Morgunblaðið - 11.05.2000, Síða 69

Morgunblaðið - 11.05.2000, Síða 69
I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 69 I DAG Arnað heilla O /\ ÁRA afmæli. Á O U morgun, föstudag- inn 12. maí, verður áttatíu ára Þdra Stefánsdóttir frá Keldunesi, Smyrilshólum 2, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á afmælisdag- inn í Borgartúni 17 í Reykjavík, frá kl. 17. BRIDS Hmsjún Guðmnndur Páll Arnarson NETSPILAMENNSKA færist mjög í vöxt um heim allan og íslenskir spiiarar eru þar áberandi, ekki síst á OK Bridge, en þar eru iðulega spilarar á ferð sem bera fomafnið „Ice“. Þættinum berast öðru hvor skemmtileg spil af Netinu og hér er eitt með þeim félögum Guðbirni Þórðarsyni og Guðmundi Aldan Grétarssyni. Mót- herjar þeirra eru óþekktii’ bandarískir spilarar: Norður gefur; allir á hættu. Noyður * A873 v P108 * ÁK432 * K Vestur * D52 v G742 ♦ D109 + 762 Austur A K64 v ÁK65 ♦ G7 *G854 Suður A G109 »93 ♦ 865 * ÁD1093 Vestur Norður Austur Suður 1 tfgull Pass 1 grand Pass 2grönd Pass 3grönd Pass Pass Pass Guðbjöm varð sagnhafi í þremur gröndum eftir sagnirnar að ofan. Hann fékk út hjartatvist, lét smátt úr blindum og aust- ur tók ÁK og spilaði þriðja hjartanu. Samningurinn er vonlít- iU vegna samgangs- þyngsla, en að minnsta kosti lá ljóst fyrir að fría Þyrfti tígulinn. Guðbjöm spilaði því smáum tígli úr borði. Vestur fékk þann slag á níuna og tók fjórða slag varnarinnar á hjarta- gosa. En síðan kom vestur með óvæntan leik - hann spilaði spaðadrottningu?! Guðbjörn drap með ás og tók fjóra slagi á tígul. Og þá gerðust undur og stór- merki: Austur þurfti að finna þrjú afköst, en mátti bara missa tvö spil. Þegar síðasta tíglinum var spUað varð austur að velja á milli þess að henda spaðakóngi eða fara niður á gosann annan í laufi. Hann henti spaðakóngnum (enda bjóst hann við gosanum bjá félaga sínum), svo Guðbjöm fékk níunda slaginn á spaða. Q pT ÁRA afmæli. í dag, tJ tj fimmtudaginn 11. maí verður níutíu og fimm ára Guðmundur P. Val- geirsson, bóndi í Bæ, Ár- neshreppi. Guðmundur dvelur á Sjúkrahúsinu á Hólmavík. n pf ÁRA afmæli. í dag, I O fimmtudaginn 11. maí, verður sjötíu og fimm ára Guðmunda Guðmunds- dóttir, Beijahlíð 1, Hafnar- firði. Eiginmaður hennar, Baldur Gissurarson, verður 71 árs 3. desember. Þau eru með heitt á könnunni á heimili dóttur sinnar, Funa- fold 1, eftir kl. 16 í dag. Með morgunkaffinu Ást er... óvænt bank á hurðina. TM R«fl. U.S. PW. Off. — al riflhU roMrvod gjOP0 Lo» AnflW—Tim— $ynð«?«|»- Ég ætla ekki að vera uppáþrengjandi, held- ur ætlaði ég bara að láta þig vita að bleiki blúndunáttkjóllinn þinn datt niður af stólnum. SKAK Umsjón Helgi Áss Grétarsscm '■-vfxr1 Ég er svo ánægð að hann skuli loks hafa fundið sér tómstunda- gaman. J25 " lll Þetta er ekki SVONA boð, Hinrik. Hvítur á leik. Fyrir stuttu síðan lauk sterkasta skákmóti sem haldið hefur verið í Indónes- íu með sigri ungversku skák- drottningarinnar Judit Polg- ar. Mótið, sem haldið var í Balí, var í 16. styrkleika- flokki. Meðfylgjandi staða er frá því og áttust þá við ind- ónesíski stórmeistarinn Ut- ut Adianto, hvítt, (2584) og eistneski stórmeistarinn Ja- an Ehlvest (2622). 30.Hxh7! og svartur gafst upp þar sem eftir 30...Kxh7 31.Hhl + Kg8 32.Hh8 er hann mát. Raddir framtíóar Af hverju gaus Hekla? Það eru margar Heklur í sjónvarpinu. Hanna Margrét, Hofl. LJOÐABROT ASDIS A BJARGI Ásdís var í iðju og draumum ein um hitu þá að elska - og stuðla að Grettis gengi og gæfu hans að þrá. En vonir bæði og bænir hennar barning vildu fá. Snemma kenndi mikla manninn móðuraugað glöggt, sá í bamsins vögguvoðum viðbragð hetjusnöggt, það var yndi, - en annars vegar örlögmyrkrið dökkt. Kvíðinn óx, og þrautir þyngdust, þegar hann komst á legg. Stríðnin, hverfsnin, bernskubrekin brýndu lýðsins egg. - Ein hún kveið og ein hún skildi allt það skapahregg. Djásnafár úr fóðurgarði fór hinn sterki sveinn. Heillaósk né afturkomu orðaði þar ei neinn. Með honum gekk á mikla veginn móðurhuginn einn. Jakob Thorarensen STJORNUSPA eftir Frances Drake * NAUT Afmælisbam dagsins: Þú hefur auðugt ímyndunarafl og átt auðvelt með að nýta þér það til skemmtilegheita. Þú ert mikið fyrir mannfagnaði og jafnan hrókur alls fagnaðar. Hrútur (21. mars -19. apríl) Ævintýrin bíða þín handan hornsins og það er ekkert ann- að að gera en að drífa sig og njóta þess að vera tíl. Mundu samt að hafa allt gaman græskulaust. Naut (20. apríl - 20. maí) Einhver valdabarátta fer fram á vinnustað þínum. Mundu að öllum orðum fylgir ábyrgð og reyndu að leiða átökin sem mest hjá þér. Tvíburar . ^ (21.maí-20.júnQ AA Taktu það ekld nærri þér þótt aðrir hafi eitthvað við þínar skoðanir að athuga. Berðu sömu virðingu fyrir þeim og þú vilt að þeir beri fyrir þér. Krabbi (2Ljúní-22. júlO Það er ekki eins og þú þurfir alltaf að gera stærstu og bestu hlutina. Stundum er í lagi að leyfa öðrum að njóta sín líka. Ljón (23.júlí-22. ágúst) M Það er margt sem þú þarft að afgreiða í skyndi. Reyndu samt að vinna málin vel þannig að ákvarðanir þínar standist svo þú fáir ekki allt í hausinn aftur. Meyja ** (23. ágúst - 22. sept.) ©aL Það er nauðsynlegt að skipu- ieggja virmudaginn vel en um leið þarftu að sýna sveigjan- leika því alltaf geta komið upp mál sem verða að hafa forgang. Vog m (23. sept. - 22. október) & 4* Öllum er nauðsyn að eiga sér draum og geta gefið sér tíma til þess að láta hann rætast. Settu þér eitthvert slíkt tak- mark og þá fær líf þitt aukið gildi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Það mun reyna verulega á hæfni þína á næstunni og þú mátt búa þig undir að sum verka þinna verði fyrir óvæg- inni gagnrýni. Láttu hana ekki áþigfá. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) ílO Það á fyrir þér að liggja að koma á ókunnar slóðir fyrr en þú átt von á. Njóttu tilbreyt- ingarinnar og komdu svo end- urnærður til starfa á ný. Steingeit (22. des. -19. janúar) Jí Það er ekki allt slétt og fellt í þínu lífi frekar en annarra en menn verða bara að gera sitt besta og umfram allt gæta þess að ganga ekki á annarra hlut Vatnsberi (20.jan. -18. febr.) Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Láttu af allri þrætu- girni og lærðu af mistökunum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Heilsan er fyrir öllu og þú ætt- ir að gefa þér tíma til þess að hlusta á það sem líkami þinn segir þér. Hreyfing er holl og ekki skiptir mataræðið minna máli. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Gerið góð kaup í 6UESIBÆ! Fjöldi ólíkra verslana undir sama þaki E T R I L I 0 A N 0PIÐ alla virka daga 9:00-19:00 Lau 10:00-14:00 Opið í Lyf & heilsu, Ausfurveri allan sólarhringinn og Lyf & heilsu, Domus Medica alla virka daga 9:00-22:00 VLyf&heilsa J GLÆSIBÆ Brún ún sólar! Fáðu á þig fallegan lit fyrir fríið Self-Tanning fyrir andlit og líkama. Shiny-Shine Gylling fyrir augnsvæði, kynn- bein og varir. Nýtt - Refreshing stick - Töfrastifti, gylling og bronz fyrir andlit, háls og bringu. Nýtt - Tinted Moisturizing gel. Litað raka- gefandi gel fyrir líkamann. Nýtt - Varagloss og litað dagkrem. Kemur í fjórum litum. Líttu við - Gréta Boða förðunar- meistari veitir ráðgjöf í dag og á föstudag og laugardag. NYRTIVÖRUVERSUJNIN GLÆS®>Æ SÍMI 568 5170 Gleraugnaversluitin CIJ Úi (AiLU DLL 2j í /144’ _L W npj. Til 20. maí í Glæsibæ & Hafnarfírði Siónarhóll bvður TOKAI, léttasta plastglerjaefni í heimi. www.sjonarholl. is BRIO. www.oo.ls Glæsilegir kerruvagar með eða án burðarrúms Úrvalið er hjá okkur! SÍMI 553 3366 Opið á laugardögum frá kl. 11.00 til 16.00. *'JIIÆSIBÆR -með úrvalið i'bænum! Álfheimum 74 I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.