Morgunblaðið - 01.06.2000, Qupperneq 81

Morgunblaðið - 01.06.2000, Qupperneq 81
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JUNI 2000 FRETTIR Námskeið Opins háskóla um bókmenn- ingu og þjóðmenningu Á VEGUM Opins háskóla, menning- arborgarverkefnis Háskóla Islands, verður dagana 5., 7. og 8. júní nk. kl. 17.15-19 haldið námskeið undir yfir- skriftinni Bókmenning og þjóð- menning - Opin Arnastofnun. Nám- skeiðið verður haldið í Odda, stofu 101. Á námskeiðinu verður fjallað um íslensku miðaldahandritin; bóka- gerð og bókband, blek, ritfbng og lýsingar (myndskreytingar) og upp- haf íslenskrar skriftar og þróun hennar í stórum dráttum fram á 19. öld borin saman við skriftarþróun annars staðar í Evrópu. Hugað verð- ur að því fjölskrúðuga efni sem leyn- ist í íslenskum miðaldahandritum og litið á hvernig skrifarar og ritetjórar völdu saman texta í bækur. í þessu skyni verður farið ítarlega í efni og byggingu fáeinna handrita, rýnt í forsendur efnisvalsins og þess freistað að sýna þann mun sem verð- ur á bókunum eftir því hverjum þær eru ætlaðar. Þá verður einnig sagt frá söfnun og skráningu þjóðhátta- lýsinga, sagna, kvæða og þjóðlaga á vegum Árnastofnunar undanfarin fjörutíu ár, bæði hér heima og á meðal landa í vesturheimi, gerð grein fyrir fjölbreytileika efnisins og leikin nokkur dæmi úr hinu tvö þús- und klukkutíma hljóðsafni stofnun- arinnar. Þátttakendum námskeiðsins mun standa til boða að skoða handrita- sýningu Árnastofnunar sem opnuð verður 1. júní nk. Sýningin ber yfir- skriftina Kristnitaka og Vínlands- ferðir í elstu heimildum. Stofnun Arna Magnússonar á íslandi varð- veitir allar mikilvægustu ritaðar frumheimildir sem til eru um kristnitökuna á íslandi og ferðir norrænna manna til Vesturheims. Á Þorláksvaka um helgina Þorlákshöfn. Morgunblaðið. j ÞORLÁKSVAKA er orðinn fastur Í* liður í sumarkomunni í Þorlákshöfn og nági’enni. Lúðrasveit Þorláks- hafnar hefur staðið fyrir hátíðahöld- unum síðan 1988. Að þessu sinni verður vakan með nokkuð öðru og veglegra sniði. Sveit- arfélagið Ölfus og Reykjavík - menningarborg 2000 koma inn með beinni þátttöku ásamt því að dag- skráin mun tengjast sjómannadags- dagskránni. Dagskráin hefst föstu- | daginn 2. júní og þá mun Blúsband Andreu Gylfadóttur leika ásamt I Dixieland hljómsveit Árna ísleifs. Á laugardag hefst dagskráin kl. 13:00 með skrúðgöngu frá grunnskólanum að skrúðgarðinum. Þar verður fjöl- breytt dagskrá fyrir alla aldui’shópa, m.a. koma leikarar úr Ávaxtakörf- unni og flytja atriði úr leikritinu. Ásta úr „Stundinni okkai'" kemur í heimsókn með Lóu ókurteisu. Kórar syngja og margt fleira. Um kvöldið | verður unglingadansleikur þar sem I hljómsveitin Buttercup heldur uppi I fjörinu. Hefðbundin sjómannadagsdag- skrá verður svo á sunnudeginum, þar má nefna keppni í handflökun, lyftararallí og fleira. Endað verður á grillveislu í skrúðgarðinum kl. 19:00. Reiðnám- skeið í Viðey LAXNES Hestaleiga starfrækir I Reiðskólann í Viðey í sumar. í boði " verða 10 daga reiðnámskeið í sumar °g byrjar fyrsta námskeiðið 5. júní. Haldin verða 2 námskeið á dag í júní og ágúst en 1 á dag í júlí. Fyrri nám- skeiðin byrja klukkan 9 en þau seinni klukkan 13. Farið er út í Viðey með Viðeyjarferjunni og verður bömun- um kennt allt um hesta samhliða leikjum, fjöruferð og fræðslu um dýralíf á eyjunni og endar svo nám- skeiðið á ratleik þar sem börnin leita að fjársjóði á hestbaki. Eftir fjár- ' sjóðsleitina verður haldin grillveisla. sýningunni verða handrit sem geyma þessar frásagnir og eru und- irstaða þess að á árinu er þúsund ára minningu þessara tveggja merku at- burða haldið víða á lofti með eftir- minnilegum hætti. Sögð verður saga handritanna og textanna sem þau varðveita og skyggnst inn í þann heim sem að baki þeirra býr. Fyrirlesarar á námskeiðinu verða: Sigurgeir Steingrímsson handritafræðingur, Guðvarður Már Gunnlaugsson handritafræðingur, Guðrún Nordal íslenskufræðingur, Sverrir Tómasson miðaldafræðing- ur og Rósa Þorsteinsdóttir þjóð- fræðingur. Námskeið Opins háskóla eru öll- um opin endurgjaldslaust, en þátt- takendur verða að skrá sig hjá End- urmenntunarstofnun Háskóla íslands í síma 525 4923. Umhverfísmál rædd hjá Sam- fylkingunni SÍÐASTA laugardagskaffi Kjör- dæmisfélags Samfylkingarinnar í Reykjavík á þessum vetri verður laugardaginn 3. júní kl. 11 á Sóloni íslandus. Umhverfismál verða til umræðu og verður frummælandi Björn Guðbrandur Jónsson, líffræð- ingur og framkvæmdastjóri samtak- anna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Bjöm nefnir innlegg sitt: Sjálfbær þróun - hvað er það? Bjöm Guðbrandur hefur víðtæka reynslu og menntun á sviði umhverfismála. Fundurinn er öllum opinn. Samkeppni um framtíðina SAMBAND ungra framsóknar- manna stendur fyrir keppni um framtíðina fyrir ungt fólk í sumar. Keppendum er ætlað að skila inn hugleiðingum á rituðu máli sem tengjast framtíðinni með einhverj- um hætti, t.d. í formi ljóðs, smá- sögu eða ritgerðar. Skilafrestur er til 15. júní nk. og er ferðaúttekt að upphæð kr. 50.000 í verðlaun fyrir sigurvegar- ann. í dómnefnd keppninnar sitja þau Þráinn Bertelsson, Jónína Bjartmarz og Kári Bjamason. Keppendur skulu senda framlag sitt bréfleiðis á skrifstofu Fram- sóknarflokksins, Hverfisgötu 33, 101 Reykjavík, merkt: „Framtíð- in“. Nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi. Úrslit verða tilkynnt á þingi SUF, sem haldið er að Hólum í Hjaltadal í Skagafirði helgina 23.- 25. júní nk. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Framsóknar- flokksins. Hringferð SUF Fulltrúar SUF fara hringinn í kringum landið dagana 31. maí til 4. júní. Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á samkeppni um framtíðina og þingi SUF og hitta unga framsóknarmenn að máli um allt land. Meðal viðkomustaða eru: Borgarnes, Hólmavík, Súðavík, ísafjarðarbær, Hvammstangi, Blönduós, Sauðárkrókur, Akur- eyri, Húsavík, Egilsstaðir, Seyðis- fjörður, Fjarðarbyggð, Fáskrúðs- fjörður, Stöðvarfjörður, Breið- dalsvík, Djúpivogur, Homafjörður, Kirkjubæjarklaustur, Vík, Hvols- völlur, Hella, Selfoss og Hvera- gerði. gleraugnasyning /. a. E ye works föstudag qcj laugardag — sjáðu — Komdu og sjáðu Laugavegi 40, sími 561 0075 JWPS ----—---- í EXIT — L ——.—-- í «0 1 o a o) o O) 0) e o 8) t Laugavegur 97 Opið laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 13-17 seljum beint af lager verð sem þú hefur aldrei séð áður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.