Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 37 ERLENT Pútín Rússlandsforseti skilgreinir hagsmuni ríkisins Aukin áhersla lögð á Kaspíahaf Moskvu. Reuters. Þriðjungur kvenfanga í Nicaragua náðaður VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti hefur aðeins verið einn mánuð við völd en hann hefur þegar sýnt að málefni Kaspíahafs verða ofarlega á lista hans yflr forgangsverkefni. Á miðvikudag skipaði forsetinn Víktor Kaljúsníj aðstoðarutanríkisráðherra og er honum ætlað að fara sérstak- lega með málefni Kaspíahafs. Kalj- úsníj var áður ráðherra eldsneytis- og orkumála. Þetta ráðherraembætti Kaljúsnijs er nýtt af nálinni og segja fréttaskýr- endur að skipun hans sé til marks um að forseti Rússlands telji mjög mikil- vægt að treysta ítök Rússa við Kaspíahaf. Á þessu svæði er að finna gífurlegar oliu- og gaslindir og því telst Kaspíahaf sérstaklega mikil- vægt í pólitísku og herfræðilegu til- liti. Olíukaup í Túrkmenistan Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skiptið sem Vladímír Pútín geftu- til kynna að hann telji forgangsverkefni að tryggja stöðu Rússa á þessu mikil- væga svæði. Pútín beið ekki einu sinni eftir því að Míkhaíl Kasjanov forsætisráð- herra hefði lokið við myndun ríkis- stjómar sinnar heldur hélt til Túrk- menistan þar sem hann undirritaði samning um kaup á miklum gas- birgðum á næstu árum. Þessi gjöm- ingur var ekki einungis fallinn til að treysta samskipti Rússlands og Túrkmenistan. Með þessu tókst Pút- ín einnig að gera að engu áform um að leggja gasleiðslu frá Túrkmenist- an til Tyrklands. Þær áætlanir verða ekki að veruleika um fyrirsjáanlega framtíð þar sem Rússar hafa tryggt sér gasið sem flytja átti um pípumar. Skömmu eftir ferð forsetans til Túrkmenistan skýrðu þrjú stærstu orkufyrirtæki Rússlands frá því að þau hefðu afráðið að ganga til sam- starfs um könnun á auðlindum þess hluta Kaspíahafs sem tilheyrir Rúss- um. Þær ræðir um gasfyrirtækið Gazprom og olíufélögin LUKOIL og YUKOS. Eftirmaður Kaljúsníjs í orkumálaráðuneytinu, Álexander Garvín, bætti síðan við að hann vildi að olíu- og gasframleiðendur við Kaspíahaf tækju upp nána samvinnu. „Þetta er sérlega athyglisverð hug- mynd. Þegar horft er til sögunnar hafa ríkin við Kaspíahaf ávallt verið tengd í efnahagslegu tilliti. Því þarf að huga vandlega að þessu máli,“ sagði ráðherrann. Við Kaspíahaf er nú að finna fjög- ur sjálfstæð ríki sem áður heyrðu Landa- mæri samþykkt Tlanmukiiu A SÝRLENDINGAR era að öllu leyti samþykkir afstöðu Sam- einuðu þjóðanna til legu landa- mæra Israels og Líbanons, að sögn Terje Röd Larsen, sendi- manns SÞ, í gær eftir fund með utanríkisráðherra Sýrlands, Farouk al-Sharaa. Þykir niður- staðan benda til þess, að Sýr- lendingar hafi sæst á að Israel- ar þurfi ekki að draga til baka lið sitt frá landræmu við rætur Hermonfjalls, en Sýrlendingar og Líbanar hafa sagt ræmuna vera líbanskt land. ísraelar hertóku landræmuna 1967, en hún hafði þá tilheyrt Sýrlandi og ísraelar segja því að deilan verði aðeins leyst í viðræðum við Sýrlendinga. Sovétríkjunum til, þ.e.a.s. Rússland, Túrkmenistan, Kazakhstan og Az- erbajdzhan. Stjórnvöld í ríkjunum hafa öll uppi áform um nýtingu auð- linda Kaspíahafsins og vilja öll koma að ákvörðunum sem því tengjast. En þótt menn hafi lengi vitað að mikil auðæfi er að ftnna í Kaspíahafi er það ekki fyrr en á allra síðustu ár- um sem Rússar hafa bæst í þann hóp ríkja sem nú keppast við að móta áætlanir um nýtingu auðlinda Kaspíahafs. Ónotaðar auðlindir Fyrir hundrað áram framleiddi rússneska keisaradæmið um helm- ing þeirrar olíu sem notuð var í heim- inum. Þær olíulindir var að finna við Bakú, sem nú tilheyrir Azerbajd- zhan. Á fjórða áratugnum fundust miklar lindir í Baskhortostan í sunn- anverðum Úralfjöllum og í Tatarstan á Volgusvæðinu. Meginþungi olíu- framleiðslunnar færðist til þessara staða. Á sjöunda áratugnum fundust síð- an gríðarmiklar plíulindir í vestan- verðri Síberíu. I samanburði við þessar olíulindir var bæði erfitt og dýrt að byggja upp olíuvinnslu við Kaspíahaf, sem þá heyrði Sovétríkj- unum til. Þess vegna vora þær lindir lítt sem ekkert nýttar. Við hran Sovétríkjanna árið 1991 urðu löndin í þessum heimshluta sjálfstæð ríki. ÖIl horfðu þau til olíu- og gaslindanna í þeim tilgangi að laða að erlenda fjárfesta. Með þessu móti hugðust þessi ríki byggja upp hag- sæld og treysta nýfengið sjálfstæði. Stjórnvöld í Azerbajdzhan og Kazakhstan tóku forustuna og gerðu samninga við risaolíufyrirtæki á borð við Chevron Corp og BP. Nú sér Chevron um rekstur Tengiz-svæðis- ins risastóra í Kazakhstan og BP er leiðandi í olíuvinnslu í Azerbajdzhan. Erlend fyrirtækjasamsteypa vinnur nú að rannsóknum á olíulindum und- an strönd Kazakhstan í Kaspíahafi. Fyrstu rannsóknir gefa til kynna að þar kunni að vera að finna eitt stærsta ónýtta olíusvæði heims sem gefið geti af sér 30 milljarða olíufata. í samanburði við þessi tvö ríki hafa Rússar dregið úr hömlu að blanda sér í kapphlaupið um nýtingu auð- linda Kaspíahafs. Það eina sem Rúss- ar hafa haft upp úr krafsinu er Sevemíj-svæðið svonefnda í norðan- verðu Kaspíahafi. Talið er að það geti gefið af sér 2,2 milljarða olíufata. Þær hugmyndir sem nú era uppi um samstarf þriggja stærstu orku- fyrirtækja Rússlands gætu orðið til þess að veralegur skriður komist á nýtingu olíu- og gaslinda Kaspíahafs. Pútín forseti er þó ekki einungis að hugsa um olíuna. Sá sem ræður út- flutningsleiðunum fyrir olíuna hefur einnig mikil ítök í stjómmálum þessa Eirtn lykill ...endalausir möguleikar Masterkerfi K. Þorsteinsson & Co. ▼ Skútuvogi 10E • Sími 5880-600 www.simnet.is/kth heimshluta. Þetta gera stjómvöld í Bandaríkjunum sér ljóst og þess vegna þrýsta þau nú mjög á um að olía úr nýjum lindum Kaspíahafsins fái að streyma óhindrað í gegnum NATO-ríkið Tyrkland inn á heims- markaðinn. í þessu skyni hefur sér- stakur ráðgjafi Bandaríkjaforseta um orkumálefni Kaspíahafs tekið til starfa og vera kann að skipan Kaljúsníjs sé hugsuð sem mótleikur við þessu. Vladímír Nosov, sérfræðingur sem starfar í Moskvu fyrir Flemings UCB-fjárfestingafyrirtækið, segir engan vafa leika á að Pútín forseti hyggist treysta ítök Rússa við Kasp- íahaf. Hann telur hins vegar að stjórnmál vegi þar þyngra en efna- hagslegir hagsmunir. „Pútín óttast að áhrif Rússa fari þverrandi á þessu svæði.“ Annar fræðimaður, Steven O’Sulli- van sem starfar fyrir United Financial Group sagði að Pútín hefði gjörbreytt stefnu Borís Jeltsíns for- vera síns sem lítt hefði sinnt málefn- um Kaspíahafs með þeim afleiðing- um að áhrif Rússa þar hefðu farið minnkandi. „Pútín hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kaspíahaf sé Rússum mikilvægt. Hann hyggst gera eitthvað í máli þessu, gagnstætt Jeltsín, sem tók undir það sjónarmið að Kaspíahaf væri mikilvægt en að- hafðist síðan ekkert." RÚMUR þriðjungur kvenna í fang- elsum Nicaragua var leystur úr haldi í fyrradag eftir að þing lands- ins ákvað að veita þeim sakarupp- gjöf í tilefni af mæðradeginum, sem er haldinn hátíðlegur í landinu 30. maí. 110 af um 300 konum í fangelsum landsins voru leystar úr haldi, þeirra á meðal margar sem höfðu verið dæmdar fyrir manndráp, eit- urlyfjasölu eðaþjófnað. Flestar þeirra eru einstæðar mæður. Sveit farandsöngvara og hljóð- færaleikara flutti mansöngva í kvennafangelsi nálægt Managua síðasta kvöld kvennanna í prísund- inni. Fangelsið breyttist síðan í danshús í fyrradag þegar konurnar fögnuðu frelsinu. Eiginkona forsetans, Maria Fem- anda de Aleman, kvaddi konumar og færði þeim matvæli og fleiri gjafir til að hjálpa þeim að hefja nýttlíf utan fangelsismúranna. „Ég ætla beint heim til baraanna minna,“ sagði ein kvennanna, fjög- urra barna móðir sem var dæmd í fimm ára fangelsi fyrir ári fyrir að leyfa eiturlyfjasölu á heimili sínu. „Eitt þeirra er orðið óhlýðið og uppreisnargjarnt síðan þetta gerð- ist.“ Aðrar sögðust ætla að fara í dómkirkjuna í Managua til að þakka guði. „Við emm viss um að þær frerpja aldrei glæpi aftur,“ sagði þingmað- urinn Nelson Artola, formaður mannróttindanefndar þingsins. „Þessar konur vom fómarlömb þjóðfélags sem veitti þeim ekkert val. Við veittum þeim frelsi vegna þess að flestar þeirra neyddust út á glæpabrautina vegna fátæktar og atvinnuleysis." r 1 Utboð föstudaginn 2. júní Á morgun kl. 11:00 mun fara fram útboð á rfldsvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 21'1 mánaða ríkisvíxil, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. í boði verður eftirfarandi flokknr ríkisvíxla í markflokkum: Núverandi Áætlað Iiámark Flokkur Gjalddagi Lánstími staða* tekinna tilboða RV00-0719 17. ágúst 2000 V'1 mónuður 3.735 1.200,- *Milljónir króna Söluíyrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða sddir með tilboðs- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og trygginga- félögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is samþykktra tilboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lána- sýslu ríldsms fyrir kl. 11:00, föstudaginn 2. júní 2000. Utboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hveríisgötu 6, í síma 562 4070.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.