Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Stafrænt
bókasafn
SUNNUDAGINN 27. maí sl. birt-
ist viðtal við Sigrúnu Klöru Hannes-
dóttur framkvæmdastjóra NORD-
INFO (Samvinnunefnd Norður-
landa um visindalegar upplýsingar).
NORDINFO er mjög virt stofnun
sem á undanförnum árum hefur
staðið að og stutt
fjölmargar nýjungar
og umbætur á sviði
^annsóknarbókasafna
á Norðurlöndum, oft í
samvinnu tveggja eða
fleiri safna. í viðtalinu
gagnrýnir Sigrún
Klara stefnu og fram-
kvæmdir Landsbóka-
safns íslands - Há-
skólabókasafns við
uppbyggingu^ stafræns
bókasafns á íslandi og
telur að þeim pening-
um, sem notaðir hafa
verið í þessu skyni
fram að þessu, hafi ver-
ið illa varið. íslending-
ar ættu að leggja
aukna áherslu á að veita háskóla-
samfélaginu og samkeppnisiðnaðin-
íi'm aðgang að hagnýtum rafrænum
gögnum.
Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu
á því hvernig verja eigi fjármunum
til verkefna, sérstaklega þegar um
er að ræða þróunarverkefni eða
verkefni sem byggja á nýjustu
tækni. Ég tel að gagnrýni Sigrúnar
Klöru sé byggð bæði á misskilningi
og vanþekkingu á aðstæðum hér en
vegna stöðu hennar er nauðsynlegt
að sjónarmið Landsbókasafnsins
komi fram.
Þróunarverkefni
Landsbókasafns
Stafrænt bókasafn er hugtak sem
ekki er skilgreint á einhlítan hátt.
Almennt verður að telja það frum-
skilyrði að í hinu stafræna bókasafni
sé fullur aðgangur að safnefninu,
þ.e. öllum texta og myndum ef um
bækur, handrit, blöð og tímarit er að
ræða og á samsvarandi hátt að tón-
list, Ijósmyndum og kvikmyndum.
Einnig verður að skrá efnið til að
unnt sé finna það sem sóst er eftir.
Við uppbyggingu stafræns bóka-
safns þarf að taka tillit til upplýs-
ingagildis efnisins og menningar-
legra, fjárhagslegra, lagalegra og
fc.tæknilegra þátta. Einna erfiðast er
að leysa hinn lagalega þátt því lög
um höfundarrétt tryggja þann rétt í
70 ár frá láti höfundar og það getur
verið flókið að semja við marga rétt-
hafa og útgefendur verka um birt-
ingu efnis þeirra. Bókasöfn sem
vinna að því að koma upp stafrænu
bókasafni hafa því valið mjög mis-
munandi leiðir og hafa í mjög mörg-
um tilfellum valið eldra efni sem
ekki nýtur verndar eða efni sem auð-
velt er að semja um og hafa endur-
gert það á stafrænu formi. Yfirleitt
er um að ræða efni sem erfitt er að
nálgast vegna fágætis og verndunar-
sjónarmiða, hefur mikið upplýsinga-
gildi og er mikilvægt til rannsókna.
Landsbókasafnið hefur
unnið að þremur þess
konar verkefnum. Það
fyrsta fólst í að gera
flest öll kort af fslandi
frá upphafi til 1900 að-
gengileg um Netið.
Hvatinn að því var sá
að við opnun safnsins 1.
desember 1994 færði
NORDINFO safninu
peningagjöf til að
„færa íslenskt efni í
stafrænt form og gera
það aðgengilegt á
heimsvísu." Sá vefur
þykir hafa tekist vel og
er mikið sóttur. Næsta
verkefni sem nú er
langt komið er Sagna-
netið. Þar verða endurgerð handrit
og bækur fram til 1900 sem fjalla um
íslendingasögur, norræna goða-
fræði og fleira af því tagi og varð-
Bókasöfn
/
Eg tel að gagnrýni
sé byggð bæði á mis-
skilningi og vanþekk-
ingu á aðstæðum hér,
segir Þorsteinn
Hallgrímsson, sem
hann kallar leiðréttingu
við ummæli Sigrúnar
Klöru Hannesdóttur.
veitt era í Landsbókasafni, Stofnun
Árna Magnússonar í Reykjavík og í
bókasafni Cornell háskóla. Arna-
stofnanirnar í Reykjavík og Kaup-
mannahöfn vinna saman að verkefni
um að sameina söfnin eða réttara
sagt allt efni þeirra í stafrænu safni.
Til Sagnanetsins fékkst erlendis frá
hæsti styrkur sem íslenskt bókasafn
hefur fengið. Þriðja verkefnið sem
nýlega er hafið í Landsbókasafni er
að endurgera íslensk tímarit og blöð
frá upphafi til 1920 og veita aðgang
að þeim um Netið. Þar verður að-
gangur að mikilvægum upplýsingum
um sögu og lífshætti 19. aldar og
fram á þá tuttugustu. Vissulega er
áhugavert að ná til nútímans hvað
þetta varðar og vonandi tekst að
semja við rétthafa um það. Hin
Þorsteinn
Hallgrímsson
Norðurlöndin höfðu árið 1998, með
styrk frá NORDINFO, hafið vinnu
við svipað verkefni undir forystu
Finnlands. Bæði Sagnanetið og
blaðaverkefnið munu mynda þýðing-
armikinn rannsóknagagnagrunn er
allir fá aðgang að.
Rafræn gögn
A síðustu þremur árum hefur ver-
ið gífurleg þróun og vöxtur í að veita
aðgang að rafrænum gögnum um
Netið, bæði gagnagrunnum með efn-
isskrám tímarita og vísindagreina,
og hvað nýrri tímarit varðar að öllu
efni þeirra á stafrænu formi. Lands-
bókasafnið hefur þegar aðgang að
allmörgum rafrænum gagnagrunn-
um og tímaritum ýmist eitt sér eða í
samvinnu við aðra. I flestum tilfell-
um þarf að semja við útgefendur um
hverjir fá aðgang og hvað skuli
greiða fyrir. Þar er oft um verulegar
upphæðir að ræða. Bókasöfn og
rannsóknarstofnanir landsins hafa í
samvinnu við menntamálaráðuneyti
unnið að því í tvö ár að kanna hvaða
upplýsingagrunnar og rafræn tíma-
rit eru þýðingarmest fyrir rann-
sóknarbókasöfn, almenningsbóka-
söfn og skólabókasöfn og hvernig
unnt verði að semja um aðgang fyrir
sem flesta landsmenn á sem hag-
stæðastan hátt. Undirritaður situr í
verkefnisstjórn menntamálaráðun-
eytis um aðgengi íslands að gagna-
söfnum og þess er að vænta að á
þessu ári komist góð skipan á þessi
mál og að fyrstu samningar á hennar
vegum verði gerðir við rétthafa upp-
lýsingagrunna og rafrænna tímarita.
Þótt skiptar skoðanir séu á því
hvernig verja eigi fjármunum til
verkefna, verður ávallt að taka tillit
til þess hvers eðlis verkefnin eru og
hvernig unnt er að fá fjármagn til
þeirra.
Ofangreind verkefni Landsbóka-
safns eru þróunarverkefni sem
byggja á upplýsingatækni og eru í
fremstu röð hvað það varðar. Þess
vegna hafa, eins og áður er getið,
fengist til þeirra mjög miklir styrkir
erlendis frá og innanlands frá Rann-
ís, ríkisstjórn og einkaaðilum
(Eimskip, Landssíminn og Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna), þótt safnið
verði að sjálfsögðu að leggja sitt af
mörkum.
Aðgangur að rafrænum gagna-
grunnum og tímaritum er allt ann-
ars eðlis og verður að greiðast af
rekstrarfé þeirra safna og stofnana
sem fá aðgang. Þar er oft lítið aflögu
til nýrra aðfanga af þessu tagi en
góðar líkur eru á að störf verkefnis-
stjórnar um þetta aðgengi skili þeim
árangri sem til er ætlast.
Það er því alrangt að fullyrða að
stefna og framkvæmdir Landsbóka-
safns íslands - Háskólabókasafns
við uppbyggingu stafræns bóka-
safns og þeir fjármunir sem til þess
hefur verið varið hafi dregið úr eða
komið í veg fyrir kaup á aðgangi að
rafrænum tímaritum og gagna-
grunnum.
Höfundur er aðstoðar-
landsbókavörður.
UPPLÝSINGAR
frá opinberum aðilum
um ráðstöfunartekjur
eldri borgara eru
rangar. Meðalfjöl-
skyldutekjur hjóna og
sambúðarfólks meðal
eftirlaunaþega voru
149.000.- á mán. en
meðalfjölskyldutekjur
allra hjóna og sambúð-
arfólks á mán. í land-
inu voru 277.000.
Tekjur eldri borgara
voru því 54% af meðal-
tali allra á árunum
1995-98.
Á árunum 1995-98
hækkuðu fjölskyldutekjur allra
hjóna og sambúðarfólks á föstu
verðlagi um rúm 30% en tekjur
sömu hópa meðal ellilífeyrisþega
hækkuðu um 15,5%. Meðalfjöl-
Aldraðir
Flestir eldri borgarar
álíta að afrakstur „árs
aldraðra“, segir Olafur
Ólafsson, hafí að mestu
verið skýrslur, fundir,
lúðraþytur og söngur.
skyldutekjur hjóna og sambúðar-
fólks meðal eftirlaunaþega voru um
61% af meðalfjölskyldutekjum allra
á aldrinum 18-80 ára á árinu 1995,
en höfðu lækkað í 54% árið 1998.
Meðalfjölskyldutekjur ein-
hleypra í hópi eldri borgara voru
tæpar 70% á árunum 1996-98 (verð-
lag ársins 98), þ.e. 69% af meðal-
tekjum allra einhleypra á aldrinum
18-80 ára. Síðustu kjarasamningar
breyttu myndinni til hins verra.
Ef litið er á dreif-
ingu heildartekna eft-
ir tíundahlutun kemur
í ljós að 72% eldri
borgara eru í lægsta
og næstlægsta tekju-
hópnum. Einnig má
sjá að tæpur helming-
ur eldri borgara er
með tekjur í lægsta
tíundahluta tekju-
þega. Vegna þess að
dreifing tekna er mikil
og margir eru í lægri
tekjufiokknum, gefa
„meðaltöl" opinberra
aðila ekki rétta mynd.
Meðaltalstölur gefa
mjög skakka mynd af ráðstöfunar-
tekjum. Raunveruleg mynd fæst ef
gefin er miðtala (median) eins og
kemur fram í meðfylgjandi töflu.
Af þessu má sjá að miðtölur ráð-
stöfunartekna heildarhópsins eru í
allflestum aldurshópum allt að
8.000 - 19.000 lægri en fram kemur
í meðaltölum er opinberir aðilar
gefa út. Skilyrðislaus krafa okkar
er að þetta verði leiðrétt og ekki
síst þeirra veiku aldraðra sem búa
við allt að 40% lægri ráðstöfunar-
tekjur en hér kemur fram.
Á ári aldraðra fékkst ekki leið-
rétting á þessu auðvelda dæmi sem
framhaldsskólanemar gætu leyst.
Sömu sögu er að segja um leið-
réttingu á slæmum hag veikra eldri
borgara, skattleysis- og frítekjum-
örkum og sveigjanlegum eftir-
launaaldri.
Smá leiðrétting fékkst á grunn-
lífeyrisgreiðslum sem nægir fjnrir
einni fiskmáltíð.
Flestir eldri borgarar álíta að af-
rakstur „árs aldraðra" hafi að
mestu verið skýrslur, fundir, lúðra-
þytur og söngur.
Höfundur er fyrrv. landlæknir
og formaður FEB í Reykjavík.
Einhlevpir
Meðaltal Miðtala Mismunur
65-69 ára 91.074,-kr. 81.724,-kr. -9.350,- kr.
70-79 “ 81.713,- kr. 73.732,- kr. -7.981,-kr.
80+ “ 71.733.- kr. 69.011,- kr. -2.722,- kr.
Sambúð
Meðallal Miðtala Mismunur
65-69 ára 145.502,- kr. 129.670,- kr. -15.832,- kr.
70-79 “ 118.259,-kr. 98.709,- kr. -19.550,-kr.
80+ “ 106.549,- kr. 89.683,- kr. -15.866.- kr.
Opinberar tölur
um meðalráðstöf-
unartekjur eldri
borgara eru rangar
Ólafur
Ólafsson
Hreyfíng á meðgöngu
og eftir barnsburð
NÝLEGAR kannan-
ir sýna að 40% kvenna
á Vesturlöndum
hreyfa sig reglulega
þegar þær eru barns-
hafandi. Þjálfun á
meðgöngu hefur
reynst mjög gagnleg
til að búa konur undir
fæðinguna og getur
jafnframt stuðlað að
því að þær nái sér fyrr
,i,;ftir barnsburð. Þjálf-
un á meðgöngu ætti þó
ekki að vera mjög
áköf, áhættusöm eða á
einhvern hátt líkleg til
að skerða súrefnis-
flæði til fóstursins því
heilsa barns og móður skiptir
mestu máli.
i Áður fyrr var konum ekki ráð-
lagt að reyna á sig á
meðgöngu en nú eru
þær hvattar til að
halda áfram að stunda
þær þolæfingar sem
þær eru vanar. Þær
konur sem ekki hafa
stundað þolþjálfun
ættu að bíða með að
hefja slíka þjálfun þar
til eftir barnsburð.
Niðurstöður könnun-
ar sem birtust í ný-
legu riti American
Journal of Obstetrics
and Gynecology sýna
fram á að hjá börnum
kvenna sem stunduðu
þjálfun á meðgöngu
(65 til 110% af því sem þær voru
vanar áður en þær urðu vanfærar)
mátti greina jákvæð áhrif nokkrum
dögum eftir fæðingu. Börnin voru
fyrri til að örvast af umhverfinu og
höfðu meiri áhuga á umhverfinu og
sýndu meiri viðbrögð við hljóðum
og annarri vægri örvun og voru
einnig værari en önnur börn.
Könnunin var gerð á 5 daga göml-
um börnum.
í Canadian Journal of Applied
Physiology birtust niðurstöður
annarrar rannsóknar sem gerð var
á styrktarþjálfun ófrískra kvenna.
Fylgst var með hjartslætti og blóð-
þrýstingi móður og hjartslætti
fósturs á meðan konurnar gerðu
sitjandi fótaréttuæfingu og sömu
æfingu liggjandi á baki í 30% halla.
Ófrísku konurnar sýndu hraðari
hjartslátt en svipaðan blóðþrýsting
og aðrar konur. Aðeins bar á hrað-
ari hjartslætti hjá fóstri í liggjandi
stöðunni sem gefur til kynna að
Ágústa
Johnson
Líkamsæfing
Þessar kannanir gefa til
kynna að mælt er ein-
dregið með hreyfingu á
meðgöngu, segir Ágústa
Johnson, svo framar-
lega sem konur eru sér
meðvitandi um hugsan-
lega áhættu.
ekki er æskilegt að gera æfingar í
þeirri stöðu á síðari hluta með-
göngu. Niðurstöðurnar sýndu að
öðru leyti að heilbrigðum, barns-
hafandi konum er óhætt að stunda
styrktarþjálfun.
Þjálfun eftir barnsburð
Könnun á þjálfun eftir barnsburð
(Sampselle CM et al. JOGNN) var
gerð á rúmlega 1.000 konum til að
rannsaka áhrif þjálfunar á með-
göngu og eftir barnsburð og kanna
hugsanlega ávinninga eða áhættu.
Þátttaka í kröftugri þjálfun sex
vikum eftir barnsburð sýndi greini-
lega fram á líkamlega ávinninga.
Kröftug þjálfun hafði ekki áhrif á
mjólkurframleiðslu í þessari könn-
un. Konur sem voru virkari sátu
síður uppi með aukakíló en þær
sem ekki stunduðu þjálfun. Það
sem vakti athygli var að þeim kon-
um, sem voru virkari á meðgöngu,
þótti meðgangan og fæðingin
ánægjulegri. í stuttu máli, meiri
hreyfing tengdist betri aðlögun á
meðgöngu og eftir barnsburð í öll-
um atriðum sem mæld voru.
Þessar kannanir gefa til kynna
að mælt er eindregið með hreyf-
ingu á meðgöngu svo framarlega
sem konur eru sér meðvitandi um
hugsanlega áhættu. Þjálfun veitir
líkamlega og andlega ávinninga
fyrir vanfærar konur og þjálfun
skiptir einnig miklu máli í því skyni
að fyrirbyggja sjúkdóma, s.s. syk-
ursýki, á meðgöngu.
Höfundur er framkvæmdastjóri.