Morgunblaðið - 01.06.2000, Side 55

Morgunblaðið - 01.06.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ _______________________________FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 55 MINNINGAR + Margrét Emils- dóttir fæddist á Siglufirði 9. júlí 1941. Hún lést á heimili sínu á Akur- eyri 25. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Magna Sæmundsdóttir, f. 19.9. 1911, og Emil Andersen, f. 5.3. 1919, d. 18.10. 1971. Þau slitu samvistum. Systkini Margrétar eru Sæmundur, f. 8.12. 1936, hálfsyst- kini samfeðra, Anna Halla, f. 5.4. 1960, Björk, f. 6.7. 1962, og Þröstur, f. 5.9. 1963. Hinn 20. febrúar 1960 giftist Margrét Júlfusi Thorarensen, f. 23.12. 1940. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Kolbrún, f. 12.12. 1958, maki Egill Stefáns- son, f. 18.3. 1957 d. 28.8. 1998. Börn þeirra eru: a) Linda, f. 1978, maki Birgir Örn, f. 1977, barn þeirra Egill, f. 1999. b) Anna, f. 1981, unnusti Páll Valur, f. 1981. c) Einar Ingi, f. 1983. 2) Hall- grímur, f. 4.3. 1961, maki Þrúður Gísladóttir, f. 14.11. 1963. Börn þeirra eru: a) Tinna, f. 1994. b) Lára, f. 1996. 3) Valdimar Lárus, f. 2.12. 1962, unnusta Sara Helgadóttir, f. 18.5. 1976. Börn Valdimars eru: a) Bryngeir, f. 1984, b) Ingólfur Sigurður, f. 1989. 4) Magna Ósk, f. 23.8. 1973, unnusti Elmar Þorbergsson, f. 10-júlí 1975. Hinn 10. október 1987 giftist Margrét eftirlifandi inanni sínum Herði Guð- mundssyni, f. 13.3. 1946. Börn hans eru: 1) Sigrún Hrönn, f. 5.8. 1966, maki Þór Friðriksson, f. 24.6. 1964. Börn þeirra eru: a) Hrannar Þór, f. 1994, og b) Rósa Björg, f. 1996. 2) Hildur, f. 26.9. 1967, maki Ómar Viðarsson, f. 1.8. 1966. Börn þeirra eru: a) Ingi Þór, f. 1984, b) Kolbrún Björg, f. 1985. c) Hrann- ar Már, f. 1990. d) Hörður Örn, f. 1992. 3) Baldur, f. 1964. Börn hans eru: a) Sigrún og b) Viktor. Utför Margrétar fer fram frá Glerárkirkju á morgun, fóstu- daginn 2. júní, og hefst athöfnin klukkan 14. Margrét var mjög dugleg kona og ákveðin. Það var gott að vinna með henni. Við undirbjuggum saman, ásamt einni frænkunni til, tvö ættar- mót og þá nutu sín vel skipulags- hæfileikar Margrétar. Við fórum síðar, ásamt öðrum í fjölskyldunni, í ógleymanlega ferð á „ættaróðalið" að Krakavöllum í FJjótum þar sem við gengum saman um þær slóðir sem við höfðum svo oft heyrt talað um frá foreldrum okkar og ömmu og afa. Hún naut þeirrar ferðar. Margrét var alla tíð mjög náin móður sinni sem býr á Akureyri í hárri elli. Ég trúi því að þær haíi haft samband flesta daga. Magna, móðir hennar, sér nú á eftir einkadóttur sinni. Margrét háði harða baráttu gegn krabbameini og um tíma leit út fyrir að hún ætlaði að hafa betur í þeirri baráttu. Hún fékk nokkur góð ár en síðan tók meinið sig upp aftur. En Margrét naut hvers einasta dags eins og unnt var og lét aldrei deigan síga, dyggilega studd af eig- inmanni sínum og börnum. Með tímanum hemai’ yfir sárin í brjóstum þeirra sem unnu Margréti en það mun vætla úr þeim á stund- um. En lífið heldur áfram í marg- breytileika sínum og á morgun er nýr dagur sem hvetur til þátttöku í daglegu amstri. Ég sendi fjölskyldu Margrétar innilegar samúðarkveðjur frá fjöl- skyldunni á Suðurnesjum. MARGRET EMILSDÓTTIR Elsku mamma. Nú hefur þú lagt í þína hinstu för. Langri og strangri baráttu þinni er lokið. Það hefur myndast stórt skarð í tilveruna þar sem þín nýtur ekki lengur við. Ég veit að þér líður vel núna, laus við all- ar þjáningar. Þú varst sannkölluð hetja, það vita allir sem þekktu þig. Þú varst svo ákveðin í að berjast og það gerðir þú svo sannalega alveg til síðasta dags. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað verið hjá þér síðustu dagana, mamma mín, fengið að halda í höndina þína og strjúka þér. Ég á svo margar minningar um þig sem ég mun varðveita vel. Fjarlægðin á milli okkar gerði það að verkum að við hittumst sjaldnar seinni árin, en nánast daglega töluðum við saman í síma. Þú kenndir mér svo margt og alltaf var gott að geta leitað til þín með hvað sem var, þín ráð voru best. Á stundum sem þessum eru orð lítils virði en minningarnar mun dýr- mætarí. Þegar ég hugsa til baka er margs að minnast, en einmitt núna er mér efst í huga trefillinn sem þú prjónaðir og gafst mér fyrir nokkr- um dögum, en hann er táknrænn fyr- ir þrautseigju þína og dugnað og hann mun veita mér yl um ókomna tíma. Ég kveð. þig núna elsku, mamma mín, seinna munum við hittast en þangað til verður þú hjá mér í hjarta mínu. Þín dóttir, Magna Ósk. Elsku amma. Núna ertu farin, búin að kveðja okkur að sinni. Okkur finnst vera svo stutt síðan pabbi kvaddi okkur og sorgin dvaldi hjá okkur. En við vitum að þér líður bet- ur núna og pabbi hefur áreiðanlega tekið þér opnum örmum. Núna erum við stödd í sömu spor- um og fyrir tveimur árum. Að skrifa kveðjuorð, það var svo auðvelt að segja frá pabba og það verður einnig um þig því þið áttuð það sameigin- legt að vera okkur dýrmætar og ynd- islegar persónur. Við hefðum ekki geta hugsað okk- ur betri ömmu. Þú varst okkur meira en amma, þú varst vinur sem hægt var að segja hvað sem er, hlæja og gráta með. „Ef það er eitthvað þá vitið þið hvar ég er,“ varstu vön að segja. Það er sárt til þess að hugsa að eiga ekki eftir að koma oftar í salt- kjöt og baunir til þín, besta mat í heimi. Einnig eigum við eftir að sakna alls þess sem við gerðum sam- an, svo sem laufabrauðsgerðar, slát- urgerðar, jólaboðanna og allra veislnanna. Alltaf var hlegið og glatt á hjalla, þú varst frábær félagsskap- ur, svo lífsglöð og kát. Við gátum gert hvað sem er saman, sagt brand- ara, farið í látbragðsleiki, fíflast og hlegið, aldurinn skipti engu máli. Fjrrir ári síðan varðstu langamma í fyrsta sinn, aðeins 57 ára. Stolt þitt leyndi sér ekki og fyrr en varði varstu búin að segja öllum frá því. Litla langömmukútnum þínum hon- um Agli verður sagt allt um þig í framtíðinni. Flottustu langömmu norðan heiða. Eitt er okkur sérstaklega minnis- stætt. Það var um síðustu jól, að venju vorum við að fíflast saman eft- ir að hafa borðað góðan mat. Við vor- um í látbragðsleik, þú brást þér á gólfið, varla með heilsu til þess, og lékst háhyrning. Elsku amma, við gætum skrifað heila bók um hve frábær þú varst. En við teljum þetta segja í stuttu máli hvaða mann þú hafðir að geyma. Þú lifir áfram í hjörtum okk- ar því þar geymum við allar góðu minningarnar. Elsku Hörður, langamma, mamma, Halli, Lalli, Magna og fjöl- skyldur, missir okkar er mikill. Því verðum við að standa saman og styrkja hvert annað. Þín ömmubörn, Linda, Anna og Einar Ingi. Fyrstu minningarnar um Mar- gréti eru frá Grímsey. Þá var lífið leikur alla daga og við Margrét fimm og sex ára. Hún kom út í eyju í sum- arheimsókn. Síðan höfum við átt samleið. Margrét var hress kona og alltaf stutt í brosið. Hún sleit barnsskón- um á Siglufirði og á Akureyri en þar bjó hún alla tíð. Margrét hafði yndi af söng og spil- aði undir á gítar og engin gat dansað eins og Magga. Hún kunni að gleðjast og njóta lífsins. Hún hafði ánægju af útiveru og dveljast í tjaldi, ganga með vatni og fylgja manni sínum í sjóstanga- veiði. Gæti ég safnað saman ólíkum röddum syngjandi linda, og fært ykkur áður en dimmir hljómvönd eins fagran og hlust ykkar þráir aðvetri þegar harður fjötur læsist um vötnin blá. (Ólafur Jóhann Sig.) Guðrún Jónsdóttir. Elsku Magga, það er komið að kveðjustund og margs að minnast frá starfi þínu í Heimaþjónustu Ak- ureyrarbæjar sl. 13 ár. Okkur langar í örfáum orðum að þakka þér langt og farsælt samstarf. Við höfum fylgst með þér og dáðst að styrk þínum og hugrekki. Það er alltaf erfitt að sætta sig við það þeg- ar fólk á besta aldri verður undir í baráttunni við illvígan sjúkdóm. Með þessu ljóði viljum við kveðja þig og biðja algóðan Guð að styrkja ástvini þína: Eg bið þig Guð að gæta mín oggefamérþittbrauð, svo elska megi ég orðin þín ogaldreih'ðanauð. Ég bið þig Guð að gæta mín oggefamérþinnfrið, svo öðlast megi ég ást til þín ogöðrumveitalið. Ég bið þig Guð að gæta mín oggefamérþittljós, svo lýsa megi ég leið til þín lífsins smæstu rós. Ég veit þú, Guð, mín gætir hér í gleði, sorg og þraut og glaður mun ég gefast þér þá gengin er mín braut. (Ingibjörg R. Magn.) Elsku vinkona, far þú í friði, þökk fyrir allt og allt. Kæri Hörður og fjölskylda, við sendum ykkur innilegustu samúðar- kveðjur. Starfsfólk Heimaþjónust- unnar á Akureyri. + Við þökkum af heilum hug öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, ♦engdaföður, afa og langafa, TRYGGVA GÍSLASONAR pípulagningameistara, Hraunbæ 103. Fyrir hönd aðstandenda, Alda Sigurjónsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR, Kirkjulundi 8, Garðabæ, verður jarðsungin frá Vífilsstaðakirkju í Hafnar- firði á morgun, föstudaginn 2. júní, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Ólafur Kristján Guðmundsson, Guðmundur Þ.B. Ólafsson, Þuríður Kristín Kristleifsdóttir, Magnea Guðlaug Ólafsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Daníel M. Jörundsson, Magnús Óli Ólafsson, Erla Dís Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA GUÐRÚN EGILSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja, Rauðafelli, Bárðardal, Lyngheiði 9, Hveragerði. Útförin fer fram frá Lundarbrekkukirkju laugar- daginn 3. júní kl. 14.00. Egill Gústafsson, Helga Haraldsdóttir, Vigdís Gústafsdóttir, Jón Gústafsson, Lotta Wally Jakobsdóttir, Björn Gústafsson, Herborg ívarsdóttir, Eysteinn Gústafsson, Svanborg Gústafsdóttir, Vörður Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir og amma, DÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR, Logafold 77, verður jarðsungin frá Seljakirkju þriðjudaginn 6. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er þent á Minningarsjóð Tónlistarskóla Grafarvogs, reikningur nr. 324-13-200065. Einar Bjarnason, Lovísa Guðbjörg Sigurjóns, Sigurjón Harðarson, Dóra Björk Aðalsteinsdóttir, Guðjón Örn Aðalsteinsson. + Inniiegar þakkir færum við þeim, sem veittu okkur stuðning og sýndu hlýhug við andlát og útför frænku okkar, ÞÓRUNNAR KOLFINNU ÓLAFSDÓTTUR, áður til heimilis (Lönguhlfð 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki í Lönguhlíð 3 og starfsfólki á 2. hæð á Drop- laugarstöðum fyrir hlýhug þeirra og einstaka umhyggju Ólafur Ögmundsson, Þórunn K. Hetgadóttir, Katla Ólafsdóttir og aðrir ættingjar. + Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, systur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Stangarholti 12, Reykjavík. Sérstaklega viljum við þakka Þorgerði G. Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingi, kærleiksríka umönnun síðustu æviár hennar. Sigurður Ingólfsson, Sigríður Kristinsdóttir, Erna Björg Baldursdóttir, Ólafur Ingi Óskarsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, barnabörn, langömmubarn og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.