Morgunblaðið - 01.06.2000, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
Guðmundur Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, með
málverkin sem fimm útlendingar hafa verið að selja hér á landi.
Hald \Rgt á
238 málverk
Rúmlega 60 milljdna tap hjá Fiskeldi Eyjafjarðar
Framleiðir um 50% af
lúðuseiðum í heiminum
Morgunblaðið/Kristján
Starfsmenn Fiskeldis Eyjafjarðar hafa framleitt rúmlega 200 þúsund
lúðuseiði á árinu en markmiðið er að framleiða 400 þúsund á árinu.
ALLS lagði rannsóknardeild lög-
reglunnar á Akureyri hald á 238 mál-
verk sem fimm útlendingar, ein
finnsk stúlka og fjórir Egyptar sem
búsettir eru í Finnlandi, höfðu verið
að selja á nokkrum stöðum á landinu.
Tveir af málverkasölunum fóru af
landi brott í gær og tveir halda á
brott í dag, fímmtudag. Einn hefur
dvalarleyfi hér á landi til 23. júní
næstkomandi.
Guðmundur Svanlaugsson rann-
sóknarlögreglumaður sagði að fólkið
hefði verið handtekið á þriðjudag, en
Þrír sækja um
stöðu skóla-
stjóra Bröttu-
hlíðarskóla
EIN umsókn barst um stöðu skóla-
stjóra í Brekkuskóla, frá Birni Þór-
leifssyni skólastjóra þar, en staðan
var auglýst laus til umsóknar og
rann frestur til að sækja um út nú
fyrr í vikunni.
Þá bárust þrjár umsóknir um
stöðu skólastjóra í Bröttuhlíðar-
skóla, en umsóknarfrestur rann
einnig út í vikunni. Þeir sem sóttu
um eru Amar Einarsson, skólastjóri
á Húnavöllum, Bryndís Valgarðs-
dóttir, kennari við Bröttuhliðar-
skóla, og Sturla Kristjánsson skóla-
sálfræðingur við Brekku- og Lund-
arskóla á Akureyri.
dvalarleyfi tveggja úr hópnum var
þá runnið út. Einnig höfðu þau orðið
uppvís að því að selja málverk án
þess að hafa til þess tilskilin leyfi.
Málverkin eru svonefnd götumál-
verk og koma frá Hong Kong, þar
sem hægt er að festa á þeim kaup
fyrir smápening, 100 til 200 krónur.
Hér voru verkin hins vegar verðlögð
á 7-14 þúsund krónur.
Með verulegt lausafé á sér
Viðurkenndi fólkið við yfirheyrsl-
ur að hafa flutt málverkin inn í gegn-
um Finnland og ætlunin var að selja
þau hér á landi. Guðmundur sagði
óljóst hversu mörg verk þeim hefði
tekist að selja, en verulegir fjármun-
ir reyndust vera í fórum þeirra, bæði
íslenskir peningar og útlendir þann-
ig að draga má þá ályktun að þeim
hafi orðið nokkuð ágengt í sölunni.
Vitað var til þess að fólkið hefði
komið við á Blönduósi og Dalvík og
ef til vill fleiri stöðum en endir var
bundinn á söluferðina á Akureyri.
Reyndar hélt fólkið því fram við yfir-
heyrslur að málverkin væru að ein-
hverju leyti ætluð sem gjafir til vina
og kunningja en við nánari eftir-
grennslan reyndust þeir harla fáir.
Hafðist fólkið við í sumarbústað
handan bæjarins, en þar fundust 211
málverk og 27 í bíl þeirra. Guðmund-
ur sagði að einn úr hópnum, sá sem
hefði dvalarleyfi fram yfir miðjan
júní, ætti von á stórri sendingu af
sams konar málverkum, en hann
hefði haft í hyggju að komast í sam-
band við verslanir eða fyrirtæki um
sölu þeirra.
TAP á reglulegri starfsemi Fiskeldis
Eyjafjarðar, FISKEY, á síðasta ári
nam rúmum 98 milljónum króna. Að
teknu tilliti til áhrifa dóttur- og hlut-
deildarfélaga nam tap ársins rúmum
63 milljónum króna og er það í sam-
ræmi við áætlanir félagsins. Eigið fé
félagsins í árslok var um 400 milljón-
ir króna og hlutafé félagsins á sama
tíma nam um 408 milljónum króna.
Hluthafar í Fiskeldi Eyjafjarðar
voru 98 um síðustu áramót og fjölg-
aði um 6 á árinu. I árslok áttu tveir
hluthafar yfir 10% eignarhluta í fé-
laginu, Hafrannsóknastofnun með
30,53% og Samheiji hf. með 10,94%.
Þetta kom fram á aðalfundi félagsins
nýlega.
A undanförnum árum hefur
FISKEY framleitt á milli 40 og 50%
af öllum lúðuseiðum í heiminum. A
þessu ári hafa starfsmenn fyrirtæk-
isins þegar framleitt rúmlega 200
þúsund seiði og markmið fyrirtækis-
ins er að framleiða 400 þúsund seiði á
árinu 2000.
Olafur Halldórsson framkvæmda-
stjóri Fiskeldis Eyjafjarðar sagði að
sem fyrr væri framleiðsla á seiðum
þröskuldurinn í lúðueldi í heiminum.
Meginstyrkur FISKEY, borið sam-
an við önnur fyrirtæki, liggi hins veg-
ar í þekkingu á framleiðslu seiða.
Fyrirtækið hafí yfir að ráða tækni til
að framleiða seiði óháð árstíma og
þar sem klakfiskurinn hrygnir þrisv-
ar á ári er aðgangur að seiðum trygg-
ari en hjá flestum öðrum fyrirtækj-
um. Ólafur sagði aldrei hægt að
útiloka að samkeppnisaðilar félags-
ins þrói hagkvæmari aðferðir við
seiðaframleiðsluna en með öflugu
rannsókna- og þróunarstarfi muni
FISKEY leitast við að vera áfram í
fremstu röð á því sviði.
Ólafur sagði að vegna erfiðleika í
framleiðslu lúðuseiða hafi fram-
leiðsla á matfiski verið lítil. í Noregi
hefur framleiðslan vaxið úr 5 tonnum
árið 1993 í 350 til 400 tonn á árunum
1998 og 1999. Ekki er gert ráð fyrir
að framleiðsla matfisks aukist að ráði
fyrr en framleiðsla á seiðum vex um-
talsvert frá því sem nú er, að sögn
Ólafs, en það yrði fyrst á árunum
2003 eða 2004 sem sá fiskur kæmi á
markað.
Gert er ráð fyrir að framleiða um
100 tonn af eldislúðu í stöð FISKEY í
Þorlákshöfn á þessu ári og á næsta
ári gert ráð fyrir að framleiðslan vaxi
í um 200 tonn. í framhaldi af auknum
árangri FISKEY hefur áhugi er-
lendra aðila á samstarfi við félagið
aukist og er það þegar aðili að rekstri
þriggja fyrirtækja, í Kanada, Noregi
og Iriandi.
Vorið 1997 var fyrirtækið Scotian
Halibut Ltd. stofnað í Nova Scotia í
Kanada. Hlutafé félagsins nemur alls
10 milljónum Kanadadollara og á
FISKEY 50% eignarhlut í því.
Hlutafjárframlag FISKE Y er í formi
tækniþekkingar, þjálfunar starfs-
manna og afhendingar á lúðuseiðum
en FISKEY leggur fyrirtækinu til 50
þúsund seiði á árunum 1998-2000.
Markmið Scotian Halibut er að fram-
leiða eldislúðu á markað í Norður-
Ameríku.
Á síðasta ári fjárfesti FISKEY í
34% eignarhlut í seiðaframleiðslufyr-
irtækinu Risorfisk A/S í Noregi.
Framleiðsla fyrirtækisins hefur
valdið vissum vonbrigðum til þessa
en með aukinni þátttöku FISKEY í
rekstrinum er stefnt að því að auka
framleiðsluna strax á þessu og næsta
ári.
Matfiskeldi á írlandi í athugun
Á írlandi er vaxandi áhugi á lúðu-
eldi og hefur FISKEY verið í sam-
bandi við þarlenda aðila um all langt
skeið varðandi uppbyggingu mat-
fiskeldis á lúðu þar í landi. Stofnað
hefur verið fyrirtækið GAILEBO
um gerð viðskiptaáætlunar vegna
þessa verkefnis og á FISKEY 50%
hlut í fyrirtækinu. Ekki verður tekin
ákvörðun um þátttöku FISKEY í
matfiskeldi á Irlandi fyrr en við-
skiptaáætlun með arðsemisútreikn-
ingum liggur fyrir.
Gert er ráð fyrir að lúðuseiðin yrðu
framleidd á íslandi og flutt til ír-
lands þar sem matfiskeldi færi fram.
Kynntar hafa verið hugmyndir um
uppbyggingu matfiskeldisstöðvar
sem gæti framleitt um 750-1000 tonn
af lúðu á ári en til þess þyrfti að flytja
um 200-300 þúsund seiði frá íslandi
til Irlands á ári. Miðað við áætlanir
FISKEY um framleiðslu lúðuseiða á
næstu árum yrði þessi framleiðsla
viðbót við þau seiði sem flutt yrðu í
matfiskeldisstöðina í Þorlákshöfn.
Ólafur sagði að í viðræðum um
væntanlegt lúðueldi á Irlandi hafi
komið fram að styrkir frá Evrópu-
sambandinu og ríkisstjóm írlands
gætu numið 40% af stofnkostnaði. Að
auki væri uppbygging lúðueldis þar
áhugaverð vegna aðildar íra að
Evrópusambandinu og nálægðar við
markaði.
Unnið að hönnun
á framtíðareldisstöð
Aukin seiðaframleiðsla FISKEY
og erlendra samstarfsaðila mun
strax á næstu árum kalla á aukið eld-
isrými frá því sem nú er. Af þeirri
ástæðu hafði FISKEY forgöngu um
það á síðasta ári að stofna vinnuhóp
um hönnun á framtíðareldisstöð fyrir
lúðu. Að sögn Ólafs er stöð þessi
stöðluð og hægt verður að byggja
hana hvar sem er í heiminum. I
vinnuhópnum eiga sæti fulltrúar
FISKEY og erlendu fyrirtækjanna
þriggja sem FISKEY á aðild að og
eru starfsmenn Verkfræðistofu
Norðurlands hópnum til aðstoðar.
Ólafur sagði að niðurstöður þessa
verkefnis myndu nýtast félaginu við
uppbyggingu lúðueldis jafnt hér á
landi sem erlendis í framtíðinni.
GJAFAVÖRUR
Hafnarstræti 98, Akureyri
sími 461 4022