Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Páll Pétursson félagsmálaráðherra ávarpar aukaallsherjarþing SÞ Jöfnuður karla og kvenna verði tryggður PALL Pétursson félagsmálaráð- herra lagði áherslu á mikilvægi þess að ríki heims kæmu sér saman um aðgerðir til að tryggja jafna lífsað- stöðu bæði karla og kvenna við upp- haf 21. aldarinnar þegar hann ávarp- aði aukaallsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Þingið stendur 5. til 9. júní og er haldið til að meta og fara yfír árang- urinn á þeim fimm árum, sem liðin eru frá því Pekingáætlunin var sam- þykkt á fjórðu alþjóðaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um málefni kvenna í Peking í september árið 1995. í framkvæmdaáætlun ríkisstjóm- arinnar fyrir tímabilið 1998 til 2002 er meðal annars byggt á þessari áætlun og gat Páll þess í ræðunni hvað hefði áunnist í jafnréttismálum á íslandi frá því ráðstefnan var hald- in í Peking. „Ný jafnréttislöggjöf var sam- þykkt á íslandi í vor þar sem kveðið er á um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna í hvívetna," sagði hann. „Enda þótt vitað sé að löggjöf á þessu sviði ein og sér hafi takmörkuð áhrif, nema hún njóti almenns sið- ferðilegs stuðnings, er hún engu að síður nauðsynleg. Það er hugarfarið sem mestu máli skiptir til að bæði kynin hafl jafna möguleika til að efla og þroska hæfileika sína og njóta þeirra 1 heilbrigðu og hamingjusömu lífi.“ Mannréttindi algild og brot á þeim óþolandi Páll sagði að umræðan um mansal til kynlífsþrælkunar færðist í aukana og verslun með konur væri sérstakt áhyggjuefni. Hér væri um að ræða skiplagða glæpastarfsemi, sem ríki heims ættu að berjast gegn. Heimilisofbeldi og annað kyn- bundið ofbeldi ætti sér stað um heim allan og yrðu yfirvöld í sérhveiju ríki að finna leiðir til að draga úr tíðni slíkra ofbeldisverka. „Vitað er að konur búa við misrétti og mismunun um heim allan þrátt fyrir mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna um að allh- menn skuli vera jafnbomir til virðingar og réttinda og á það jafnt við um konur og karla,“ sagði félagsmálaráðherra. „Mannréttindi eru algild og óþolandi er með öllu að við lok 20. aldar séu al- varleg mannréttindabrot framin gegn konum.“ Þess er vænst að þingið samþykki lokaskjal þar sem farið verði yfir það, sem unnist hefur frá 1995, hverjar séu helstu hindranimar og áherslur næstu ára. Ráðstefnuna sitja auk fulltrúa stjórnvalda, fulltrúar Alþing- is og frjálsra félagasamtaka. Skipuð til að gegna stöðu aðstoðar- yfírlögr egiuþj óns Dómsmálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, hefur skipað Jónínu Sigþrúði Sigurðardótt- ur aðstoðaryfirlög- regluþjón við embætti ríkislögreglustjóra. Kona hefur ekki áður verið skipuð í slíka stöðu innan lög- reglunnar. Jónína hefur starfað í lögreglu í rúm 21 ár og sem varðstjóri frá árinu 1992. Hún hefur sótt ýmis námskeið um fjarskiptamál og stjórnað fjarskiptum á stórum æfingum og aðgerðum sér- sveitar og fengið viðurkenningu fyrir góða stjómun. Hún var valin úr hópi 17 umsækjenda og var að mati ríkislögreglu- stjóra hæfust til að gegna stöðunni. Starfssvið Jónínu hjá ríkislögreglustjóra verður í fjarskiptamið- stöð ríkislögreglu- stjóra. Þá hefur ríkislög- reglustjóri skipað Friðgerði Brynju Jónsdóttur í stöðu að- alvarðstjóra og er hún fyrsta konan til að hljóta skipun í þá stöðu. Friðgerður mun einnig starfa í hinni nýju fjarskiptamiðstöð. Jónína Sigþrúður Sigurðardóttir Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson Tólf eru í áhöfn fslensku skútunnar Bestur sem tekur þátt í alþjóðlegri siglingakeppni frá Paimpol í Frakklandi til íslands. Þau eru talin í efri röð frá vinstri Ulfúr Helgi Hróbjartsson, Gunnar Geir Hall- dórsson, Áskell Fannberg, Emil Pétursson, Arnþór Ragnarsson og Sigurður Oli Guðnason. Fremri röð frá vinstri Ragnar Hilmarsson, Trausti Þór Ævarsson, Friðrik Ingi Friðriksson, Ingvar Ágúst Þórisson, Linda Björk Ólafsdóttir og Böðvar Friðriksson. „Siglingalandslið“ Islands stefnir að sigri NOKKRIR af reyndustu siglinga- mönnum íslands taka á næstunni þátt í alþjóðlegri siglingakeppni frá Paimpol í Frakklandi. Keppnin er haldin til að minnast siglinga franskra sjómanna á Islandsmið en sigld verður sama leið og frönsku sjómennimir sigldu forðum. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk áhöfn tekur þátt í út- hafssiglingakeppni. í áhöfninni verða 12 manns, karlar og konur, allt þaulreyndir siglingamenn. Baldvin Björgvins- son skipstjóri segir áhöfnina vera hálfgert siglingalandslið íslands, þar megi m.a. finna áhöfnina á skútunni Bestu, sem eru Islands- meistarar og íslandsbikarhafar í kjölbátasiglingum, auk annarra ís- lenskra siglingamanna sem hafa verið í fremstu röð á undanfömum ámm. I hópnum em all s 16 manns, en hluti áhafnarinnar mun ekki taka þátt í seinni hluta keppn- innar en þá verður siglt aftur til Paimpol. Baldvin telur að fslenska liðið eigi góðar likur á sigri enda sé áhöfnin reynd og báturinn góð- ur. Erfíð keppni Áhöfnin hefur stundað þrekæf- ingar frá áramótum en siglingin er líkamlega erfið og Norður- Atlantshafið erfitt og óútreiknan- legt. Á næstunni heldur hópurinn til Frakklands til æfinga á skútu sem verið er að kaupa fyrir keppn- ina. Skútan, sem er 15,3 metrar (51 fet), verður sennilega stærsti bát- urinn sem tekur þátt í keppninni. Skútan er sérstaklega hönnuð til keppnissiglinga en hún var á sín- um ti'ma smfðuð til að taka þátt f siglingakeppni umhverfis jörðina árið 1989. Alls era um 30 skútur af ýmsum stærðum og gerðum skráðar í keppnina, sem hefst 18. júní nk. Leiðin er rúmlega 1.300 sjómilur og er búist við að ferðin taki um 10 daga. Keppendur, sem búist er við að verði um 300, dvelja hér á landi í um viku áður en þeir sigla af stað aftur til Paimpol. Sérstakt Ieyfi frá franska flotanum í tengslum við keppnina koma hingað tvær franskar skonnortur sem franski flotinn notar sem skólaskip. Skonnorturnar era ná- kvæmar eftirlíkingar af þeim skip- um sem frönsku sjómennimir sigldu á íslandsmið. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þessar skonnortur sigla svo langa leið yfir úthaf og þurfti að fá sérstakt leyfí frá franska flotanum til að skonn- ortumar gætu lagt í siglinguna. Siglingakeppnin er hluti af dag- skrá Reykjavíkur - menningar- borgar 2000. Minni aðsókn að vinnu- skólum víðast hvar www.bmvalla.is milundur í Fornalundi færðu góðar hugmyndir fyrir garðinn þinn. Skoðaðu gagnvirkt kort af Fomalundi á www.bmvalla.is Söludeild í Fornalundi BreiðhöfSa 3 • Sími 385 5030 GREINILEGA verður vart við minni aðsókn að vinnuskólum sveit- arfélaga víða um land í sumar sam- anborið við fyrri ár og á það einkum við um elsta áraganginn sem þar fær vinnu, þá sem eru eða verða 16 ára á árinu. Er það almennt mat forráðamanna vinnuskólanna að gott atvinnuástand valdi þessu fyrst og fremst, þar sem auðveldara sé fyrir þennan aldurshóp að fá vinnu en áður hefur verið. í Morgunblaðinu í gær kemur fram að um 500 færri verða í vinnu- skólanum í Reykjavík í sumar en ráðgert hafði verið og er fækkunin langmest í elsta árganginum. Svip- aða sögu er að segja frá öðrum sveitarfélögum á landinu, heldur er fækkun í unglingavinnu víðast hvar og er hún mest áberandi í elstu ár- göngunum. Á Akureyri eru heldur færri í unglingavinnunni en voru á síðasta ári. Um 320 14 og 15 ára unglingar verð í unglingavinnunni í sumar. Tæpir 80 16 ára unglingar voru í unglingavinnunni í fyrrasumar, en rúmir 60 hafa skráð sig í ár og hugsanlega skila þeir sér ekki allir þegar vinnan hefst síðar í júnímán- uði, að sögn Lindu Óladóttur, for- stöðumanns unglingavinnu Akur- eyrar. Hún segir að skýringin á þessu sé sú að unglingunum standi til boða vinna annars staðar. Rétt tæplega 200 krakkar verða í vinnuskólanum á Akranesi í sumar, sem er svipaður fjöldi og í fyrra, en farið hefur fækkandi í hópnum hin seinni ár, að sögn Einars Skúlason- ar, æskulýðsfulltrúa á Akranesi, bæði vegna þess að árgangarnir eru fámennari og vegna þess að at- vinnuástand er mjög gott, sérstak- lega fyrir þau elstu, 16 ára ungl- ingana, sem hefðu lokið 10. bekk í vor. Einar sagðist í mörg ár ekki hafa verið með jafnlágt hlutfall 16 ára unglinga í vinnuskólanum og nú. Venjulega hefði hann verið með um 75% þessa aldurshóps í vinnu, en nú væri hlutfall þeirra sem skráðu sig líklega um 60% og síðan hefðu ein- hverjir verið að detta út vegna þess að þeir hefðu fengið vinnu annars staðar. Þá verða um 100 krakkar í vinnu- skólanum á Isafirði í sumar, sem er ívið færra en verið hefur undan- farin ár. Ekki fyrir 16 ára I Vestmannaeyjum er einungis rekinn vinnuskóli fyrir 14 og 15 ára gamla unglinga, en 16 ára ungling- ar hafa getað fengið vinnu í vinnslu- stöðvunum í landi og því ekki verið nauðsynlegt að vera með vinnu- skóla fyrir þann aldurshóp. Tæp- lega 75 unglingar eru skráðir í vinnuskólann í sumar, sem er færra en áður vegna þess að nú nær vinnuskólinn ekki til 13 ára bama eins og verið hefur vegna tilskipun- ar á Evrópska efnahagssvæðinu, sem gerir það að verkum að 13 ára börn mega ekki vinna. í Hafnarfirði er einnig fækkun í vinnuskólanum miðað við áætlanir. í aldurshópnum 14-16 ára var gert ráð fyrir tæplega 550 umsóknum, en þær verða sennilega nær 100 færri og munar þar mestu í eldri árgöngunum, eins og annars staðar á landinu Á Egilsstöðum era nær 40 krakk- ar í vinnuskólanum í sumar, sem er heldur færra en í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.