Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ 72 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 M " ... 1 1 ... ____________ _________ r • 'i HÁSKÓLABÍÓ HASKOLABIO Bris á Gauknum ÞAÐ VAR mögnuð stemmning á Undirtónakvöldinu á Gauknum um daginn þar sem Bris komu sér f'yrir í horninu gtíða og fluttu nýtt og ferskt efni. Lítið hefur farið fyrir þeim Brismönnum síð- an þeir rúlluðu upp Rokkstokk- inu í fyrra. Þeir nýttu vel hljóð- verstímana sem þeim féllu í skaut og tóku upp tvö ný lög sem ættu að fara að hljóma á öldum ljósvakans áður en langt um líð- ur. Bris skipa þeir Guðmundur Stefán Þorvaldsson gítarleikari, Snorri Petersen söngvari og gít- arleikari, Þorsteinn R. Hermannsson bassaleikari og Jón Geir Jónhannsson trommari. Að sögn Guðmundar gítarleikara flytur sveitin dramatíska og flæðandi rokktónlist og stendur til að taka upp fleiri lög í sumar sem hugsanlega enda á stórri plötu. Þeir sem misstu af Bris- mönnum í þetta sinn þurfa ekki að örvænta mikið því sveitin ætl- ar að endurtaka leikinn á Gaukn- um í lok júnímánaðar. Morgunblaðið/Jim Smart Tjaldið á Tónlistarhátíð Reykjavíkur Harð- hausa- hátíð í tjaldinu BRYAN Adams hitti sannarlega naglann á höfuðið fyrir margt löngu er hann kvað: „Það gildir einu hvert á strönd þér skolar, þar krakkar vilja rokk“ (e. „everywhere you go, the kids wanna rock“). Rokkið virðist vera jafnsígilt og gallabuxurnar sem fylgja því gjaman og landið okkar Island er þar engin undantekning. Innan rokktónlistar þrífast ægi- margar undirstefnur og mörgum líð- ur hvað best þegar forminu er ýtt út á ystu nöf, hvað þunga og hraða varð- ar. Bylgjur af rokki í harðari kantin- um hafa komið hingað og farið, síðast var það dauðarokkið sem óð uppi um allar trissur fyrir réttum átta árum síðan, en í dag er það harðkorið sem er hvað atkvæðamest, stefna sem tekur bandarískt nýpönk og þunga- pönk sér til fyrirmyndar að nokkru. Þar fyrir utan virðist rokkandrúms- loftið vera nokkuð þungt um þessar mundir, sérstaklega ef litið er til grasrótarinnar. Nokkrar þeirra Brain Police eru nýbúnir að gefa út breiðskífu og taka eflaust lög af henni f (jaldinu. sveita sem áberandi hafa verið að undanfömu í þessum geira munu stíga á stokk á hinni ógnarstóra tón- listarhátíð, sveitir eins og Mínus, Klink, Brain Police, Toy Machine og Vítissóti munu þar vagga og velta sem trítilóðar að ógleymdum ís- lensku dauðarokkskóngunum í Sor- oricide. Þursaflokkurinn maður! Téðir Sororicide yöknuðu til lífsins af væram blundi vegna hinnar mjög svo lifandi íslensku harðkorssenu, að sögn Unnars, trommuleikara sveit- arinnar. „Við urðum allir óðir og upp- vægir er við sáum þessar sveitir spila á tónleikum og fór einfaldlega að kitla í puttana á ný.“ Sveitin er nú skipuð Unnari og Gísla, uppranaleg- um stofnanda sveitarinnar og bassa- leikara, en Frosti og Bjami úr Mínus munu sjá um gítarleik, allavega í þetta sinnið. „Á tónleikunum munum við spila efni frá síðari hluta ferils Sororicide. Stefnan er svo að sveitin haldi áfram, en ekki undir formerkj- um dauðarokksins.“ Sororicide áttu einmitt lag á safn- plötu MSK-útgáfunnar, en hún er einmitt rassvasamerki þeirra Mínus- félaga. Mínus hefur verið ein af fram- varðasveitum íslensku harðkors- senunnar og gáfu út hina íirábæru plötu „Hei, Johnny!“ fyrir síðustu jól. Undanfarið hefur verið hljótt um sveitina en brátt verður breyting þar á. „Við eram búnir að vera að æfa og semja í hartnær þijá mánuði,“ segir Frosti gítarleikari. „Við stefnum svo á að gefa út fjögurra laga vínilsjö- tommu með hækkandi sól.“ Hvað sjálfa tónlistarhátíðina varðar er það helst gamla nýbylgjuhetjan Ian Brown sem heillar. „Hann hefur allt- af verið á sérstökum stalli hjá mér. Síðan finnst mér tjaldið og þær sveit- ir sem munu spila þar vera hið besta mál.“ Á Landssfmadeildarvef mbl.is hefur verið sett upp Boltaspjall mbl.is. Á þeim vettvangi geta fótboltaáhugamenn rætt um knattspyrnu, hvort sem þeir vilja ræða frammistöðu einstakra liða, spá í spilin með framvindu mótsins eða velta fyrir sér umdeildum eða óvæntum atvikum I leikjum. Boftaspjall LANDSSÍMADEILDIN mbl.is o i i. o \ i) o \ PÖNTUNARSÍMI 565 3900 OPIÐ KL. 9.00 TIL 22.00 Mínus hefur jafnt og þétt verið að slípa sína list og verður framsæknari með hverri lagasmíð. Önnur sveit sem hefur verið dugleg við að dufla við tilraunir í harða rokkinu er hljómsveitin Klink. „Klink byrjaði sem frekar dæmigert „garg og geð- veiki“-band.“, segir Frosti, trommu- leikari sveitarinnar, nafni Mínusgít- arleikarans. „Þegar svo Aggi, fyrram gítarleikari Bisund slóst í hópinn fór þetta að verða alvöra band og hug- myndimar tóku að flæða.“ íslenska harðkorssenan er jákvætt afl að mati Frosta. „Þetta er auðvitað alveg ynd- islegt. Allt á fullu og mikið að gerast. Margar sveitir era óneitanlega enn að gera þetta meira af vilja en getu en ef senan fær að þrífast eitthvað áfram gætu sprottið upp allsvaðaleg bönd á næstu áram.“ Klink-liðar stefna svo ótrauðir á strandhögg á erlendri grandu upp úr næstu ára- mótum og Frosta kallinum líst bara nokkuð vel á komandi hátíð. „Það verður öragglega stemmning þarna í laugardalnum, sól og sumar. Ian Brown er auðvitað aðalmáiið en svo verður öragglega gaman að kíkja á Bloodhound Gang. Nú og svo auð- vitað Þursaflokkinn maður!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.