Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 35
Náttúra í hljómum
TOJVLIST
Ýmir
KÓRTÓNLEIKAR
Tónleikaröð Tónskáldafélagsins,
Listahátíðar og Reykjavíkur -
menningarborgar 2000. Hamra-
hlíðarkórinn söng kórverk eftir Jón
Þórarinsson, Jón Ásgeirsson, Gunn-
ar Reyni Sveinsson, Pál P. Pálsson,
Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson
og Þorkel Sigurbjörnsson.
Sunnudag kl. 20.30.
ÍSLENSK tónlist á tuttugustu
öld er yfirsknft tónleikaraðar Tón:
skáldafélags íslands nú í aldarlok. I
febrúar söng Hamrahlíðarkórinn
kórtónlist frá fyrri hluta aldarinnar,
en nú tónlist frá því eftir stríð. Eins
og búast mátti við kemur í ljós að
talsverður munur er á því sem sam-
ið var fyrir miðja öld og þess sem
síðar var samið. Það er ljóst að kór-
tónlist fyrri hluta aldarinnar á
sterkar rætur í nítjándu öldinni en
kórtónlist sem samin er eftir stríð
er allt annars konar. Þar er komin
ný kynslóð tónskálda og með henni
nýtt tónmál. Það sem síst hefur
breyst er viðfangsefni skáldskapar-
ins sem tónlistin er samin við, þótt
vissulega gæti þar breytinga á for-
mi og stíl frá því sem var á fyrri
hluta aldarinnar. Enn eru þó tón-
skáld einnig að semja við gamlan
kveðskap, jafnvel úr þjóðsögunum.
Enn sem fyrr er náttúran það
sterka afl sem drífur skáldin áfram.
En nú er það ekki bara landslagið;
fjöll og dalir eins og í ljóðum róm-
antíkeranna, heldur náttúran í sinni
víðustu mynd. Litrófið er ekki bara
„grænt og hlýtt“ heldur tæma
skáldin litrófið í meitluðum og
myndrænum stemmningum.
Sofa vængbláar hálfnætur
í þakskeggi mánans...
Steinn Steinair: úr Tímanum og
vatninu.
Lyngið er fallið
að laufi
holtin regnvot
og hljóð
kvöldskin á efsta
klifi.
Snorri Hjartarson: úr Haust-
myndum.
Þannig er ort á seinni hluta ald-
arinnar og hið nýja tónmál dregur
dám af kveðskapnum á sinn hátt.
Hvað einkennir þessa nýju kórtón-
list? Er hægt að leita þráðar sem
fleiri en eitt og fleiri en tvö tónskáld
nota í vef sinn? Jú, víst er það svo.
Það sem einkennir kórtónlist seinni
hluta aldarinnar er fyrst og fremst
hijómræn náttúra hennar. Nú kann
einhver að spyrja hvort það sé ekki
eðli kórtónlistar hvort eð er að vera
hljómræn. Því verður auðvitað
svarað játandi, en þó er þetta ein-
kenni svo sterkt hjá flestum þess-
ara tónskálda að segja má að tón-
listin beri þetta einkenni sterkar en
önnur vestræn kórtónlist okkar ald-
ar. Langt er í evrópska pólýfóníu í
íslenskri kórtónlist, en blæbrigða-
rík hómófónía, þar sem hijómar
ferðast saman og máta sig í litrík-
ustu blæbrigðum hver við annan, er
alls ráðandi. Á tónmáli íslenskrar
kórtónlistar hefur orðið samhljóm-
ur fengið nýja merkingu. Sam-
hljómur er ekki bara hinn slétti og
felldi þríhljómur; heldur allt það lit-
róf hljóma sem lætur vel í eyrum.
Þannig rímar íslenski kórsamhljóm-
urinn við náttúruna sem hann syng-
ur um; þar er fegurðin ekki fólgin í
sléttri og felldri manngerðri nátt-
úru, heldur miklu frekar í hrika-
legri fegurð óhaminnar náttúru ís-
lands, þar sem lítið bólar á
formfestu og symmetríu þríhljóms-
landslagsins. Þessi náttúra fellur
okkur ekki bara vel í geð, okkur
þykir hún jafnvel fallegri en önnur.
Eins er það með íslensku kórtón-
listina. Hún tekur annarri fram af
því hún er falleg og mótuð af sam-
hljómnum við íslenska náttúru.
Þetta er sterk tónlist og mögnuð og
vekur alls kyns kenndir og tilfinn-
ingar.
Söngur Hamrahlíðarkórsins var
sannur og fagur. Mörg verkanna
voru enda samin fyrir kórinn, og
stjórnanda hans, Þorgerði Ingólfs-
dóttur. Hreinleiki samhljómsins í
Hamrahlíðarkórnum er jafn eðlileg-
ur þessari tónlist og hreinleikinn er
íslensku náttúrunni. Það er erfitt að
tína eitt til öðru fremur sem gladdi
meir en annað; söngur kórsins var
eins og hann er bestur, og frábær
hljómur hins bjarta sönghúss Ymis
jók enn á hughrifin. Verkin á efnis-
skrá Hamrahlíðarkórsins voru Sól-
arkvæði eftir Jón Þórarinsson, Lög
úr Kiljanskviðu eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, fyrsti hluti Tímans og
vatnsins eftir Jón Ásgeirsson,
Limrur eftir Pál P. Pálsson, Kveðið
í bjargi og Umhverfi eftir Jón Nor-
dal, Haustmyndir eftir Atla Heimi
Sveinsson og Fararsnið og Vorið,
það dunar eftir Þorkel Sigurbjörns-
son. Verkefnavalið var einstaklega
vel heppnað, og hvert verkið öðru
ólíkt, þrátt fyrir sameiginleg ein-
kenni. Sólarkvæði Jóns Þórarins-
sonar var elsta verkið á efnis-
skránni, samið fyrir Útvarpskórinn
1949. Sindur sólarinnar var ítrekað
með tvíundum í viðlaginu: „Hún
vermir, hún skín“ eins og sólargeisli
sem sker í augu. Verk Jóns Ás-
geirssonar Tíminn og vatnið var
frumflutt á eftirminniiegum tónleik-
um Harmahlíðarkórsins í Operunni
á Listahátíð 1988. Söngur kórsins
nú var ekki síðri en þá og hljóm-
rænar stemmningar dregnar falleg-
um litum. Söngvar Gunnars Reynis
úr Kiljanskviðu eru skemmtilega
rytmískir og fullir af húmor og
gleði. Sömu gleði var að fínna í
Limrum Páls P. Pálssonar, Vögnum
á skólalóð og Öld hraðans. Verk
Páls var það sem var mest öðruvísi
og kannski evrópskast þessara kór-
verka, með meiri pólýfóníu, sterkari
ómstríðu og talsöng. Kórinn söng
þessar snjöllu tónsmíðar afburða
vel. Verk Jóns Nordals, Kveðið í
bjargi og Umhverfi, voru feiknar
vel sungin af Hamrahlíðarkórnum.
Þykk og safarík hljómfegurð ein-
kennir bæði lögin; tregablandin í
Kveðið í bjargi, en gleðirík í Um-
hverfi, þar sem landslagið er sann-
arlega málað hijómum í stað lita.
Frábær flutningur kórsins og fjög-
urra hljóðfæraleikara á Haust-
myndum eftir Atla Heimi Sveinsson
við ijóð Snorra Hjartarsonar var
hápunktur tónleikanna. Heillandi
kyrrð og stillt ró á mörkum min-
imalisma einkennir verkið og nið-
andi hljómfegurð yfir pedalbassa.
Þetta var mikil upplifun. Síðustu
verkin, Fararsnið og Vorið, það
dunar eftir Þorkel Sigurbjörnsson,
eru meðal vinsælustu kórverka
Þorkels. Hamrahlíðarkórinn hefur
sungið þau oft og jafnan af þeirri
innlifun sem skapað hefur vinsældir
þeirra. Það var engin undantekning
á fallegum söng Hamrahlíðarkórs-
ins í lögum Þorkels fremur en öðru
á þessum skínandi góðu tónleikum.
Bergþóra Jónsdóttir
Þorberaur Guðmundsson
rgu
ióri
Sölusti
Langar þig til að prófa
4x4 fólksbíl með öllu?
o
Meiri þægindi, glæsilegra
úrtlit og aukið öryggi.
SUZUKI BalenoWagon Limited Edition er
enn betur útbúinn og glæsilegri en Baleno
Wagon. Hann er að sjálfsögðu fjórhjóla-
drifinn, með ABS hemla og allan hefð-
bundinn Baleno-staðalbúnað. Færðu
einhvers staðar meira fyrir þetta verð?
Hvaö er nýtf?
• Leðurklætt stýri
• Leðurklæddur gírstangarhnúður
• Viðaráferð á mælaborði
• Álfelgur
• Sílsalistar
• Þokuljós
• Samlitir speglar
• Fjarstýrð samlæsing
.OG ÞETTA ER VERÐIÐ!
1.725.000 KR.(
allt innifaliö.
$ SUZUKI
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Hvammstangi:
Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. fsafjörður: Bllagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00.