Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ ^52 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000______________________ MINNINGAR GUÐMUNDUR . BENEDIKTSSON + Guðmundur Benediktsson fæddist í Iteykjavík 5. mars 1920. Hann lést á Landspitalan- um í Fossvogi 29. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 5. júní. Mummi er farinn og •ég sé hann aldrei meir. Þetta er skrítin til- hugsun því að Mummi hefur alla mína ævi verið hluti af minni dýrmætu fjöl- skyldu. Það eru líklega ekki margir sem fá að kynnast ömmubróður sín- um jafn vel og við frændsystkinin höfum fengið að kynnast Mumma. Mummi var hluti af okkar litlu en sterku fjölskyldu og skarð hans verður vandfyllt. Hugurinn á í framtíðinni oft eftir að reika til Mumma þegar merkisviðburðir era í fjölskyldunni því nærvera Mumma gladdi okkur við hverja skím, ferm- ingu, útskrift, fjölskylduboð og aðra fagnaði. Ein af mínum fyrstu pinningum af Mumma er þegar við Ymir vorum lítil og vorum í heimsókn hjá ömmu og afa. Mummi hafði alltaf svo gam- an af því að skoða myndirnar sem við teiknuðum og ekki skemmdi það fyrir að frændi okkar, Mummi lista- maðurinn, var alltaf reiðubúinn til að hjálpa okkur, hæla okkur og hvetja okkur áfram. Mér finnst það ekki ólíklegt að hvatning þín, Mummi, hafi gert það að verkum að Ymir hefur aldrei lagt frá sér litina og fetar nú listamannsveginn eins ^"feg þú gerðir. Eg man líka hversu ílott mér þótti að eiga frænda sem var lista- maður, aðdáun bamsins er engu lík. Þegar ég þroskaðist og varð eldri fóru verk þín sem slík að höfða meira til mín, ég var farin að geta séð þróun þína sem listamanns í verkunum. Aðdáunin fólst þá í því hverning þú fórst að því að breyta efnunum sem þú notaðir í verkin og einnig í hugsununum á bak við hvert verk fyrir sig. Mummi frændi og amma Unnur voru bundin sterkum systkinabönd- um, og missir ömmu er því mikill. Ég hef sjaldan séð systkini jafn samrýnd. I nær hvert skipti sem ég í heimsókn til ömmu og afa var Mummi þar. Mörgum kvöldstund- unum eyddu amma, afi og Mummi saman gerandi daglega hluti sem flestir líta á sem sjálfsagða en eru samt svo mikilvægir. Samveru- stundirnar við kvöldmatarborðið og það sem eftir lifði af kvöldinu. Daginn sem Mummi dó vék ekki úr huga mér ljósmynd sem ég var nýbúin að skoða af Mumma. Mynd- in var tekin á gamlárskvöld og þar stóð hann með stærstu rakettu kvöldsins og beið í eftirvæntingu þess að hún færi á loft. Það var ljúf- ast við myndina að varla virtist vera neinn stærðarmunur á rakettunni og Mumma. Elsku amma, afi, Nonni frændi og fjölskyldur. Ég sendi ykkur mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Ég mun minnast þín, Mummi minn. Kristín Osp Jónsdóttir. Nú ertu, kæri Mummi frændi, farinn frá okkur og við eigum eftir að sakna þín. Við munum fyrst efir þér á Freyjugötunni þegar þú bjóst niðri hjá langömmu Guðrúnu og við á hæðinni fyrir ofan. Það fór ekki •>yiikið fyrir þér. Þú varst alltaf ró- legur og yfirvegaður og keyrðir um á brúna Bronkóinum þínum, sem okkur fannst þá flottasti jeppinn. Listin var þitt líf og yndi. Þér þótti svo gaman þegar talað var um myndlist eða þegar við vorum að segja þér frá því sem við höfðum verið að læra á teikninámskeiðum. -&Ú varst alltaf tilbúinn til að hjálpa og leiðbeina. Áhuga okkar á myndlist má án efa rekja til þín og þíns ævistarfs. Það verður tómlegt fyrir ömmu og afa að hafa þig ekki hjá sér, hvort sem er í mat eða á öðrum stundum þeg- ar fjölskyldan kemur saman. Það verður líka tómlegt fyrir okkur hin að eiga ekki von á þér með ömmu og afa, eða að koma í heim- sókn til þeirra og þú ekki lengur þar hjá þeim. Glæsileg listaverk þín munu hins vegar halda minningu þinni á lofti um ókomna tíð og ylja okkur sem eftir lifum um hjartaræturnar í framtíðinni. Þó að þú sért farinn í annan heim ertu samt með okkur áfram og því ekki gleymdur. List þín mun lifa. Unnur Ýr og Ingvar Ýmir. Hann Mummi frændi er farinn frá okkur. Hann var svo blíður og rólegur og alltaf með þegar fjöl- skyldan var saman komin. Allt verð- ur því öðruvísi og breytt. Kallið er komið, Komin er nú stundin, vinarskilnaðarviðkvæm stund. Vimimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir Uðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, Hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Samverustundir okkar eru mér mikilvægar og lifa með mér áfram. Þakka þér fyrir, kæri frændi. Hildur Hlín Jónsdóttir. Efnið bíður handa þinna, að þú farir um það höndum, það sagað, soðið, hitað, hamrað, og saman fellt Efnið bíðurhandaþinna að þú farir um það höndum það sagað, heflað, höggvið, slípað, skrúfað og saman fellt. Efnið bíður handa þinna, að þú farir um það höndum, það sagað, mótað, sorfið, slípað, logsoðið og saman fellt. Þetta ljóð eftir Mumma frænda kom strax upp í huga minn og lýsir best því sem Mumma var mest hug- leikið um ævina, að vinna úr eir, viði eða járni, og eru mörg verkin til eft- ir hann, þennan hógværa listamann. Engin jól eða veisla var haldin í fjölskyldunni sem Mummi frændi var ekki í, og var gaman og gott að finna hve mikinn áhuga Mummi hafði á að fylgjast með okkur öllum. Mér er það minnisstætt hve gam- an ég hafði af því að fara með þeim systkinum Mumma og mömmu í Mýrdalinn þaðan sem þau eru ætt- uð og hlusta á þau segja frá dvöl sinni þar, eins að fara að Hvoli þar sem Mummi var í sveit hjá frænda þeirra, Eyjólfi Guðmundssyni, sem ritaði um, sem kunnugt er, ævistarf forfeðra þeirra svo skemmtilega. Við Bjössi og börnin okkar viljum þakka Mumma fyrir alla þá tryggð og vináttu sem hann sýndi okkur. Þuríður Magnúsdóttir. Guðmundur Benediktsson mynd- listarmaður, sem bjó lengst af á Laufásvegi 18a, og hafði þar vinnu- stofu, var góðkunningi okkar undir- ritaðra hjóna. Þannig er að Guðmundur var bróðir Jóns Ben, sem einnig er góð- ur myndlistarmaður, sem giftur er Jóhönnu systur minni, þ.e. Páls. Guðmundur Ben kom oftlega síð- ari árin heim til okkar hjónanna að Ægisíðu, og þáði þá jafnan kaffi- sopa á morgnana, og druftuðum við málin þrjú saman, það sem helst var á dagskrá í þjóðfélaginu og um list- ir. Guðmundur var afbragðsgóður listamaður og viðurkenndur sem slíkur, og hlaut ýmiskonar heiður og sóma af opinberum aðilum og ýmsum fleiri. Hann var góðvinur sonar okkar hjóna, Guðmundar læknis, nú í Nor- egi, og dvaldi hann hjá honum og konu hans, Salóme, nokkrum sinn- um í góðu yfirlæti. Guðmundur Ben átti sumarbú- stað og land í Miðfellslandi í Þing- vallasveit, og fórum við hjónin oft þangað um helgar. Það voru jafnan ánægjulegar stundir. Hann var alla tíð ókvæntur og barnlaus, en ákaf- lega barngóður. Hann var félags- lyndur persónuleiki en fór þó sínar eigin leiðir bæði í list sinni og lífs- hlaupi. I alvarlegum veikindum síðustu misseri ævi sinnar dvaldist hann jafnan heimavið og beið þar örlaga sinna. Blessuð sé minning hans. Laufey Jensdóttir og Páll Hannesson. Ég kveð Guðmund Benediktsson sem velvildarmann minn og föður- legan leiðbeinanda frá því ég man eftir mér. Leiðir okkar Mumma, eins og hann var jafnan kallaður innan fjölskyldunnar, lágu saman frá því hann fór að koma í kaffisopa og spjall til foreldra minna á Ægi- síðu 86, Laufeyjar og Páls, í kring- um 1954-55. Ég var þá fimm ára gamall. Þeir Jón bróðir hans ráku innflutningsverslun og smíðar á mublum þessi árin og gott ef móðir mín lenti ekki í því með Jóhönnu systur pabba að sníða og sauma ut- an um sófapúða. Við fylgdumst að alla mína bernsku og unglingsár og tíminn leið og samband okkar styrktist eft- ir því sem ég eltist og hann full- orðnaðist. Hann kenndi mér ýmis- legt handverk og gerði mig skyggnan á myndlist ef þannig má að orði komast. Hann studdi mig á námsárunum í lækningunum og fylgdist síðar með fjölskyldu minni, eiginkonu, Salome, og þremur dætrum, Erlu, 15 ára, Laufeyju, 11 ára, og Guðrúnu, 6 ára, og reyndist þeim sem elskulegur afi og vildi allt fyrir þær gera. Þeim fannst hann, eins og mér, hreinasti gimsteinn fyrir mann að vera, ljúfur, velviljað- ur og örlátur á öll sín gæði. Léttur var hann í lund og gamansamur. Guðmundur var með þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar, fulltrúi abstraktlistarinnar í skúlp- túr, lærði hjá Ásmundi gamla eins og hann orðaði það gjarnan sjálfur. Guðmundur var samhliða og síðar arftaki Sigurjóns Ólafssonar mynd- höggvara og tvímælalaust fremstur myndhöggvara af sinni kynslóð eftir að Sigurjón féll frá. Guðmundur var meðlimur Septemhópsins og Haustsýningarinnar hin seinni árin. Hann sat í fjölda nefnda, safna og sýninga í gegnum árin og átti þétt net vina og kunningja úr mynd- listarhreyfingunni íslensku og með- al félaga FIM sem virtu hann fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Persónuleiki Guðmundar var ein- stakur að þvi leyti að hann var svo þíðlyndur og vinsamlegur við alla þá sem á vegi hans urðu og hann varð því vinsæll hvar sem hann kom án þess þó að hann tranaði sér fram því það var honum svo sannarlega ekki eiginlegt. Gáfumannalegar út- úrflækjur, olnbogaskot og listfræði- legar klisjur um eigin verk voru honum fjarri skapi en það er eins og það sé iðulega nauðsynlegt til að koma sér áfram í heimi listarinnar og mig grunar að hann sé vanmet- inn sögulega séð í íslenskri mynd- list, en það mun trúlega tíminn leiða í ljós. Ég var svo lánsamur að fylgjast með myndlistariðkun hans innan frá og sjá hvernig myndirnar urðu til frá minnstu skissu á lítinn snepil upp í stór eirverk - þúsund klukku- stunda eirverk - hugsaði ég stund- um með mér, því hann vann þessi verk ávallt einn með fáeinum und- antekningum og vandvirknislegt handbragð og listræn nostursemi er eitt af hans aðalsmerkjum í öllum hans verkum. Myndirnar urðu vita- skuld til á suðuborðinu eins og mað- ur segir en hann var samt sem áður upphafinn og sfleitandi að mótífum sem að gagni kæmi í myndgerðinni. Hvar sem hann kom, vetur og sum- ur, í formum íss og snjóa, í bylgjum landslags og sjávar fann hann form að vinna úr. Guðmundur var sívinnandi og „alltaf með eitthvað í gangi“, og hann var ekki maður hinnar skyndi- legu inspírasjónar heldur maður vinnunnar. Hann fór sér iðulega hægt hin síðari árin og var afskap- lega laginn við að haga seglum eftir vindi vegna heilsunnar. Dæmi um það var þegar hann fékk slæmsku í lungun vegna koparsuðunnar og skipti yfir í tré og teiknaði myndir með svartri og rauðri krít um skeið og tók til við að móta myndir í gifs. Og ekki minnkuðu afköstin eftir því sem hann eltist, þvert á móti. Margir hafa sagt Guðmund svif- léttan í viðmóti og með „yngstu“ myndlistarmönnum þjóðarinnar alla tíð og einnig eftir að hann varð sjötugur þegar stefna hans tók nýj- an sveig og hann fór að fást við stór tréburðarvirki. Það var eins og hann styrktist með hverju árinu og endurnýjunarhæfni hans var með ólíkindum, enda er maðurinn alltaf að leika sér eins og við nákomnu sögðum stundum í gamni. Sá leikur var fílósófískur leikur að efnum jarðarinnar og reyndar háalvarleg- ur og það vissum við fjölskyldan. I öllum þeim aragrúa greina myndlistargagnrýnenda sem ég hef lesið um Guðmund hef ég aldrei rekist á þá grundvallarhugmynd sem býr að baki öllum hans verkum, sem er leikurinn. Hinn gáskafulli al- varlegi leikur. Hann setti saman vísur þegar honum líkaði svo en engar vísna hans gefa betri lýsingu á óhátíðlegu lífsverki hans en þær þrjár sem birtust í sýningarskrá einkasýning- ar hans í Listasafni íslands árið 1995 - árið sem hann varð 75 ára. Eins og gengur var hann öðru hvoru að bera undir mig starf sitt: „Guðmundur, komdu niður, ég ætla að sýna þér svolítið," og niður í allt of litla vinnustofu hans á Laufás- veginum fórum við oftsinnis rétt eins og ég hefði eitthvað um málið að segja: Það voru form, nöfn á myndum og verð á myndum og fleira smálegt, en ég réð auðvitað aldrei nokkrum sköpuðum hlut. Við náðum í eirplötur, gas og súrkúta hjá AGA og ég rétti honum lista með fimmtíu uppástungum um nafn á myndir sem hann var í vandræð- um með og svo valdi hann eitthvað sem ekki stóð á listanum. Ég hamr- aði í hann að hann ætti að verð- leggja myndirnar sínar miklu hærra, hann hefði prísana alltof lága miðað við marga sem voru nýskriðnir úr egginu á myndlistar- brautinni, en það varð engu tauti við hann komandi þegar rétt mynd komst í réttar hendur. Við snérum okkur að ýmsu öðru sem tilheyrði: viðgerð á íbúðum hans á Laufásvegi 18a, sumarbú- staðnum að Miðfelli í Þingvallasveit, fjallgöngum hér áður fyrr, náttúru-' skoðun, teikniferðum og veiðiskap. Minningin um Guðmund er góð. Ég hefði óskað mér hann lifandi í nokkur ár enn fyrst og fremst vegna dætra minna, Erlu, Laufeyj- ar og Guðrúnar. En farðu vel, vinur, farðu vel og blessaður sértu, góði maður. Guðmundur Pálsson læknir, Noregi. Hann Mummi okkar er dáinn. Það er vont að vera langt í burtu og geta ekki verið með og kvatt hann. Við vorum svo heppnar að fá að hafa Mumma sem okkar heimilisvin og betri „afa“ er ekki hægt að hugsa sér. Frá því Erla Steinunn var pínu lítil fór hún niður tröppurnar á Laufásveginum til Mumma til að mála, teikna eða smíða. Á Þingvöll- um var líka endalaust hægt að haf- ast eitthvað að og þó fiskurinn væri lítill og sjaldséður var stússið í kringum veiðiskapinn mikilvægari en árangurinn. Seinna heimsótti hann okkur hingað til Noregs og var hjá okkur oft mánuð á ári. Þá fengu líka yngri stelpurnar að kynnast sköpunar- gleðinni með honum. Margt hefur verið búið til, margar fínar myndir, teikningar og ferskeytlur, dúkku- hús og kofar, máluð húsgögn og leikföng smíðuð, pússuð og máluð. Við fengum að heyra sögur frá því hann var barn, frá því hann fór al- einn í sveit 6 ára, sat hest yfir ár og ófærur og sögur frá því hann var í Austurbæjarskólanum og af kenn- urunum hans. Þegar hann var á ís- landi var hægt að treysta á að í póstkassanum lægi alltaf öðru hvoru bréf til barnanna frá honum með blaðaúrklippum, skrýtlum og skemmtilegum teikningum. Með hæglátri ýtni nálgaðist hann, skemmti og leiðbeindi hann stelp- unum og fékk í staðinn örugga og stolta væntumþykju barnanna. Þegar hann kom til okkar í mars og hélt upp á 80 ára afmælið sitt, var sárt að sjá að hann var orðinn veikur, en okkur finnst hann hefði mátt fá svolítið lengri tíma, það hefði verið svo gaman að geta heim- sótt hann og fengið að njóta hans þegar við erum flutt til íslands. Mumma er sárt saknað og fyrir barnshjörtun sem þykir vænt um hann er dauðinn illskiljanlegur. Salome, Erla Stejnunn, Laufey Ásta og Guðrún Fjóla. Mummi minn, sumarið er komið, en allt það sem þú hafðir hugsað þér að gera, og framkvæma, þegar heilsa þín batnaði með hlýju og birtu sumarkomunnar verður þú nú að framkvæma í þínum nýju heim- kynnum, í heimi hins almáttuga. Falleg og skemmtileg finnst mér einkunnarorð þín um efni þau er þú notaðir í listaverk þín sem voru við- ur, járn og eir. Þú sagðir að efnið biði handa þinna og þú færir um það höndum. Um járnið - sagað, sorfið, hitað, hamrað, - um viðinn sagað, heflað, höggvið, slípað, skrúfað, og síðan um eirinn - sagað, mótað, sorfið, slípað og logsoðið, og það sama sagðir þú að lokum um öll efn- in að þau verði saman felld. Hand- bragð þitt í öllu var vandað, vel og fallega hugsað. Það verður söknuður hjá okkur systur þinni að njóta ekki heim- sókna þinna og nú verða færri við matborðið um helgar og hátíðir, og ekki fáum við oftar að skiptast á skoðunum okkar á hinum ýmsu málum lífsins sem við höfum svo oft gert. Söknuðurinn hjá dætrum okkar og fjölskyldum þeirra er mikill þar sem vinskapurinn var mikill og trúr. Ég kveð þig í drottins nafni, Mummi minn. Magnús E. Baldvinsson. Kveðja frá Listasafni íslands Látinn er í Reykjavík Guðmund- ur Benediktsson myndhöggvari. Guðmundur kom fyrst fram á sjón- arsvið íslenskrar listasögu á seinni hluta sjötta áratugarins. Hann hélt fyrstu einkasýningu sína í Reykja- vík árið 1957. Þá hafði hann lokið sveinsprófi í húsagagnasmíði og stundað nám hjá Ásmundi Sveins- syni myndhöggvara. í íslenskri listasögu skipaði Guðmundur sér í flokk þeirra listamanna á sjötta ára- tugnum sem í-uddu abstraktlistinni braut, en samkvæmt þeim hug- myndum áttu listamenn aðeins að nota hið hreina mál myndlistarinnar án skírskotunar til ytri forma veru- leikans. Það er á þessum áratug sem íslensk myndlist verður í fyrsta sinn samstíga og hluti af róttækri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.