, s. 552-7311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgi-
dögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 568-6230. Kópavog-
ur: Vegna bilana.á vatnsveitu s. 892-8215. Rafveita
Hafnarfjarðar bilanavakt 565-2936
SÖFN
ÁRBÆJARSAFN: Safnhús Árbæjar em lokuð frá 1. sept-
ember en boðið er upp á leiðsögn fyrir ferðafólk á mánu-
dögum, miðvikudögum og fóstudögum kl. 13. Einnig er
tetóð á móti skólanemum og hópum sem panta leiðsögn.
Skrifstofa safnsins er opin frá kl. 8-16 alla virka daga.
Nánari upplýsingar í síma 577-1111.________
ÁSMUNDARSAFN í SIGTÚNI: Opið a.d. 13-16.
BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR: Aðalsafn, Þing-
holtsstræti 29a, s. 552-7155. Opið mán.-fim. kl. 9-21,
fóstud. kl. 11-19, laugard. kl. 13-16. ____
BORGARBÓKASAFNH) í GERÐUBERGI3-5, mán.-fim.
kl. 9-21, fóst 11-19, laugard. og sunnud. kl. 13-16. S. 557-
9122._____________________
BÚSTAÐASAFN, Bústaðakirkju, mán.-fim. 9-21, fóst. 12-
19, laugard. kl. 13-16. S. 553-6270._______
SÓLHEIMASAFN, Sólheimum 27, s. 553-6814. Ofangreind
söfn og safnið í Gerðubergi em opin mánud.-fim. kl. 9-
21, föstud. Id. 11-19, laugard. kl. 13-16.
GRANDASAFN, Grandavegi 47, s. 552-7640. Opið mán. kl.
11-19, þrið.-fóst. kl. 15-19.______________
SEUASAFN, Hólmaseli 4-6, s. 587-3320. Opið mán. kl. 11-
19, þrið.-mið. kl. 11-17, fím. kl. 15-19, fóstud. kl. 11-17.
FOLDASAFN, Grafarvogskirkju, s. 567-5320. Opið mán.-
fim. kl. 10-20, fóst kl. 11-19, laugard. kl. 13-16.
BÓKABÍLAR, s. 553-6270. Viðkomustaðir víðsvegar um
borgina.
BÓKASAFN DAGSBRÚNAR: Skipholti 60D. Safnið verð-
ur lokað fyrst um sinn vegna breytinga.
BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR: Opið mán.-fóst 10-
20. Opið laugd. 10-16 yfir vetrarmánuði.
BÓKASAFN KÓPAVOGS, Fannborg 3-5: Mánud.-fimm-
tud. kl. 10-21, fóstud. kl. 10-17, laugard. (1. okt-30. ap-
ríl)kl. 13-17.
BÓKASAFN SAMTAKANNA '78, Laugavegi 3: Opið
mán.-fim. kl. 20-23. Laugard: kl. 14-16.
BORGARSKJALASAFN REVKJAVÍKUR, Tryggvagötu
15: Opið mánudaga til fóstudaga kl. 9-12 og kl. 13-16.
Sími 563-1770. Sýningin „Mundu mig, ég man þig“ á 6.
hæð Tryggvagötu 15 er opin alla daga kl. 13-17 og á
fimmtudögum kl. 13-21. Aðgangur ókeypis.___
BYGGÐASAFN ÁRNESINGA, Húsinu á Eyrarbakka:
Húsinu á Eyrarbakka: Opið apríl, maí, september og
október frá kl. 14-17 laugardaga og sunnudaga. Júní, jú-
h' og ágúst frá kl. 9-12 og 13-18 alla daga vikunnar. Á
öðrum tímum er opið eftir samkomulagi. Uppl. í s: 483
1504 og891 7766. Fax: 4831082. www.south.is/husid.
BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR: Sívertsen-hús,
Vesturgötu 6,1. júní - 30. ágúst er opið alla daga frá kl.
13-17, s: 555-4700. Smiðjan, Strandgötu 60,16. júní - 30.
september er opið alla daga frá kL 13-17, s: 565-5420.
Siggubær, Kirkjuvegi 10,1. júní - 30. ágúst er opið laug-
ard.-sunnud. kl. 13-17. Skrifstofur safnsins verða opnar
alla virka daga kl. 9-17.
BYGGÐASAFNIÐ í GÖRÐUM, AKRANESI: Opið kl.
13.30-16.30 virka daga. Sími 431-11255.
FJARSKIPTASAFN LANDSSÍMANS, Loftakeytastöð-
inni v/Suðurgötu: Opið á þriðjud., fimmtud. og sunnud.
frá kl. 13-17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir
samkomulagi.
FRÆÐASETRIÐ í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði,
sími 423-7551. Bréfsími 423-7809. Opið alla daga kl. 13-
17 og eftir samkomulagi.
GAMLA PAKKHÚSIÐ (ólafsvík er opið alla daga í sumar
frákl. 9-19._________________________________
GOETHE-ZENTRUM: Lindargötu 46, Reykjavík. Opið
þriðjud. og miðvikud. kl. 15-19, fimmtud., fóstud. og
faugardaga kl. 15-18. Sími 551-6061. Fax: 552-7570.
HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarð-
ar opin alla daga nema þriðjud. frá kl. 12-18.
KJARVALSSTAÐIR: Opið daglega frá kl. 10-18. Safna-
leiðsögn kl. 16 á sunnudögum.
LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKA-
SAFN: Opið mán.-fimmtud. kl. 8.15-22. Föstud. kl. 8.15-
19 og laugd. 9-17. Sunnud. kl. 11-17. Þjóðdeild lokuð á
sunnud. og handritadeild er lokuð á laugard. og sunnud.
S: 525-5600. Bréfs: 525-5615.
LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Sclfossi:
Opið eftir samkomulagi. S. 482-2703.
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Safnið er opið laug-
ard. og sunnud. frá kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn er
opinn alla daga.
LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir,
kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11-17, lokað
mánudaga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leið-
sögn: Opið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið þriðj-
ud.-fóstud. kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis á miðviku-
dögum. Uppl. um dagskrá á intemetinu:
http//www.natgall.is
LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opið dag-
lega kl. 11-17 nema mánud. Á fimmtud. er opið til kl. 19.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er op:8
laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Upplýsingar í síma
553-2906.
LISTASAFNIÐ á Akureyri: Opið þriðjud-fimmtud. kl. 14-
18, fóstud. og laugard. kl. 14-22. Sunnud. kl. 14-18.
LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið
alla daga frá kl. 13-16. Sími 563-2530.
LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjamamesi. Lokað
yfir vetrarmánuðina. Hópar geta skoðað safnið eftir
samkomulagi.
MINJASAFN AKUREYRAR, Miryasafnið á Akureyri, Að-
alstræti 58, Akureyri. S. 462-4162. Opið frá 16.9.-31.5. á
sunnudögum milli kl. 14-16. Einnig eftir samkomulagi
fyrir hópa. Skrifstofur opnar virka daga kl. 8-16.
MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskóg-
um 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga Id.
11-17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má
reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn
eldri borgara. Safnbúð með minjagripum og handverks-
munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, netfang
minaust@eldhom.is.
MINJASAFN ORKUVEITU ReyKjavíkur v/rafstöðina v/
Elhðaár. Opið á sunnudögum kl. 15-17 og eftir sam-
komulagi. S. 567-9009.
MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor-
steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Safnið er opið maí-sept.
kl. 13-17 alla daga. Hægt er að panta hjá safnverði á öðr-
um tímum í síma 422-7253.
DÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið
frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14-18, en lokað á mánudögum.
Sími 462-3550 og 897-0206.
MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein-
holti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr-
um tíma eftir samkomulagi.
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi
12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630.
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu
116 eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl.
13.30-16.___________________________________
NESSTOFUSAFN. Yfir vetrartímann er safnið opið sam-
kvæmt samkomulagi.
NORRÆNA IIÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.-sun. 12-17.
Lokað 20.4-24.4. (páskar) Sýningarsalur opinn þri.-sun.
kl. 12-17, lokað mán. Lokað 21.4. og 23.4. Kaffistofan op-
in mán.-laug. kl. 8-17, sun. kl. 12-17. Lokað 21.4. og 23.4.
Skrifstofan opin mán.-fóst. kl. 9-16, lokað 20.-24.4. Sími
551-7030, bréfas: 552-6476. Tölvupóstur. nh@nordice.is
- heimasíða: hhtpV/www.nordice.is.
RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum v/Stokkseyri: Opið frá kl.
13-18 laugardaga og sunnudaga á tímabihnu 1. júlí til
ágústloka. Uppl. í s: 486 3369.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s.
551-3644. Sýning á uppstilhngum og landslagsmyndum.
Stendur tíl marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl.
13.30-16.___________________________________
SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgöta 8, Hafnariirði,
er opið laugard. og sunnud. frá kl. 13-17 og eftír sam-
komulagi. S: 565-4242. Skrifstofa Lyngási 7, Garðabæ,
s: 530-2200, netfang: aog@natmus.is.
SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS-
SONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. frá kl. 13-
17. S. 581-4677.
SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Opið apríl, maí,
september og október frá kl. 14-17 laugardaga og
sunnudaga. Júní. júh og ágúst frá kl. 9-12 og 13-18 alla
daga vikunnar. Á öðrum tímum er opið eftir samkomu-
lagi. Uppl. í s: 483 1165 og 861 8678. Fax: 483 1145.
www.arborgjs/sjominjasafn.
ÞURÍÐARBÚÐ á Stokkseyri: Opið alla daga. Uppl. eru
veittar hjá Sjómiryasafninu á Eyrarbakka. S: 483 1165
og 8618678.
SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10-18.
Sími 435-1490.
STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suður-
götu. Handritasýning er opin þriðjudaga til fóstudaga
kl. 14-16 til 15. maí.
STEINARÍKIÍSLANDS Á AKRANESI: Opið aUa daga kl.
13-18 nema mánudaga. Sími 431-5566.
ÞJÓDMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema
mánudaga kl. 11-FL_________________________
AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til fóstu-
daga kl. 10-19. Laugard. 10-16.
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14-
18. Lokað mánudaga._______________________
NÁTTÚRUGRII’ASAFNIÐ á Akureyri, Hafnarstræti 81.
Opið skv. samkomulagi yfir vetrartimann. Hafið sam-
band við Náttúrufræðistofnun, Akureyri, í sima 462-
2983.___________________
NONNAHÚS, Aðalstræti 64. Opið a.d. kl. 10-17 frá 1. júní -
1. sept Uppl. í síma 462-3555.
NORSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMI: Opið dagiega (sum-
arfrákl. 11-17.
ORÐ DAGSINS
Reykjavík sími 551-0000.
Akureyri s. 462-1840.
SUNDSTAÐIR_______________________________
SUNDSTAÐIR í REYKJAVÍK: Sundhölhn er opin v.d. kl.
6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Vesturbæjarlaug er opin v.d.
6.30- 22, helgar 8-20. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50-
22, helgar 8-20. Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22,
helgar kl. 8-20. Grafapvogslaug .er opin v.d. kl. 6.50-
22.30, helgar kl. 8-22. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-
22.30, helgar jd. 8-22. Kjalameslaug opin v.d. 15-21,
helgar 11-17. Á frídögum og hátíðisdögum verður opið
eftír nánari ákvörðun hverju sinni. Upplýsingasími
sunstaða í Reykjavík er 570-7711.
SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin virka daga 6.30-22.
Laugd. og sud. 8-18 (vetur) 8-19 (sumar).
GARDABÆR: Sundlaugin opin mán.-fóst. 7-20.30. Laugd.
og sud. 8-17. Sölu hætt hálftíma fyrir lokun.
HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæiarlaug: Mád.-fóst. 7-21.
Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll Hafnarfjarðar: Mád.-
fóst. 6.30-21. Laugd. og sunnud. 8-12.
VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl.
6.30-7.45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-18.
SUNDLAUGIN í GRINDAVÍK:Opið aUa virka daga kl. 7-
21 og kl. 11-15 um helgar. Sími 426-7555.
SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22,
helgar 11-18.
SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-fóstud. kl.
7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. ld. 9-16.
SUNDLAÚGDM í GARÐI: Opin mán.-fóst. kl. 7-9 og 15.30-
21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300.
SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d kl. 7-21. Laugard.
og sunnud. kl. 8-18. Sími 461-2532.
SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mán.-fóst 7-
20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30.
JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mán.-fóst. 7-
21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643.
BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11-20, helgar kl. 10-21.
ÚTIVISTARSVÆÐI
HÚSDÝRAGARÐURINN er opinn aUa daga kl. 10-17.
Lokað á miðvikudögum. Kaffihúsið opið á sama tíma.
Fjölskyldugarðurinn er opinn sem útívistarsvæði á vet-
uma. Sími 5757-800._________________
SORPA_______________________________
SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.20-16.15. Endur-
vinnslustöðvar em opnar a.d. kl. 12.30-19.30 en lokaðar
á stórhátíðum. Að auki verða Ánanaust, Garðabær og
Sævarhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. UppLsími 520-
2205
--------♦-♦-4---------
Málþing
um kynbundið
ofbeldi
SAMTÖK um kvennaathvarf gang-
ast fyrir málþingi um kynbundið of-
beldi föstudaginn 12. maí í stofu 101 í
Odda. Málþingið hefst kl. 13.30 með
ávarpi dómsmálaráðherra Sólveigar
Pétursdóttur.
Því næst hefur framsögu Gudrun
Nordborg lögfræðingur frá Svíþjóð.
Gudrun er lektor við Háskólann í
Umeá og upplýsingafulltrúi embætt-
is fórnarlamba ofbeldis þar. Aðrir
framsögumenn eru Vigdís Erlends-
dóttir forstöðumaður Barnahúss,
Sæunn Kjartansdóttir, hjúkrunar-
fræðingur og sálgreinir, Rúna Jóns-
dóttir upplýsinga- og kynningarfull-
trúi Stígamóta, Asta Júlía
Arnardóttir fræðslu- og kynningar-
fulltrúi Samtaka um kvennaathvarf
og Ingólfur Gíslason félagsfræðing-
ur, en hvert þeirra um sig talar í 15
mínútur.
Að framsögum loknum verða um-
ræður og síðast samantekt Gudrun-
ar Nordborg. Kaffihlé verður frákl.
14.45-15.15. Málþinginu lýkur kl. 17.
það er öllum opið og aðgangur
ókeypis. Fundarstjóri verður Bryn-
hildur Flóvenz lögfræðingur.
Aðalfundur Samtaka um kvenna-
athvarf verður haldinn í Litlu-
Brekku í dag, fimmtudaginn 11. maí
og hefst hann kl. 18. Á dagskrá eru
venjuleg aðalfundarstörf og umræð-
ur um kvennaathvarf.
Erindi um
mengunarvarn-
ir og vöktun
KYNNINGARERINDI á vegum
Nordtest - vinnuhóps um efnafræði
og líftækni, í samstarfi við Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins
(RALA) verða haldin föstudaginn
12. maí. Kynningarerindin hefjast kl.
13 og verða haldin á ensku á 3. hæð í
fyrirlestrarsal RALA, Keldnaholti.
Fjallað verður um ýmsa þætti
mengunarvarna og vöktunar og
greint frá verkefnum á sviði meng-
unarvama á íslandi, Finnlandi og
Svíþjóð, auk kynningar á Nordtest.
Nordtest er stofnun á vegum Nor-
rænu ráherranefndarinnar sem
styrkir rannsóknir, þróun og sam-
ræmingu á hvers kyns mæliaðferð-
um innan Norðurlandanna og
Evrópu.
Allir áhugasamir velkomnir með-
an húsrúm leyfir.
■ UMSJÓNARFÉLAG einhverfra
hefur opið hús fyrir foreldra ein-
hverfra barna í kvöld kl. 20.30 í hús-
næði félagsins að Tryggvagötu 26,
4. hæð.
Þar geta foreldrar hist og spjallað
saman yfir kaffibolla.
Hlutverk Reykjavíkur-
flugvallar er vaxandi -
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Flugmálastjórn:
„I tilefni af frétt Morgunblaðsins
fyrr í þessari viku um að áætlunar-
flug frá Reykjavíkurflugvelli hafi
dregist saman og að áfangastöðum á
landsbyggðinni hafi fækkað um fjóra
á sl. tíu árum, óskar Flugmálastjóm
íslands eftir að koma eftirfarandi at-
hugasemd á framfæri við blaðið:
Um hálf milljón farþega nýtti sér
þjónustu innanlandsflugs á Islandi á
síðasta ári. Þetta svarar til þess að
nálægt 1.400 farþegar hafi flogið inn-
anlands dag hvem allt árið um kring,
að meðaltali. Um 94% farþeganna
fóra um Reykjavíkurflugvöll enda
gegnir þessi flugvöllur höfuðborgar
Islands þvi þýðingarmikla hlutverki
að vera miðstöð innanlandsflugs í
landinu.
Undanfarin sex ár, eða allt frá ár-
inu 1994, hefur flugfarþegum innan-
lands fjölgað samfellt. Árið 1994
flugu 342.962 farþegar innanlands
en þeir vora orðnir 478.981 talsins á
síðasta ári. Þannig hefur innanlands-
flugfarþegum fjölgað um tæplega
140.000 á síðastliðnum sex áram eða
um tæp 40%.
Á síðastliðnum tíu áram hafa inn-
viðir flugsamgöngukerfisins tekið
miklum breytingum. Áfangastöðum í
áætlunarflugi hefur verið að fækka,
ferðatíðni hefur verið að aukast til
stærri áfangastaða og flugvélar hafa
verið að stækka og era auk þess
yngri. Samhliða aukinni þjónustu í
áætlunarflugi hefur hins vegar dreg-
ið veralega úr umsvifum leigu-
flugsstarfseminnar. Um mitt ár 1997
var lögleitt frelsi í innanlandsflugi.
Árið áður en samkeppni hófst á inn-
anlandsflugleiðum vora farþegar lið-
lega 372.000 talsins. Nú, þremur ár-
um síðar era þeir orðnir tæplega
480.000. Síðast en ekki síst hafa
áætlunarflugvellir á íslandi verið
byggðir upp með markvissum hætti
með tilheyrandi auknu flugöryggi og
betri og áreiðanlegri þjónustu fyrir
flugfarþega. Framkvæmdir við
Reykjavíkurflugvöll era lokaáfan-
ginn í þessari uppbyggingu.
Af framansögðu má vera ijóst, að
mikilvægi Reykjavíkurflugvallar í
samgöngukerfi Islands hefur verið
að vaxa jafnt og þétt með ári hverju.
Þetta er að gerast þrátt fyrir að ýmis
ytri skilyrði í þjóðfélaginu hafa ekki
verið innanlandsfluginu hagstæð
undanfarin ár. Ný jarðgöng undir
Hvalfjörð hafa verið opnuð og aukin
áhersla hefur verið lögð á að bæta
þjóðvegakerfið en einkabifreiðar eru
helsti keppinautur innanlandsflugs-
ins. '■*"
Alls hafa 3,6 milljónii’ farþega kos-
ið að ferðast með innanlandsflugi á
hér á landi síðustu tíu árin.“
Alyktun vegna
heilsug’æslu
STJÓRN íbúasamtaka Grafarvogs
hefur sent frá sér eftirfarandi álykt-
un:
„í kjölfar greinar sem birtist í
Morgunblaðinu um opnun heilsu-
gæslu við Spöngina, þar sem mátti
skilja að um leið og flutt yrði inn í
hana yrði heilsugæslustöðinni í
Hverafold lokað, þá hefur stjórn
Ibúasamtaka Grafarvogs samþykkt
eftirfarandi ályktun:
Um leið og við fögnum ákvörðun
um að opna nýja heilsugæslustöð í
Spönginni viljum við ítreka óskir
okkar um að heilsugæslustöðin í
Hverafold verði áfram staðsett á nú-
verandi stað þar til byggingu heilsu-
gæslustöðvar í Hverafold 7 verði lok-
ið eins og gert er ráð fyrir í skipulagi
hverfisins. En þar hefur frá upphafi
verið gert ráð fyrir heilsugæslustöð.
Um áramótin bjuggu sextán þús-
und manns í Grafarvogi og fer íbúum
ört fjölgandi og má gera ráð fyrir að
þeir muni verða um sautján þúsund í
lok ársins. Þegar hverfið verður að
fullu byggt ásamt byggð í Bryggju-
hverfi og á Geldinganesi koma til
með að búa hér tuttugu til tuttugu og
fimm þúsund manns. Enn fremur
hefur það verið sagt að íbúar Grafar-
holtshverfis eigi að sækja heilsu-
gæslu í Grafarvog en þar er áætlað
Skemmtiatriði
17.JUIH í
Reykjavík
ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND í Reykja-
vík óskar eftir dagskráratriðum fyr-
ir hátíðarhöldin í Reykjavík á 17.
júní. Einkum er um að ræða leik-
þætti, tónlistarflutning og skemmti-
atriði fyrir böm og fullorðna.
Skemmtidagskrá mun standa í
miðbænum kl. 14 - 17:30 og 20 - 1.
Helstu liðir í hátíðardagskránni í ár
verða barna- og fjölskylduskemmt-
un og tónleikar á Arnarhóli, dans-
sýning og dansleikur á Ingólfstorgi,
blönduð dagskrá í Ráðhúsi Reykja-
víkur og ýmis konar sýningar og
uppákomur víðsvegar um miðbæ
Reykjavíkur.
Lýsingum á dagskráratriðum skil-
ist á skrifstofu íþrótta- og tóm-
stundaráðs að Fríkirkjuvegi 11 á
eyðublöðum sem þar fást. Frestur til
að skila tilboðum rennur út þann 15.
maí.
að verði um fjögui- til sex þúsund
manna byggð. Að lokum viljum við
benda á að gert er ráð fyrir að hver
heimilislæknir sinni um 1.500 íbúum.
Á þessu má sjá að ný tíu lækna stöð í
Spönginni er þegar sprangin og ljóst
að þörf er á tveim heilsugæslustöðv-
um hér í Grafarvogi eins og alltaf
hefur verið gengið út frá í skipulagi
hverfisins.
Að lokum viljum við lýsa yfir
ánægju með þá sátt sem náðst hefur
í borgarstjórn en þar var samþykkt
nú á dögunum ályktun um að heilsu-
gæslustöðvarnar verði tvær í Graf-
arvogi.“
Lýst eftir
stolinni Galant- ►
bifreið
LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir
eftir stolinni bifreið, grárri Mitsu-
bishi Galant fólksbifreið sem stolið
var frá hesthúsahverfinu við Kaldár-
selsveg milli klukkan 14 og 15 sunnu-
daginn 23. apríl sl. Vitni urðu að
þjófnaðinum og sást til tveggja pilta
stela bifreiðinni.
Vitni sem aðstoðaði við rannsókn
málsins sagðist hafa mætt bifreið-
inni á Elliðavatnsvegi þar sem henni
var ekið í átt til Reykjavíkur á ofsa-
hraða tveim dögum eftir þjófnaðinn.
Piltur var undir stýri og annar
piltur í framsætinu.
Þeir sem gætu gefið upplýsingar r
um bifreiðina era beðnir að hafa
samband við rannsóknardeild lög-
reglunnar í Hafnarfirði.
LEIÐRÉTT
Fósturskóli íslands
í þættinum Maður er nefndur,
sem er á dagskrá Ríkissjónvarpsins
næstkomandi mánudag, 15. maí,
mun Jónína Michaelsdóttir ræða við
Valborgu Sigurðardóttur, fyrrver-
andi skólastjóra Fósturskóla ís-
lands. Valborg var í gær sögð verac.
Snævarr, í Dagskrá, fylgiblaði
Morgunblaðsins, samkvæmt þeim
upplýsingum sem Ríkissjónvarpið
sendi blaðinu. Þar var jafnframt sagt
að Valborg væri fyrrverandi skóla-
stjóri Fóstraskólans, en þann tíma
sem Valborg var skólastjóri, hét
skólinn Fósturskóli Islands. Þetta
leiðréttist hér með. f