Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 53 evrópskri samtímalist. Ái’ið 1995 var haldin í Listasafni íslands yfir- litssýning á verkum Guðmundar þar sem kom glöggt fram mikilvægt framlag hans til íslenskrar högg- myndalistar. A þessari sýningu kom einnig skýrt fram sú mikla fjöl- breytni í vali efniviðar sem ein- kennir list hans; geómetrísk járn- verk, hamraðar eirhöggmyndir eða svartbæsuð tréverk - allt bar vitni um fágað handbragð og persónuleg höfundareinkenni. Guðmundur Benediktsson hafði um langt árabil sterk tengsl við Listasafn íslands sem starfsmaður við gerð og upp- setningu sýninga. Það var mikil- vægt fyrir safnið að fá notið marg- víslegrar kunnáttu hans og smekkvísi, en umfram allt minnist starfsfólk Listasafnsins og þakkar þá ljúfmennsku og hlýju sem öðru fremur var svo sterk í allri skap- höfn hans. Ólafur Kvaran. Kveðja frá Félagi íslenskra myndlistarmanna Ég held á ljósmynd sem ég tók af Guðmundi Benediktssyni mynd- höggvara á vinnustofu hans í kjall- aranum á Laufásveginum. Hann situr við gamalt vinnuborð. Á því ægir mörgu saman. Þarna eru tang- ir, þjalir, skrúfjárn, hamrar, skrúf- stykki, smergill, borvélar, lóðlamp- ar og slípirokkar. I forgrunni glittir í hefilbekk. í bakgrunni hanga sagir og enn fleiri þjalir sem myndhögg- varinn notaði við vinnu sina. Þar til hliðar hillubakkar fullir af skrúfum og öðru smálegu og fyrir framan þá eir- og tréskúlptúrar myndhögg- varans. Ljósmynd af vinnustofu: Skipulögð óreiða þar sem listamað- urinn einn gengur að hverjum hlut á vísum stað. Við hlið Guðmundar á ljósmynd- inni er málverk, sem búið er að stilla upp á borðið. Þessa mynd málaði Ágúst Pedersen forðum af Guðmundi. Á henni er hár hans úfíð rétt eins og maðurinn hafi nýlokið göngu sinni um Þingholtin í hvass- viðri eða roki. Örugglega var slíkt veðurlag í fullkomnustu mótsögn við innsta eðli mannsins, sem horfir hugsandi og góðlegur á svip framan í áhorfandann. Þetta er mynd af hógværum manni sem vann af trú- festu og einurð að verkum sínum án þess að vilja trana sér og verkum sínum fram. Þessi fullyrðing verður því sannari þegar mið er tekið af því að Guðmundur Benediktsson hélt aðeins tvær opinberar einkasýning- ar á listferli sínum. Þrátt fyrir það var hann engu að síður alla tíð virk- ur sem þátttakandi í samsýningum. Hógværðin var sá eðlisþáttur sem ég skynjaði hvað sterkast í fari Guðmundar þegar ég sótti hann heim á vinnustofu hans vorið 1998 í því skyni að fá að láni portrett sem Ágúst Petersen málaði af honum. Ekkert var sjálfsagðara en að verða við svo hversdaglegri bón. Guð- mundur tók mér vel og sýndi mér vinnustofuna og gerðist þessu lítil- iátari þegar samræðan þeindist að hans eigin verkum um leið og hann reyndi að dreifa talinu með því að spyrja frétta af félaginu og félags- málunum. Guðmundur Benediktsson var heiðursfélagi Félags íslenskra myndlistarmanna. Hann sat í mörg ár í sýningarnefnd FÍM og má full- yrða að varla hafi verið haldin sú sýning á vegum félagsins þar sem ekki naut aðstoðar Guðmundar við uppsetningu verka, enda bjó mað- urinn yfir einstakri verkkunnáttu og hagleik. Guðmundar var lærður hús- gagnasmiður og einkenndust verk hans af vandvirkni og hagleik smiðsins. Sem myndhöggvari bar hann ætíð mikla virðingu fyrir efn- inu sem hann vann með í það skiptið og í því bjó sá heiðarleiki sem hann ræktaði með sjálfum sér í listsköp- un sinni. Megi minningin um ljúfmennið og listamanninn Guðmund Bene- diktsson lifa. Fyrir hönd Félags íslenskra myndlistarmanna, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, formaður FÍM. ÁSTA JÓNSDÓTTIR + Ásta Jónsdóttir fæddist í Reykja- vfk 18. desember 1920. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. maí síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Dómkirkjunni 5. júní. Við stóðum hjálpar- vana og buguð þegar við fréttum af skyndi- legu fráfalli þínu, kæra Ásta. Við minnumst eftir- minnilegra samverustunda um jól og nýár þar sem þið hjónin og sam- held fjölskyldan sameinaðist í gleði og söng. Þessar minningar gleym- ast aldrei. Guð gefi ykkur öllum styrk á sorgarstundu. Okkur finnst við hæfi að kveðja þig með þessu forna ljóði Hávamála: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Arnhildur og Einar. Nú er Ásta farin yfir móðuna miklu. Blessuð sé minning hennar. Dauðann bar að brátt og óvænt. Ásta var flutt á Landspítalann snemma morguns föstudaginn 26. maí og andaðist þar sama dag. Leiðir okkar lágu saman fyrir um 40 árum í gegnum hestamennsku. Margs er að minnast. Ferðalaga okkar á hestum í óbyggðum, dvalar erlendis í suðrænum löndum. Ánægjulegra stunda á heimili þeirra Ástu og Áma að Helluvaði og síðan í nábýli þar og í Breiðabliki. Árni og Ásta kynntust ung að ár- um. Þau voru sérstaklega samrýnd. Ásta stóð ávallt sem klettur við hlið eiginmannsins í erilsömum störfum. Hún var alltaf boðin og búin að taka á móti gestum sem oft bar að garði án fyrirvara. Hennar lífsstarf var að ala upp mannvænleg börn og búa ástvinum sínum friðsælt og gott heimili. Ásta var verðugur fulltrúi íslenskra húsmæðra eins og þær gerast bestar. Hún hafði til að bera mikla staðfestu og tryggð. Ásta hefði orðið 80 ára í desem- ber á þessu ári. Hún varð aðnjót- andi mikillar hamingju á lífsleiðinni. Þegar árin færast yfir óska margir sér skjóts dauðdaga en höggið verð- ur þyngra fyrir þá sem eftir lifa. Tíminn læknar öll sár. Við vonum að góðar minningar mildi djúpa sorg Árna og annarra ástvina og verði söknuðinum yfirsterkari. Við kveðjum góðan vin og þökk- um samfylgdina. Arnþrúður og Óttar. Mig langar til að setja nokkur orð á blað í tilefni andláts Ástu Jóns- dóttur, en útför hennar fer fram á morgun. Ég kynntist manni hennai , Árna Gestssyni, á sjötta tug aldar- innar sem nú er liðin og vann ýmis lögfræðistörf fyrir fyrirtæki hans, Globus hf. Brátt þróaðist sú kynn- ing upp í kunningsskap og vináttu okkar hjóna við Ástu og Arna. Það sem stuðlaði að auknum kunnings- skap og vináttu var hestamennskan, sem við öll höfðum yndi af, því öll áttum við hesta og fórum saman í útreiðartúra hér utan við borgina. Eftir að þau Ásta og Árni eignuðust góða aðstöðu að Helluvaði á Rang- árvöllum til hestaferða, fórum við oft, ásamt fleiri góðum vinum, í langferðalög á hestum inn á öræfi landsins, svo sem Landmannaleið og Fjallabaksleið syðri og upp undir Hofsjökul að Nauthaga. Margar styttri ferðir fórum við einnig og alltaf var lagt upp frá Helluvaði. Ávallt var þessum gestahópi tekið af mikilli rausn og gestrisni af þeim hjónum. Þau voru bæði alveg frá- bærir gestgjafar. í endurminningunni eru þessi ferðalög bestu sumarfrí, sem ég fékk á langri ævi. Á seinni árum hafa hjónin boðið okkur að dveijast hjá sér eina til tvær helgar á sumri hverju að Helluvaði eftir að aldur færðist yfir okkur öll og hesta- mennskan lagðist nið- ur. Fimmtudaginn 25. maí sl. buðu þau okkur að koma austur daginn eftir og dveljast hjá þeim fram á sunnudag. Við fórum að taka til ferðafötin og hlökkuðum til að njóta helgarinnar fyrir austan. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Ásta hafði veikst alvarlega um nótt- ina og var flutt á sjúkrahús á föstu- dagsmorguninn, þar sem læknar reyndu að bjarga lífi hennar með uppskurði, en árangurslaust. Hún fór í lengri ferð en til stóð. Hún fór í ferðina, sem við öll þurf- um að fara að lokum. Við sem eftir lifum verðum að taka undir með séra Hallgrími og segja Þar læt ég nótt sem nemur neitt skal ei kvíða því. Svo vikið sé nánar að sumar- kvöldunum að Helluvaði þai’ sem rætt var um heima og geima, þá uppdagaðist það að við Ásta gátum rakið ættir okkar til löngu látinnar merkiskonu, Rannveigar Filippus- dóttur, sem dó 1825. Við vorum hvort um sig 5. ættliður frá þessari konu. Um Rannveigu hafði góð- skáldið Bjarni Thorarensen ort erfi- Ijóð, sem finna má í Ijóðabók hans. Hann lýsir henni sem viturri, fal- legri og göfugri konu og hann segir meðal annars í ljóðinu orðrétt: Kurteisin kom að innan kurteisin sanna. Það er Ijóst að skáldið telur kurt- eisi Rannveigar, sem þá hafði raun- ar víðtækari merkingu en nú, eðlis- lægan kost en ekki uppeldislegan lærdóm. Bjarni skrifar Finni Magnússyni leyndarskjalaverði til Kaupmanna- hafnar 5.3. 1826 og biður um álit hans á kvæðinu. Ljóst er að Bjarna þótti kvæðið vel gert. Svar Finns veit ég ekki en Bjarni er greinilega ánægður með Ijóðið. Ég held að Ásta hafi að flestu leyti líkst þessari formóður sinni, sem skáldið metur svo mikils og lýst er hér að framan. Ásta var lagleg kona, háttprúð og hógvær, blátt áfram og látlaus í framkomu, en hún gat líka látið í ljós skoðanir sínar af fullum þunga. Ásta var gestrisin og glaðvær auk þess sem hún var framúrskarandi listræn kona. Hún bæði teiknaði af snilld og meðal annars málaði hún á postulín betur en ég hef áður séð. Öll handverk hennar voru með afbrigðum góð og heimili hennar bar vott um af- bragðsgóðan smekk. Við hjónin syrgjum og söknum þessarar ágætu konu og sendum manni hennar og öllum niðjum inni- legar samúðarkveðjur. Guðmundur Pétursson. Stundum er því haldið fram að vinátta, sem stofnað er til á skólaár- unum, verði traustari og sé líklegri til að endast en sú, sem verður til við aðrar aðstæður. Sjálfsagt er nokkuð til í því og mýmörg eru dæmin, sem unnt er að benda á því til stuðnings. Ásta Jónsdóttir og Guðrún, móðir mín, voru einlægir vinir til síðasta dags. Vináttan stofnaðist þó ekki á skólaárunum, heldur strax er þær hittust fyrst sem smástelpur og jafnöldrur á Vatnsstígnum í Reykjavík, þar sem báðar áttu æskuheimili. Þegar kom að skóla- göngu var svo sjálfsagt að þær sætu saman að ekki þurfti um að ræða og enn styrktist vináttan. Þegar þau ár eru að baki vill oft fara svo að leiðir skiljast og nánir vinir sjá minna hver af öðrum en þeir gjarnan vildu. I tilviki Ástu og móður minnar fór þó ekki svo. Eiginmennirnir reistu hvor sitt húsið við Langholtsveg í Vogahverfi, þannig að aðeins skildi eitt hús heimilin tvö að. Þar settust fjölskyldur beggja að meðal land- nema í nýju hverfi árið 1947. Bú- skapur Ástu og Árna stóð þar vel á fjórða tug ára og móður minnar enn lengur. Það kann að vera rangt mat, en einhvern veginn finnst mér að breyttir þjóðlífshættir hafi leitt til þess að almennt séu vinir ekki eins duglegir að „líta inn“ hver hjá öðr- um og áður var. Ef rétt er þá er það miður. Slík þróun haggaði þó hvergi við þeim sið Ástu og móður minnar að heimsækja hvor aðra, enda ekki langt að fara. Ég held að þeir dagar hafi ekki verið mjög margir öll þessi ár sem duttu úr þannig að ekki liti önnur inn hjá hinni. Eg man Ástu ekki öðruvísi en sem trölltryggan vin móður minnar, sem reyndist jafnan best þegar eitthvað bjátaði á. Hún var vinur vina sinna. Saman við það fóru aðrir góðir kostir Ástu. Létt lund var sterkur þáttur í pers- ónuleika hennar. Vinkonurnar tengdu fjölskyldurnar tvær og böm beggja voru á líku reki. Góður vin- skapur við alla fjölskylduna á Lang- holtsvegi 153 hefur haldist til dags- ins í dag. Ásta Jónsdóttir átti góða og far- sæla ævi. Þeir sem til þekktu hefðu síst búist við að hún yrði kvödd svo fljótt og óviðbúið yfir landamærin á vit feðra sinna sem raunin varð. Hennar er saknað en samverustun- dir eru geymdar í minningasjóði. Móðir mín og fjölskylda senda ást- vinum hennar samúðarkveðjur. Henni sjálfri biðjum við blessunar á eilífðarbrautinni. Gunnlaugur Claessen. Ásta Jónsdóttir var vel þekkt af starfsmönum Globus hf. sem einn af eigendum fyrirtækisins og eigin- kona Árna Gestsonar frv. forstjóra. Fyrstu kynni mín af Ástu hófust fyrir fáum árum, um það leyti er ég hóf störf hjá Globus. Ásta var einkar glæsileg og virðuleg kona. Vakti það strax athygli mína frá fyrstu kynnum hve viðræðugóð Ásta var og alúðleg við þá sem voru henni nærri. Geislaði ávallt frá henni mikill velvilji til samferðar- manna og starfsmanna fyrirtækis- ins. Ámi Gestsson, aðaleigandi og forstjóri Globus í áratugi, kvæntist Ástu árið 1943 og hefur lífshlaup hennar og saga Globus verið samof- in til hinsta dags. Ásta var af kyns- lóð kvenna þar sem stærri hluti • • daglegs lífs snerist um að hlúa að uppvexti barna á heimilinu og síðan stórfjölskyldunni. Ásamt þessu skapaði hún eiginmanni sínum þann bakhjarl og styrka heimilisstoð sem þurfti til hans árangurs í erli við- skiptanna. Saman hafa þessi ágætu hjón sýnt mörgu samferðar- og samstarfsfólki hversu verðmætar og sterkar stoðir fjölskyldunnar eru og hve hamingjan getur verið rík og skipað stóran sess, ekki aðeins á yngri ámm, heldur áfram lífið út í gegn. Sú virðing og hlýja sem kom ávallt fram hjá Ama þegar talið barst að eiginkonu hans Ástu, fór ekki fram hjá neinum og hve há hennar staða var hjá þessum aldna og sjóaða viðskiptamanni. Þetta er enn eftirtektarverðara nú til dags, á tímum hraðans, þar sem manngildið líður oft fyrir kapphlaup um for- gengilega hluti. Við sem störfum hjá Globus hf., sumir í áratugi, fæmm Ástu Jónsdóttir okkar hinstu kveðju og þakkir fyrir samferðina, hlýhug og velvilja. F.h. starfsmanna Globus hf. Pálmi Pálmason. Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu Góð félagskona og vinkona er nú kvödd. Ásta gekk í Thorvaldsensfé- lagið fyrir tæpum 30 árum og var alla tíð vel virk í starfi og traust fé- lagskona. Hún var í stjórn félagsins í tólf ár og þar af þrjú ár sem ritari. Það er gaman og fræðandi að lesa fundargerðirnar hennar sem em ít- arlegar og afar fallega skrifaðar. Ásta vann félaginu sínu vel hvort sem var á bazarnum við afgreiðslu, jólamerkjasöluna eða önnur sjálf-» boðaliðastörf og lét sig ekki vanta á fundi. Það sem gerir félagsskap skemmtilegan er samstarf og vin- átta og Ásta var samstarfsfús og vinur sem var gott að vera með. Við félagskonur sjáum nú á eftir góðri vinkonu sem við söknum úr hópnum okkar og minnumst hennar með þakklæti og virðingu. Innilegar samúðarkveðjur til eig- inmanns, barna og annarra ástvina. Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir. BRYNDÍS ERNA GARÐARSDÓTTIR + Bryndís Erna Garðarsdóttir fæddist í Reykjavík 14. janúar 1960. Hún lést á Landspítalanum í Foss- vogi 23. maí síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvog- skirkju 31. maí. Ég kynntist Bryn- dísi í barnaskóla Aust- urbæjarskólans. Við bjuggum í sama hverfi og voram saman í bekk í barnaskóla. Okkar sameiginlegu skó lagöngu lauk þeg- ar ég var 15 ára. Ég trúði því ekki þegar maðurinn minn sagði mér frá því að þú værir farin frá okkur, Bryndís mín.værir dáin. Ég sit hér heima hjá mér við skrifborðið mitt og ég er í vandræð um, það er svo margt sem rifjast upp og ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þessi ár sem við áttum sam- an voru svo yndisleg og skemmti- leg. Þú varst alltaf mjög viðkvæm, máttir ekkert aumt sjá, þú geislaðir af gleði og lífi, þú varst mjög ham ingjusamt barn, alltaf brosandi og tilbúin í meinlaus prakkarastrik. Þá sást það alltaf á svipnum á þér þar sem andlitið á þér geislaði af stríðni. Við brölluðum margt skemmti- legt saman þú, ég, Arna Eyrún og Sigga, ásamt fleirum krökkum í hverfinu. Það er svo gott að eiga svona dýr mætar minningar þegar ást- vinir okkar falla frá. Mig langar svo til að segja svo margt, en kem ekki orðum að því, þau renna öll saman. Elsku Bryndís mín, það er sárt að þurfa að kveðja þig en eftir standa yndislegar minningar um góða . vináttu. Ég veit að þér líður vel núna, Bryndís mín. Vil ég biðja algóðan Guð að gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina, elsku Maggi minn og fjölskylda. Elsku Maggi minn, mundu að Drottinn er ljósið í myrkrinu. Gef mér drottinn þrek í þraut að standa, þyngdu ekki lífs míns byrði meir. Lát mig finna leið úr öllum vanda lífsins herra bænir mínar heyr. Hversu ört sem ólga tímans streymir, aldrei kærleiksgnægð þín getur breyst. Þú sem engu þínu bami gleymir þeirra vanda getur ætíð leyst. (Helga Gunnlausdóttir.) Elsku Maggi, Guðrún og fjöl- skylda, mínar innilegustu samúðai’- kveðjur. Þín æskuvinkona Iljördís Bech. ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.