Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 37
Sam-
sýning í
Nönnu-
koti
NÚ stendur yfir samsýning
tveggja listamanna í Nönnu-
koti í Hafnarfirði. Listamenn-
irnir eru þau Ragnhild Han-
sen (f. 1943) og Davíð Art
Sigurðsson (f. 1968). Á sýn-
ingunni sem ber yfirskriftina
„Lífsflæði himins og jarðar“,
eru alls 24 myndir, málaðar í
vatnslitum, olíu- og pastellit-
um.
Ragnhild Hansen kýs að
kalla myndimar sínar „and-
lega-veraldlegar“, þar sem
hún telur að allir hlutir séu
tengdir, - efnið og andinn er
ein órofa heild í öllu lífi á
himni og jörð.
Davíð Art Sigurðsson er
menntaður í klassískum söng,
hefur gefið út ljóðabók (Þegar
ljóð eru, 1998) og haldið ljóða-
sýningu með myndskreyting-
um, í Deiglunni á Akureyri
(1999), er hann dvaldist við
skriftir og listmálun í Davíðs-
húsi. Hluti hans á sýningunni
er lofgjörð til sköpunarinnar,
með þakklæti fyrir allt það
undursamlega sem fyrirfinnst
í náttúru íslands, segir í
fréttatilkynningu.
Kaffihúsið Nönnukot er op-
ið alla daga, nema mánudaga,
milli kl. 14 og 19. Sýningin til
7. júlí.
Starfsstyrkir
Hagþenkis
HAGÞENKIR - félag höfunda
fræðirita og kennslugagna, hefur
lokið við veitingu starfsstyrkja,
þóknana og fyrri úthlutun ferða-
og menntunarstyrkja.
Umsækjendur um starfsstyrki til
ritstarfa voru 49 og af þeim hlutu
36 einhverja úthlutun, samtals 3,8
milljónir króna. Flestir styrkjanna
námu 75-150 þús. kr. en til tveggja
verkefna var veitt 300 þús. kr.
Annars vegar til Clarence E. Glad
vegna bókar um klassíska menntun
á Islandi 1846-1996. Hins vegar til
Laufeyjar Guðnadóttur og Soffíu
Guðmundsdóttur vegna margmið-
lunardisks og vefsíðna um sögu og
varðveislu íslenskra handrita. Sótt
var um nær fimmfalda þá upphæð
sem var til ráðstöfunar,
Fimm fengu styrk til að semja
handrit að fræðslu- og heimildar-
myndum. Hæsta styrkinn, 300 þús.
kr. hlaut Þórunn Sigurðardóttir
vegna heimildarmyndar um fs-
landsvininn Daniel Williard Fiske
en samtals var úthlutað 650 þús.
kr.
Tuttugu og ein umsókn barst um
ferða- og menntunarstyrk og
fengu allir sem uppfylltu skilyrði í
úthlutunarreglum einhveija úr-
lausn, samtals 19 umsækjendur.
Þessum styrkjum er einkum ætlað
að standa undir kostnaði vegna
fargjalda.
Um þóknun vegna ljósritunar úr
útgefnum verkum í skólum og öðr-
um opinberum stofnunum sóttu 46
höfundar fræðirita og kennslug-
agna að þessu sinni. Þeir fengu all-
Fjandinn
þekkir sína
KVIKMYNDIR
Bfóborgin,
Kringliibfó
THE NINTH GATE
★ ★
Leikstjóri Roman Polanski. Hand-
ritshöfundar Enrique Urbizu, John
Brownjohn og Roman Polanski,
byggt á skáldsögunni E1 Club Dum-
as, e. Arturo Pérez Reverte. Tón-
skáld Wojciech Kilar. Kvikmynda-
tökustjóri Darius Khondji.
Aðalleikendur Johnny Depp, Frank
Langella, Lena Olin, Emmanuelle
Seigner, Barbara Jefford, James
Russo. Framleiðandi Canal+ Artis-
an. Frakkland/Spánn/Bandarikin.
Árgerð 1999.
BIÐIN er á enda, Roman Polanski
er aftur kominn á stjá eftir 7 ára hlé,
og það með hrollvekju í anda Rosem-
ary’s Baby, einnar hans bestu mynd-
ar. Því miður var hvíldin til lítils, The
Ninth Gate minnir meira á The Pir-
ate, og önnur mistök hans í Evrópu
síðustu áratugina, en klassíkina.
Dean Corso (Johnny Depp),
þekktur sérfræðingur í gömlum þók-
um og „bókaspæjari" í New York, er
ráðinn af Boris Balkan (Frank Lang-
ella), forríkum safnara og útgefanda,
til að finna þau tvö eintök sem til eru
af The Book of the Nine Doors to the
Kingdom of Darkness. Fágætri bók
frá miðöldum, sem fjallar um hvern-
ig vekja á upp sjálfan Kölska. Boris á
þriðja eintakið en grunar að það sé
falsað, annaðhvort hinna tveggja sé
ósvikið.
Corso tekur að sér starfið, jafnvel
þó líkin fari að hrannast upp í kring-
um hann og óhöppin að elta hann.
Heldur til Frakklands og Portúgal,
þar sem eintökin finnast og kemst að
furðulegum niðurstöðum. Leitin
færir hann á fund vafasamra pers-
óna, dularfull kona (Emmanuelle
ir hámarksþóknun sem heimilt er
að veita samkvæmt úthlutunar-
reglum, þ.e. 30 þús. kr.
Fjórir rétthafar sóttu um þókn-
anir vegna höfundarréttar á
fræðslu- og heimildarmyndum,
sem sýndar voru í sjónvarpi 1998
og 1999 og fengu þeir allir þóknun
á bilinu 50- 100 þús. kr.
Þær tekjur, sem Hagþenkir not-
ar til þess að greiða þóknanir
vegna höfundarréttar og veita
styrki, fær félagið vegna aðildar
sinnar að samningum Fjölís um
vissa heimild skóla og annarra
stofnana hins opinbera til ljósrit-
unar úr útgefnum verkum. Fjölfs
er heildarsamtök rétthafa sem
hafa hagsmuna að gæta vegna ljós-
ritunar. Félagið á einnig aðild að
Innheimtumiðstöð gjalda, sem hef-
ur tekjur samkvæmt höfundalög-
um af gjaldi sem lagt er á mynd-
bönd og myndbandstæki. Tekjum
vegna þeirrar aðildar er varið til
þóknana og starfsstyrkja til hand-
ritshöfunda fræðslu- og heimildar-
mynda.
Sumardagskrá
Byggðasafns
Hafnarfj ar ðar
SUMARDAGSKRÁ Byggðasafns
Hafnarfjarðar er hafið en byggða-
safnið er með sýningaraðstöðu á
þremur stöðum í Hafnarfirði, Sívert-
sens-húsinu, Siggubæ og í Smiðjunni.
I Sívertsen-húsinu, sem er elsta
hús bæjarins, (1803), er sýnt hvemig
yfirstéttafjölskyldan bjó í Hafnar-
firði á fyrstu árum 19. aldar með
áherslu á sögu Bjama og Rannveigar
Sívertsen. Sýningin sem nú stendur í
húsinu var að grunni til sett upp árið
1996, á 200 ára verslunarafmæli
Bjama, en á henni vom gerðar við-
amiklar breytingar á árinu 1999 og er
stefnt á að þeim ljúki nú í vor.
í Siggubæ er HtiU bær við Kirkju-
veginn og er hluti af Byggðasafninu
sem sýnishom af verkamanns- og
sjómannsheimili í Hafnarfirði frá
fymi hluta 20. aldar.
I Smiðjunni era skrifstofur safns-
ins, tveir sýningarsalir auk lagers og
Ijósmyndasafns.
Á árinu 1999 var tekin í notkun nýr
sýningarsalur í Smiðjunni þar sem
sett var upp fastasýningin „Þannig
var ...“ Á þeirri sýningu er saga
Hafnarfjarðar og nágrennis rakin frá
landnámi til okkar daga með aðstoð
fjölmargra muna, ljósmynda og
teikninga auk sagnfræðilegra texta
um hin ýmsu atriði í sögu bæjarins.
Þar má m.a. sjá líkbílinn sem lengi
þjónaði Hafnfii’ðingum, eina af fyrstu
Rafha eldavélunum, trésmíðaverk-
stæði, hjól Hallsteins Hinrikssonar,
fyrsta slökkviliðsbíl Hafnfirðinga,
Melshúsabátinn, lyfjaskáp úr Röðli
o.fl. Fjölmargar Ijósmyndir prýða
sýninguna þar á meðal myndir sem
hafa ekki áður komið fyrir sjónir al-
mennings.
Ásbjamarsalur er minni salur
Smiðjunnar, þar era settar upp nýjar
sýningar á hverju ári. Nú stendur yf-
ir þar vaxmyndasýningin Þeir settu
svip á söguna.
Sýningar Byggðasafns Hafnar-
fjarðar era opnar á eftirtöldum tím-
um: Smiðjan er opin alla daga kl. 13 -
17, Sívertsens-hús er opið alla daga
kl. 13 - 17 og Siggubær er opinn um
helgarkl. 13-17.
Seigner), skýtur jafnan upp kollinum
í návist hans, það er brennisteins-
fnykur í loftinu og bókaspæjarinn
nálgast hægt og bítandi framandi
endalok.
Polanski sviðsetur mörg atriði af
gamalli kunnáttusemi og byrjar The
Ninth Gate með látum. Upphafsat-
riðið, er Corso tekst að gabba fágætt
eintak af Don Quixote útúr gráðug-
um erfingjum, er fyndið og snjallt.
Leiktjöld og munir unnir af mikilli
natni og smekkvísi í smáu sem stóra.
Tónlist Wojciech Kilar er dimm,
drangaleg og einstaklega áhrifarík
og kvikmyndataka Darius Khondji
fullvissar mann um að það stendur
honum enginn á sporði í að laða fram
rétta andrúmsloftið í viðfangsefni
sem þessu.
Annað er einfaldlega ómerkilegt.
Eftir að bókaspæjarinn fer á stjá í
gamla heiminum er spennan úti.
Þrátt fyrir ískyggilegan efnivið er
The Ninth Gate aldrei ógnandi, ætíð
falleg fyrir augað en gjörsamlega
átakalaus. Aukinheldur yfirmáta
ótrúverðug: Þótt líkin, slysin og elds-
voðamir varði slóð Corsos sést
aldrei bóla á lögreglunni, hvað þá
meira. Depp er bærilegur sem
hrokafullur spjátrangur, aðrir eru
litlausir og óspennandi, að undan-
skilinni Barböra Jefford, sem fötluð
barónessa og djöfladýrkandi. Hæfi-
leikum Lenu Olin kastað á glæ líkt
og vanalega.
Það sem fyrst og fremst bregst er
handritið, myndin siglir áfram á
lygnum sjó í skjóli vanmáttar Johns
Brownjohns og félaga að gera eitt-
hvað bitastætt úr bók Treverte, sem
hlýtur að vera spennandi lesning.
Getuleysi þessara penna sem hroll-
vekjusmiðir kemur best í Ijós í loka-
atriðinu sem er undur fallegt; hentar
öragglega vel sem endir á jólamynd
en ekki hrollvekju.
Sæbjörn Valdimarsson
Komdu
í ísold og sjáðu...
heildarlausn fyrir lagerinn
Smelltar og skrúfulausa
heildarlausnir fyrir öll
fyrirtæki
Fáðu sölumam okkar í heimsókn og við veitum
ráðgjöf um hámarks nýtingu rýmis.
STYRKUR"
ENDING —
EINFALT í ■
SAMSETNINGU
FRÁBÆRT VERÐ ■■
*
HILLUKERFI
WEMSSŒNK
TUVfefr 1SO9001
Öryggis- og gæöastaðlar
ISOldehf.
Umboðs- og heildverslun
Nethyl 3-3a -110 Reykjavík
Sími53 53 600 - Fax5673609
isold@isold.is - www.isold.is
Gerum tilboð i stserri sem smærri einingar - Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar