Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 55
isdýr, apa o.m.fl. og síðast en ekki síst
háhyminga. Þegar síldveiðar stóðu
sem hæst var mikið um háhyminga á
miðunum og reyndu erlendir aðilar að
fanga þá lifandi fyrir sædýrasöfn án
mikils árangurs. Jón sá þama tekju-
möguleika fyrir safnið, samdi við eig-
endur mótorbátsins Guðrúnar og í
samvinnu við nafha sinn, skipstjórann
á bátnum, lét hann útbúa sérstaka nót
og þróaðist hjá þeim árangursrík
veiðiaðferð og á nokkmm árum
veiddu þeir tugi háhyminga, sem
vom seldir til Evrópu, Ameríku og
Japans, einn þeirra er hinn frægi
Keiko. Flestir íslendingar höfðu
komið í Sædýrasafnið sem bömum
var hinn mesti ævintýraheimur. Og
eftir þetta var Jón landsþekktur sem
Jón í Sædýrasafninu.
Þó að Jón væri alltaf önnum kafinn
hafði hann alla tíð haft mikinn áhuga á
bókaútgáfu og skriftum. Hann skrif-
aði í Vísi 1964-66 undir nafninu
Þrándur í Götu, og hefur síðan skrifað
greinar í DV. Hann keypti útgáfufé-
lagið Rauðskinnu og því íylgdi Speg-
illinn, sem Jón gaf út á ámnum 1965-
68. í mörg ár hefur hann gefið út
bækur, en fyrsta bókin sem hann
skrifaði sjálfur „Mannfólkið og hin
dýrin“ var gefin út 1986, en síðustu
árin hefur Jón verið afkastamikill rit-
höfundur, og komu oftast 2 bækur út
á ári, viðtalsbækur við íslenska sjó-
menn og viðtalsbækur við aldna
Hafnfirðinga, þar sem fram kemur
mikill fróðleikur og heimildir um
hafnfirska lifnaðarhætti á liðinni öld.
Árið 1992 var gefið út mikið ritverk
eftir Jón um íslenska fossa með fjölda
mynda, sem hann hafði tekið sjálfur,
en Jón var gagnkunnugur landinu og
fjölda íbúa þess, en alltaf var mynda-
vélin með í för. Síðustu misserin hefiir
Jón unnið að ritverki um eyjar við Is-
land og var því verki að mestu lokið
þegar hann féll frá. Einnig hefur hann
gefið út blað, sem borist hefur inn á öll
heimili í Hafnarfirði og heitir „Nýtt
viðhorf1, mjög vandað og mynd-
skreytt blað með myndum eftir hann
sjálfan, þar sem meðal annars koma
fram viðhorf hans til lífsins og bæjar-
og landsmála. Hann hélt áfram að
skrifa fram á síðustu stundu þó að
hann hefði ekki lengur þrótt til að rísa
upp í rúminu.
Jón var mikill félagsmálamaður,
hann sat í útgerðarráði Bæjarútgerð-
arinnar í 20 ár og það var hann sem
stóð fyrir því að ég yrði ráðinn fram-
kvæmdastjóri þar, þar hafði hann
alltaf gott til málanna að leggja. Hann
var einnig lengi í atvinnumálanefnd.
Jón var skáti frá unga aldri og hafði
verið starfandi í félagi eldri skáta, fé-
lagi í Rotaryklúbbi Hafnarfjarðar síð-
an árið 1970 og gegndi þar mörgum
trúnaðarstörfum, m.a. sem forseti og
var útnefndur Paul Harris félagi. Jón
var einnig traustm' bakhjarl í Félagi
eldri borgara í Hafnarfirði, en eigin-
kona hans var þar formaður í 10 ár.
Ekki var hægt að Velja betri farar-
stjóra en Jón. Hann var mikill fræða-
þulur, hafði frábæra frásagnarhæfi-
leika, skemmtilegur og ritfær vel.
Eg á Jóni margt að þakka, þó vil ég
sérstaklega fyrir hönd fjölskyldu
minnar færa honum einlægar þakkir
fyrir það drengskaparbragð, þegar
hann fór með mér og Jóni bróður mín-
um að hausti 1968 í tvísýnni færð til
Siglufjarðar til þess að freista þess að
leita að líki Jörundar bróður okkar í
höfninni þar. Hann fór með köfurun-
um á bátnum og beinlínis stýrði þeim
að líkinu.
Mesta gæfan í lífi Jóns var þegar
hann ungur giftist Ragnhildi Guð-
mundsdóttur, sem stóð við hlið hans
eins og klettur í lífsins ólgusjó. Eign-
uðust þau 4 böm.
Eg og kona mín, Ingveldur, þökk-
um Jóni og Rögnu innilega fyrir allar
ógleymanlegu samverustundÚTiai- og
biðjum guð að blessa minningu hans
og að styrkja og hughreysta Rögnu,
börn og fjölskyldur í sorg þeirra.
Einar S.M. Sveinsson.
Maísólin okkar allra skein glatt yfii-
Hafnarfirði laugardaginn 27. s.l., þeg-
ar Skúli frændi minn tilkynnti mér, að
góður vinur minn, Jón Kr. Gunnars-
son, hefði látist þá um morguninn 70
ára að aldri. Þá vissi ég, að hetjulegri
baráttu við illvígan sjúkdóm var lokið.
Kynni og vináttu okkar Jóns má
rekja til ársins 1944, er við stunduð-
um báðir nám við Flensborgarskóla,
og hefur hún haldist til þessa dags.
Jón var að mörgu leyti einstæður
persónuleiki, sem var gæddur fjöl-
þættum gáfum og hæfileikum og það,
sem ég hygg að sé sjaldgæfara meðal
slíkra einstaklinga, einnig hæfileikum
til þess að hrinda góðum hugmyndum
í framkvæmd. Að loknu námi í Flens-
borgarskóla fór Jón í Sjómannaskól-
ann og leiðir okkar skildi um sinn. En
þegar þær mættust á nýjan leik, var
hann orðinn einn af stærri útgerðar-
mönnum og fiskverkendum í Hafnar-
firði með fjölda manns í fastri atvinnu.
Jón gerðist ungur skáti og voru til-
finningar hans til þeirrar hreyfíngar
óbreyttar til hinsta dags, þótt starfið
þar breyttist með árunum. Á sokka-
bandsárum sínum innan skátahreyf-
ingarinnar fékk Jón þá hugmynd að
koma upp fiskasafni svo að Hafnfirð-
ingar og aðrir landsmenn fengju
tækifæri til þess að sjá og þekkja þær
fiskategundir, sem voru í raun undir-
staða lífs þeirra. Vakti þessi sýning
mikla athygli og var hún undanfari
Sædýrasafnsins, sem Jón var aðal-
hvatamaður að og framkvæmdastjóri
alla tíð og var hann svo nátengdur
þeirri stofnun, að margir þekkja hann
einungis undir nafninu Jón í Sædýra-
safninu. Þótt aðsókn að Sædýrasafn-
inu yrði meiri en bjartsýnustu menn
þorðu að vona, var fjárskortur þess
dyggasti fylgifiskur eins og margra
annarra slíkra stofnana. Til þess að
ráða bót á því fékk Jón þá einstæðu
hugmynd að fá leyfi til þess að veiða
og selja háhyminga, sem hann vissi,
að voru eftirsóttir í erlend sædýra-
söfn og því í háu verði. En kálið var
ekki sopið þó í ausuna væri komið.
Eftir því, sem ég best veit, höfðu veið-
ar og flutningur lifandi háhyrninga
ekki verið stundaðar fyrr hér á landi
og voru verulegir byijunarerfiðleikai'
því samfara. En að lokum voru flest
vandamál leyst og komu reynsla og
menntun Jóns sem sjómanns hér að
góðum notum. Um árabil var dijúgs
hluta rekstrartekna Sædýrasafnsins
aflað með sölu háhyminga til er-
lendra sædýrasafna.
Jón var mikill húmoristi og kunni
frá mörgu að segja í samskiptum sín-
um við menn, sem honum virtist mjög
auðvelt að kynnast og umgangast.
Einn þeirra manna, sem Jón hafði
gaman af að hitta var Villi á Halldórs-
stöðum við Mývatn, en hann var
skemmtilegur og sérvitur einbúi, sem
ekki var allra. Villi hafði gert samning
við konur í kvenfélagi sveitarinnar
um að hafa auga með honum og var
það fólgið í að hringja til hans einu
sinni á dag. Dag nokkurn, þegar Jón
var hjá honum, hringir síminn og Jón
heyrir á samtalinu, að þar er kvenfé-
lagskona að sinna skyldu sinni. Þegar
líður að lokum símtalsins heyrir Jón,
að Villi segir í símann: „Nei, nei. Þetta
er allt í þessu fína lagi. Hann Jón há-
hymingur er hjá mér.“
Jón hafði mikinn áhuga á náttúru-
fræði og umhverfismálum og er mér
til efs, að nokkur hafi staðið honum
framar í þekkingu á atferli háhym-
inga vegna mikillar reynslu hans af
þeim undir breytilegum kringumst-
æðum og eðlislægs áhuga hans og
þekkingar á dýrafræði.
Um árabil fékkst Jón við bóka- og
blaðaútgáfu enda var hann með af-
brigðum vel ritfær og auk þess ritaði
hann um tíma daglega pistla í dag-
blaðið Vísi undir nafninu Þrándur í
Götu. Sýna þeir pistlar betur en flest
annað hve áhugamál hans vora marg-
vísleg og hversu sýnt honum vai' um
að rita lipurt mál. Bókaútgáfuna
Rauðskinnu stofnaði hann fyrir mörg-
um árum og gaf út fjöldann allan af
bókum, en á síðari árum skrifaði hann
fjölmargar samtalsbækur við sjó-
menn, en þá kúnst hefðu fáir betur
gert en hann. Auk þess má nefna bók-
ina íslenskir fossar, sem er einstök í
sinni röð og í undirbúningi var sam-
svarandi bók um eyjar við Island.
Sýnir þessi upptalning í hnotskurn
áhuga og þekkingu Jóns á íslenskri
náttúra, sem var ótrúlega fjölbreyti-
leg.
En þó að áhugamál Jóns hafi verið
mörg eins og að framan greinir, er
ótalið, að hann hafði alla tíð mikinn
áhuga á þjóðmálum og alveg sérstak-
lega bæjarmálum Hafnarfjarðai'.
Þegar Félag óháðra borgara var
stofnað árið 1966 til þess að taka þátt í
stjóm Hafnarfjarðar, gekk Jón í þann
félagsskap og þar má segja, að vinátta
okkar og samstarf hafi endumýjast.
Starfaði Jón fyrir félagið í nefndum,
sem fjölluðu um atvinnu- og sjávar-
útvegsmál og þekking hans og
reynsla komu að sem mestum notum.
Einnig var gott að leita álits hans á
hverju einu, sem varðaði stjórn bæj-
arins. Er mér ofarlega í huga þakk-
læti til Jóns fyrir þetta samstarf og
það, hve þægilegt var að geta alltaf
gengið að heilindum hans vísum. Þeg-
ar áðumefnt félag lagði upp laupana
breytti það engu um áhuga Jóns á
bæjarmálum og íyrir nokkram árum
hóf hann útgáfu blaðs, sem hann kall-
aði Nýtt viðhorf og drap hann þar á
ýmislegt, sem til heilla horfði fyrir
bæjarfélagið og íbúa þess.
Að lokum þakka ég Jóni vini mín-
um fyrir ánægjuleg kynni og bið Guð
að blessa minningu hans. Rögnu,
bömum þeirra og öðrum aðstandend-
um votta ég innilega samúð mína.
Vilþjálmur G. Skúlason.
Fallinn er frá kunnur Hafnfirðing-
ur, Jón Kr. Gunnarsson, þekktur at-
hafnamaður á ýmsum sviðum mál-
efna Hafnarfjarðar, fæddur þar og
búsettur nær alla ævi. Hafði hann átt
við erfið veikindi að stríða um skeið,
en var samt sívinnandi að þeim
áhugamálum sem hugur hans var
bundinn við síðustu árin. Þar bar
hæst að starfa að framgangi mála til
hagsbóta Hafnfirðingum og varðveita
minningar um liðna tíma. Það gerði
hann meðal annars með skrifum í
bæjarblað sem hann gaf út og heitir
„Nýtt viðhorf”, tileinkað fijálslyndi,
framtaki og betri stjómsýslu. Þá rit-
aði hann og gaf út margar bækur,
m.a. merkar viðtalsbækur um Hafn-
firðinga, en Jón var ágætlega ritfær.
Óhætt er að fullyrða að Jón hafði
komið víða við á vettvangi í Hafnar-
firði. Ungur að árum að loknu námi í
Flensborg, Verslunarskóla Islands og
Stýrimannaskólanum, varð hann
fljótlega skipstjóri á skipum Jóns
Gíslasonar útgerðarmanns sem hafði
mikið umleikis á sviði útgerðar og
fiskvinnslu um langt skeið. Reyndist
Jón Kr. farsæll við sjósókn og aflakló.
Hann hóf síðan eigin útgerð og fisk-
verkun. Keypti myndarlegt skip í
Noregi, m/s Hafom og gerði út á síld
og aðrar veiðar í nokkur ár. Um það
leyti hafði hann einnig ýmis viðskipti
við Norðmenn á sviði verslunar og
innflutnings meðal annars með skipa-
kaup fyrir íslenska útgerðarmenn.
Sem unglingur varð Jón skáti og
gerðist mjög virkur í þeim félagsskap.
Mun hann hafa átt stóran þátt í því
ásamt fleiram að Hjálparsveit skáta í
Firðinum var stofnuð. Hafði hann og
með höndum ásamt félögum sínum
þjálfun leitarhunda.
Jón var mikill dýravinur. Það mun
m.a. hafa átt rætur að rekja til dvalar
hans í sveit á æskuárunum. Hann var
t.d. ritstjóri blaðsins Dýraverndarinn
um tíma og í stjóm Sambands dýra-
verndunarfélaga og síðast formaður
Dýravemdunarfélags Hafnafjarðar.
Þessi áhugi hans á dýram hefur
vafalaust leitt til þess að hann hafði
forystu um uppbyggingu Sædýra-
safnsins í Hafnarfirði ásamt félögum
úr skátahreyfingunni og fleirum. Það
var opnað 8. maí 1969 og rekið um
tuttugu ára skeið. Sá rekstur hvfldi
fyrst og fremst á herðum Jóns. Sam-
hliða vora stunduð viðskipti við dýra-
garða út um heim með sædýr og aðr-
ar skepnur.
Oft hafði Jón storminn í fangið á
þessum starfsvettvangi. I stórfróð-
legri bók sem hann gaf út 1986 og
heitir „Mannfólkið og hin dýrin“ lýsir
hann mjög vel því andstreymi sem
hann mátti þola og það frá þeim sem
síst mátti búast við. En Jón og félagar
hans létu ekki bugast, heldur efldust
við hveija raun. Þannig vai’ Jón.
Traustur, harður í hom að taka ef því
var að skipta, annars ljúfur, góðvifiað-
ur, glöggur og gi’eindur vel og gat oft
verið skemmtilegur.
Segja má að fátt hafi Jóni verið
óviðkomandi ef velferð bæjarfélags-
ins og Hafnfirðinga var annars vegar.
Það má t.d. marka af skrifum í blað-
inu „Nýtt viðhorf ‘ sem áður er getið.
Þessum velvilja til Hafnarfjarðar
kynntist sá sem þessar línur ritar,
einnig af spjalli við Jón og kynnum
hin síðari ár. Þá vora málefni aldraðra
Jóni einkai- hugleikin. Tók hann lengi
virkan þátt í starfi Félags eldri borg-
ara í Hafnafirði og var þar í forystu-
sveit, en eiginkona hans var um árabil
formaður félagsins. Stóð Jón t.d. fyrir
gönguferðum og var oftast fararstjóri
í ferðum um landið. Eigamargir góðar
minningar um samskiptin við þau
hjón í þeim þarfa félagsskap.
Ekki gat farið hjá því að Jón yrði
kallaður til trúnaðarstarfa af þeim
sem völd höfðu í Hafnarfirði til að
ráða fram úr erfiðum viðfangsefnum.
Þannig sat hann um tuttugu ára skeið
í útgerðarráði Bæjarútgerðar Hafn-
arfjarðai' eftir tilnefningu Félags
óháðra borgara og einnig um árabil
var hann formaður atvinnumála-
nefndar. Á þessum vettvangi vann
Jón frábær og heillarík störf. Þótt við
stór og vandasöm verkefni hafi verið
að glíma tímabundið í útgerð og fisk-
vinnslu hjá B.H. eins og svo mörgum
öðrum útgerðarfyrirtækjum, fór orð
af því hversu úrræðagóður Jón hafi
oft verið við lausn mála.
Það getur ekki hafa farið fram hjá
þeim sem íylgst hafa með þeirri nið-
urlægingu sem sjávarútvegur og fisk-
vinnsla er komin í hér í Hafnarfirði
miðað við sem var þegar Bæjarút-
gerðin var upp á sitt besta, að Jón bar
sérstaka umhyggju íyrir þessu fyrir-
tæki bæjarbúa. Þannig benti hann
ítrekað á það í blaði sínu að samnings-
rof hafi átt sér stað af hálfu kaupanda
þegar fiskiðjuver Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar og tveir togarar ásamt
kvóta og veiðiheimildum vora seld um
mitt ár 1985, en forsenda sölunnar var
sú skv. sölusamningi að nota skyldi
hinai' seldu eignir til starfrækslu út-
gerðar og fiskvinnslu í Hafnarfirði.
Hvatti Jón oft skorinort til þess að
gætt yrði réttar bæjarins í þessum
efnum, nú síðast með opnu bréfi til
bæjarstjómar sem birtist í blaði hans
í febrúar sl.
Um leið og kvaddur er merkur og
minnisstæður samferðarmaður eru
eiginkonu hans, bömum og öðram
aðstandendum fluttar hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Stefán Gunnlaugsson.
Hetjulegri baráttu Jóns Kr. Gunn-
arssonarvið illvígan sjúkdóm er lokið.
Hann sýndi okkur að manninum er
gefið ótrúlegt andlegt þrek til þess að
takast á við örlög sín þegar syrtir að.
Fram á síðasta dag, sárþjáður, vann
hann að blaðinu sínu, Ný Viðhorf,
bæjarblaði sem átti sér stóran les-
endahóp og margir biðu eftir í ofvæni.
Jón ræddi málin tæpitungulaust og
fór aldrei í launkofa með skoðanir sín-
ar. Hann átti afar létt með að skrifa
og átti gott með að færa rök að sínu
máli. Þá vai’ einnig stutt í skoplegu
hliðar málsins ef því var að skipta.
Greinar hans og bækur bera það
með sér að hann bar hag Hafnarfjarð-
ar mjög fyrir brjósti og hann var afar
fróður um sögu bæjarins. Hann tók
viðtöl við fjölmarga Hafnfirðinga og
þar má fræðast um ýmislegt viðvíkj-
andi lífi og starfi eldri kynslóða sem
byggt hafa bæinn.
Jón var löngmn mikill útivistar-
maður og fáfr menn vora honum fróð-
ari um gönguleiðir í nágrenni bæjar-
ins. Hann sagðist hafa verið eins
konar lærisveinn Gísla heitins Sig-
urðssonar og fræddist af honum um
mikinn fjölda örnefna og staðhátta.
Jón var oft fenginn sem leiðsögumað-
ur enda þekking hans á landinu ótrú-
lega góð. Við gerð hinnar miklu bókar
sinnar sem hann nefndi „íslenskir
fossar" ferðaðist hann um landið
þvert og endilangt, safnaði heimildum
og tók sjálfur hveija einustu mynd
bókarinnar. Þar er að finna um 260 -''
myndir, hver annarri fegurri. í for-
mála bókarinnar kemur skýrt fram
aðdáun og virðing Jóns fyiir íslenskri
náttúra og jafnframt skilningur hans
á því að nýta beri náttúrauðlindir okk-
ar með skynsamlegum hætti.
Hann var með aðra bók í smíðum
þegar hann féll frá, „Eyjar við ís-
land.“ Hann hafði viðað að sér tölu-
verðu efni og fléttaði þar saman
margs konar fróðleik. Sannarlega
áhugavert efni sem hentaði vel frá-
sagnarlist Jóns og skartað hefði frá-
bæram þosmyndum hans.
Fyrir nokkrum áram fékk Jón
nokkra félaga í lið með sér að safna
gömlum ljósmyndum sem snertu
Hafnarfjörð á einhvem hátt. Fyrst og
fremst var leitað eftir því að fá að
fletta gömlum „heimilisalbúmum" og
árangurinn var ótrúlega góður.
Myndimar voru síðan stækkaðar og
reynt að afla sem gleggstra upplýs-
inga. Enn er eftfr mikið starf við frá-
gang en þegar er komið töluvert safn
mynda sem hvergi hafa birst en
tengjast atvinnusögu og mannlífi í
Hafnarfirði.
I lok formála bókar sinnar um foss-
ana býður Jón lesendum að ganga til
stefnumóts við stórbrotin náttúra-
undur. Hann er nú sjálfur genginn til
nýs stefnumóts og finnur þar öragg- *
lega fjölda viðfangsefna. Það er erfitt
hlutskipti að geta ekki átt þess kost
að fylgja honum síðasta spölinn. Ég
þakka Jóni, vini mínum, nú að leiðar-
lokum þær fjölmörgu ánægjustundir
sem hann veitti mér. Jón Kr. Gunn-
arsson er genginn en hans verður
lengi minnst og sárt saknað.
Ragnhildi, eiginkonu hans, sem
ávallt var hans leiðarsteinn, eins og
Jón orðaði það, bömum hans og fjöl-
skyldum þeirra votta ég samúð mína.
Rúnar Bryivjólfsson.
Hann Jón Gunnarsson vinur minn
er „farinn heim“ eins og við skátar
segjum. Ótímabært féll hann fyrir ill-
vígum sjúkdómi sem hann hefur háð
harða baráttu við um nokkum tíma.
Þó baráttan væri hörð var hugurinn
heill og kröftugur og segja má að
hann hafi unnið við útgáfu á blaðinu
sínu sem hann hefur gefið út í nokkur
ár tfl síðasta dags.
Kynni okkar hófust í Skátafélaginu
Hraunbúum, við voram félagar í
sömu sveit.
Starfið var fjölbreytt og allt unnið
af áhuga og bjartsýni stuttbuxnaár-
anna, farið var í útilegur, ferðir skipu-
lagðar stundum mefra af kappi en for-
sjá, en allt fór þetta vel og skyldi eftir
minningar sem við höfum getað omað
okkur við hin síðari ár.
Við voram einnig félagai’ í Hjálpar-
sveit skáta, en þai’ var hann í forastu
um árabil og vann fyrir hana af sama
krafti og áhuga og annað sem hann
tók sér fyrir hendur.
í St.Georgsgildinu áttum við líka
samleið og honum eigum við gfldisfé-
lagai’ það að þakka hve fljótt við kom-
um upp skálanum okkar notalega við
Hvaleyrarvatn, en hann kom með
hann með sér frá Noregi.
í Rotaryklúbbi Hafnarfjarðar hef-
SJÁNÆSTU SÍÐU.
rfisdrykkjur í Veislusalnum
Sóltúni 3, Akógeshúsinu,
fyrir allt að300 manns.
EINNIG I.ETTUR HADEGISMATUR
MEÐKAI’FI OG TERTU A EFTIR - SAMA VERD
. Skotit
T.va,,'éna
hJ°okkur
° netinul
VEISLAN
GS
Glœsilegar veitingar frá Veislunni
AustiritrönJ 12 «170 Sehjarnomes «Simi: 561 2031 • Fax: 561 2008
VEITINGAELDHUS
www.veislan.is ,
——eg
Legsteinar
Vönduð íslensk framleiðsla
Fáið sendan myndalista
MOSAIK
Marmari
Granít
Blágrýii
Gabbró
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík
sími: 587 1960, fœc: 587 1986