Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 33

Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 33 ÚRVERINU Morgunblaðið/Sigurgeir Starfsmenn og eigendur Vélaverkstæðisins Þórs í Vestmannaeyjum. Risaloðnuskilja smíðuð í Eyjum VÉLAVERKSTÆÐIÐ Þór í Vest- mannaeyjum er að leggja síðustu hönd á smíði stærstu loðnuskilju í heimi, að talið er. Venjulegar loðnu- skiljur hafa svokallaðan síuflöt sem venjulega er 14 til 16 fermetrar en í þessari risaskilju er síuflöturinn 24 fermetrar. Sian er smíðuð fyrir Asmar- skipasmíðastöðina í Chile og á að fara í loðnuskipið Ingunni AK. Huginn VE er einnig í smíðum hjá Asmar og að sögn Jósúa Steinars Oskarssonar, eins eigenda Véla- verkstæðisins Þórs, kemur fyrir- tækið líka til með að smíða risa- skilju í það skip fyrir Asmar. Risaskiljan er færanleg á dekki og er það mikill kostur, að sögn Jósúa Steinars, sem, ásamt Friðriki Gíslasyni og Svavari Garðarssyni, keypti % hluta vélaverkstæðisins af Stefáni B. Ólafssyni og bræðrum sl. haust. Vélaverkstæðið Þór hefur um árabil framleitt Sigmundsgálgann auk þess sem það hefur hafið fram- leiðslu á eigin driftengjum sem hafa reynst afar vel og ei-u ódýr í inn- kaupi, að sögn Jósúa Steinars. Hann segir ennfremur að stefna fyrirtækisins sé að auka markaðs- hlutdeildina á landsvísu, en fyrir- tækið framleiðir allt sem viðkemur loðnulöndun auk allrar almennrar smíði fyrir sjávarútveg. Kvóti Pólverja til leigu ALLUR kvóti Pólverja innan lög- sögu Noregs mun vera til leigu samkvæmt fregnum úr norskum fjölmiðlum. Um er að ræða veiði- heimildir næstu fimm árin og hef- ur umboðsmaður í Noregi fengið heimildirnar til leigu. Heimildirn- ar nema 1.210 tonnum af þorski í Barentshafi, 1.000 tonnum af karfa við Svalbarða, 825 tonnum af þorski og ýsu sunnan 82°, 2.000 tonnum af síld, 1.500 tonnum af makríl og 8.000 tonnum af kol- munna. Pólski flotinn er sagður úr sér genginn og ekki fær um að stunda þessar veiðar. Dömuskór 2Ja daga tílboð föstudag - laugardag -50% afsláttur Mikið úrval af merkjavöru t.d. GABOR, ECCO, SIGNATURE, VIVALDI, CATWALK BY AEROSOLES, JENNY, J.K. ACID, ROHDE, FILANTO, OSWALD, ROOTS og INTENZ. tilboð! ^ I pör á kr. 500 EURO SKO Kringlunni 8-12 • sími 568 6211 Skóhöllin • Bæjarhrauni 16 • Hf. • sími 555 4420 Fréttir á Netinu <§> mbjjs -ALLTA/= eiTTHV'AÆf HÝTT Rafmagns rakvél Kerfasfjakarl | fvaer gerðirl KOIAPORTIÐ OPIÐ I DAG UPPSTIGNINGARDAG (Matvælamarkaðurinn er lokaður á föstudögum) OPIÐ fostudaga, LAUGARDAGA og sunnudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.