Morgunblaðið - 11.05.2000, Page 67

Morgunblaðið - 11.05.2000, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ Strauma- mót Frá Björgvin Brynjólfssyni: ÞAR SEM ólíkir straumar mætast þróast lífríkið best. Bæði andlegt og efnislegt. Fiskimenn þekkja afla- sæld fiskimiðanna við straumamót í höfunum. Því ólíkari sem straumar eru að hita og seltu verður þar vin- sælli vettvangur margra fiskiteg- unda og annarra sjávarlífvera. Eins- konar stórmarkaðir hafsins. Margt er líkt með mönnum og dýrum. Stór- markaðir eru vinsælli eftir því sem vöruval er meira og ólíkara að verði og gæðum. Menn og dýr dragast að þeim stöðum sem valfrelsið er mest á. Búseturöskun, bæði hér á landi og víða erlendis, á rætur sínar í leit fólks að auknu valfrelsi í lífsháttum. Eftir því sem velmegun fólks er meiri aukast kröfur um lífsgæði, bæði raunveruleg og ímynduð. Þá vegur valfrelsið þyngst við ákvarð- anatöku um búsetu. I norðlægum löndum, þar sem mikil verðmæti eru bundin í húsum og öðrum mann- virkjum, veldur snögg búsetubreyt- ing fólki ómældum erfiðleikum. Það er fómarkostnaður sem fylgir lífs- gæðakapphlaupinu. Stórveídi hafa hranið vegna þess að þar var minna valfrelsi en í nálæg- um ríkjum. Hrun Sovétríkjanna varð fyrst og fremst fyrir skort á valfrelsi á mörgum sviðum þjóðlífsins. Sovét- menn virðast hafa farið úr „öskunni í eldinn“, vegna byltingarkenndra umskipta í atvinnulífinu, þar sem að- lögunartími til að skipta um hagkerfi var of skammur og undirbúningui- of lítill. Bættar samgöngur um heims- byggðina, og betri efnahagur margra, á sinn þátt í því að ólíkir menningarstraumar mætast, þar sem áður var aldalöng kyrrstaða. Ef við íslendingar viljum í alvöru njóta framfara í menningu, tækni og vís- indum þurfum við að taka vel á móti innflytjendum frá ólíkum þjóðum og virða þeirra menningu og lífshætti, tileinka okkur það besta sem þeir hafa fram að færa. Við höfum nú þegar séð sterk jákvæð áhrif frá Austur-Asíu á matarmenningu okk- ar og listsköpun. Einnig stórmerk vestræn áhrif í tækni og vísindum sem við erum furðu fljótir að tileinka okkur. Opnar samskiptaleiðir þjóða á milli er lykill velmegunar um ver- öld alla. Látum ekki fordóma frá fyrri tíð eymdar og einangrunar verða okkur fjötur um fót inn í framtíðina. Æsku- fólk okkar sækir mikið til útlanda og er það vel. En takist okkur ekki að aðlagast fullkomlega frjálsum heimi kemur okkar æskufólk aldrei heim til búsetu. Aukum hér valfrelsi á öll- um sviðum þjóðlífsins. ísland er við straumamót í hafinu sem gerir það byggilegt. Staðsetjum þjóðina varanlega við straumamót menningar og mannlífs. Þorum að vera þjóð á meðal þjóða. BJÖRGVIN BRYNJÓLFSSON, ív. sparisjstj., Skagaströnd Aðsendar greinar á Netinu v^mbl.is _/\Ll.TAf= 6Z7T//VMÐ NÝTl- sflniTöHin Rr TRúnflÐflRsími RffoJÖF | UPPLVSinGRR 552 7878 áfimmtudögumKLZ0-Z3 | UiSAI.A EGGERT Jeldskeri Sími 551 1121 efstá Skólavörðustígnum Góðir skór - - ótrúlegt verð Svartir. St. 36-41. Kringlunni, sími 568 6062 2.500 2.750 Draplitaðir. St. 28-39. 3.500 Svartir. St. 36-41. Stjörnuspá á Netinu ^mbl.is ALLTAf= eiTTH\SA& A/ÝTl FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 67 Kvenföt í miklu úrvali Híá Svönu Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996. (CScientific Anglers TILKYNNING UM NÁMSÁRANGUR Elliðavatn, sem oft hefur verið nefnt Háskóli fluguveiðimanna, opnaði þann 1. maí. Að venju mætti fjöldi veiðimanna, ungir sem aldnir, til veiða þennan dag. Einn þeirra hóf veiði kl. 07:10 og hætti veiði kl. 13:10. Þegar hann hætti veiði eftir þessa 6 tíma, hafði hann veitt 28 urriða, 2 bleikjur, sleppt 8 fiskum vegna smæðar og misst 2 fiska. Alls var aflinn 10 kg. Flugustöngin sem hann notaði var Scott Tactical Series fyrir línu nr. 5. Flugulínan var „Stillwater" frá Scientific Anglers á System II hjóli frá Scientific Anglers. Flugan var hnýtt á Kamasan öngul. Hún fæst í flestum sérverslunum fyrir fluguveiði, oft hnýtt á Kamasan, en það tryggir árangurinn og gerir veiðina ánægjulegri að hnýta hana sjálf(ur) á Kamasan öngul til að vera viss. KAMASAN wmmmmmmmmmmmmt^mmmmmmmmm^— LAU Sumar 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.