Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 39
38 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 39 IHtfgmtöiifetfr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DEILT UM ELD- FLAUGAVARNIR AFORM Bandaríkjastjórnar um uppsetningu eldflauga- varnakerfis hafa sætt harðri gagnrýni í Evrópu. Rök Bandaríkjamanna fyrir nauðsyn slíks kerfis eru margvís- leg. Þeir leggja áherslu á að kerfinu yrði ekki beint gegn Rússum heldur sé markmið þess að koma í veg fyrir að ríki á borð við Norður-Kóreu eða Iran geti varpað kjarnorku- sprengjum á skotmörk í Bandaríkjunum. Þá benda þeir á að samkvæmt ABM-samkomulaginu sé leyfilegt að setja upp takmarkað eldflaugavarnakerfi. Það hafi Rússar gert en ekki Bandaríkjamenn. A Vesturlöndum hafa menn haft vaxandi áhyggjur af því að ríki, sem ekki vilja lúta hefðbundnum reglum í sam- skiptum ríkja, hafa í auknum mæli verið að koma sér upp tækni er gerir þeim kleift að skjóta kjarnaflaugum á milli heimsálfa. Enginn dregur heldur í efa að í þessum ríkjum gætu komist til valda öf! er svífast einskis. Þar sem eldflaugavarnakerfi er í eðli sínu almennt en ekki sértækt óttast margir að taki Bandaríkjastjórn ákvörðun um að þróa og setja upp slíkt kerfi muni það hrinda af stað nýju vopnakapphlaupi. Vafalítið myndu rík- isstjórnir Rússlands og Kína reyna að svara fyrir sig með þróun áþekks kerfis eða þá fjölgun kjarnorkueldflauga í vopnabúrum sínum. Það gæti aftur á móti ýtt undir að Pak- istanar og Indverjar gerðu slíkt hið sama. Bandaríkjamenn hafa reynt að gera lítið úr áhyggjum Kínverja og sagt að hægt verði að draga úr þeim með því að bæta tengsl á öðr- um sviðum, t.d. pólitísk og efnahagsleg tengsl. Það eru hins vegar ekki síður nánustu bandamenn Bandaríkjamanna í Atlantshafsbandalaginu sem hafa Iátið í ljós efasemdir. Þannig varaði Gerhard Sehröder, kanslari Þýskalands, við því í ræðu er hann hélt í Aachen sl. föstu- dag í tilefni af því að Bill Clinton Bandaríkjaforseti var sæmdur Karlamagnúsarverðlaununum, að eldflaugavarna- kerfi gæti orðið til að raska hernaðarjafnvægi í heiminum. Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hefðu rétt til að taka ákvarðanir er vörðuðu þeirra eigin öryggi ættu þeir að hafa samráð við bandamenn sína í Evrópu um varnarkerfið þar sem áhrifa þess myndi gæta langt út fyrir Bandaríkin. Aratugum saman vofði hættan á umfangsmiklu kjarn- orkustríði yfir heiminum. Líklega hefur hættan ekki verið minni nú frá því að kalda stríðinu lauk, þótt vissulega sé ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af þróun mála í sam- skiptum Indlands og Pakistans. Það má því spyrja hvort það sé réttlætanlegt að taka þá áhættu að nýtt vopnakapp- hlaup brjótist út. Það gæti jafnframt haft stórskaðleg áhrif á samskipti Evrópu og Bandaríkjanna, ef upp yrði sett varnarkerfi þvert á vilja evrópsku NATO-ríkjanna. Sú hætta sem Bandaríkjamenn benda á er svo sannarlega til staðar. Hins vegar er ljóst, að hvorki Rússar né sum Evrópuríkin a.m.k. telja hana réttlæta svo umfangsmikið varnarkerfi, sem Bandaríkjamenn hafa í huga. Það er vís- bending um, að þessar þjóðir telji að annað búi að baki. Bandaríkjamönnum hefur ekki tekizt á fullnægjandi hátt að hreinsa sig af þeim grunsemdum. BJARTSÝNIA BJÖRTUM NÓTTUM * , ,, OPERUSTUDIO Austurlands ætlar að taka til sýninga Rakarann í Sevilla eftir Rossini eftir nokkra daga og verður frumsýningin á Eiðum. Þetta er mikið og jákvætt fram- tak og er hluti af tónlistarhátíð Austurlands, sem rekin er und- ir heitinu „Bjartar nætur í júní“. Þetta framtak þeirra Austfírðinga er ákaflega þakkarvert. Það breytir ásýnd Austurlands og gefur fólki tækifæri til þess að njóta góðra tónbókmennta. Slík framtakssemi gefur líka líf- inu gildi og hvetur fólk til þess að sækja slíka menningar- viðburði, lífíð verður skemmtilegra og bjartara. Mönnum hefur orðið tíðrætt um vandamál landsbyggðar- innar og tilraunir stjórnvalda til þess að hvetja fólk til búsetu á landsbyggðinni. Framtak á borð við þetta menningarátak Austfirðinga á meiri þátt í að breyta ímynd þessa landshluta og veita fólki þar viðspyrnu til nýrrar framfarasóknar en ræðuhöld stjórnmálamanna. Jafnframt ætti þetta frumkvæði Austfirðinga að verða öðrum tO eftirbreytni. Menningarstarfsemi er að eflast utan Reykjavíkursvæðis- ins. Það sýnir menningarlífið á ALureyri, sem er orðið mjög fjölskrúðugt, en það á líka við um ísafjörð. Rarik býr sig undir breytingar á skipulagi raforkumála Stefna að því að virkja í Villinganesi og í Grændal Rafmagnsveitur ríkisins standa frammi fyrir breytingum með nýjum orkulögum og segir Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri að nauðsynlegt sé að fjármagna kostnað við dreifíngu rafmagns í strjálbýli með öðrum hætti en gert er í dag. Hann leggur einnig áherslu á að fyrirtækinu verði gert kleift að auka eigin orkuöflun m.a. með virkjunum við Villinganes og í Grændal. Morgunblaðið/Ásdís Kristján Jðnsson rafmagnsveitustjdri. Afkoma einstakra þátta í rekstri RARIK árið 1999 ■ Dreifikerfi í þéttbýli +172 millj.kr. Framieiðsla 1 Flutningur ! Dreifikerfi í strjábýli +66 millj. kr. lj^-111 millj. kr. -256 millj. kr. L Sala pD millj. kr. T . ! Hitaveitur Tap a reglulegri starfsemi +23 millj. kr. 106 milij. kr. I L Börn bíða eftir foreldrum sínum í síðustu þingkosningum í Slóvakíu. Reuters Markaðskerfí þar sem fyrirgreiðslan ræður ríkjum - leiðin út ANÝAFSTÖÐNUM árs- fundi RARIK kom fram að um 106 milljón króna tap var á reglulegri starfsemi fyrirtækisins, en sé tekið tillit til óreglulegra þátta skilaði fyrirtækið 74 milljóna króna hagnaði. Eins og önnur orkufyrirtæki stendur Rarik frammi fyrir miklum breytingum sem eru að verða á orkumarkaðinum, en stjórn- völd áforma að innleiða samkeppni í áföngum. Stjómendur Rarik hafa að undanförnu búið sig undir þessar breytingar, en ákvarðanimar þar um eru í höndum stjómvalda. í samtali við Morgunblaðið var Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri fyrst spurður um hvers vegna stöðnun hefði ríkt í raforkusölu Rarik á síðasta ári. „Það hefur verið fólksfækkun á okkar orkusölusvæði, sem er lands- byggðin, og þess vegna hefur raforku- salan staðið í stað. Að vísu hefur orðið dálítil aukning í iðnaðarnotkun sem vegur nokkurn veginn upp samdrátt vegna fólksfækkunar. Þegar til fram- tíðar er litið teljum við að búast megi við einhverjum samdrætti í orkusölu á landsbyggðinni. Fyrir okkur sem landsbyggðarfyrirtæki er það alvar- legt mál. Markaðurinn er að minnka en við þurfum eftir sem áður að halda uppi sömu þjónustu. Jafnframt er gerð sú krafa til okkar að verð á því rafmagni sem við seljum sé svipað og á höfuðborgarsvæðinu. Það er því augljóst að verkefni Rarik verður sí- fellt erfiðara ef þessi þróun heldur áfram. Við höfum á undanförnum áram reynt að styrkja rekstrargrundvöll þessa landsbyggðarfyrirtækis m.a. með því að kaupa rafveitur sveitarfé- laga. Það styrkir grunninn á móti þeim erfiðleikum sem felast í dreif- ingu í strjálbýli. Hagkvæmt væri því að sameina Rarik og þær veitur sem eru á okkar orkusölusvæði með þetta í huga.“ Óarðbærar rekstrareiningar kosta 500 milljónir á ári Hvernig hefur afkoman á RARIK verið síðustu árin? „Rarik hefur í raun alla tíð verið rekið með tapi. Á því er mjög einföld skýring. Við höfum það verkefni að dreifa rafmagni um hinar strjálu byggðir landsins, um sveitir, kauptún og kaupstaði um allt land. Til að sinna þessu rekum við mjög viðamikið dreifikerfi. Sem dæmi get ég nefnt að einungis dreifilínur í sveitum eru um 6.700 kílómetrar, en á höfuðborgar- svæðinu eru sambærilegar línur 700 kílómetrar. Þetta dæmi gengur því ekki upp fjárhagslega ef á að halda uppi sama verði og sömu þjónustu hvarvetna á veitusvæði Rarik. í ljósi þeirra breytinga sem eru framundan á skipulagi raforkumála er ljóst að fyrirtæki eins og Rarik getur ekki farið inn á samkeppnismarkað við núverandi forsendur. Það verður að finna lausn á fjármögnun þessara óarðbæru rekstrareininga sem eru í raun þáttur í byggða- stefnu stjórnvalda. Að sjálfsögðu væri hægt að leysa þetta með því ein- faldlega að hækka gjald- skrá á viðkomandi svæð- um til að tryggja fyrirtækinu nægar tekjur, en það er sjálfsagt pólitískt mjög erfitt. Það er núna starfandi nefnd á veg- um iðnaðarráðuneytis, fjármálaráðu- neytis og okkar sem hefur það verk- efni að finna lausn á þessu máli. Það er ljóst að það verður að leysa það í tengslum við nýtt frumvarp til raf- orkulaga sem iðnaðarráðherra hyggst leggja fram. í þeirri lagasetningu verður væntanlega sú stefna mörkuð að jöfn staða verði milli okkar og ann- arra orkufyrirtækja í landinu." Hversu mikill er þessi kostnaður sem Rarik ber vegna flutnings og dreifingar í sveitum? „Við höfum á undanförnum árum fengið nokkra aðila til að meta þetta fyrir okkur. Viðskiptafræðistofnun Háskóla íslands mat þetta fyrir okkur 1996. Þeirra niðurstaða var að miðað við mismunandi forsendur væru þetta 400-700 milljónir á ári umfram tekjur. Við fengum Kaupþing einnig til að meta þetta og komst fyrirtækið að svipaðri niðurstöðu. Okkar eigin út- reikningar benda til þess sama. Við erum því að tala um 500 milljónir á ári sem þurfa að koma til til að tryggja sambærilegt verð á rafmagni á landsbyggð- inni og á höfuðborgar- svæðinu. Þetta er fyrir ut- an beina niðurgreiðslu á rafhitun, en til hennar er varið 760 milljónum á fjárlögum þessa árs.“ Það hafa verið uppi hugmyndir um að fjármagna þennan kostnað með öðrum hætti en gert er í dag. „ Jú, það er rétt. Viðskiptavinir Rar- ik hafa staðið undir þessum kostnaði á undanförnum árum, auk þess sem hann hefur verið fjármagnaður með hallarekstri. Rarik hefur því þurft að ganga á eignir sínar. Sú aðferð hefur verið notuð að láta íbúa í þéttbýli á okkar orkuveitusvæði bera að hluta til þann kostnað sem hlýst af dreifingu í strjálbýli. Orkubú Vestfjarða er í sömu stöðu hvað þetta varðar. Við teljum þetta ekki réttlátt, að við- skiptavinir okkar sem eru innan við 17% þjóðarinnar, beri einir kostnað við þessa jöfnun. Við teljum eðlilegt að þetta sé fjármagnað úr sameiginleg- um sjóðum landsmanna. Þar eru tvær aðferðir til; annars vegar að greiða þetta af skattfé og hins vegar að greiða þetta með álagi á orkuvinnslu. Það er leið sem Skotar hafa farið, en þeir búa við svipuð vandamál í Norð- ur-Skotlandi. Þeir taka fjármagn frá orkuvinnslunni og nota það til að greiða niður kostnað við flutning og dreifingu. Norðmenn hafa aftur á móti farið þá leið að reikna út halla af óarðbærum rekstrareiningum. Síðan er það eftir nákvæma skoðun greitt af skattfé. Þetta er leið sem menn hafa frekar hallast að hér á landi. Það er ákaflega brýnt að finna lausn á þessu vegna þess að stjórnvöld stefna að því að ný raforkulög taki gildi í ársbyrjun 2002.“ Vilja halda flutnings- kerfinu innan Rarik Samkvæmt drögum að frumvarpi til raforkulaga er gert ráð fyrir að orkuframleiðslan verði skilin frá flutningi orkunnar. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir Rarik sem er fyrir- tæki sem starfar í framleiðslu, flutn- ingi, dreifingu og sölu á raforku? „Það liggur kannski ekki alveg ljóst fyrir, en meginatriðið í þessu nýja skipulagi er að komið verði á sam- keppni í raforkuframleiðslu og raf- orkusölu. Hins vegar eru flutningur og dreifing dæmigerðir einkaleyfis- þættir sem tengiliður milli kaupanda og seljanda. Meginflutningskerfið er á vegum Landsvirkjunar og samkvæmt tillögum Landsnetsnefndar verður það meginstofninn að sérstöku Landsnetsfyrirtæki ásamt tengilínum við Nesjavelli og Suðurnesin. Rarik er með viðamikið flutningskerfi auk dreifikerfisins og við höfum lagt á það áherslu að við getum rekið flutning og dreifingu sem eina heild og það þurfi ekki að koma til aðskilnaðar. Vandinn er hvernig á að fara með raforkuflutn- ing til rafveitna sveitarfélaga sem eru innan okkar svæðis. í skýrslu Lands- netsnefndar er bent á leiðir til að kom- ast hjá því að skilja flutninginn frá Rarik. Við teljum það vera styrk Rar- ik sem orkufyrirtækis landsbyggðar- innar að vera með flutning og dreif- ingu saman. Það myndi styrkja okkur í samkeppni við önnur orkufyrirtæki." Því hefur verið varpað fram að til greina kæmi að breyta Rarik í hluta- félag. Er það mikilvæg breyting að þínu mati? „Það er einn þáttur í málinu að breyta fyrirtækinu í hlutafélag. Það sem við þurfum að gera áður, m.a. vegna aðildar okkar að EES, er að mæta kröfum um fjárhagslegan að- skilnað framleiðslu, flutnings, dreif- ingar og sölu. Það er gerð krafa um gegnsæjan afkomureikning fyrir alla þætti starfseminnar. Þetta er sérstak- lega mikilvægt þegar kemur að því að niðurgreiða einstaka þætti starfsem- innar. Þá þarf að liggja mjög skýrt fyrir hver er afkoma hverrar gi-einar. Við þurfum að greina gjaldskrá fyrir- tækisins mjög nákvæmlega þannig að við getum skipt henni á þessa þætti. Viðskiptavinurinn þarf að geta séð í sínum reikningi hvað kostar að fram- leiða og dreifa rafmagninu. Auk þess að koma á fót þessum fjórum aðal- einingum þurfum við líka að stofna þjónustu- og stoðdeildir sem selja þjónustu á markaðsvirði til þessara aðaldeilda. Þjónustudeildii-nar gætu þess vegna selt öðrum orkufyrirtækj- um þjónustu sína. Við höfum lengi lagt til að Rarik verði breytt í hlutafélag. Það eru margir kostir við þáð auk þess sem það er besta félagaformið. Það er auk þess gert ráð fyrir því í frumvarpi til nýrra raforkulaga að orkufyrirtækj- um verði breytt í hlutafélög. Við stefn- um í samkeppnisumhverfi og við þurf- um því að efla sölu- og markaðsstarf okkar. Þessi vinna er farin af stað innan Rarik og við stefnum að því að vera komnir með tillögu að breyttu skipu- lagi, sem taki mið af þessum stað- reyndum, snemma á næsta ári.“ Tvær virkjanir í undirbúningi Stjórnendur Rarik hafa lagt áherslu á að fyrirtækið fari út í meiri orkuöflun á eigin vegum. „Já, við höfum stofnað tvö hlutafélög. Annars vegar Héraðsvötn ehf. með heimamönnum í Skagafírði sem eiga Norð- lenska orku ehf. og hins vegar Sunn- lenska orku ehf. með Eignarhaldsfé- lagi Hveragerðis og Ölfuss. Virkjun Héraðsvatna við Villinganes í Skaga- firði er mjög hagkvæm miðlungsstór vatnsaflsvirkjun, en hún myndi fram- leiða 30-40 MW. Við höfum endurnýj- að verkhönnun á þeirri virkjun og nú er unnið að umhverfismati fyrir virkj- unina. Sunnlensk orka stefnir að virkjun í Grændal sem er í sunnan- verðum Henglinum. Þar er að mati jarðvísindamanna um mjög gjöfult há- hitasvæði að ræða sem gæti skilað okkur 90 MW virkjun auk heits vatns og gufu til iðnaðarnota. Við áformum að virkja þar í 30 MW einingum. Unn- ið er að umhverfismati vegna rann- sóknarborunar. Þarna gæti orðið til mjög hagkvæm virkjun. Hún yrði reist á þekktu svæði, því það var bor- að þarna fyrir rúmum 40 árum. Við er- um auk þess í samráði við sveitarfé- lögin að leita að iðnaðartækifærum til að nýta gufuna. Grændalur er fallegur dalur og viðkvæmur og við viljum gæta umhverfissjónarmiða við nýt- ingu orkunnar. Við teljum möguleika á að koma þarna upp aðstöðu sem gæti orðið aðdráttarafl fyrir ferða- mepn. Ástæðan fyrir því að við viljum auka eigin orkuöflun er sú að 85% af allri orku sem við seljum kemur frá Landsvirkjun. Við höfum lengi talið að þessi orka sé seld of háu verði. Landsvirkjun hefur raunar viður- kennt að verð þeirra sé um 50% hærra en langtímajaðarkostnaður, sem er sá kostnaður sem fyrirtækið þarf að fá til að standa undir fjárfestingum. Landsvirkjun hefur jafnframt lýst því yfir að fyrirtækið stefni að því að lækka gjaldskrá sína um 30% á næstu tíu árum. Við teljum engu að síður að það sé hagkvæmt að auka eigin raf- orkuframleiðslu. í dag framleiðum við aðeins um 20 MW, en heildarálags- toppur okkar er 200 MW.“ Styðja stjórnvöld áform ykkar um að fara út í þessar tvær virkjanir? „Já, Landsvirkjun hafði áður virkj- anaheimild við Villinganes, en heim- ildin var færð yfir til Rarik með lögum sem samþykkt voru á síðasta ári. Iðn- aðarráðuneytið hefur veitt okkur rannsóknarleyfi vegna virkjunar í Grændal.“ Sölusvæði verða úr sögunni Þú talar um að Rarik þurfi að efla markaðs- og sölumál sín. Ertu þá að tala um að Rarik leiti eftir viðskiptum utan ykkar sölusvæðis? „Eftir að samkeppni kemst á verða sérstök sölusvæði úr sögunni. Þess vegna gæti Orkuveita Reykjavíkur selt fyrirtæki á okkar orkuveitusvæði rafmagn og við gætum selt rafmagn til fyrirtækja í Reykjavík. Öll orkufyr- irtækin hafa hingað til haft einkaleyf- isstöðu og hafa enga reynslu haft af því að selja í samkeppni. Víða erlendis er þróunin komin það langt að ýmiss konar önnur fyrirtæki hafa hafið sölu á rafmagni eins og verslanakeðjur og byggingafyrirtæki. Sums staðar er svo komið að orkufyrirtækin eru að mestu hætt að selja rafmagn heldur láta aðra, sem hafa meiri þekkingu í sölumálum, um að selja þessa vöru. Þau eru þá einungis í orkuöflun, flutn- ingi og dreifingu. Rafmagn er í sjálfu sér eins og hver önnur vara. Ég get nefnt sem dæmi að í verslunarkeðj- unni Sainsbury í Bretlandi geta við- skiptavinir keypt kort sem veitir þeim aðgang að rafmagni fyrir 5.000 kr. eða 10.000 kr. og í einni vikunni er versl- unin með afslátt á þessu korti og á rúsínum í næstu viku. Þetta er nokkuð framandi fyrir okkur en gefur kannski vissa innsýn í hvers konar umhverfi við gætum verið að sigla inn í.“ Telur þú að viðskipta- vinir Rarik þurfi að óttast það umhverfi sem er fram- undan? „Nei, það held ég alls ekki. Það er reynsla á öðrum sviðum viðskipta að samkeppni leiðir til lækkunar verðs og betri þjónustu. Það hefur einnig verið reynslan erlendis. Það er hins vegar nauðsynlegt að finna leiðir til að mæta kostnaði við óarðbæra þætti í rekstri Rarik þannig að sá kostnaður lendi ekki á notendum Rarik eða leiði til stöðugs hallareksturs. Þegar menn fara að keppa á markaði verða allir að vera jafnir. Það gengur ekki að eitt fyrirtækið sé með 500 kílóa poka á bakinu.“ eftir Ivan Miklos ©The Project Syndicate Á ÞEIM tíu árum sem liðin eru frá hin- um miklu umbreytingum sem urðu eft- ir hrun kommúnismans hafa pólitískar umbætur einskorðast fullmildð við að halda frjálsar kosningar. Menn hafa talið efnahagslegar umbætur felast eingöngu (eða einkum) í því að ná fram efnahagslegum stöðugleika á alheims- vísu eins og Washington-samkomulag- ið svokallaða gerir ráð fyrir. Það er sama samkomulagið og nú er mótmælt á götum Washington. Það er ekki að furða að svo yfirborðskennd stefnumótun leiði oft af sér skilyrt lýð- ræði sem og efnahagslíf sem gegnsýrt er af fyrirgreiðslupólitík. I heimalandi mínu, Slóvakíu, og einnig um alla Mið- og Austur-Evrópu hafa umskiptin reynst vera flóknari, snúnari og tekið lengri tíma en áætlað var í upphafi þeirra. Helsta vandamálið liggur í þeirri staðreynd að arfleifðin frá kommúnismanum er mun þyngri byrði en meirihluti fólks og þar með taldir sérfræðingar gerðu ráð fyrir. Fólk hefur erft ákveðinn hugsunarhátt þótt það hafni í orði gamla markað- skerfinu. Nýlega fór fram ráðstefna í Moskvu þar sem aðalframkvæmda- stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Stan- ley Fisher, tók til máls. Hann lagði áherslu á mikilvægi Washington-sam- komulagsins og hvað til þyrfti til að umbætur tækjust farsællega. Að hans mati er það stöðugleiki á alheimsvísu sem byggist á frelsi á mörkuðum og í verðlagningu. Einnig skipti máli frelsi í gjaldeyrisviðskiptum, styrk fjármála- stjóm, peningahagstjóm og hraðari einkavæðing. Að sjálfsögðu er sam- komulagið mikilvægt en það nægir ekki til að umbætumar gangi vel fyrir sig. Jafn mikilvægt er að koma á fót skilvirkum stofnunum. Ástæðan er sú að skilyrt lýðræði og fyrirgreiðsla í efnahagslífinu blómstra af því að stofnanir vantar eða þær era spilltar. Þetta tvennt fýlgist að enda sprottið af sama eitraða meiðinum. Með aukinni skilyrðingu lýðræðisins eykst spillingin, siðferði er í meiri hættu, tækifærissinnar nýta sér að- stæðurnar og möguleika á rentusókn. Og eftir því sem spilling eykst í efna- hagslífinu er ekki líklegt að lýðræðið nái að vaxa og dafna. Þegar ég tala um skilyrt lýðræði á ég við kerfi þar sem ríkisstjómir, sem valdar em í frjálsum kosningum (ekki alltaf heiðarlega), sýna ekki stjórnar- skrárbundnum grannreglum og gild- um virðingu. Hér á ég við lög og rétt, aðgreiningu valds, óháða dómstóla og virðingu og vemdun mannréttinda og frelsis. Fyrirgreiðslu í efnahagslífinu tel ég eiga sér stað þegar markaðskerfi sem byggir á einhverjum viðskiptasam- böndum og einhveni einkaeign hunsar mikilvæga hluti eins og möguleikann á því að réttarkerfið fylgi málum eftir, ftjálsa og sanngjama samkeppni, jafn- ræði gagnvart tækifærum, vemdun eignaixéttar, gagnsæi og opinbert eft- irlit. Með íyrirgreiðslu í efnahagslífinu fá íyi'irbæri eins og leynileg sambönd að leika lausum hala, þar sem pólitískt vald tekur höndum saman við efna- hagslegt vald um spillingu, vinagreiða og fjárdrátt. Eftir því sem þetta sam- einaða vald nær meiri fótfestu hverfur allt sem heitir sanngirni í stjómmálum. Er einhver leið út úr þessum víta- hiing sem er ekki bara hugsanleg ógn- un heldur því miður raunvemleiki margra ríkja? Fyrsta skrefið er að í heimalandi mínu, Slóvakíu, og einnig um alla Mið- og Austur- Evrópu hafa umskiptin reynst vera flóknari, snúnari og tekið lengri tíma en áætlað var í upphafi þeirra. finna rætur vandans sem að mínu mati hggja í sameiginlegum gildum borgar- anna sem og hegðunarmynstri þeirra, í svokölluðum óskrifuðum normum sam- félagsins. Þetta óformlega aðhald er að því leyti ólíkt formlegum reglum að ekkert opinbert vald þarf til að framfylgja því. Ástæðan er sú að í öllum lýðræðisríkj- um (líka skilyrtum) gera stjórnmála- menn eingöngu það sem fólklð leyfir þeim að gera. En því miður getur meirihluti fólks í lýðræðisríkjum fyrrum kommúnista- ríkjanna ekki beitt þessum óformlegu gildum og aðferðum svo máli skipti. í þroskuðum samfélögum hafa slík gildi verið fóstruð áratugum saman með því að framfylgja stjómarskrárbundnu umburðarlyndi. Rithöfundurinn Fareed Zakaria benti á að þessi gildi hafi einnig verið til staðar í ríkjum sem kalla má frjálslynd einræðisríki eins og í Austurríska-ung- verska keisaradæminu. Að þessu leyti er arfur sögunnar í Mið-Evrópu sérstaklega flókinn. Á tuttugustu öldinni hefur fólk, sem nú býr á landsvæðinu sem heitir nú Slóvakía, búið í sjö ríkjum og þurft að lúta fimm tegundum pótitískrar stjórn- ar. Það hófst með frjálsiyndu einræði Austurríska-ungverksa keisaradæmis- ins (1901-1918), síðan tók við frjálslynt lýðræði tékkneska lýðveldisins á milli- stríðsárunum (1918-1939), fór yfir í fasískt ríki Slóvaka í seinna stríðinu (1939-1945), aftur yfir í frjálslynt lýð* ræði Tékkóslóvakíu (1945-1948), það- an til sósíalíska lýðveldisins Tékkó- slóvakíu (1948-1989) og þaðan yfir í Alþýðulýðveldið Tékkóslóvakíu (1989- 1992). Með flauels-aðskilnaðinum var ríkinu skipt í Slóvakíu og Tékkneska lýðveldið. Síðan þá hafa ríkt tímar frjálslynds lýðræðis en einnig skilyrts lýðræðis þegar Vladimir Meciar var við völd, á ámnum 1994-1998. Mynstur frá þessari sveiflukenndu fortíð hafa óhjákvæmilega áhrif á nú- tíðina. Slóvaski félagsfræðingurinn Vladimir Krivo skoðaði kosninga- mynstur fólks í einstökum hémðum Slóvakíu á áranum 1918-1939 og einnig 1990-1998. Skoðun hans leiddi í ljós að t sveitarfélög og hérað sem hölluðust að frjálslyndum flokkum á millistríðsár- unum aðhylltust ennþá slíkar skoðanir þegar frelsi gekk í garð 1989-1998. í öðrum sveitarfélögum og hémðum hélt meirihlutinn áfram að styðja alræðis- flokka og hafnaði hefðbundnum skoð- unum um frelsi og skipti þá ekki máli hvort frjálslyndir eða andstæðingar þeirra færa með völdin. Er mögulegt að bijóta sér leið út úr vítahring þessa skilyrta lýðræðis og íyrirgreiðslukerfi í efnahagslífinu? I Slóvakíu eru til jákvæð dæmi um slíkar tilraunir. í kosningunum 1998 tapaði Vladimirs Meciar og stjóm hans og sýndi það svo ekki verður um villst að útleið er til. Fimm meginþættir lágu til grundvallar þessum breytingum: • kynslóðaskipti • bættmenntun • framboð á upplýsingum • sameinuð stjórnarandstaða sem virti hefðbundin gildi sem snúa að frelsi • vaxandi áhrif samfélagsins Marg- ir þessara þátta mögnuðust vegna beinnar andstöðu við óstjóm Meciars. Þessir þættir em sérlega mikilvægir svo að lönd eins og Rússland, Ukraína, Hvíta-Rússland og Balkan-löndin geti orðið að sönnum og fijálslyndum lýð- ræðisríkjum þar sem markaðskerfi að hætti nútímans væri til staðar. , Sömu grundvallarþættir eru einnig nauðsynlegir ef umbætur í ríkjum Mið- Evrópu eiga að ná fram að ganga. Hin þróaðri lönd sem og alþjóðastofnanir ættu að beina athygli sinni að þeim og reyna að styrkja þá. Höfundur er fidrmálaráðherra Slóvakíu. Dálítil aukning í iðnaðar- notkun Afkoman þarf að liggja mjög skýrt fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.