Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 129. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Landamæraátök Erítreu og Eþíópíu Tugir Eþíópíu- manna felldir í bardögum Asmara, Tesseney. AFP, Reuters. FJÖRUTÍU eþíópískir hermenn lágu í valnum í gær eftir orrustu fyr- ir utan bæinn Tesseney í suðvestur- hluta Erítreu, og kvaðst Erítreuher hafa náð bænum aftur á sitt vald eft- ir að hersveitir grannríkisins höfðu haldið honum í tíu daga. Fréttaritari AFPsagði að orrustan hefði hafist á mánudaginn og farið fram í fjöllun- um umhverfis bæinn og á ökrum tíu kílómetrum fyrir norðan hann. Þá sögðu talsmenn Erítreuhers að þeir hefðu tekið sjö skriðdreka og eina flutningabifreið frá liðsmönnum Eþíópíuhers og hefðu hrakið eþíóp- íska hermenn á flótta til Solug, sem er um 50 km suður af Tesseney. Nú væru Eþíópíumenn á hröðu undan- haldi enn sunnar, afar nærri landa- mærum Eþíópíu. Ríkin tvö hafa átt í erjum með hléum síðan 1998 og hefur Eþíópíu- her sótt langt inn í Erítreu á undan- fömum vikum. „Við sigruðum!" hrópuðu liðsmenn Erítreuhers fagn- andi í gær. Fulltrúi Eþíópíustjórnar sagði aft- ur á móti að fullyrðingar Erítreu- manna um sigur væru út í hött. „Við vorum búin að segja að við myndum hverfa á brott frá þessu svæði [við Tesseney], og við vorum að fara þeg- ar þeir gerðu árás,“ sagði fulltrúinn, Salome Tadesse, við AFP í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Alls hafa um 120 þúsund manns fallið í átökum ríkjanna undanfarin tvö ár. Eþíópíumenn virtust stað- ráðnir í að láta ekki staðar numið fyrr en þeir hefðu unnið fullan sigur og ráku Erítreumenn upp í fjöll og hafði Meles Zenawi, forsætisráð- Eþiópiskur hermaður sem var í haldi Erítreuhers nærri borginni Tesseney hreinsar sár sín með vatni. herra Eþíópíu, lýst yfir sigri í stríð- inu í liðinni viku. Samningamenn beggja hafa verið í Alsír og átt þar óbeinar viðræður sem í gær var fram haldið á bak við luktar dyr. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu í gær að hundruð þús- unda óbreyttra borgara hefðu flúið frá vesturhluta Erítreu inn í ná- grannaríkið Súdan undanfarna daga og hefði þetta aukið mjög á þær hörmungar sem hlotist hefðu af þurrkum og matvælaskorti í landinu. Er áætlað að allt að 750 þúsund Erítrear, eða um fjórðungur allra íbúa landsins, hafi orðið að yfirgefa heimili sín vegna átakanna undan- farið. AP Leszek Balczerowicz, aðstoðarforsætisráðherra Póllands og Ieiðtogi Frelsisbandalagsins, umkringdur fréttamönnum eftir fund flokksins í Varsjá í gær. Minnihlutastj órn Samstöðu í Póllandi Varsjá. Reuters. STJÓRNMÁLASAMTÖKIN Sam- staða í Póllandi lýstu því yfir í gær að þau hygðust mynda minnihlut- astjórn eftir að Frelsisbandalagið, annar tveggja stjórnarflokka, sleit viðræðum um að bjarga stjórnar- samstarfinu við Samstöðu. Tals- menn Frelsisbandalagsins sögðu í gær að óyfirstíganlegur munur væri á stefnumiðum og stjórnar- háttum flokkanna og að það hefði ráðið úrslitum um að ákveðið var að slíta samningaviðræðum. „Sam- staða tekur fulla ábyrgð á ríkis- stjórn Póllands,“ sagði Marian Krzaklewski, formaður Samstöðu, er ljóst var að Frelsisbandalagið hefði slitið viðræðunum. Krzaklewski sagði að Jerzy Buzek forsætisráðherra myndi innan örfárra daga tilnefna menn í þær ráðherrastöður er flokksmenn Frelsisbandalagsins gegndu áður. Bronislaw Geremek utanríkisráð- herra mun þó halda embætti sínu til loka júnímánaðar. Talið er víst að mikill óstöðug- leiki muni einkenna pólsk stjórn- mál á næstu misserum er Sam- staða reyni að halda minni- hlutastjórn sinni gangandi á meðan vinstriflokkarnir á þingi leitist við að fella hana með van- trauststillögum og efna þannig til kosninga. Framhald áætlana fyrr- verandi ríkisstjórnar um einka- væðingu, aðild að Evrópusam- bandinu og aukið aðhald í ríkis- fjármálum er nú í uppnámi og stjórnmálaskýrendur segja að vænta megi þingkosninga innan tólf mánaða. Madeleine Albright fundar með Barak og Arafat Friðarviðræður munu hefíast á nv Ramallah, Washington. AP. ÍSRAELSKIR og palestínskir samn- ingamenn munu halda til Washington í Bandaríkjunum í byrjun næstu viku og hefja á ný viðræður um endanleg- an friðarsáttmála eftir hálfs mánaðar hlé. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, tilkynnti þetta í gær. Albright er á ferð í Mið-Austur- löndum og átti í gær fund með Yasser Arafat, forseta heimastjómai- Palest- ínumanna, en í fyrradag ræddi hún við Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels. Hún sagði fréttamönnum enn fremur í gær að Arafat myndi hitta Bill Clinton Bandaríkjaforseta að máli í Hvíta húsinu 14. júní nk. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að í samningaviðræðum Israelsmanna og Palestínumanna ætti enn eftir að taka á erfiðustu spurningunum og sagðist hann vonast til árangurs af viðræðun- um_í næstii viku. Á fréttamannafundi í Ramallah á heimastjómarsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum létu hvorki Al- bright né Arafat nokkuð uppi um það hvort tekist hefði að leysa eitthvert af þeim deilumálum sem staðið hafa í vegi fyrir samningunum sem ná á fyr- ir miðjan september. Arafat hældi AI- bright og Clinton og sagði þau hafa unnið mikilvægt starf í þágu friðar- umleitananna. Arafat svaraði ekki spumingu um það hvort hann liti enn á Barak sem „félaga í friðarumleitunum", eins og hann hefur áður kallað forsætisráð- herrann, en á mánudag sakaði Barak Palestínumenn um að „draga lappim- ar“. Albright sagði í gær að „undan- farnar vikur hafi verið Palestínu- mönnum erfiðar“. Viðkvæmustu deiluefni Israela og Palestínumanna era m.a. framtíð Jer- úsalem, örlög palestínskra flótta- manna og brotthvarf ísraelsks herliðs frá landsvæðum á Vesturbakkanum. Á mánudag gaf Barak í skyn að hann væri reiðubúinn að afhenda Palestínu- mönnum meira land en samið hafði verið um ef það mætti verða til að auka líkur á samkomulagi um fi-amtíð Jerúsalem. Palestínumenn vilja að vesturhluti borgarinnar verði höfuð- staður ríkis þeirra, en ísraelar segja borgina óskipta höfuðborg ísraels. Þorskstofninn í Barentshafí sagður í hættu Fidji-eyjar Yikið úr Samveldinu Lundúnum, Suva. Reuters. SAMVE LDISRÍKIN viku í gær Fídjí-eyjum að hluta til úr samtökun- um vegna valdaráns Georges Speights en féllu frá því að beita land- ið frekari þvingunum. Yfirmenn hers Fídjí-eyja sögðu í gær að þeir muni ekki hverfa frá kröfu sinni um að Speight leysi 30 ráðamenn úr gíslingu en fyrr um dag- inn höfðu valdaræningjum verið gefn- ir úrslitakostir. Er fresturinn rann út höfðu aðeins þrír þeirra gefist upp. Viðvarandi Ósló. Morgunblaðið. ÞORSKSTOFNINN í Barentshafi er í sögulegri lægð og fiskifræð- ingar sjá þess ekki nein merki að niðursveiflunni sé að ljúka. Rannsóknir sýna að þorskstofn- inn er kominn út yfir örugg líf- fræðileg hættumörk og Ijóst er að hrygningarstofninn minnkaði á síðasta ári og er enn að minnka. Þetta er í raun það sama og fram kom fyrir ári er lagt var til að sameiginlegur kvóti Norðmanna og Rússa yrði aðeins 110.000 tonn. Stjórnvöld í ríkjunum ákváðu hins vegar að hann skyldi vera 300.000 niðursveifla tonn. Kom þetta fram hjá Dankert W. Skagen hjá hafrannsóknastofn- uninni í Björgvin í fyrrakvöld og hann neitaði því hvorki né játaði, að yrði þessari sókn haldið áfram væri hætta á að þorskstofninn hryndi með sama hætti og gerðist við Nýfundnaland. MORGUNBLAÐIÐ 7. JÚNÍ 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.