Morgunblaðið - 01.06.2000, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 01.06.2000, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 35 ERLENT Setti Jesse James morð sitt á svið? Einn þekktasti byssubófí „villta vesturs- ins“, Jesse James, er á bókum sagður hafa verið myrtur árið 1882. DNA-rannsókn gæti leitt til þeirrar niðurstöðu að hann hafí látist í hárri elli árið 1951. Granbury. AP. STARFSMENN kirkjugarðs í bænum Granbury í Texas grófu á þriðjudag upp jarðneskar leifar manns sem ýmsir telja að sé ein af best þekktu goð- sögnum „villta vestursins", Jesse James. Hingað til hefur verið talið að Jesse James hafi verið skotinn til bana af sam- starfsmanni sín- um árið 1882 en lengi hafa verið á kreiki sögusagnir um að hann hafí í raun og veru dá- ið í hárri elli löngu síðar. íbúar í bænum Granbury í Texas segja að Jesse James hafi sest að í bænum undir nafninu J. Frank Dalton og dáið þar árið 1951, 104 ára gamall. Tveir afkomendur mannsins, Jesse Quanah James og Charles A. Jam- es, hafa höfðað mál fyrir dómstól- um til að fá úr því skorið hvort afi þeirra hafi verið hinn umtalaði bófaforingi. Ætlunin er að láta fara fram DNA-rannsókn á líkamsleifum Daltons og bera saman við erfðaefni úr einstaklingi sem vitað er með vissu að er afkom- andi Jesse James. Prestssonurinn af sléttunum miklu Fáir útlagar villta vest- ursins hafa heillað fólk um víða veröld jafn mikið og Jesse James. Fjöldi bóka og kvikmynda hefur verið gerður um ævi hans og ýmsar sögur af honum sagðar. Hann hóf feril sinn í her- sveitum suðurríkjanna í banda- rísku borgarastyrjöldinni en gerð- ist síðar afar stórtækur banka- og lestarræningi og reið um héruð með flokki ribbalda. Jesse hefur verið kallaður Hrói höttur Banda- ríkjanna í höfuðið á annarri þekktri „þjóðsagnapersónu". En Bófaforinginn Jesse W. James. MatartilaObaiO KarrihiaOborfl öll föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld alla sunnudaga kl. 14-17 James, m.a. annars með því að at- huga ör á líkama hans eftir sárin sem hann fékk í borgarastyrjöld- inni. 32 sár eftir byssukúlur Árið 1876 fór tilraun bófaflokks- ins til að ræna banka í Minnesota AP samþykktar voru fjárveitingar til uppbyggingar í hinum stríðshrjáðu byggðum. Þingmenn skoða hér líbanskt kort á fundinum í gær. Þingfund- ur í Suður- Líbanon ÞÚSUNDIR íbúa í Suður-Líbanon fögnuðu þingmönnum sem streymdu til bæjarins Bint Jbeii í gær þar sem líbanska þingið kom saman til að fagna „frelsun" S-Líbanons. Líb- anska þingið situr venjulega í höfuð- borginni Beirút en brottflutningur ísraelska hersins • frá suðurhluta landsins eftir 18 ára hersetu var til- efni hátíðarfundar þingsins þar í gær. Fundur þingsins er álitinn til marks um að yfirvöld í Líbanon séu nú að taka stjórn mála í S-Líbanon í sínar hendur, en þá viku sem liðin er síðan brottflutningurinn átti sér stað hafa Hizbollah-skæruliðar ráðið lög- um og lofum á svæðinu. Þingið minntist þeirra sem látist höfðu í átökunum síðustu tvo áratugina og Silfurpottar í Háspennu frá 19. -30. maí 2000 Dags. Spilastaður Upphæð 30.5 Háspenna Laugavegi..........101.149 kr. 26.5 Háspenna Hafnarstræti.......166.063 kr. 26.5 Háspenna Hafnarstræti........51.757 kr. 25.5 Háspenna Skólavörðustíg.....239.240 kr. 22.5 Háspenna Hafnarstræti.......103.593 kr. 22.5 Háspenna Skólavörðustíg.....112.491 kr. 22.5 Háspenna Laugavegi...........77.798 kr. 21.5 Háspenna Laugavegi...........67.476 kr. 19.5 Háspenna Laugavegi............68.552 kr. 19.5 Háspenna Laugavegi...........62.766 kr. 19.5 Háspenna Hafnarstræti........67.476 kr. 19.5 Háspenna Hafnarstræti........73.367 kr. Háspenna, Laugavegi 118, Hafnarstræti 3, Skólavörðustíg 6 Líkkista með jarðneskum leifum manns, sem sumir trúa að hafi verið Jesse James, er grafin úr jörðu. Jesse James giftist frænku sinni, Zereldu, og átti með henni tvö börn, Mary og Jesse. Afkom- andi þeirra, Robert Jackson, mun láta rannsóknarmönnum í té lífsýni sem skera mun úr um hvort grunur bæjarbúa í Granbury sé á rökum reistur. Eins og títt er um alþýðuhetjur er því gjarnan haldið fram að fréttir af andláti þeirra séu stór- lega ýktar. Fjöldi fólks trúir því að Jesse James hafi sett morð sitt á svið til að komast undan réttvis- inni. íbúar Granbury staðhæfa að J. Frank Dalton hafi leyst frá skjóðunni á dánarbeði sínum og gengist við því, sem hafði verið grunur margra, að hann væri byssubófinn frægi. Þeir telja að framburður lögregluforingja sem rannsakaði lík Daltons styðji þenn- an framburð. Lögregluforinginn sagðist hafa talið 32 gróin sár eftir byssukúlur á líkinu, allt frá enni niður á hné. Yfu-maður Jesse James-safnsins í Missouri, Gilliam Beckett, er á allt öðru máli en bæjarbúar í Granbury. Hún bendir á að lík hins „sanna“ Jesse James hafi ver- ið grafið upp árið 1995 og þá hafi verið leitt í ljós með vísindalegum rannsóknum að það væri „ekta“. Samanburður á rithandarsýnis- hornum, sem gerður var árið 1980, hafi einnig sýnt fram á að Dalton var ekki James. Beckett segir ennfremur að mennú-nir frá Granbury sem seg- ist vera afkomendur Jesse James hafi rangt fyrir sér. alls óvíst er hvort hann deildi nokkurn tíma út ránsfeng meðal fátækra. Prestssonurinn Jesse James fæddist í Missouri árið 1847. Hann og bróðir hans Frank gengu í eina af skæruliðasveitum hers suður- ríkjanna árið 1863. Talið er að Jesse hafi einnig verið njósnari fyrir suðurríkin í stríðinu en hann særðist undir lok þess, fékk byssu- kúlu í gegnum annað lungað. Að borgarastríðinu loknu stofn- uðu þeir bræður bófaflokk og gengu margir ógæfumenn þeim á hönd. Fyrsta vopnaða ránið frömdu þeir í Missouri árið 1867 og næstu ár á eftir rak hvert ránið annað, ósjaldan með blóðsúthell- ingum og barsmíðum af ýmsu tagi. Jesse er sagður hafa verið afar hændur að móður sinni og hafa einatt falið sig á heimili hennar fyrst eftir að glæpirnir voru framdir. Svikinn af samstarfsmönnum út um þúfur vegna harðar mót- spyrnu íbúanna. Allir meðlimir flokksins nema Frank og Jesse voru annaðhvort drepnir í átökun- um eða handsamaðir. Eftir þetta lét Jesse sig hverfa í nokkur ár en tók til við fyrri iðju kringum 1880. Þá hafði hann sér til aðstoðar tvo bræður, Charles og Bob Ford, sem áttu eftir að svíkja hann. Bandarísk yfirvöld höfðu lagt fé til höfuðs Jesse Jam- es og Ford-bræður féllu fyrir freistingunni. í apríl 1882, þegar Jesse stóð uppi á stól á heimili fjölskyldunnar og var að dusta ryk af mynd sem þar hékk á vegg, skutu þeir bræður hann í hnakk- ann. Sagan hermir að eftir að bræðurnir skutu hann hafi þeir gengið úr skugga um að fórnar- lambið væri í raun og veru Jesse
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.