Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Guðmundur Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, með málverkin sem fimm útlendingar hafa verið að selja hér á landi. Hald \Rgt á 238 málverk Rúmlega 60 milljdna tap hjá Fiskeldi Eyjafjarðar Framleiðir um 50% af lúðuseiðum í heiminum Morgunblaðið/Kristján Starfsmenn Fiskeldis Eyjafjarðar hafa framleitt rúmlega 200 þúsund lúðuseiði á árinu en markmiðið er að framleiða 400 þúsund á árinu. ALLS lagði rannsóknardeild lög- reglunnar á Akureyri hald á 238 mál- verk sem fimm útlendingar, ein finnsk stúlka og fjórir Egyptar sem búsettir eru í Finnlandi, höfðu verið að selja á nokkrum stöðum á landinu. Tveir af málverkasölunum fóru af landi brott í gær og tveir halda á brott í dag, fímmtudag. Einn hefur dvalarleyfi hér á landi til 23. júní næstkomandi. Guðmundur Svanlaugsson rann- sóknarlögreglumaður sagði að fólkið hefði verið handtekið á þriðjudag, en Þrír sækja um stöðu skóla- stjóra Bröttu- hlíðarskóla EIN umsókn barst um stöðu skóla- stjóra í Brekkuskóla, frá Birni Þór- leifssyni skólastjóra þar, en staðan var auglýst laus til umsóknar og rann frestur til að sækja um út nú fyrr í vikunni. Þá bárust þrjár umsóknir um stöðu skólastjóra í Bröttuhlíðar- skóla, en umsóknarfrestur rann einnig út í vikunni. Þeir sem sóttu um eru Amar Einarsson, skólastjóri á Húnavöllum, Bryndís Valgarðs- dóttir, kennari við Bröttuhliðar- skóla, og Sturla Kristjánsson skóla- sálfræðingur við Brekku- og Lund- arskóla á Akureyri. dvalarleyfi tveggja úr hópnum var þá runnið út. Einnig höfðu þau orðið uppvís að því að selja málverk án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Málverkin eru svonefnd götumál- verk og koma frá Hong Kong, þar sem hægt er að festa á þeim kaup fyrir smápening, 100 til 200 krónur. Hér voru verkin hins vegar verðlögð á 7-14 þúsund krónur. Með verulegt lausafé á sér Viðurkenndi fólkið við yfirheyrsl- ur að hafa flutt málverkin inn í gegn- um Finnland og ætlunin var að selja þau hér á landi. Guðmundur sagði óljóst hversu mörg verk þeim hefði tekist að selja, en verulegir fjármun- ir reyndust vera í fórum þeirra, bæði íslenskir peningar og útlendir þann- ig að draga má þá ályktun að þeim hafi orðið nokkuð ágengt í sölunni. Vitað var til þess að fólkið hefði komið við á Blönduósi og Dalvík og ef til vill fleiri stöðum en endir var bundinn á söluferðina á Akureyri. Reyndar hélt fólkið því fram við yfir- heyrslur að málverkin væru að ein- hverju leyti ætluð sem gjafir til vina og kunningja en við nánari eftir- grennslan reyndust þeir harla fáir. Hafðist fólkið við í sumarbústað handan bæjarins, en þar fundust 211 málverk og 27 í bíl þeirra. Guðmund- ur sagði að einn úr hópnum, sá sem hefði dvalarleyfi fram yfir miðjan júní, ætti von á stórri sendingu af sams konar málverkum, en hann hefði haft í hyggju að komast í sam- band við verslanir eða fyrirtæki um sölu þeirra. TAP á reglulegri starfsemi Fiskeldis Eyjafjarðar, FISKEY, á síðasta ári nam rúmum 98 milljónum króna. Að teknu tilliti til áhrifa dóttur- og hlut- deildarfélaga nam tap ársins rúmum 63 milljónum króna og er það í sam- ræmi við áætlanir félagsins. Eigið fé félagsins í árslok var um 400 milljón- ir króna og hlutafé félagsins á sama tíma nam um 408 milljónum króna. Hluthafar í Fiskeldi Eyjafjarðar voru 98 um síðustu áramót og fjölg- aði um 6 á árinu. I árslok áttu tveir hluthafar yfir 10% eignarhluta í fé- laginu, Hafrannsóknastofnun með 30,53% og Samheiji hf. með 10,94%. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins nýlega. A undanförnum árum hefur FISKEY framleitt á milli 40 og 50% af öllum lúðuseiðum í heiminum. A þessu ári hafa starfsmenn fyrirtæk- isins þegar framleitt rúmlega 200 þúsund seiði og markmið fyrirtækis- ins er að framleiða 400 þúsund seiði á árinu 2000. Olafur Halldórsson framkvæmda- stjóri Fiskeldis Eyjafjarðar sagði að sem fyrr væri framleiðsla á seiðum þröskuldurinn í lúðueldi í heiminum. Meginstyrkur FISKEY, borið sam- an við önnur fyrirtæki, liggi hins veg- ar í þekkingu á framleiðslu seiða. Fyrirtækið hafí yfir að ráða tækni til að framleiða seiði óháð árstíma og þar sem klakfiskurinn hrygnir þrisv- ar á ári er aðgangur að seiðum trygg- ari en hjá flestum öðrum fyrirtækj- um. Ólafur sagði aldrei hægt að útiloka að samkeppnisaðilar félags- ins þrói hagkvæmari aðferðir við seiðaframleiðsluna en með öflugu rannsókna- og þróunarstarfi muni FISKEY leitast við að vera áfram í fremstu röð á því sviði. Ólafur sagði að vegna erfiðleika í framleiðslu lúðuseiða hafi fram- leiðsla á matfiski verið lítil. í Noregi hefur framleiðslan vaxið úr 5 tonnum árið 1993 í 350 til 400 tonn á árunum 1998 og 1999. Ekki er gert ráð fyrir að framleiðsla matfisks aukist að ráði fyrr en framleiðsla á seiðum vex um- talsvert frá því sem nú er, að sögn Ólafs, en það yrði fyrst á árunum 2003 eða 2004 sem sá fiskur kæmi á markað. Gert er ráð fyrir að framleiða um 100 tonn af eldislúðu í stöð FISKEY í Þorlákshöfn á þessu ári og á næsta ári gert ráð fyrir að framleiðslan vaxi í um 200 tonn. í framhaldi af auknum árangri FISKEY hefur áhugi er- lendra aðila á samstarfi við félagið aukist og er það þegar aðili að rekstri þriggja fyrirtækja, í Kanada, Noregi og Iriandi. Vorið 1997 var fyrirtækið Scotian Halibut Ltd. stofnað í Nova Scotia í Kanada. Hlutafé félagsins nemur alls 10 milljónum Kanadadollara og á FISKEY 50% eignarhlut í því. Hlutafjárframlag FISKE Y er í formi tækniþekkingar, þjálfunar starfs- manna og afhendingar á lúðuseiðum en FISKEY leggur fyrirtækinu til 50 þúsund seiði á árunum 1998-2000. Markmið Scotian Halibut er að fram- leiða eldislúðu á markað í Norður- Ameríku. Á síðasta ári fjárfesti FISKEY í 34% eignarhlut í seiðaframleiðslufyr- irtækinu Risorfisk A/S í Noregi. Framleiðsla fyrirtækisins hefur valdið vissum vonbrigðum til þessa en með aukinni þátttöku FISKEY í rekstrinum er stefnt að því að auka framleiðsluna strax á þessu og næsta ári. Matfiskeldi á írlandi í athugun Á írlandi er vaxandi áhugi á lúðu- eldi og hefur FISKEY verið í sam- bandi við þarlenda aðila um all langt skeið varðandi uppbyggingu mat- fiskeldis á lúðu þar í landi. Stofnað hefur verið fyrirtækið GAILEBO um gerð viðskiptaáætlunar vegna þessa verkefnis og á FISKEY 50% hlut í fyrirtækinu. Ekki verður tekin ákvörðun um þátttöku FISKEY í matfiskeldi á Irlandi fyrr en við- skiptaáætlun með arðsemisútreikn- ingum liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að lúðuseiðin yrðu framleidd á íslandi og flutt til ír- lands þar sem matfiskeldi færi fram. Kynntar hafa verið hugmyndir um uppbyggingu matfiskeldisstöðvar sem gæti framleitt um 750-1000 tonn af lúðu á ári en til þess þyrfti að flytja um 200-300 þúsund seiði frá íslandi til Irlands á ári. Miðað við áætlanir FISKEY um framleiðslu lúðuseiða á næstu árum yrði þessi framleiðsla viðbót við þau seiði sem flutt yrðu í matfiskeldisstöðina í Þorlákshöfn. Ólafur sagði að í viðræðum um væntanlegt lúðueldi á Irlandi hafi komið fram að styrkir frá Evrópu- sambandinu og ríkisstjóm írlands gætu numið 40% af stofnkostnaði. Að auki væri uppbygging lúðueldis þar áhugaverð vegna aðildar íra að Evrópusambandinu og nálægðar við markaði. Unnið að hönnun á framtíðareldisstöð Aukin seiðaframleiðsla FISKEY og erlendra samstarfsaðila mun strax á næstu árum kalla á aukið eld- isrými frá því sem nú er. Af þeirri ástæðu hafði FISKEY forgöngu um það á síðasta ári að stofna vinnuhóp um hönnun á framtíðareldisstöð fyrir lúðu. Að sögn Ólafs er stöð þessi stöðluð og hægt verður að byggja hana hvar sem er í heiminum. I vinnuhópnum eiga sæti fulltrúar FISKEY og erlendu fyrirtækjanna þriggja sem FISKEY á aðild að og eru starfsmenn Verkfræðistofu Norðurlands hópnum til aðstoðar. Ólafur sagði að niðurstöður þessa verkefnis myndu nýtast félaginu við uppbyggingu lúðueldis jafnt hér á landi sem erlendis í framtíðinni. GJAFAVÖRUR Hafnarstræti 98, Akureyri sími 461 4022
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.