Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 69 ------------------------ FOLKI FRETTUM The Bloodhound Gang spilar á Tónlistarhátíðinni í Reykjavík Læsið ömmu uppi á lofti því Blóðhund- arnir eru á leiðinni The Bloodhound Gang hefur skelffc siðavanda tónlistarunnendur um g;]örvalla heimsbyggð. Þeir eru háværir, kjaftforir og sóðalegir eins og verstu hundspott, á stundum jafnvel svolítið hættulegir. Jó- hanna K. Jóhannesdóttir beið með öndina í hálsinum eftir símtali frá einum þessara villimanna, yrði hann ljúfur eða óður? ÞAÐ HEFUR tekið blaðamann lungann úr deginum að hafa upp á meðlimum rokksveitarinnar The Bloodhound Gang til að heyra hvernig komandi ferðalag til ís- lands leggst í flokkinn. Þetta eru alvöru rokkarar og lifa lífinu sam- kvæmt óskráðri handbók þess þjóðflokks, lifa hratt, deyja ungur og skemmta sér ærlega allan tím- ann. Svona líferni tekur samt sinn toll og jafnvel óðir rokkhundar verða þreyttir og þurfa að hvíla lúin bein, Blóðhundarnir eru sem stendur allir sem einn steinsofandi. Eftir ótalmörg afar háttvís samtöl við Lisu, verndarvætt Blóðhund- anna, nást samningar milli blaða- manns og staðgengilsmóðurinnar um að vekja varfærnislega einn meðlima sveitarinnar og fá hann í létt spjall. Nokkrum klukkustund- um síðar hringir síminn. „Halló,“ segir hás karlmanns- rödd hinum megin við Atlantshaf- ið. „Já, halló,“ svarar blaðamaður með svolítilli tilhlökkun í röddini, þetta gæti jú verið einhver heims- frægur eða alræmdur og blaða- maður er ekki alveg ónæmur fyrir stjörnudýrkun. Hvort tveggja á við því „Evil“ Jared Hasselhoff Blóðhundabassi hangir á bláþræði á línunni. Mað- urinn er nývaknaður, klukkan er enda ekki nema fjögur að staðar- tíma. Blaðamaður kynnir sig, yfírmáta glaður að vera loks kominn í sam- band við goðið, og segist aðspurð- ur vera frá íslandi. Það fínnst Jar- ed ofsalega fyndið, minnist fyrri heimsóknar til landsins kalda í norðri og þarf hreinlega að taka sér nokkurra mínútna hvíld til þess að jafna sig og koma sér bet- ur fyrir „og fínna nærbuxurnar mínar“. Blaðamaður sýnir biðlund enda ekki á hverjum degi sem ör- lítill gluggi opnast inn í svo gjör- ólíka veröld. Sá vondi sonur strandvarðar? ,AHt í lagi, ég er tilbúinn," segir rokkarinn sallarólegur „byrjaðu bara.“ Eðlislæg forvitni leiðir að fyrstu spurningu um einkennilega nafngift kappans, hann er nefni- lega með viðurnefnið „Evil“ vondi Jared, hvers vegna? „Ég er ekki alveg viss en það getur haft eitthvað með það að gera að þegar ég var í mennta- skóla voru tveir gaurar með þessu nafni á heimavistinni. Annar var þessi almennilega manngerð sem hjálpar öðrum með heimavinnuna og svoleiðis en hinn pissaði í bjór- inn. Ég var sá síðamefndi." Það hefur varla aflað þér mikilla vinsælda? „Ég veit það nú ekki þar sem ég drakk nú oftast bjórinn sjálfur.“ Jared sekkur sér í menntaskóla- minningar um stund og blaða- manni flýgur í hug að tímanum hafi líklega frekar verið varið í vín og villtar meyjar en í skruddurnar. Nú ertu með sama foðurnafn og frægasti strandvörður í heimi, loð- inbringan David, ertu eitthvað skyldur honum? „Já, _ég held ég sé launsonur hans. Ég var nefnilega alinn upp hjá fósturforeldrum og hef aldrei hitt líffræðilegan föður minn og svo má ekki líta framhjá því að við erum þó nokkuð líkir. Svo hef ég reynt að setja mig í samband við hann, en hingað til hefur hann hunsað símtölin mín en í hjarta mínu veit ég að einhvern daginn verðum við sameinaðir, ég og hann pabbi minn.“ Til þess að forða við- talinu frá óþarfa væmni er tekin allharkaleg U-beygja. Ég ætla að malbika allan heiminn, elsku mamma Þetta verður önnur heimsókn ykkar til íslands, hvernig eydduð þið frítímanum þegar þið komuð hingað síðast? „Síðast þegar við spiluðum á ís- landi var það daginn eftir að Díana prinsessa dó og við vorum að hita upp fyrir Blur. Eftir tónleikana fórum við á bar þar sem við átum hráan, kæstan hákarl og skoluðum honum niður með skrítnum svört- um vökva. Við vorum þar til um þyjú um nóttina en þá kom löggan og rak okkur út. Við létum það ekkert stoppa gleðskapinn og fór- um bara aftur inn en þá kom lögg- an bara aftur og henti öllum við- stöddum út. Þetta endurtók sig svo nokkrum sinnum, enda var þetta líklega bara ansi róleg nótt hjá laganna vörðum, þeir höfðu ekkert annað að gera en eltast við okkur.“ Hvað fannst þér um íslensku náttúruna? „Hvaða náttúru? Meinarðu öll trén og grænu akrana og svoleið- is?“ Það meira en lítið vottar fyrir háði í röddinni, „ég sá bara steina á íslandi, svona tungllandslag, en mér finnst það alveg þrælfínt því undanfarna áratugi hefur mann- skepnan keppst við að malbika alla jörðina, en hjá ykkur hefur náttúr- an séð um það sjálf.“ Já, einmitt. Hvað ætlið þið svo að staldra lengi við í þetta skiptið? „Líklega bara í einn eða tvo daga, maður fær aldrei tíma til að slaka á og skoða sig um í þessum bransa, ég man ekki einu sinni hvenær við fengum almennilegt frí síðast.“ Nokkurrar biturðar gætir hjá kauða, hann er kannski ekki eins harður nagli og hann sýnist í fyrstu. Hvað ætlið þið að spila á tón- leikahátíðinni? „Ha, er þetta tónleikahátíð? Þá látum við dagskrána bara ráðast eftir stemmningunni. Við vorum til dæmis að spila um daginn en það gekk ekkert of vel því flestir tónleikagestanna voru of uppteknir við að mótmæla tónlist- inni til að njóta hennar, voru með mótmælaskilti og þar fram eftir götunum." Þið farið einmitt ekkert i felur með skoðanir ykkar, hafíð meðal annars veríð sakaðir um kynþátta- fordóma, kvenfyrirlitningu og hommafælni. „Þetta er allt á misskilningi byggt. Eitt lagið okkar fjallar til dæmis um hvað okkur finnast As- íu-píur flottar og það virðist vera þannig að ef þér líkar of vel við þær, þá ertu kynþáttahatari. Ég skil ekki heldur þetta með homm- ana, því ég verð sjálfur forsíðu- drengur hjá bresku hommablaði strax í sumar. Og til að koma þvíj. hreint þá elskar The Bloodhounu Gang konur út af lífinu og okkur dytti aldrei í hug að lítilsvirða þær.“ Hljómsveitin er ekki með aðdá- endasíðu eins og flestar vinsælar sveitir, þið eruð með haturspóst. Hvernig stendur á þessu? „Þegar við vorum að byrja höfð- um við enga aðdáendur en það var nóg af fólki sem skrifaði okkur til að láta vita hvað textarnir okkar væru ömurlegir og við sjálfir léleg- ir tónlistarmenn og hreinlegá? móðgun við samfélagið, svo það lá beinast við að stofna haturssíðu Blóðhundanna. Hún hefur bara gengið ansi vel í gegnum tíðina.“ Textarnir ykkar fjalla einmitt mjög oft um kynh'f og eiga það til að særa blygðunarkennd fólks. Hugsið þið bara um kynlíf? „Já, eiginlega.“ Það var nefnilega það. Hrein- skilinn maður, hann Jared. Er eitthvað að lokum sem þú vilt koma á framfæri til íslensku þjóð- arinnar? „Læsið dætur ykkar inni í svefn- herbergi, ömmu uppi á lofti og setjið rollurnar í fjárhúsið. Blóð- hundarnir eru að koma og þá verð* ur enginn óhultur." Takiö þátt í netleiknum á mbl.is FRUMSYND 9.júní A HERO SHOULD NEVER HAVE TO STAND ALONE Samtiiiitiilerölr Lanösýn adidas Huranrbio
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.