Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Valdaránstilraun á Salómon-eyjum Ulufa’alu segir af sér Sydney. AFP. BARTHOLOMEW Ulufa’alu, for- sætisráðherra Salómon-eyja, sagði í gær af sér embætti til að afstýra borgarastríði á Suður-Kyrrahafseyj- unum. Vopnaður hópur skæruliða af fi-umbyggjaættum, undir forystu Andrews Noris lögfræðings, tóku forsætisráðherrann og stjóm hans í gíslingu á mánudag og gerði þá kröfu að forsætisráðherrann myndi segja af sér. Ulufa’alu fundaði í gær með ríkis- stjóm sinni og valdaræningjunum og var þar sú ákvörðun tekin að ráðherr- ann myndi hverfa úr embætti þann 16. þessa mánaðar. Kom ákvörðunin í kjölfar þriggja klukkustunda langra bardaga vopnaðra hópa í Honiara, höfuðstað eyjanna, þegar allt virtist benda til að borgarastríð væri í upp- siglingu en aðgerðum valdaræningj- anna hefur verið líkt við valdaránið í Fijí-eyjum. Sagði Alfred Sasako, inn- anríkisráðherra eyjanna, í samtali við AFP, að Nori hafi fallist á afsögn for- sætisráðherrans. „Hann hefur gefið til kynna að ef friður fæst með því að hann segir af sér þá er hann reiðu- búinn að gera það,“ sagði Sasako og kvað þing koma saman í næstu viku til að samþykkta afsögn Ulufa’alu og til að tilnefna nýjan mann í embættið. Skæruliðar MEF-hreyfingarinnar, sem stóð að baki valdaráninu, og Frelsishreyfingar Isatabu börðust um yfirráð alþjóðaflugvallarins í Honiara og er talið að a.m.k. fjórir hafi særst. Áður höfðu liðsmenn MEF girt flugvöllinn af, komið fyrir vegatálmum og skorið á símalínur. Ný-Sjálendingar í viðbrag'ðsstöðu Ástand mála á eyjunum var orðið svo slæmt floti Nýja-Sjálands var sendur á vettvang til að flytja brott erlenda aðila og þá hafa óeirðirnar verið ræddar á fundum utanríkisráð- herra Samveldisríkja í Lundúnum. Mikil ólga hefúr verið á Salómon- eyjum á undanfömum tveimur árum í kjölfar þjóðemisátaka frumbyggja á Guadalcanal-eyju, þar sem Honiara er staðsett, og innflytjenda á Mal- aita-eyju. Er talið að átökin hafi kost- að á sjötta tug mannslífa og að um 20.000 manns, flestir þeirra innflytj- endur frá Malaita-eyju er búsettir höfðu verið á Guadalcanal, hafa orðið að flýja heimkynni sín. Reuters Skæmliðar MEF standa vörð við hús forsætisráðherra eyjanna, Barth- olomew Ulufa’alu, sem sagði af sér. Bókhaldsskyldu mótmælt KAUPMENN í Pakistan eru í uppreisnarhug um þess- ætlar að auki að koma á 15% söluskatti. Hafa þeir efnt ar mundir enda hefur herforingjastjórnin í landinu til mótmæla víða um landið og þar á meðal í borginni ákveðið að skylda þá til að færa viðskiptin til bókar og Hyderabad þar sem þessir reiðu menn komu saman. Kínverjar vara við víg- búnaðarkapphlaupi Peking. AP. KINVERJAR vöruðu við því í gær að nýtt vopnakapphlaup myndi hefjast ef þær breytingar, sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á, yrðu gerðar á sáttmálanum um bann við smíði varnarskotflauga (AJBM-sáttmálanum). „Hvers konar tilraunir til að breyta ABM-sáttmálanum eða víkjast undan ákvæðum hans myndu ekki aðeins ógna kjarn- orkuafvopnunarferlinu heldur líka leiða til fjölgunar kjarnavopna og koma af stað nýju vopnakapp- hlaupi, þ.á m. vopnakapphlaupi úti í geimnum,“ sagði fulltrúi kín- verska utanríkisráðuneytisins. Bandaríkjastjórn vill breyta ákvæðum sáttmálans þannig að hún geti komið sér upp eldflauga- kerfi til þess að skjóta niður árásarflaugar sem nálgast. Kerfi sem þetta yrði ólöglegt samkvæmt ABM-sáttmálanum. Bandaríkja- stjórn segir kerfið eingöngu eiga að vera vörn gegn árásum frá ríkj- um á borð við Norður-Kóreu og ír- an, en Kínverjar óttast að það myndi einnig taka bitið úr þeirra eigin kjarnorkuvopnabúri. Rússar telja líka að tillögur Bandaríkjamanna um varnarkerfið ógni sínu eigin varnarkerfi og eru andvígir því að breytingar verði gerðar á ákvæðum ABM-sáttmál- ans. Einn helsti afvopnunarsamn- ingamaður Kínverja sagði í síðasta mánuði að ef Bandaríkjamenn gerðu alvöru úr hugmyndunum kynnu Kínverjar að stækka kjarna- vopnabúr sitt eða auka nákvæmni kjarnaodda sinna. Um hundrað manns farast í jarðskjálftum á Súmötru Talið að fleiri látnir fínnist Bengkulu, Jakarta. Reuters, AFP. YFIRVÖLD á eynni Súmötru sögðu í gær a.m.k. 98 manns hafa farist í tveimur öflugum jarðskjálftum sem urðu á sunnudagskvöldið. Óttast er að tala látinna kunni að reynast enn hærii þar sem erfiðlega hefur gengið að ná sambandi við afskekktar byggðir á vesturströnd eyjarinnar. Áfram var unnið að björgunarað- gerðum í borginni Bengkulu og hafa yfirvöld í Indónesíu nú óskað aðstoð- ar erlendra ríkja. „Við eigum von á því að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar," sagði Edy Somes aðstoðarvarðstjóri í Bengkulu við Reuters-fréttastofuna. „Jarðskjálftinn olli skriðum í suður- hluta héraðsins og það er erfitt fyrir björgunarsveitir að komast þangað." Þá hafa slæmt veðurfar, skortur á samgöngum og rafmagnsleysi haml- að björgunaraðgerðum. Að sögn Somes var vitað til þess að 98 hefðu farist vegna skjálftans í borginni Bengkulu og nágrenni hennar. Hann sagði hins vegar ekki vitað um mannskaða í afskekktari byggðum héraðsins þar sem um 1,4 milljónir manna búa. Dagblaðið Har- ian Semarka segir tölu látinna þó enn hærri. Vitað sé til þess að 106 manns hafi farist í Bengkulu-héraðinu. Óttast fleiri stóra skjálfta íbúar í Bengkulu-borg bjuggu enn í neyðartjöldum á götum borgarinnar í gær. Hrinur eftirskjálfta voru tíðar og hljóp fólk oft hrætt út á götu í kjölfar slíkra skjálfta. „Fólk er við- kvæmt jafnvel þegar um litla skjálfta er að ræða,“ sagði Muslimin, aðstoð- arritstjóri Harian Semarka. Hann kvað suma óttast að önnur stór jarð- skjálftahrina ætti eftir að ríða yfir þó yfirvöld neiti því að hætta sé á slíku. „Við lifum enn í ótta. í dag [gær] varð meðalstór skjálfti og við höfum einnig fundið fyrir öðrum hrinum sem vekja hræðslu meðal allra,“ sagði Awang sem var meðal fórnarlamba jarð- skjálftanna. „Okkur hefur verið sagt að vera á varðbergi næstu þijá daga.“ Að sögn Anatara-fréttastofunnar slösuðust yfir 500 manns í Bengkulu í skjálftanum og voru meiðsl um helm- ings þeirra talin alvarleg. Hinum særðu og sjúklingum af sjúkrahúsum í borginni hefur verið komið fyrir á bílastæðum sjúkrahúsa og reyndu læknar að hlúa að fólki þrátt fyrir skort á sjúkrarúmum, lyfjum og blóð- gjöfum. Neyðaraðstoð tók að berast til Bengkulu í gær og var til að mynda von á læknum frá herliði Singapore, en bæði Singapore og Ástralía hafa heitið aðstoð sinni. „I dag lítur allt betur út og það virðist vera meira skipulag á hlutunum," sagði Iskandar Ramis, aðstoðarhéraðsstjóri Beng- kulu, sem farið hefur fyrir björgunar- sveitunum. Hann sagði flugvöll Bengkulu nú starfhæfan á ný, auk þess sem senda ætti skip frá sjóhem- um með læknisaðstoð og neyðar- birgðir til Enggano eyju þar sem 90% bygginga eru sagðar hafa eyðilagst. Einn öflugasti skjálftinn í áratug Jarðskjálftinn á sunnudag telst einn sá öflugasti sem orðið hefur sl. áratug. Hann átti upptök sín um 112 km úti fyrir ströndum Bengkulu og mældist 7,9 á Richter-kvarða og var fylgt eftir af minni skjálfta sem mældist 6,7 á Richter. Suijadi Soediija sem fer með samhæfingu stjómar- og öryggismála Indónesíu hefur sagt fulla þörf á alþjóðlegri að- stoð vegna skjálftanna, en fyrstu kannanir ríkisstjórnaí-innar benda til þess að tjón vegna skjálftanna nemi 440 milljónum króna. Skjálftans varð vart bæði á Jak- arta og í Singapore. AP Indónesískur drengur situr ásamt fjölskyldu sinni á rústum hcimilis síns eftir að öflugur jarðskjálfti reið yflr eyjuna Súmötru á sunnudagskvöld- ið. Þúsundir eru nú heimilislausar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.