Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
________________________________MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 57^
MINNINGAR
+ Marjo Kaarina
Kristinsson, f.
Raitto, verkfræðing-
ur, fæddist í Turku í
Finnlandi 17. desem-
ber 1951. Hún Iést á
heimili sínu á Akur-
eyri 22. maí síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá Ak-
ureyrarkirkju 2.
júní.
Kveðja frá Skauta-
félagi Reykjavíkur
og skautafélaginu
Birninum
Það er með virðingu og söknuði
sem við kveðjum Marjo Kristinsson,
sem nú er látin langt fyrir aldur fram.
Marjo var einn af frumkvöðlum
skautaíþróttarinnar á íslandi og á
stóran þátt í því hve íþróttin hefur
vaxið og dafnað á undanfömum ár-
um. Með ljúfri framkomu sinni og
einbeitni ávann hún sér traust og
virðingu allra sem með henni störf-
uðu. Hún gegndi fjölmörgum trúnað-
arstörfum sem lýsir því trausti sem
til hennar var borið og því hve henni
var umhugað um framgang íþróttar-
innar hérlendis. Fráfall Marjo skilur
eftir sig stórt skarð í röðum okkar
skautamanna og hennar er sárt sakn-
að. Eiginmanni Marjo, Gísla, bömum
þeirra og öðram aðstandendum send-
um við innilegar samúðarkveðjur.
Magnús Jónasson,
Bjami G. Bjamason,
Kristbjörg Guðmundsdóttir,
Einar Erlendsson.
ar og Skautafélags
Reykjavíkur. Marjo
kom í heimsókn suður
með sína hópa og við
fórum norður. Einnig
voram við skipaðar í
listskautanefnd á veg-
um ÍSÍ þar til skauta-
sambandið var stofnað
og var hún í stjóm
hlaupadeildarinnar. Vil
ég þakka henni farsælt
samstarf á liðnum áram
og sendi mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar.
Svava
Sigurjónsdóttir.
Hún kom til okkar eins og sólar-
geisli af heiðum himni. En nú „hefur
sól bragðið sumri“.
Hún var borin og bamfædd í fjar-
lægu landi, vöxnu skógi og vötnum
prýddu.
En hún hlýddi röddu hjartans og
fluttist hingað til landsins, þar sem er
nóttlaus veröld um vor og sumar,
þótt vetur sé dimmur og napur.
Hún hafði valið sér hlutskipti og
reyndist trú þeirri köllun að fylgja
eiginmanni sínum, standa við hlið
hans í bh'ðu og stríðu, styðja hann og
hvetja til allra góðra verka. Henni lét
það svo vel.
Vagga hennar stóð á finnskri
grandu, hún átti rætur í finnskri
foldu. En manndómsár sín átti hún á
íslandi. Þar festi hún líka rætur. Hún
lagði kapp á að kynnast þjóðinni sem
hún tengdist nú traustum böndum.
Hún lærði tungu hennar, samdi sig
að siðum hennar og háttum í ýmsum
greinum. En hún gleymdi aldrei upp-
rana sínum, varðveitti tengslin við
frændgarð sinn og fóstuijörð. Þegar
fram liðu stundir auðnaðist henni að
leggja sinn litla skerf til aukinna sam-
skipta þessara þjóða, einkum á sviði
skautaíþrótta.
Væri hún dóttir Finnlands, trú og
trygg, var hún líka tengdadóttir Is-
lands í hug og hjarta.
Maijo hafði numið trefjaverkfræði
við Tækniháskólann í Helsinki. Hér á
landi starfaði hún um skeið á því
sviði, lengst við ullarverksmiðjur SÍS
á Akureyri, uns sá atvinnurekstur
lagðist niður þegar fjámagnið
streymdi ekki lengur þann farveg.
Hún gerðist snemma félagi í Verk-
fræðingafélagi Islands, fyrst kvenna
hér álandi.
Á ungum aldri fór Maijo mjög á
skautum í heimalandi sínu og náði án
efa góðum tökum á þeirri íþrótt. Á
Akureyri komst hún í kynni við
áhugafólk á þessu sviði og gekk hún
brátt til Uðs við það. Leið þá ekki á
löngu að henni væra falin trúnaðar-
störf hjá Skautafélagi Akureyrar, var
meðal annars formaður listhlaupa-
deildar þess fram á síðasta ár. Hún
sat einnig lengi í stjóm Skautasam-
bands íslands og í stjóm listhlaupa-
deildar Skautasambandsins sat hún
allt til hinstu stundar. Hún tók
snemma ástfóstri við skautaíþróttir
og vann samtökum þeirra hér á landi
allt það gagn sem hún mátti uns
krafta þraut. Hún vann meðan dagur
entist.
Hún kom eins og sólargeisli. Nú er
hún horfin sjónum okkar. Við eigum
henni margar gleðistundir að þakka á
langri samleið. Þar bar aldrei skugga
á. Við munum sakna hennar sárt og
lengi.
Margrét og Kristinn.
MARJO KAARINA
KRISTINSSON
Þegar samferðamenn á besta aldri
falla frá í blóma lífsins bregður manni
illa við. Svo varð um mig þegar ég
frétti af andláti Maijo Kristinson.
Maijo kynntist ég fyrir allmörgum
árum þegar hún kom á fund hjá ÍSÍ
til að ræða uppbyggingu nýrrar
íþróttagreinar - kurling - á íslandi.
Marjo fór ásamt manni sínum Gísla,
sem einnig hefúr verið forystumaður
í vetraríþróttum á íslandi, til Kanada
fyrir nokkram áram og kynnti sér
kurlingíþróttina. Hið finnska vetrar-
íþróttauppeldi hennar smitaði út frá
sér og hreif aðra með. Þau hjónin
hafa verið í framvarðarsveit á þessu
sviði í nokkur ár en eftirminnilegt var
að sjá uppskera áhugans og erfiðisins
á Vetraríþróttahátíð ÍSÍ sem haldin
var nú í vor á Akureyri þegar forseti
Islands og nokkrir áhugasamir kurl-
arar frá Kanada sendu fyrsta kurl-
ingsteininn í nýrri og glæsilegri
skautahöll Akureyrar. Þá Ijómaði
Maijo. Marjo var einnig starfandi í
stjóm Skautafélags Akureyrar og
einnig í listhlaupadeild Skautasam-
bands íslands og vann þar mikið og
gott starf.
Maijo Kristinsson var sjálfboðaliði
og áhugamanneskja um íþróttir af
hjartans einlægni. Af þeirri kynslóð
sem vann í félagsstörfum vegna
áhugans en ekki til að fá greitt fyrir
nema ef að vera skyldi í ánægðum
iðkendum. Við fráfall hennar mynd-
ast tómarúm í starfi skautamanna.
En verk hennar og góður vilji munu
lýsa þeim sem á eftir koma.
Fyrir hönd íþrótta- og Ólympíu-
sambands Islands sendi ég eigin-
nianni hennar Gísla Kristinssyni og
bömum hjartanlegar samúðarkveðj-
ur og óska Maijo guðs blessunar og
friðar.
Stefán Konráðsson,^
framkvæmdastjári ISI.
Marjo Kristinsson var mikil
áhugamaður um skautaíþróttina er
hún hafði kynnst á sínum æskuslóð-
um í Finnlandi og kom með þekkingu
sína hingað til lands og starfaði mikið
fyrir Skautafélag Akureyrar bæði við
þjálfun og félagsstörf.
Eftir að vélfrysta skautasvellið
kom hér í Reykjavík fylgdi hún sínum
hópum hingað suður til keppni og þá
hófust okkar góðu kynni. Allt sam-
starf hefur verið mjög gott á milli list-
skautdeildar Skautafélags Akureyr-
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sfmi 551 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þættl útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
'7 sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útf ararþj ónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
V
Sverrir
Einarssoti
útfararstjóri,
sími 896 8242
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
t
Elskuleg móðir okkar,
LÁRA HÓLMFREÐSDÓTTIR,
Þóreyjarnúpi,
lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga 15.
síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að
hinnar látnu.
Fyrir hönd annarra ættingja,
Ólafur Þór Árnason,
Halldór Gísli Guðnason.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ANNA PÁLÍNA LOFTSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn
5. júní.
Karl B. Guðmundsson, Halla Jóhannsdóttir,
Gyða Einarsdóttir, Ólafur Guðbjörnsson,
Einar Ö. Kristinsson, Áslaug Stefánsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Gerðum
í Garði,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu-
daginn 9. júní kl. 15.00.
Brynjólfur Erik Eiríksson, Beverley Eiríksson,
Guðmundur Eiríksson, Þórey Vigdís Ólafsdóttir,
Guðný Eiríksdóttir, Atli Arason,
Hjördís Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eigin-
manns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS KR. SVEINSSONAR
rafvirkjameistara,
Grundarlandi 12,
Reykjavík.
Jórunn G.
Kristrún H. Jónsdóttír,
Nanna Jónsdóttir,
Jóhannes I. Jónsson,
Sveinn E. Jónsson,
Soffía V. Jónsdóttir,
Jón B. Jónsson,
Rósa G. Jónsdóttir,
Sigurður P. Jónsson,
Árni P. Jónsson,
Rósmundsdottir,
Steingrímur Jónasson,
Óskar Guðmundsson,
Ólöf Stefánsdóttir,
Guðlaug Harðardóttir,
Hafsteinn Ó. Þorsteinsson,
Helgi E. Kolsöe,
Annette Nielsen,
Ásta Emilsdóttir,
Guðbjörg L. Pétursdóttir,
María H. Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
MÖRTU SVAVARSDÓTTUR,
Kelduhvammi 7,
Hafnarfirði,
Innilegar þakkir til heimahjúkrunar heilsugæslu
Sólvangs, starfsfólks deildar 11E Landspítalans f des. 1997, 1. hæðar
St. Josefsspítala og ekki síst síðustu mánuði starfsfólks 2B Hrafnistu
Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun og hlýhug.
Guð veri með ykkur öllum.
Jóhannes Guðmundsson,
Birgir Jóhannesson, Kristín Svavarsdóttir,
Kristinn Jóhannesson, Guðrún Ásmundsdóttir,
Sverrir Jóhannesson, Elín Pálsdóttir,
Selma Jóhannesdóttir, Gunnar R. Sumarliðason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okk-
ur vináttu og hlýhug við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
ÓLAFS JÓNSSONAR
málarameistara,
Brautarlandi 14,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar Landspítalans.
Birna J. Benjamínsdóttir,
Gyða J. Ólafsdóttir,
Margrét Ólafsdóttir, Jón Þorgrímsson,
Birna Ólafsdóttir, Lars Nyström,
Jón Ólafur Ólafsson, Anna S. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.