Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 50

Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ HRAÐMÁLVERK óljósu bergmáli. Þótt hraðinn sé til staðar í skilir- íunum á veggjun- um bera vinnu- brögðin þess vott að hér sé ekki um mikla þjálfun né þekkingu á innra gangverki mynd- flatarins að ræða, er líkast sem byrjað hafi verið á þakinu eða turninum á bygg- ingu, að maður segi ekki kúplin- um á Péturs- kirkju. Þó var sá óleysanlegt vandamál sem menn stóðu ráð- þrota frammi fyr- ir þar til leitað var til myndhögg- varans Michael- angelo, sem leysti hnútinn. Hafði til að bera hið þjálf- aða innra hugsæi, sem er stigi ofar öllum útreikning- um og reglu- strikufræðum. Þetta segir okkur að grunns og undirstöðu er þörf í öllum athöfn- um mannsins, en sem margur á tölvuöld virðist sem óðast vera að gleyma eða ýta út af borðinu til hags fyrir hugmyndir og fræðikenningar. Fólk sem kemur frá hraðanum, hávaða, ysi og þysi götunnar, inn í litla sígilda kaffihúsið á Skólavörðu- Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Eitt af hraðamálverkum Kristins Pálmasonar. stígnum, er síður að fiska eftir hlið- stæðri tímaófreskju þar inni. Inn- setningin virkar þannig sem tímaskekkja, jafnvel helgispjöll, að ekki sé talað um þessa formleysu sem á að heita málverk ... Bragi Ásgeirsson IJLiIST i-.okka MÁLVERK- KRISTINN PÁLMASON Opið á tíma kaffistofunnar. Til 10. júní. Aðgangur ókeypis. KRISTINN Pálmason nefnir málverk sín Tímaófreskjumálverka- seríuna, sem undanfarið hafa hang- ið uppi á Mokka kaffi. Útskýrir framlag sitt á þann veg; Mokka er ekki ákjósanlegur staður fyrir mál- verk en vissulega ögrandi. Mokka ér tími, langur tími og Mokka er stöðugleikinn uppmálaður. Enn- fremur; þessir þættir ráða töluvert Um þá ákvörðun mína að vinna verk- ín hratt (þau voru öll unnin á fjórum sólarhringum) sem mótvægi við stöðugleikann og allan þennan tíma. Til þess að verkin skili sér sjónrænt ákveðið á þessum líka brúna og lif- áða bakgrunni, nota ég óspart hvít- án grunn strigans, en einnig og ekki síður sem tákn hins hreina augna- bliks... Framning gerandans verður í ljósi ofanskráðs að telja innsetningu í rými frekar en að málverkin verði skoðuð og greind hvert fyrir sig, hér er hraðanum og hinu umbúðalausu augnabliki, kannski heldur andrá, stefnt á móti kyrrð, fyllingu og tíma. Fullgilt sem slíkt, en framgangs- mátann við gerð málverkanna má heimfæra á athafnamálverkið, slettumálverkið og óformlega mál- ýerkið, þ.e. actionpainting, tachism- ann og art informel, öllu frekar Utangátta í Evrópu? Hitt er víst að þessar hræringar innan ESB eiga sinn þátt í því að Island er að koma út úrskelinni í utanríkismálum og vart verður við tilraunir til að vera þátttakandi íþeim alþjóðlegu stofnun- um ogsamtökum, sem við erum aðilar að, í stað þess að vera áhorfendur. Asama tíma og íslend- ingar eiga í deilu við Bandaríkjamenn, sem sprottin er af ágreiningi um það hvernig úthluta eigi flutningum fyrir bandaríska herinn á Islandi, þrýsta íslensk stjómvöld nú mjög á um að tillit verði tekið til þeirra sjónarmiða við mótun öryggis- og varnarstefnu Evrópu. Islendingar eru ekki einir á báti í þessum efnum. Þær þjóðir, sem eru í NATO, en ekki eiga aðild að Evrópusambandinu, hafa áhyggj- ur af því að þær verði utangátta í varnarsamtstarfinu þegar nýjar stofnanir sambandsins í öryggis- og vamarmálum verða settar á laggimar og um leið að þjóðir inn- an ESB og utan NATO fái óverð- UIMIADE skulduð völd. VlvnOffr Ymsirhafa látið að því liggja að ótt- ast megi klofning í NATO vegna fyrirætl- ana ESB um aukinn hlut þess í ör- yggis- og varnarmálum Evrópu, sem meðal annars felast í því að innan þriggja ára verði til taks 50 til 60 þúsund hermenn fyrir að- gerðir undir fomstu sambandsins í ýmis verkefni, til dæmis að stilla til friðar og friðargæslu. Alexander Vershbow, sendi- herra Bandaríkjanna hjá Atlants- hafsbandalaginu, lýsti yfir því í ræðu fyrr á þessu ári að yfir vofði neyðarástand innan NATO ef Evrópusambandsríkin hygðust ekki efla hemaðarstyrk sinn sam- fara því að þeir kæmu á fót eigin herliði til hliðar við NATO. í Eftir Karl Blóndal Washington Post var haft eftir sendiherranum að það væri ekki hollt fyrir tengslin yfir Atlantshaf- ið ef Evrópusambandið ætlaði að taka að sér léttu verkefnin, en láta NATO um þungavigtina. Bent hefur verið á að Evrópur- íkin í NATO verji aðeins tveimur þriðju hlutum þess fjár til vamar- mála, sem Bandaríkjamenn gera, og þau fái í þokkabót mun minna fyrir peninginn. Það að Evrópa er pappírstígrisdýr sést á því að þar eiga að vera tvær milljónir manna undir vopnum, en með herkjum tókst að knýja fram að 40 þúsund manna herlið færi til Kosovo. Á fundi utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsins í Flórens í liðinni viku var lýst yfir stuðningi við fyrirætlanir ESB um aukinn hlut þess í öryggis- og varnarmál- um Evrópu, en þar ítrekaði Hall- dór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra mikilvægi þess að frumkvæði ESB í þessum málum mætti ekki verða til þess að veikja NATO og vamarskuldbindingar bandalagsins. Varaði hann við sundrungu milli ESB og NATO. Önnur vísbending um þann þunga, sem íslenska utanríkis- þjónustan leggur í þetta mál er ræða, sem Gunnar Pálsson, fasta- fulltrúi íslands hjá Vestur- Evrópusambandinu, á fundi utan- ríkis- og vamarmálaráðherra VES í Oporto í Portúgal um miðj- an maí. Þar sagði hann að íslensk stjómvöld legðu áherslu á að kom- ið verði til móts við kröfu evrópsku NATO-ríkjanna utan ESB um rétt þeirra til þátttöku í nýjum stofnunum sambandsins á sviði öryggis- og varnarmála eftir fyrirmynd núverandi fyrirkomu- lags innan VES, sem nú verður innlimað í ESB. Á móti hafi ís- lensk stjómvöld í hyggju að kanna hvað þau geti lagt af mörkum til sameiginlegra friðarstarfa á veg- um ESB í framtíðinni. Auk Islands em Norðmenn, Tyrkir, Tékkar, Ungverjar og Pól- verjar í þeirri stöðu að vera í NA- TO en utan ESB. Af þeim hafa Tyrlrir gengið harðast fram og krafist þess að NATO eigi úrslita- orðið þegar ákveða eigi framtíð Evrópu í öryggismálum. Hafa Tyrkir hótað að leggjast gegn að- gerðum ESB með stuðningi NATO. Þeir hafa einnig krafist fullrar aðildar að öryggis- og vam- arsamstarfi ESB og af ummælum íslenskra ráðamanna, þar á meðal Gunnars Pálssonar, má ráða að þeir komi þar ekki langt á eftir Tyrkjum í þeim efnum. Norðmenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum sín- um. Eftir síðustu stjórnarskipti í Noregi hafa þeir þó fjarlægst málstað íslands og mildast gagn- vart Evrópusambandinu. Tékkar, Ungveijar og Pólverjar knýja hins vegar á dyrnar hjá Evrópu- sambandinu og vilja því ekki styggja með heimtufrekju. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, orðar kröfugerð sína svo að fyrirætlanir Evrópusambandsins megi ekki klippa á tengsl Bandaríkjanna og forðast verði að mismuna NATO- ríkjum utan ESB. Javier Solana, fyrrverandi framkvæmdastjóri NATO og nú- verandi yfirmaður öryggis- og varnarmála hjá ESB, vildi að haft yrði náið samráð við NATO-ríkin sex utan ESB. Það mætti and- stöðu frá Frökkum sem nú hafa fallist á þetta sjónarmið í grund- vallaratriðum þótt samkomulag um útfærslu liggi ekki fyrir. Þótt gert sé ráð fyrir því innan ESB að NATO leggi til gögn og efni þegar nauðsyn krefur á ekki að afgreiða sambandið við ríkin utan ESB fyrr en hinar nýju öryggis- og vamarstofnanir ESB hafa verið mótaðar. Halldór Ásgrímsson hefur sér- staklega lýst yfir áhyggjum af því að áhrif Frakka, sem ekki eru þátttakendur í hemaðarstarfi NATO, á mótun stefnu ESB í ör- yggis- og varnarmálum muni leiða til þess að veikja tengslin yfir Atl- antshafið. Vershbow gagnrýndi reyndar ESB harðlega í ræðu í París 18. maí þar sem hann sagði að Bandaríkjamenn hefðu raun- verulegan áhuga á að ESB tækist ætlunarverk sitt, en ávallt þegar þeir vildu ræða málin væri beiðni þeirra tekið eins og tölvupósti með ástarorminum illræmda. Enn er ekki Ijóst hvað tilburðir ESB til mótunar sjálfstæðrar ut- anríkisstefnu munu hafa í för með sér fyrir íslendinga. Hitt er víst að þessar hræringar innan ESB eiga sinn þátt í því að Island er að koma út úr skelinni í utanríkis- málum og vart verður við tilraunir til að vera þátttakandi í þeim al- þjóðlegu stofnunum og samtök- um, sem við erum aðilar að, í stað þess að vera áhorfendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.