Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 71

Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 71 Fjársjóðir á Norður- landi vestra AÐ undanfömu hafa ferðamálafull- trúar í Skagafirði og Húnavatnssýsl- unum unnið hörðum höndum að gerð korta þar sem kynntar eru nýjar gönguleiðir. „Þetta eru að sjálfsögðu ævafornar leið- ir, ef út í það er farið,“ viður- kennir Bjarn- dís Hannes- dóttir, ferðamálafull- trúi Austur- Húnavatns- sýslu,“ en fýr- ir göngugarpa samtímans er hér um nýjan valkost að ræða; þessar leiðir hafa ekki verið kortlagðar fyrr. Kortagerðin er samstarfsverkefni á kjördæmisvísu og er ætlunin að gefa út þrjú kort til að byrja með. Læri daglega eitthvað nýtt Bjarndís er með aðsetur á Blönduósi og undanfarna mánuði hefur hún farið víða um sýsluna og fengið heimamenn tfi að merkja inn fallega staði sem ekki eru í alfara- leið. „Þetta er búið að vera mjög skemmtileg vinna,“ segir hún, „því nánast daglega lærir maður eitthvað nýtt; heyrir um staði sem maður hafði ekki hugmynd um að væru til. Það eru ótal faldir fjársjóðir hér fyr- ir norðan,“ bætir hún við. Eru ferðamálafulltrúarnir ekkert orðnir fótsárir? Þurfa þeir ekki sjálf- ir að þramma upp um fjöll og fimindi til að komast að þessum náttúru- perlum? „Við göngum meira en með- aljóninn," svaraði Bjarndís og hló. „Eg er t.d. búin að ganga talsvert á Grímstunguheiði og Auðkúluheiði og þar eru margir fallegir staðir sem ég vissi ekkert um. Svo hef ég nokkrum sinnum gengið meðfram Vatnsdals- ánni og komið í hefimikið og gullfal- legt gil; Vatnsdalsárgil, sem fáir vita af nema heimafólk. Sú ferð tekur hefian dag. Einnig má nefna Laxár- dalinn og Langadalsfjöllin; það er heill heimur út af fyrir sig og í Lax- árdalnum er mjög gott gönguskíða- svæði,“ upplýsti hún Verið er að leggja lokahönd á gerð tveggja af þessum þremur kortum. Að sögn Bjarndísar nær eitt kortið til innsveita Húnavatnssýslu og fram á Auðkúluheiði; annað tekur Skagafjörðinn fyrir og hið þriðja mun að öllum líkindum ná yfir Vatnsnesið Kortin verða til sölu í upplýsinga- miðstöðvunum í sveitinni og ef að líkum lætur verður einnig hægt að nálgast þau hjá férðafélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að hvert kort kosti u.þ.b. 500 krónur. Verður framhald á þessu framtaki ferðamálafulltrúanna? „Við vonum það svo sannarlega," sagði Bjarndís. „Eftirspurnin eftir skipulögðum gönguferðum er svo sannarlega fyr- ir hendi. Farskóli Norðurlands vestra sótti nýverið um styrk fyrir okkar hönd til að mennta gönguleið- sögumenn. Ef við fáum hann opnast ótal möguleikar." Bjarndís Hannesdóttir Blómaval þakkar góðar undirtektir við gróðrarótakið og býður 10 stjúpur í kaupbæti með 30 stk. stjúpu- bakkanum. 10+30= 40 Stjúpur Aðeins í dog! Blandaðir litir iBirkikvistur Upplýsingasími: 5800 500 j STQfifijlNING Palomino Vinsælasta fellihýsiö á Islandi i dag og um helgina FIMMTUDRGINN 1. JÚNI kl. 13-16 SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJARSLÓÐ 7 I07REYKJAVIK SimiSI 12203

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.