Morgunblaðið - 01.06.2000, Side 16

Morgunblaðið - 01.06.2000, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Haraldur Gunnlaugsson Tekið við viðurkenningum á skíðaþingi, í aftari röð frá vinstri er Jóhannes Sveinbjörnsson, Breiðabliki, Birgir Vigfússon, Reykjavík, Baldur Dýrfjörð, Akureyri, og Fjalar Úlfarsson, Akureyri, en í fremri röð eru frá vinstri Gunnlaugur Ingi Haraldsson, Olafsfirði, Guðmundur Sigutjónsson, Akureyri, og Axel Alfreðsson, Reykjavík. Skíðaþing haldið á afmæli Skíðaborgar SKÍÐAÞING árið 2000 var haldið á Siglufirði fyrir nokkru en þingið var haldið þar í iilefni þess að Skíðafé- lag Siglufjarðar, Skíðaborg, er 80 ára á árinu. A hátíðarsamkomu þingsins voru veitt verðlaun fyrir bikarkeppni fé- laga innan Skíðasambands Islands, en árlega er haldin bikarkeppni þar sem þátttakendur vinna sér inn stig á hverju móti, þau eru svo lögð sam- an og sá sem hæstur er í hverjum flokki verður bikarmeistari sam- bandsins. Einnigvoru nú reiknuð út úr mótunum bikarstig hvers félags, stigum hvers þátttakanda er haldið Ármann hlaut flest bikarstig félaga saman yfir veturinn og það félag sem verður hæst vinnur viðkom- andi flokk. Loks er reiknað út hvaða félag hefur flest stig í öllum flokkum og er það félag heildarsig- urvegari. í flokki 13-14 ára stúlkna hlutu Reykvíkingar flest stig, þá Akur- eyringar og loks Armann, en í flokki 13-14 ára stráka hlaut Breiðablik flest stig, Dalvík næst- flest og Reykjavík varð í þriðja sæti. í flokki 15—16 ára stúlkna varð Akureyri með flest stig, þá Reykja- vík og loks Armann, en í flokki pilta hlutu Olafsfirðingar flest stig, þá Reykvíkingar og Breiðablik varð í þriðja sæti. í kvennaflokki fengu Akureyringar flest stig, þá Reyk- víkingar og Breiðablik í þriðja sæti, en í flokki karla fengu Ármenningar flest stig, Reykvíkingar næstflest og í þriðja sæti varð Ólafsfjörður. Hvað heildina varðar fékk Ár- mann flest stigin samtals 6.294, þá Akureyri með 6.058 stig og loks Reykjavík með 5.048 stig. Samkomulag milli framhaldsskól- anna á Akureyri um heimavist Nýtt heimavistar- hús sem rúmar um 200 nemendur tekið í notkun 2002 SAMKOMULAG náðist á fundi skólameistara og formanna skólan- efnda Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri um að skólarnir tveir gangi til samninga við stjórn rekstrarfélags- ins Lundar um leigu á heimavistar- herbergjum í nýju heimavistarhúsi sem reist verður á lóð Menntaskól- ans á Akureyri. Rekstrarfélagið Lundur var stofnað í fyrra til að fjármagna, reisa og reka heimavistir við Menntaskólann á Akureyri sem nemendur allra framhaldsskóla á Akureyri geta átt aðgang að. Kostnaður ekki undir 500 milljónum Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, sagði að ákveðið yrði á fundi í næstu viku hvernig staðið yrði að hönnun og undirbúningi framkvæmda við byggingu heimavistarhússins, en það verður austan við núverandi heimavist MA. Þannig verður hægt að tengja vistirnar, þá gömlu og nýju, saman og útbúið verður nýtt sameiginlegt anddyri. Skólameist- ari sagði að með þessu fyrirkomu- lagi næðist fram umtalsverður sparnaður en mötuneyti, þvottahús, setustofa og salur sem fyrir er á núverandi heimavist mun einnig nýtast þeirri nýju. „Við áætlum að spara með þessum hætti milljóna tugi,“ sagði Tryggvi en hann sagði að kostnaður við byggingu nýju heimavistarinnar yrði aldrei minni en 500 milljónir króna. Byggingin verður reist fyrir lánsfé og stendur rekstrarfélagið Lundur að fjármögun hennar. Sótt hefur verið um lán vegna fram- kvæmdanna til íbúðalánasjóðs. Gangi allt eftir verður unnið við hönnun hússins í sumar og haust og verkið boðið út næsta vetur. Framkvæmdir við bygginguna hæf- ust vorið 2001 og stefnt að því að lokið verði við verkið á árinu 2002. Áætlað að rúm verði fyrir 200 manns á nýju vistinni Tryggvi sagði að í nýju heima- vistinni yrðu einstaklingsíbúðir sem og einnig tveggja manna íbúð- ir og er stefnt að því að hún rúmi um 200 manns eða jafnvel meira. Þá er áhugi fyrir því að reka í hús- inu fjölskylduvænt, reyklaust hótel yfir sumarmánuðina. „Þetta er afskaplega stór dagur, við höfum náð mikilsverðum áfanga bæði fyrir skólana og bæjarfélag- ið,“ sagði Tryggvi, en á sjöunda hundrað aðkomunemendur stunda nám við framhaldsskólana á Akur- eyri, .en aðeins er rúm fyrir um 150 nemendur í núverandi heimavist MA. Fuglaskoð- unarferð Ferðafélags Akureyrar SKRIFSTOFA Ferðafélags Akureyrar verður opnuð föstudaginn 2. júní og verður hún í sumar opin frá kl. 16 til 19 alla virka daga. I tilefni af opnun skrifstof- unnar á þessu sumri verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Hin sívinsæla fuglaskoðun- arferð félagsins verður á laugardag, 3. júní, og er um að ræða tilvalda ferð fyrir unga sem aldna. Fararstjóri verður Jón Magnússon. Brott- för verður frá skrifstofu fé- lagsins, Strandgötu 23 kl. 16. Laugardaginn þar á eftir, 10. júní, verður boðið upp á spennandi hjólreiðaferð, en hjólað verður í Botna, skála ferðafélagsins í Suðurárbotn- um. ^mb l.is /U-LTAf= e!TTH\SA£> rjÝTT Verkmenntaskólinn á Akureyri Dagskóli Innritun stendur yfir og lýkur miðvikudaginn 7. júní. Námsráðgjafar skólans verða til viðtals alla virka daga fram til 7. júní. Umsækjendur eru hvattir til að nýta sér þjónustu þeirra. í VMA er hægt að stunda nám á: ■ Iðnnámsbrautum • Ýmsum starfsnámsbrautum • Bóknámsbrautum til stúdentsprófs ■ Listnámsbraut ■ Almennri námsbraut Leitaðu nánari upplýsinga á netinu. Vefslóð skólans er; http://vma.is. Síminn á skrifstofu skólans er 461 1710. Jafnframt stendur yfir innritun á Útvegssvið VMA á Dalvík þar sem boðið er upp á almennt nám, fiskvinnslunám og skipstjórnarnám. Umsóknir þurfa að berast fyrir 13. júní. Síminn á Útvegssviði á Dalvík er 466 1083. 1 '™ 1 Kynningarfundur um kræklingarækt verður haldinn á Strandgötu 29 föstudaginn 2. júníkl. 11.00 til 16.00 • Setning: AFE • Kræklingaverkefnið: kynning Valdimar Gunnarsson • Líffræði kræklings: Guðrún G. Þórarinsdóttir • Leyfisveitingar: Heilbrigðiseftirl iti Eyjafjarðar • Staðarval og ræktunartækni: Guðrún G. Þórarinsdóttir • Búnaður fyrir kræklingarækt og uppsetning: Valdimar Gunnarsson • Kaffi • Uppskera og vinnsla: Valdimar Gunnarsson • Myndband um kræklingarækt • Markaðsmál: Valdimar Gunnarsson • Stofn- og rekstrarkostnaður, fjármögnun: Valdimar Gunnarsson Fundurinn er öllum opinn VEIÐIMÁLASTOFNUN Ftekrækt og flskeldl • Rannsóknlr og ráðgjöl Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar Atta sirnium a .730 kr . meðfluyvallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Bákaðu í síma 570 3030 og 460 7000 Fax 570 3001 • websales§airiceland.is •www.flugfelag.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.