Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 15

Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 1 5 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Gosbrunnurinn á sinn stað Miðborgin EITT af því sem boðar sum- arkomuna í Reykjavík er þegar gosbrunnurinn í Tjöm- inni fer að láta á sér kræla. Gosbrunnurinn er fjar- lægður að vetrarlagi til að komast hjá frostskemmdum en nú era menn á vegum garðyrkjustjóra borgarinnar búnir að koma honum fyrir á sínum stað. Það var fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna á Is- landi, Replogle að nafni, sem gaf Reykvíkingum gosbrunn- inn til minningar um dvöl sína hér á landi fyrir nokkr- um áratugum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins formlega stofnað Ráðgert að reisa nýja slökkvistöð við Mosfellsbæ Höfuðborgarsvæðið FULLTRÚAR sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu samning um stofnun byggðasamlags um slökkvilið h öfu ðborgarsvæðis- ins við brúna á Arnarneshæð í Garðabæ í gær. Slökkviliðið mun formlega hefja starfsemi í dag, en stjómskipulagið mun koma til framkvæmda í áföng- um og mun það taka fullt gildi l.janúar árið 2001. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, borgarstjóri og formaður stjórnar Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins, sagði að með þessari sameiningu yrði til öflugt lið sem þjónaði öllu svæðinu með meiri útkalls- styrk en áður hefði þekkst. Þá sagði hún að sameiningin auð- veldaði alla uppbyggingu á betri tækjakosti og öflugra liði til framtíðar litið og að m.a. væri gert ráð fyrir því í framtíðinni að byggja eina nýja slökkvistöð á norður- hluta svæðisins, nálægt Mos- fellsbæ og Kjalarnesi. Á svæði Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins eru um 170 þúsund íbúar og segir í stofnsamningnum að hlutverk þess sé að vinna að forvörnum og veita fyrstu viðbrögð til að vemda líf og heilsu fólks, um- hverfi og eignir. Óbreytt þjónusta gagnvart íbúum Ingibjörg Sólrún sagði að íbúarnir myndu ekki verða mjög varir við þessa breyt- ingu. „Þetta er óbreytt þjónusta gagnvart íbúunum, en við ger- um ráð fyrir því að til lengri tíma litið sé hægt að halda úti öflugri og betri þjónustu með einu liði, með minni tilkostn- aði fyrir íbúana þannig að það komi þeim til góða.“ Stofnfé byggðasamlagsins verður 700 milljónir króna, sem skiptast á aðildarsveitar- félögin í hlutfalli við íbúafjölda 1. desember 1999. Ráðgert er að verja um 606 milljónum í kaup á eignum Slökkviliðs Reykjavíkur, 16 milljónum í kaup á eignum Slökkviliðs Hafnarfjarðar og 78 milljón- um í byggingu nýrrar slökkvi- stöðvar í Hafnarfirði. „Við gerðum ráð fyrir því að byggja nýja stöð í Hafnarfirði því gamla stöðin þar er úr sér gengin. I framtíðinni gerðum við ráð fyrir því að byggja eina slökkvistöð til viðbótar og þá væntanlega á norður- hluta svæðisins, nálægt Mos- fellsbæ og Kjalamesi. “ Öllum starfsmönnum Slökkviliðs Reykjavíkur og Slökkviliðs Hafnarfjarðar var boðið starf hjá byggðasamlag- inu og er heildarfjöldi starfs- manna eftir sameininguna um 140 manns, en Hrólfur Jóns- son verður slökkviliðsstjóri. Ingibjörg Sólrún sagði að sameiningin ætti ekki að hafa í för með sér mikla breytingu fyrir starfsmenn, þótt þeim yrði eflaust gert kleift að færa sig á milli stöðva í einhverju mæli. Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins mun reka fjórar slökkvistöðvar, eina í Hafnar- firði, tvær í Reykjavík og eina á Reykjavíkurflugvelli, en Ingibjörg Sólrún og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri undir- rituðu í gær þjónustusamning um rekstur slökkviliðsins á Reykj avíkurflugvelli. Morgunblaðið/Júlíus Fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu undirrita samning um stofnun slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Amar- neshæðinni. Frá vinstri: Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri Bessastaðahrepps, Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur og Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. Viðurkenningar til hönn- uða og húsbyggjenda Teiknistofan Tröð/Sigríður Magnusdóttir, Hans-Olav Andersen arkitektar Teikning af húsi Trésmiðafélags Reykjavíkur, sem rís senn við Efstaleiti 5. Reykjavík BYGGINGANEFND Reykjavíkur veitti nokkrum hönnuðum og húsbyggjend- um viðurkenningar við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur ný- lega. Hús Trésmiðafélags Reykjavíkur við Efstaleiti og fjölbýlishús við Sóltún 5-9 fengu sérstaka viðurkenn- ingu. Að sögn Óskars Bergsson- ar, formanns bygginganefnd- ar, voru alls fjórtán bygging- ar tilnefndar; sex fengu viðurkenningu en þessum tveimur var veitt sérstök við- urkenning. Fjórtán hús tilnefnd, sex hlutu viðurkenningu „Þetta eru mjög ólík hús,“ sagði Óskar. „Hús Trésmiða- félagsins eftir Teiknistofuna Tröð er fyrst og fremst falleg- ur arkitektúr, mjög vel leyst- ur með breytilegum formum, en Sóltún 5-9, íbúðarblokk Ingimundar Sveinssonar, er fyrst og fremst mjög vel tæknilega útfært hús. Hann tekur hefðbundna tumbygg- ingu og flettir henni út þannig að hver íbúð hefur mjög góð- an aðgang að suðri að ein- hverju leyti, auk þess sem hver íbúð er einangruð frá næstu íbúð að eins miklu leyti og hægt er. Auk þess er lagt mjög mikið upp úr hljóðein- angrun milli íbúða og það var kannski fyrst og fremst það sem við vildum verðlauna til þess að fá þessa tækninýjung inn í umræðuna svo að fleiri gætu fylgt henni eftir.“ Fjöl- býlishúsið er hannað fyrir Álftárós/íslenska aðalverk- taka. Eins og fyrr sagði voru fjórtán hús tilnefnd og alls sex hlutu viðurkenningu, allt falleg og aberandi mannvirki, að sögn Óskars. Auk framan- greindra húsa hlutu viður- kenningu einbýlishús í Vætta- borgum 19, þar sem Aðal- steinn Snorrason arkitekt var höfundur og umsækjandi; Sundagarðar 2, sem arkitekt- arnir Ingimundur Sveinsson, Ólafur Ó. Axelsson og Jóhann Einarsson hönnuðu ásamt Þórdísi Zoéga húsgagna- og innanhússarkitekt fyrir Olíu- verslun íslands; Víkurskóli, sem Sigurður Gústafsson arkitekt hannaði fyrir Reykjavikurborg; og breyt- ingar á Bergþórugötu 55, sem Gláma/Kím arkitektar hönn- uðu fyrir Jón Reykdal og Jóhönnu Vigdísi Þórðardótt- ur. Önnur hús sem tilnefnd voru eru: Einbýlishúsið Bakkastaðir 31 sem Erling Grosen Pedersen arkitekt hannaði fyrir Garðar Eyland Bárðarson; fjölbýlishúsið Sóltún 11-13, sem Ingimund- ur Sveinsson arkitekt hannaði fyrir Álftárós; skrifstofuhúsið Borgartún 21, hús Ríkissátta- semjara, sem Ásgeir Ásgeirs- son byggingafræðingur og Ivon Cilia arkitekt hönnuðu fyrir Eykt ehf.; skrifstofuhús- ið Breiðhöfði 3, sem Úti og Inni arkitektar hönnuðu fyrir B.M. Vallá í samstarfi við Ómar Sigurbergsson innan- hússarkitekt; og einbýlis- og parhúsabyggðin á Þrótt- arsvæðinu við Sæviðarsund sem Ásgeir Ásgeirsson bygg- ingafræðingur og Ásmundur Hrafn Sturluson arkitekt hönnuðu fyrir Mótás hf. Ákvörðun um að veita við- urkenningarnar var tekin í tilefni af 160 ára afmæli bygg- inganefndar borgarinnar þann 29. maí 1999. Það voru ekki aðeins hönn- uðirnir, heldur einnig um- sækjendur um byggingar- lejdi, sem fengu viðurkenn- ingar og að sögn Óskars býr þar að baki það sjónarmið að það séu umsækjendurnir sem ráða því hvort hönnuðirnir fá að njóta sín í verkinu. „Það eru þeir sem borga og því er ekki síður mikilvægt að veita þeim viðurkenningu en hönn- uðunum. Það eru þeir sem höfðu metnaðinn og kjarkinn til að láta þetta verða að veru- leika ekki síður en hönnuður- inn sjálfur."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.