Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 2

Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bensínlítrinn hækk- ar um 3,20 krónur VERÐ á bensíni hækkar í dag um 3,20 krónur á hvem lítra á bensín- stöðvum Skeljungs, Olís og Essó. Forsvarsmenn olíufélaganna segja þessa hækkun stafa af miklum hækk- unum á heimsmarkaðsverði, en þær orsakist meðal annars af meiri eftir- spum en framboði á Bandaríkja- markaði sem hafi nokkur áhrif á Evrópumarkað. Eftirspum sé jafn- framt víðast hvar í hámarki á þessum árstíma. Framfærsluvísitala hækkar um 0,17% vegna hækkunar á bensini. Samúel Guðmundsson, forstöðu- maður áhættustýringar hjá Olís, seg- ir að hækkun þessari sé stillt mjög í hóf miðað við þá hækkun sem orðið hafi á heimsmarkaðsverði. „Ef við skoðum verðið eins og það er þessa dagana ætti hækkunin að vera miklu meiri, eða ríflega 5 krón- ur,“ segir Samúel. Gunnar Karl Guðmundsson, fram- kvæmdasfjóri fjármálasviðs hjá Skeljungi, segist telja að verðið sé í hámarki núna en það muni lækka þegar líður á sumarið. „Ég á frekar von á því að verðið lækki innan mánaðar. Það er há- markseftirspum á þessum tíma, menn eru alls staðar að birgja sigupp fyrir sumarið. Síðan minnkar eftir- spumin og þá geram við ráð fyrir að verðið lækki aftur,“ segir Gunnar. Magnús Ásgeirsson, innkaupa- stjóri eldsneytis hjá Olíufélaginu, segir að ástæða aukinnar eftirspum- ar á heimsmarkaði nú sé meðal ann- ars aukin ferðalög á norðurhveli jarð- ar. Einnig séu að ganga í gildi nýir gæðastaðlar á bensíni í Bandaríkjun- um sem valdi taugatitringi á mark- aðnum. Hann segist ekki sjá nein merki þess að verð lækki í bráð en áhugavert verði að sjá hvort ein- hverjar breytingar verða í kjölfar fundar Opec-ríkjanna hinn 21. júní næstkomandi. „Ef stefnubreyting verður gerð á Opec-fundinum, þannig að fram- leiðsla verði aukin og í kjölfar þess verði hægt að anna eftirspum á Bandaríkjamarkaði, gæti komið til lækkunar á heimsmarkaðsverði í haust,“ segir Magnús. Orkan ætlar ekki að hækka verð á bensíni í dag en Gunnar Skaftason forstjóri segist hins vegar búast við að verð hækki eitthvað hjá þeim á næstu dögum. „Við erum náttúrulega bundnir innkaupsverði en vonandi getur hækkunin hjá okkur orðið minni en hjá hinum,“ segir Gunnar. Verð- hækkun á áfengi og tóbaki VERÐ á bjór í áfengisverslun- um hækkar í dag um 1,6% að meðaltali og annað áfengi um 0,59%. Þá hækkar verð á tóbaki að meðaltali um 1,94%, sígar- ettur hækka um 2,51% en vindlar lækka um 6,58%. Breytingar á verði áfengis stafa af nýju verði birgja og hækkun á skilagjaldi umbúða, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá ÁTVR. Hækkun á tóbaki er rakin til verðhækkana birgja og gengishækkunar bandaríkjadals. Aftur á móti lækka vindlarnir vegna gengis- lækkunar evrannar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Vín og bjór að líkindum á tónleik- unum SAMNINGAR tókust ekki milli Þróttar og skipuleggjenda tónleika Eltons Johns á Laugardalsvelli um vínsöluleyfi, en KSÍ mun að öllum líkindum framselja leyfið til tón- leikahaldaranna engu að síður. Jó- hann Kristinsson vallarstjóri segir að leyfið verði þó bundið ákveðnum skilyrðum. Þróttur krafðist í gær lögbanns á áfengissöluna, vegna þess að íþrótta- félagið hefur einkaleyfi á veitinga- sölu á Laugardalsvellinum. Embætti sýslumannsins í Reykjavík hafnaði kröfunni. Reynt var að sætta aðila og Iagði KSÍ fram málamiðlunartillögu í gærkvöldi en hún fól í sér greiðslu ákveðinnar peningaupphæðar til Þróttar fyrir leyfið. Jóhann Kristins- son sagði í gærkvöldi að vonlaust virtist að ná samkomulagi. Tónleik- amir verða í kvöld. Björn Grétar Sveinsson hættir hjá Verkamannasambandinu Tel mig ekki veröskulda þetta Fljótandi götuleik- hús FLEY fáránleikans, Ship of Fools, lagðist að bryggju við Mið- bakka um miðjan dag í gær. Steig þar margur kynlegur kvist- ur frá borði og skipstjórinn að sjálfsögðu í fararbroddi. Um er að ræða fljótandi götuleikhús sem taka mun þátt í Hátíð hafsins við höfnina í Reykjavík um helg- ina. Skipið, sem er gamalt 30 metra strandferðaskip, sótti sfid til Islands á árum áður. Koma skipsins er í samvinnu við menn- ingarborgina. B JÖRN Grétar Sveinsson hefur hætt sem formaður Verkamannasambands Islands og í gær var gerður við hann starfslokasamningur. Hann kveðst óánægður með það hvemig beiðni um afsögn hans bar að. Unnið er að sameiningu Verka- mannasambands íslands, Landssam- bands iðnverkafólks og Þjónustusam- bands íslands í eitt landssamband „ófaglærðra". Bjöm Grétar segir að í fyrradag hafi þeim skilaboðum verið komið til sín að þess væri ekki óskað að hann yrði formaður hins nýja sam- bands og að það væri talinn liður í því að koma sameiningunni á að hann hætti hjá Verkamannasambandinu. Skilaboðin komu í gegnum Hervar Gunnarsson, starfandi varaformann VMSÍ, og aðspurður játaði Bjöm Grétar því að þau væra komin írá að- ilum tengdum Flóabandalaginu svo- kallaða, það er að segja verkalýðsfé- lögum á höfuðborgarsvæðinu og Suðumesjum sem stóðu saman að samningum við vinnuveitendur í vor. Bjöm Grétar segist hafa ákveðið að víkja enda ætti ekki að láta persónur standa í vegi sameiningar ófaglærðs verkafólks. Hann sagði af sér sem for- maður og í gærmorgun var gerður við hann starfslokasamningur. Ósáttur við það hvemig málið bar að Björn Grétar er 56 ára og hefur verið starfandi formaður VMSI í níu ár og áður var hann gjaldkeri sam- bandsins. Hann var síðast endurkjör- inn til tveggja ára haustið 1997 en á þingi VMSI síðastliðið haust var kosningum frestað fram á vor vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga. Segir Bjöm Grétar að í sinni for- mannstíð hafi vissulega oft verið erfitt hjá sambandinu en það hafi þó sloppið án stórslysa, eins og hann orðar það. Kveðst Bjöm Grétar vera ósáttur við að hætta, þótt það hafi orðið nið- urstaða hans, sérstaklega nú í kjölfar erfiðra kjarasamninga og hann kveðst sérstaklega óánægður með það hvemig málið bar að. „Eg tel mig ekki verðskulda þetta,“ segir hann. Beiðnin um afsögn kom að morgni fyrsta dags hans í vinnu eftir erfið veikindi. Hann segir að eðlilegt hefði verið að láta reyna á sameiningu sam- bandanna og ræða síðan um persónur ef samkomulag næðist. Sérblöð í dag fNttSttnflÍIaMfr www.mbl.is Með Morgun- blaðinu í dag fylgir tíma- ritið 24-7. Útgefandi: Alltafehf. Ábyrgðar- maður: Snorri Jóns- son. Níu marka tap handknattleiks- landsliðsins í Tékklandi / B3 Andy Cole var ekki valinn í enska landsliðið / B4 Með Morgun- blaðinu í dag er dreift blaði frá sjómanna- dagsráði, „Sjómanna- dagsblaðið".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.