Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 11 FRÉTTIR Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra um tillögur Hafrannsóknastofnunar Ekki sérlega váleg tíðindi HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að tillögur Hafrannsóknastofnunar byggi á því hvað sé hagkvæmt með tilliti til vaxtar og viðgangs fiskistofna. „Það eru vissulega vonbrigði að þorskstofninn er í heldur verra ásigkomulagi en menn höfðu vonast til, en hins vegar lít ég ekki á skýrsl- una sem sérstaklega váleg tíðindi. Ef vel er að gáð kemur í ljós að jafnvel þótt aflinn á næsta ári yrði ákvarðaður hinn sami og í ár, væri þorskstofninn að vaxa,“ segir Halldór og bætir við að hlutfallið í veiðinni árið 1999 hafi ekki verið nákvæmlega það sama og gert hafði verið ráð fyrir; 33% en ekki 25%. Að sögn Halldórs er verkefnið nú að vega og meta aðgerðir með tilliti til fiskifræðilegra og efnahagslegra sjónarmiða. „Það gerir sjávarútvegsráðherra á næstunni,“ segir ut- anríkisráðherra. Veislunni lokið Ef fylgja á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hefur það miklar efnahagslegar afleiðingar í för með sér að mati Össurar Skarphéðinsson- ar, foi-manns Samfylkingarinnar. „Væntan- lega hafa þær aðgerðir marktæk áhrif á gengi hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum. Við- skiptahalli mun aukast, sem þýðir einfaldlega að veislunni er lokið,“ segir Óssur. Hann tel- ur líklegt að sjávarútvegsráðherra muni verða fyrir miklum þrýstingi að fara ekki eft- ir tillögum Hafrannsóknarstofnunar. „Á næstunni kemur í ljós hve beinin eru sterk í Árna Mathiesen," segir Össur. Hann segir niðurstöðu Hafrannsóknastofn- unar vissulega vera vonbrigði. „Hins vegar verða menn að halda ró sinni og ég tel of snemmt að dæma vísindaaðferðir Hafrann- sóknastofnunar úr leik. Það má ekki gleyma því að nú hafa komið fram þrjú ár í röð sterk- ir seiðaárgangar eftir tíu til ellefu mjög slaka. Þessir árgangar eru auðvitað afrakstur þeirr- ar verndarstefnu sem fram hefur verið haldið undir leiðsögn Hafrannsóknastofnunar," seg- ir Össur. Ofmat á fjölda stórþorska Össur segist telja að elsti árgangur þessara þriggja muni á næsta ári fara að gera vart við sig með marktækum hætti í veiðinni. „Ég tala nú ekki um ef árferðið verður gott í sjónum eins og margt bendir til. I kjölfarið má vænta þess að þessir stofnar haldi uppi veiðinni með betri hætti en áður. Þessu gleyma menn þeg- ar þeir ráðast á kerfið," segir Ossur. Að mati Össurar hefur Hafrannsóknastofn- un sennilega ofmetið fjölda stórþorska síð- ustu fimm ár. „Skekkjan í þeirri tölu þarf ekki að vera stór til að hafa áhrif á aflaþyngd, þar sem þeir eru stórir og þungir eins og nafnið gefur til kynna,“ segir hann. Þá bendir Össur á að sterkar vísbendingar hafi komið fram á síðustu árum um samhengi milli stærðar hrygningarstofnsins og seiða- árgangsins, þótt ekki hafi verið lagðar fram Morgunblaðið/Ámi Sæberg óyggjandi sannanir þess efnis. „Ef þetta sam- hengi er til staðar, eins og margt bendir til, verðum við að draga úr veiðum til að ná fram stórum seiðaárgangi," segir Össur. Össur setur spurningarmerki við fyrirætl- anir sjávarútvegsráðherra um að taka í aukn- um mæli tillit til fiskifræða sjómannsins. „Það hefur yfirleitt verið okkur til farsældar að fara að ráðum fiskifræðinga, en auðvitað eru niðurstöður þeirra innan ákveðinna skekkjumarka. Þess vegna er ákvörðun heildarafla alltaf pólitísk," segir hann. Blæs á ráðgjöf Hafró Sverrir Hermannsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, segist ekki hafa mikla trú á tillögum Hafrannsóknastofnunar. „Sú stofn- un hefur aldrei lagt til neitt af viti í sambandi við fiskveiðar við Island," segir hann. Sverrir segir ástandið hafa verið mun betra þegar stundaðar voru veiðar án ráð- gjafar stofnunarinnar. „En síðan hún tók við hefur allt farið á verri veg. Á árunum 1950-70 var meðalþorskafli á íslandsmiðum 338 þús- und tonn. Þá naut ekki við ráðgjafar þessara snillinga," segir Sverrir. „Skyndilega hrukku menn upp og sögðu að verið væri að útrýma þorskstofninum. Þessi ráðgjöf, sem fylgdi í kjölfarið, endaði með því að farið var niður í 160 þúsund tonn. Hún hef- ur orðið til þess að sennilega hefur verið veitt allt of lítið á íslandsmiðum," segir Sverrir, „þannig að ég blæs á alla ráðgjöf frá stofnun- inni.“ Hvernig telur Sverrir að ákvarða eigi heildarafla? „Það ætti að setja stofnunina af í svo sem eins og tíu ár, taka fiskveiðileyfin af gripdeildarmönnunum og lofa mönnum að róa sjálfum til fiskjar á sín eigin mið,“ segir Sverrir Hermannsson. Vonbrigði Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður Vinstri grænna, segir tiilögur Hafrannsókn- astofnunar vera mikil vonbrigði. „Sérstak- lega auðvitað hvað varðar þorsk- og rækjust- ofninn. En við verðum að trúa því að þarna sé aðeins um tímabundið bakslag að ræða, og uppbygging þorskstofnsins haldi áfram,“ segir hann. Arni segist ekki vera á þeirri skoðun að draga beri úr áhrifum vísindamanna við ákvörðun heildarafla. „Við verðum að treysta á vísindin og ég hef engar forsendur til ann- ars. Við verðum að huga að jafnvægi í lífrík- inu í sjónum; innra samspili stofnanna," segir hann. Árni segir að huga þurfi frekar að þessu samspili, ekki síst í ljósi minnkandi rækjustofns. „Tillagan um að veiða aðeins 12.000 tonn af rækju er gríðarlegt áfall og að mínu mati jafnmikið og tillögurnai' um þorskinn,“ segir Árni Steinar, „hins vegar eru nokkrir ljósir punktar í þessum tillögum, t.a.m. jákvæðar fréttir af grálúðu,“ bætir hann við. Ovíst um áhrif kvótaskerðingar á fiskverð og markaði Verðhækkanir vega ekki upp skerðingu Talsmenn samtaka á vinnumarkaði um tillögur Hafrannsóknastofnunar Slæm áhrif á efnahagslífið AHRIF á markaði fyrir íslenskar sjávarafurðir erlendis þurfa ekki að vera neikvæð, verði farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar um niður- skurð á aflaheimildum við Island. Þvert á móti gæti markaðsstaðan styrkst en ekki er þó líklegt að af- urðaverð hækki í kjölfarið. Þá er ekki viðbúið að fiskverð á fískmörkuðum hérlendis hækki vegna þessa. Andrés Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri íslandsmarkaðar hf„ á ekki von á því að niðurskurður á afla- heimildum muni hafa mikil áhrif á fiskverð hérlendis, enda ráði afurða- verð meira þar um. „Verði farið að tillögum Hafrannóknastofnunarinn- ar verður það að minnsta kosti ekki til að lækka fiskverð á mörkuðunum. En ég er ekki viss um að þrátt fyrir niðurskurð aflaheimildum þá skerð- ist magn inn á markaðina hlutfalls- lega jafn mikið. Undanfarin fjögur ár hafa verið seld um 100 þúsund tonn á fiskmörkuðunum hérlendis, þrátt fyrir sveiflur í afla. Það sem mestu ræður framboði á fiskmörkuðunum í dag er afli smábátanna, en þeir hafa til dæmis fengið að veiða frjálst í ýsu. Ég geri því ekki ráð fyrir að niður- skurðurinn leiði beint til hækkunar á fiskverði. Leiði hann hinsvegar til hækkunar á afurðaverði gæti það hinsvegar haft áhrif til hækkunar á fiskverði hérlendis" segir Andrés. Framboð á mörkuðum minnkar Logi Þormóðsson, stjórnarfor- maður Reiknistofu fiskmarkaðanna, bendir á að íslenskir fiskmarkaðir fái nú þegar ákveðna hlutdeild heildar- aflans og niðurskurður á aflaheimild- um hljóti þar af leiðandi að hafa áhrif á framboð á mörkuðum, líkt og hjá annarri fiskvinnslu í landinu. Hann segir að með minna framboði hækki verð og bendir á hátt verð á ýsu og þorski á mörkuðunum undanfarna mánuði sem einkum megi rekja til takmarkaðs framboðs. Logi segir Ijóst að verði tillögur Hafrannsóknastofnunar að veruleika komi minna af fiski til vinnslu hér- lendis. Hinsvegar megi draga úr þessum samdrætti með því að koma í veg fyrir að afli sé sendur óseldur úr landi. „Þannig myndi skerðing á afla- heimildum ekki koma eins illa niður á fiskvinnslunni. Það má selja þennan afla hérlendis í stað þess að senda hann eða sigla með hann ferskan á markaði erlendis. Þannig myndi koma meira magn inn á fiskmarkað- ina. Eins gæti niðurskurður haft þær afleiðingar að kvótinn verði orðinn það lítill hjá mörgum að þeir hætta að verka fiskinn sjálfir og setja hann þess í stað á markað." Þarf ekki að hafa slæm áhrif Magni Geirsson, framkvæmda- stjóri Icelandic UK, dótturfélags SH í Bretlandi, segir erfitt að meta áhrif tillagna Hafrannsóknastofnunar, verði eftir þeim farið. Hann bendir á að markaður fyrir sjávarafurðir hafi að undanförnu verið fremur þungur, beggja vegna Atlantshafsins. Áhrif niðurskurðar á aflaheimildum komi þannig ekki í ljós fyrr en í haust. Hann segir hinsvegar að niðurskurð- ur þurfi ekki endilega að vera slæm- ar fréttir á mörkuðunum. „Augljós- lega verður minna að selja, en það þarf ekki að koma sér illa. Markað- sstaða íslendinga og hlutdeild ís- lenska fisksins er sterk á mörkuðun- um og við þurfum ekki að óttast að tapa þessari stöðu okkar. Ég á samt ekki von á því að verð hækki frá því sem nú er. Á meðan markaðurinn er jafn erfiður og nú er, hefur kvótanið- urskurður ekki mikið að segja. Eftir- spumin hefur dregist saman og salan verið tregari. Það kemur til af mörgu. Til dæmis sátu íslendingar eftir í sölu sjávarafurða á tímabili, á meðan Norðmenn seldu grimmt." Jóhannes Már Jóhannesson, að- stoðarframkvæmdastjóri SÍF ís- land, gerir ekki ráð fyrir að verð- hækkanir á sjávarafurðum vegi upp skerðingu á aflaheimildum, gangi ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar eft- ir. „Eg tel að áhrif af skerðingu verði ekki veruleg. Verði af tillögunum þá gætu markaðii’ okkar erlendis hins- vegar styrkst, enda treystir umræða um minnkandi framboð venjulega markaðsstöðuna. En minni afli mun væntanlega þýða minna framboð, en ég tel að skerðingin komi jafnt niður á öllum tegundum fiskvinnslunar, enda hefur gengisþróun meiri áhrif þar á milli þar sem helstu saltfisk- markaðir eru á meginlandi Evrópu," segir Jóhannes. SAMTÖK atvinnulifsins hafa enn sem komið er ekki lagt sjálfstætt mat á hvaða þýðingu það hefði fyrir þjóðarbúið ef farið verður að tillögum Hafrannsóknastofn- unar um verulegan niðurskurð þorskafiaheimilda og fleiri mikil- vægra nytjategunda. Ari Edwald, framkvæmdasíjóri SA, segir að skv. þeim upp- lýsingum sem fram hafi komið í fréttum væri talið að skerðing afla skv. þessum tillögum gæti leitt til þess að útflutningstekjur minnkuðu um 10 milljarða kr. „Það eru að sjálfsögðu neikvæðar fréttir," sagði Ari. Aðspurður hvort forsendur kjarasamninga, sem gengið hefur verið út frá við samningsgerð að undanförnu, breyttust ef farið verður að tillögum Hafrannsókn- astofnunar, sagðist Ari ekki vilja orða það svo um einn þátt af mörgum sem skiptu máli í því sambandi. „En það yrði að sjálf- sögðu ekki gott framlag til líf- skjaranna þegar upp er staðið. Það segir sig sjálft,“ sagði hann. Fátt bendir til að verð hækki til mótvægis við minni útflutning „Þetta er það síðasta sem við þurfum á að halda, sérstaklega í ljósi viðskiptahallans," segir Rannveig Sigurðardóttir, hag- fræðingur Alþýðusambands ís- lands. Hún bendir þó cinnig á að miklu skipti í þessu sambandi hvaða verð fáist fyrir aflann til mótvægis við minni útflutning sjávarafurða ef farið yrði að nið- urskurðartillögum Hafrannsókna- stofnunar. „Þó virðist fátt benda til þess að verð verði hærra á næsta ári en nú er,“ sagði hún. Sérfræðingum Alþýðusam- bandsins hefur ekki, fremur en Samtökum atvinnulífsins, gefist tóm til að leggja sjálfstætt mat á efnahagsleg áhrif tillagna Haf- rannsóknastofnunar um ráðlegan heildarafla. Rannveig sagði þó ljóst að slík- ur samdráttur í veiðum og út- flutningi hefði í för með sér að hagvöxtur verði minni en gert hefur verið ráð fyrir og ef ekki ættu sér stað verulegar breyting- ar á innflutningi mætti gera ráð fyrir enn meiri viðskiptahalla en spár hafa gert ráð fyrir í dag, sem væru þó svartar fyrir. Sjómannaforystan á fund sjávarútvegsráðherra Sambandsstjórn sjómannasam- bandsins kemur saman í dag þar sem ræða á um tillögur Hafrann- sóknastofnunar. Mun forysta Sjó- mannasambandsins svo ganga á fund sjávarútvegsráðherra á morgun vegna málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.