Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Kennitölubruðl augljós ógn við friðhelgi einkalífsins Lög um persónuvernd draga úr ofnotkun kennitölu KENNITÖLUBRUÐL, eða ofnotkun kenni- tölu, hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu og því jafnvel verið líkt við hirðuleysi. Þykir mörgum nóg um að þurfa að gefa upp kennitöluna sína þegar þeir panta sér klippingu á hárgreiðslustofu, staðgreiða flík í verslun eða kaupa leikhúsmiða símleiðis. Um næstu áramót á þessari ofnoktun kenni- tölu að ljúka en þá öðlast gildi lög um pers- ónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Samkvæmt lögunum verður sá sem óskar eft- ir að fá uppgefna kennitölu viðskiptavinar síns að hafa til þess mjög skýrar og hald- bærnar ástæður. í nýju lögunum eru í fyrsta sinn lögfestar hömlur á notkun kennitölu. Þar eru einnig í fyrsta sinn lögfest ákvæði um svokölluð pers- ónusnið, en kennitölur auðvelda mjög gerð þeirra. Persónusnið lýsa neyslumynstri fólks. Slíkt mynstur verður til þegar fyrir liggja upp- lýsingar um aldur neytandans, kyn og búsetu, tekjur, áhugamál, smekk og jafnvel heilsufar og því öllu er steypt saman. Þannig má ráða hverjar séu líklegar þarfir neytandans og hvað sé líklegt að hann fáist til að kaupa sé vörunni ýtt að honum. Seljandi þarf yfirleitt ekki á kennitölunni að halda Persónusnið eru öflug tæki til að skerpa markaðssóknina. Markaðssetningarfyrirtæki erlendis leggja æ meira upp úr því að búa til slík snið og leita að fólki sem á sér sameigin- leg þarfa- og neyslumynstur. Slíkt starf er enn skammt að veg komið hér á landi, segir Sigrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Tölvunefndar. „Hér nota aðilar í markaðssókn ennþá mik- Flestir vilja af og til hverfa í íjöldann og hafa kennitöluna sína út af fyrir sig. Kennitala ætti t.d. að vera óþörf þegar maður pantar sér tíma á hárgreiðslustofu. ið til opinberar upplýsingar en líklegt er að þeir eigi eftir að færa út kvíarnar. Ætla má að nú þegar megi finna upplýsingar um hvern og einn Islending á fleiri hund- ruðum skráa, allar auðkenndar með kenni- tölum,“ segir Sigrún. „Að mínu mati er kennitalan ofnotuð hér á landi. Það er varasamt vegna þess hve kennitalan er þægilegur samtengingarlyk- 01 og hve hún auðveldar að búa til pers- ónuupplýsingaskrár og persónusnið. Ná má í skrár héðan og þaðan, steypa þeim öllum saman í eina og þannig fá heildar- mynd af neytandanum - hreinlega fletja hann út. í nýjum lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eru ný ákvæði, bæði um það að þeir sem gera slík persónusnið eigi að vara fólk við og um notkun kennitölu. Þar er t.d. það nýmæli að kennitölunotkun eigi að meginstofni til ekki að eiga sér stað nema hún sé nauð- synleg til að tryggja örugga persónugrein- ingu. Staðreyndin er hins vegar sú að margar skrár eru það litlar að það er nóg fyrir seljanda vöru að vita t.d. hvað neyt- andinn heitir og hvar hann býr. Hann þarf í raun ekki að fá að auki þann samtenging- arlykil sem kennitalan er. Slíkt felur í sér augljósa ógn við friðhelgi einkalífs okkar allra,“ segir Sigrún. Sigrún segir að þjóðir Evrópusambands- ins og aðrar þjóðir sem eiga aðild að EES- samningnum séu um þessar mundir að samþykkja og taka í gildi samskonar lög um persónuvernd og meðferð persónuupp- lýsinga enda sé það gert í samræmi við til- skipun Evrópuþingsins, sem gefin var út haustið 1995. bíða þín á tilboðsverði! GROÐRARSTOÐIN "Mörl^ STJÖRNVGRÓF18, SÍMl 5814288, FAX 5812228 www.mork.is mork@mork.is —.— -— Nýtt Ananas KOMINN er á markaðinn ananas í 227 gramma dósum frá Ora ehf. I fréttatil- kynningu segir að ananasinn sé í eigin safa og fá- ist í sneið- um, bitum og kurlaður. Hægt er að kaupa an- anasinn bæði í stökum öskjum og einnig í þriggja pakka öskjum. Ennfremur segir í fréttatUkynn- ingu að hann henti vel í matargerð, m.a. á pizzur og í hrásalöt. Anan- asinn er fitulaus og engum sykri er bætt við. LIÐ-AKTIN Góð fæðubót fyrir fótk sem er með mikið átag á liðum Skólavöröuallg, Kringlunni A Smámtorgi TBT-efni fínnst í ungbarna- bleium EITUREFNI, svokallað TBT (tributyl-tin), hefur fundist í mjög litlum mæli í streng á ungbarnableium. Rannsókn stendur nú yfir hjá dönsku umhverfisstofn- uninni en TBT er baneitrað efni sem til dæmis er notað í botnmálningu á stór skip. „Greenpeace-samtökin fundu efnið í nokkrum ein- notableium frá Pampers og því fór rannsókn af stað,“ segir Níels Breiðfjörð Jóns- son, sérfræðingur á eitur- efnasviði , Hollustuverndar ríkisins. „I tilkynningunni frá dönsku umhverfisstofn- uninni segir að efnið sé langt innan hættumarka. Samt sem áður er óviðun- andi að það sé þar að finna.“ Efnið ekki sett viljandi í bleiurnar Efnið hefur eingöngu fundist í streng bleianna og telur Níels líklegt að um sé að ræða mengun, jafnvel þvottavatn sem mengað er af TBT. „Trúlega hefur efnið ekki verið sett viljandi í bleiurnar. Fyrir nokkru lék grunur á að TBT hafi viljandi verið sett í svampa sem voru seld- ir í Svíþjóð og einnig barst efnið á sínum tíma í Nike- boli.“ Drög að nýrri reglugerð Unnið er að íslenskri reglugerð sem þrengir enn frekar notkunarmöguleika TBT, að sögn Níelsar. „TBT er notað í botnmálningu á skip yfir 25 metra því það drepur allan gróður á skips- botni. Eingöngu er leyfilegt að nota það á stærri skip sem reiknað er með að liggi lítið í höfnum. í Reykjavík- urhöfn hefur efnið valdið skemmdum, þar má finna nákuðung, hreinsidýr sem étur hræ, sem nú er orðinn tvíkynja". Ekki hefur reynst unnt að banna efnið en Níels telur líklegt að þess sé ekki langt að bíða.„ Miklir hagsmunir eru þó í húfi því TBT hentar vel til að halda skipsbotnum hreinum." VANTAR ÞIG , i INNRETTINGUI SUMARBUSTADINN? Þú getur valib um margar hurbargerbir t.d. beyki, furu, eik, birki og ask. Nettoj^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Til afgreióslu strax af lager eba meb abeins 2-3 vikna fyrirvara. riform HÁTÚNI6A (I húsn. Fönix) SlMI: 552 4420
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.