Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 14

Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ - FRETTIR Nóbelsverð- launahafi á ráðstefnu um trú og vísindi JOSE Ramos Horta, þjóðar- leiðtogi Austur-Tímor og handhafi f'riðarverðlauna Nóbels, er væntanlegur til Islands. Hann er í hópi margra þekktra frummæl- enda á alþjóðlegri ráðstefnu um trú og vísindi sem haldin verður dagana 5.-8. júlí nk. í Reykjavík og á Þingvöllum undir yfirskriftinni „Faith in the Future“. Þjóðkirkjan og Framtíðar- stofnun standa saman að undirbúningi ráðstefnunnar þar sem rætt verður um sameiginleg viðfangsefni á nýrri öld. Kristnitakan á Is- landi fyrir þúsund árum er hvati þessa alþjóðlega móts. Höfuðstöðvar ráðstefnunn- ar „Faith in the Future" verða í Háskólabíói, en sér- stakir dagskrárliðir verða við Gvendarbrunna, í Svartsengi, á Þingvöllum, á Nesjavöllum og í Viðey þar sem fram fer setningarathöfn með þátt- töku forsætisráðherra og biskups Islands. Auk Horta eru meðal framsögumanna Thomas R. Odhiambo frá Kenya, forseti Vísindaakademíu Afríku, bandaríski trúarheimspek- ingurinn Nancey Murphy, Thierry Gaudin, formaður ráðgjafanefndar frönsku rík- isstjórnarinnar sem fjallar um horfur á 21. öldinni og Niels Henrik Gregersen varaformaður Evrópusam- bands vísinda- og trúfræði- rannsókna (ESSAT). Meðal innlendra framsögumanna verða Sigrún Aðalbjarnar- dóttir prófessor, Ástríður Stefánsdóttir læknir og Páll Skúlason háskólarektor. Gert er ráð fyrir því að um helmingur þátttakenda á ráð- stefnunni verði Islendingar. Seyðfírðingar búa sig undir móttöku á nýrri ferju . ' ' Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Mikið landrými fæst ef áform um að fylla upp leirurnar fyrir botni SeyðisQarðar verða að veruleika. Myndin er tekin frá smábátahöfninni yfír svæðið sem fyllt verður upp. Áform um landfyll- ingu á leirunum ÁFORMAÐ er að ráðast í miklar landfyllingar á leirunum fyrir botni Seyðisfjarðar. Með því fæst at- hafnasvæði fyrir hafnsækna at- vinnustarfsemi og lengri viðlegu- kantur, meðal annars til að unnt verði að þjónusta nýja ferju Smyril line. Áformað er að ný og mun stærri Færeyjaferja komi í stað Norrænu eftir tvö ár. Nýja skipið mun ná langt út fyrir núverandi hafnargarð. Þess skal þó getið að bæjaryfirvöld hafa ekki fengið staðfestingu á því að nýja ferjan muni sigla til Islands. Kostar 250-300 milljónir Gunnþór Ingvarsson, forseti bæjarstjórnar, segir að fljótlega þegar farið var að athuga málin hafi komið í ljós að ekki væri skynsam- legt að nota gamla viðlegukantinn til að taka á móti ferjunni, til þess þyrfti að hækka hann mikið og það myndi eyðileggja hann til annarrar starfsemi. „Við sáum að við gætum slegið tvær flugur í einu höggi með upp- fyllingum, fengið mikið legupláss og gríðarlegt landrými fyrir atvinnu- starfsemi sem við höfum verið í vandræðum með,“ segir Gunnþór. Leirurnar frá lóninu og núver- andi höfn verða fylltar upp alveg út að smábátabryggju. Við það stækk- ar lónið verulega og Fjarðará verð- ur brúuð fyrir framan það til þess að tengja hafnarsvæðin saman. Með- fram Hafnargötu og norð-austan við nýja lónið eru fyrirhuguð ný svæði fyrir blandaða byggð, íbúðir og þjónustu. Annað nýtt svæði er skil- BÓKIN RETT MATARÆÐI FYRIR ÞINN BLÓÐFLOKK ER UPPSELD HJÁ ÚTGEFANDA. HÚN ER ENN FÁANLEG HJÁ FLESTUM BÓKA- VERSLUNUM OG HEILSUBÚÐUM. Að baki bókarinnar liggja gífurlega miklar rannsóknir enda eru flestir sem lesa bókina á einu máli um að hún sé faglega unnin og með góða heimildaskrá. Dr. Peter D'Adamo og samstarfsfólks hans hefur fengið milda viðurkenningu fyrir fram- lag sitt til næringarlæknisfræðinnar og er uppgötvun þeirra talin tímamótauppgötvun. BÍS Weð aðitoð Catherii D Ádm -Whicney Peter J. D’Adamo NÁMSKEIÐ FYRIR ÞÁ SEM VILJA FYLGJA RÉTTU MATARÆÐI FYRIR SINN BLÓÐFLOKK haldið á Brekkubæ, Hellnum Snæfellsbæ dagana 9-12 júní (um hvítasunnu). Skránlng og allar nánari upplýsingar eru í dma 435 6810 eða á netfangi gudrun@hellnar.is. Margir eiga erfitt með að breyta um lífsstíl og því fylgja margar spurningar. Á nám- skeiðinu er fjallað um nýjar leiðir, veittar mataruppskriftir, fjallað um líkamsæfingar sem henta hverjum og einum o.fl. auk þess sem fléttað verður inn í helgina náttúru- skoðun, slökun og hvíld. Leiðbeinendur eru: Guðrún og Guðlaugur Bergmann og Guðjón Bergmann yogakennari. Gestur námskeiðsins verður Haraldur Kr. Ólason lögreglumaður, en hann mun miðla sinni einstöku reynslu af því að fara efitir bókinni. LEIÐARLJÓS greint sem hafnarsvæði. Að sögn Gunnþórs er áætlað að framkvæmd- in kosti 250 til 300 milljónir króna. Hann leggur áherslu á að í raun þyrfti að ráðast í þessar fram- kvæmdir þótt ekki kæmu til áform um nýja ferju, en ferjan hafi vissu- lega verið kveikjan. „Við erum mjög spenntir fyrir þessari framkvæmd, hún myndi hafa mikla þýðingu fyrir bæinn,“ segir Gunnþór. Tillaga að breytingu á aðalskipu- lagi þar sem gert er ráð fyrir um- ræddri landfyllingu hefur verið auglýst og frestur til að gera at- hugasemdir rennur út um miðjan júnímánuð. Skipulagsstofnun veitti leyfi til að auglýsa aðalskipulagið með fyrirvara um niðurstöðu um- hverfismats. Ólafur Sigurðsson bæjarstjóri segir að Siglingastofnun og Náttúrustofa Austurlands vinni að undirbúningi umhverfismatsins og að stefnt sé að því að matsskýrsl- an verði kynnt um miðjan júní. Hæstaréttardómur í máli umsækjanda um lektorsstöðu Dómstól- ar endur- skoða ekki hæfnismat HÆSTIRETTUR telur ekki á færi dómstóla að endur- skoða sérfræðilegt mat dóm- nefndar um hæfni umsækj- enda um stöðu við Háskóla Islands. Rétturinn sýknaði því dómnefnd, Háskólann og íslenska ríkið af kröfu um- sækjanda um lektorsstöðu um ógildingu á niðurstöðu dóm- nefndarinnar. Krafðist viður- kenningar á hæfni Maðurinn sótti um lekt- orsstarf í sálfræði við félags- vísindadeild Háskóla Islands í maí 1995. I auglýsingu um starfið kom fram að um væri að ræða sérstaka tímabundna lektorsstöðu á sviði tilrauna- sálfræði með megináherslu á skynjun og hugfræði. Dóm- nefnd, sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda, komst að þeirri niðurstöðu um hæfni mannsins til að gegna stöðunni að hann upp- fyllti vel almennar kröfur sem gerðar væru til lektora, en hefði ekki sýnt fram á hæfni sína á þeim sviðum sem til- tekin voru sérstaklega í auglýsingunni. Maðurinn höfðaði mál til ógildingar á niðurstöðum nefndarinnar auk þess sem hann krafðist miskabóta og þess að viðurkennt yrði með dómi að hann hefði verið hæf- ur til að gegna stöðunni. Dómnefnd bar að fara eftir auglýsingu Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu héraðsdóms að maðurinn hefði lögvarða hagsmuni af því að fá dóm fyrir kröfum sínum varðandi ummæli nefndar í lögboðinni umsögn. Rétturinn taldi að dómnefndinni hefði borið að fara eftir auglýsingunni um starfið og taldi ekki að nefnd- in hefði farið út fyrir hana. Þess vegna væri ekki á færi dómstóla að endurskoða sér- fræðilegt mat nefndarinnar. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að vísa frá dómi kröfu mannsins um, að viðurkennt yrði með dómi að hann hefði verið hæfur til að gegna umræddri lektors- stöðu. Lögbanni á Tví- höfða hafnað HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og synjað Fínum miðli ehf. um stað- festingu lögbanns sem sýslumað- urinn í Reykjavík lagði við því að skemmtikraftarnir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, betur þekktir sem Tvíhöfði, störfuðu fyr- ir íslenska útvarpsfélagið eða Norðurljós. Fínn miðill stefndi Sigurjóni og Jóni fyrir að hafa fyrirvaralaust hætt störfum í nóvember sl., þrátt fyrir að hafa skrifað undir ráðn- ingarsamning til 30. júní í ár. Fyr- irtækið krafðist þess að þeim væri bannað að starfa fyrir önnur fjöl- miðlafyrirtæki eins og tiltekið væri í ráðningarsamningnum. Þeir Jón og Sigurjón viður- kenndu að Fínn miðill kynni að hafa öðlast skaðabótarétt vegna brotthvarfs þeirra, enda hefðu slíkar skaðabætur verið boðnar. Þeir töldu þó ekki að ákvæðið í ráðningarsamningnum ætti við eft- ir að samningnum hefði verið slit- ið. Hæstiréttur segir óumdeilt að þá félaga hafi brostið heimild til að láta af störfum með þessum hætti, en þó væri ekki hægt að telja að ákvæðið um að þeim væri óheimilt að starfa beint eða óbeint við út- varp eða sjónvarp, fæli skýrlega í sér að það gæti átt sjálfstæðan gildistíma óháð afdrifum megin- efnis samningsins. Fínn miðill yrði að bera hallann af óskýrleika samningsins að þessu leyti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.