Morgunblaðið - 11.05.2000, Side 66

Morgunblaðið - 11.05.2000, Side 66
66 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Hundalíf BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sagan fylgir okkur ætíð Frá Agnari Ludvigssyni: í RABBI um daginn og veginn fer ekki hjá því að saga lands og þjóðar komi oft til umræðu og helstu mál- efni og atburðir hvers tíma séu met- in og skoðuð. Mér verður oft hugsað með góð- um huga til þeirra íslensku manna er árið 1918 sömdu við Dani um full- veldi Islands. Þessi nefnd manna skilaði svo sannarlega góðu starfi og lagði grunninn til framtíðar og stjórnskipunar frjálsrar þjóðar, þótt að sjálfsögðu hafi stórum áfanga verið náð með stofnun heimastjórn- ar árið 1904. Kristján Albertsson hefur ritað ævisögu Hannesar Haf- stein og lauk því verki af þekkingu og vandvirkni. Það væri vel ef fleiri nefndir á vegum þings og stjórnar skiluðu jafn góðu starfi og fullveldisnefndin 1918 gerði, en nokkuð finnst mér hljóðara um hennar störf og árang- ur en vera ætti. í fáein skipti átti ég tal við Einar Arnórsson er var í þessari nefnd er samdi við Dani. Einar er afar minnisstæður maður. Hann átti merkan starfsferil að baki sem stjómmálamaður, prófessoar í lögum, ráðherra o.fl. Hann var ein- staklega raunsær og rökfastur enda hafa margir nemar hans í lögfræði dáð hann og vart fundið hans líka sem fyrirlesara og kennara. Hve- nær fáum við á prent ævisögu Ein- ars Arnórssonar? Hvar eru nem- endur hans í lögum? Einar var einnig mikill sögumaður og sögu- skoðari og ber bók hans „Árnes- þing“ ljósan vott um áhuga hans á sögu og sögurannsóknum. Síðustu misseri hafa verið gefnar út ævisögur Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Bók- menntaverk þessi eru frábærlega af hendi leyst og öllum vel aðgengileg sem vilja kynnast þessum okkar miklu skáldjöfrum og lesa þá. Eina bók er út kom fyrir síðustu jól var ég að ljúka við að lesa. Það er bók Arnórs Hannibalssonar „Rússa- gull“. Þetta er tímabær og áhuga- verð bók, vel rituð og vitnar til heim- ilda er fyrir liggja um helstefnu og ógnir kommúnismans. Einnig um skammsýni og trúgirni fjölda ís- lendinga, skálda og mennta- og áróðursmanna, sem ekki hafa látið deigan síga í sinni trú, þrátt fyrir rökheldar sannanir um óhæfu þessa stjórnkerfis. Sagan fylgir okkur ætíð, eltir okk- ur og við leitum hennar, þráum að vita hið rétta frá eldri tíma og nýj- um, fáist það ekki er reynt að spá í eyðurnar. Hver dagur hefst með nýrri sögu, með nýjum tíma og at- burðum. Ekkert er skemmtilegra en vel sögð eða rituð saga. Víkingasýningin var nýlega opn- uð í Bandaríkjunum með mikilli veislu og myndatökum. Þar var breskur þegn í fyrirrúmi fyrir ís- lands hönd og hefði sumum nær- stöddum vafalaust ekki þótt það þjóðlegt hér áður fyrr, en tímarnir breytast og... Það líður að fréttum hjá íslenska Ríkisútvarpinu, við kveikjum og fréttastofan lýsir dýrð og dásemd Samíylkingarinnar. Hver var að tala um ævarandi hlutleysi útvarpsins? Skelfingar misskilningur er þetta. AGNAR LUDVIGSSON, Vesturgötu 42, Reykjavík. Um sambýli þroskaheftra Ferdinand Smáfólk UJMY D0E5N T THE FAM0U5 UIORLPUIARI FLYIN6 ACE 6IVE ACAKETOTHE REP BAR0N 0N MI5 BIRTHPAV ? Hvers vegna gefur frægur flugás úr fyrri heimstyrjöldinni ekki Rauða baróninum köku á afmælinu hans. THAT'5 A 6REAT IPEA! IT'LL 5H0U) THAT EVEN TH0U6H WE'RE ENEMIE5, U)E HAVE RE5PECT F0R EACH OTHER.. Það er frábær hugmynd. Það sýnir að þrátt fyrir að við sóum dvinir þá berum við virðingu hvor fyrir öðrum vitni að slíkri virðingu. Frá Sigríði Stefánsdóttur: MÁLEFNUM þroskaheftra virðist ekki vera nógu vel sinnt í þjóðfélag- inu. Mér finnst það sárt og finn mig knúna til að minna á þann hóp, sem þarf á hjálp að halda. Það er okkar æðsta hlutverk að hlúa vel að náunganum og sérstak- lega til þess að hann hafi möguleika á að bjarga sér sjálfur. Mesta neyðin liggur í því að margir einstaklingar eru heimilis- lausir og bíða eftir að komast á sambýli. Húsnæðisskortur er mikill og af því leiðir að nöfn þeirra bíða á löngum biðlista. Þau sambýli, sem fyrir hendi eru, eru oftast margmenn og ástæðan er sú að reynt er að koma sem flestum þar fyrir. Það er erfið aðstaða fyrir þroskaheftan einstakling að þurfa að takast á við það áreiti og það eykst eftir því sem fleiri ein- staklingar búa saman. Þeir starfsmenn, sem þar vinna, hafa lág laun og menntaðir þroska- þjálfar skipta oft yfir í önnur störf. Því eru oft breytingar á starfsliði innan sambýlanna, en þær breyt- ingar hafa aftur slæm áhrif á íbúa þeirra. Kringumstæðurnar ættu að sjálf- sögðu ekki að vera svona erfiðar, því að nóg er fyrir einstaklinginn að þurfa að takast á við samfélagið ut- an heimilisins. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur ekki verið lögð nógu mikil áhersla á málefni þroska- heftra. Við höfum svæðisskrifstofur og félög, þar sem starfsfólk er allt af vilja gert. En það stendur van- máttugt frammi fyrir þeim verkum sem þarf að sinna, vegna þess að fjárframlag ríkisins er af skornum skammti. Þroskaheftir þurfa að leggja traust sitt á þá sem liðsinna þeim og eru háðir því að þjóðfélagið veiti þeim húsnæði, starf og leiðsögn. Það ástand, sem er búið að vera í mörg ár, sýnir að þroskaheftir mæta skilningsleysi hjá stjórnvöld- um landsins. SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Vallargerði 18, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.