Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Boðar tímamót í heilsuefnum 1 Náttúruleg mótefni gegn bakteríusýkingum, vírusum og bólgum í meltingarvegi. 1 Bætir meltingu 1 Örvar vöxt meltingarflóru líkamans og ver hana gegn sýklum. 1 Örvar endurnýjun á skemmdum vefjumo.fi. Kynning fimmtudag, föstudag og laugardag 1 500 mg Min. 0.6% Lactoferrin with Acidophilus 120 Capsules -.... OPIÐTXUBJIJ *KL 24.00 ÖUKVÖLD* OrQdTAPCTEK Álftamýri 1 Reykjavík, sími:5857700 ÚRVERINU Mettúr í grálúðu á Hampiðjutorgi hjá Margréti EA , # ^ # Morgunblaðið/Kristján Ahöfnin á Margréti, frystitogara Samherja, fagnaði mettúrnum með forstjóranum Þorsteini Má Vilhelmssyni, sem er lengst til hægri í fremstu röð, og útgerðarstjóranum Kristjáni Vilhelmssyni, sem er lengst til vinstri í fremstu röð, en bræðurnir komu um borð á móts við Hjalteyri í Eyjafirði og sigldu með skipinu til Akureyrar. Mikil verðmæti en upp- sveiflan gleðilegust FRYSTITOGARINN Margrét EA kom til Akureyrar síðdegis í gær með 494 tonn af grálúðu upp úr sjó. Skipið var 24 daga í túrnum, en afl- inn fékkst á Hampiðjutorginu út af Vestfjörðum. Aflaverðmætið er um 112 milljónir eða um 4,7 milljónir á dag. „Þetta var fínn túr,“ sagði Sig- tryggur Gíslason, skipstjóri á Mar- gréti, við Morgunblaðið. „Við vor- um 20 daga á miðunum og þar af voru sjö sólarhringar á reki í vinnslu en við frystum aðeins 25 til 28 tonn á sólarhring.“ Sigtryggur segir að aflaverð- mætið rokki eftir genginu. Það hafi verið um 113 milljónir á þriðjudag en 112 milljónir í gær. „Það er svona einu sinni á 10 ára fresti sem við fáum að taka þátt í svona veislu," segir hann. Vill auka kvótann Skipstjórinn vill ekki ræða launin en gera má því skóna að háseta- hluturinn sé um 1,2 til 1,3 milljónir króna. Hann segir aðalatriðið að töluvert mikil uppsveifla sé í stofn- inum. „Kvótinn er ekki nema 10.000 tonn en það voru 9,5 tonn í holi hjá okkur. Við skipstjórnarmenn erum allir sammála um það að friðunar- aðgerðirnar hafi skilað þessu og nú er lag að bæta við kvótann." Aflinn fékkst um 100 mílur vest- ur af Bjargtöngum og segir Sig- tryggur að tvö skip hafi verið á svipuðum slóðum í byrjun túrsins en þau hafi orðið frá að hverfa vegna lítils kvóta. „Ég veit ekki hvort við fáum að fara strax aftur en við viljum fyrst og fremst benda á uppsveifluna og það er hún sem er gleðilegust í þessu.“ OHusqvarna VIKING 2000 Mörkin 1/108 Reykjavík / Símí 588 9505 www.volusteinn.is Sauroadagar OR mcítil-in ii'tní Tilboö á Husqvarna Sarah 26. maí til 10. júnf' Tilvalin útskrifar- eöa brúðargjöf Föstudaginn 2. júní og laugardaginn 3. júní verður sérstök kynning á brúðarskrauti í Völusteini. Ef þú ert með brúðkaup á næstunni, máttu ekki missa af þessu! • Eitt mesta úrval af brúðarskrauti á landinu. ® VÓLUSTEINN fyrir fima fingur Áhyggjur af Atlants- hafs- laxinum Atlantshafslaxssambandið hef- ur borið áhyggjur sínar um stofnstærð laxins á borð fyrir kanadísku ríkisstjórnina og krafist 50 milljóna dala til að rannsaka Norður-Ameríku- stofninn. Stofninn hefur minnkað um 75% á síðustu 25 árum en sam- bandið segir að ekki sé of seint að grípa til aðgerða og vill að notast verði við laxamerkingar næstu fimm árin til að finna út af hvaða sökum stofninn er að minnka. Stjórnvöld í Kanada ætla sér að taka málið upp á fundi Verndunarsamtaka Norður-Atlantshafslaxins sem haldinn verður eftir tvær vikur. Mikill aflasam- dráttur í Rússlandi RÚSSNESKI fiskiskipaflotinn veiddi alls um 1,26 milljón tonn á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er 8% samdráttur frá sama tíma síðasta árs sem sagður er stafa af erfiðleikum í sjávarútvegi í Austur-Rússlandi. Þar hefur aflinn dregist saman um 118 þúsund tonn á tímabilinu og var um 841 þúsund tonn á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hafís í Okhotsk- hafi og Beringshafi hefur komið í veg fyrir eðlilega sókn á þessi mið. Afli í öðrum landshlutum hefur hinsvegar verið svipaður og síðustu ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.