Morgunblaðið - 07.06.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913
129. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Landamæraátök Erítreu og Eþíópíu
Tugir Eþíópíu-
manna felldir í
bardögum
Asmara, Tesseney. AFP, Reuters.
FJÖRUTÍU eþíópískir hermenn
lágu í valnum í gær eftir orrustu fyr-
ir utan bæinn Tesseney í suðvestur-
hluta Erítreu, og kvaðst Erítreuher
hafa náð bænum aftur á sitt vald eft-
ir að hersveitir grannríkisins höfðu
haldið honum í tíu daga. Fréttaritari
AFPsagði að orrustan hefði hafist á
mánudaginn og farið fram í fjöllun-
um umhverfis bæinn og á ökrum tíu
kílómetrum fyrir norðan hann.
Þá sögðu talsmenn Erítreuhers að
þeir hefðu tekið sjö skriðdreka og
eina flutningabifreið frá liðsmönnum
Eþíópíuhers og hefðu hrakið eþíóp-
íska hermenn á flótta til Solug, sem
er um 50 km suður af Tesseney. Nú
væru Eþíópíumenn á hröðu undan-
haldi enn sunnar, afar nærri landa-
mærum Eþíópíu.
Ríkin tvö hafa átt í erjum með
hléum síðan 1998 og hefur Eþíópíu-
her sótt langt inn í Erítreu á undan-
fömum vikum. „Við sigruðum!"
hrópuðu liðsmenn Erítreuhers fagn-
andi í gær.
Fulltrúi Eþíópíustjórnar sagði aft-
ur á móti að fullyrðingar Erítreu-
manna um sigur væru út í hött. „Við
vorum búin að segja að við myndum
hverfa á brott frá þessu svæði [við
Tesseney], og við vorum að fara þeg-
ar þeir gerðu árás,“ sagði fulltrúinn,
Salome Tadesse, við AFP í Addis
Ababa, höfuðborg Eþíópíu.
Alls hafa um 120 þúsund manns
fallið í átökum ríkjanna undanfarin
tvö ár. Eþíópíumenn virtust stað-
ráðnir í að láta ekki staðar numið
fyrr en þeir hefðu unnið fullan sigur
og ráku Erítreumenn upp í fjöll og
hafði Meles Zenawi, forsætisráð-
Eþiópiskur hermaður sem var í haldi Erítreuhers nærri borginni Tesseney hreinsar sár sín með vatni.
herra Eþíópíu, lýst yfir sigri í stríð-
inu í liðinni viku. Samningamenn
beggja hafa verið í Alsír og átt þar
óbeinar viðræður sem í gær var fram
haldið á bak við luktar dyr.
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna sögðu í gær að hundruð þús-
unda óbreyttra borgara hefðu flúið
frá vesturhluta Erítreu inn í ná-
grannaríkið Súdan undanfarna daga
og hefði þetta aukið mjög á þær
hörmungar sem hlotist hefðu af
þurrkum og matvælaskorti í landinu.
Er áætlað að allt að 750 þúsund
Erítrear, eða um fjórðungur allra
íbúa landsins, hafi orðið að yfirgefa
heimili sín vegna átakanna undan-
farið.
AP
Leszek Balczerowicz, aðstoðarforsætisráðherra Póllands og Ieiðtogi
Frelsisbandalagsins, umkringdur fréttamönnum eftir fund flokksins í
Varsjá í gær.
Minnihlutastj órn
Samstöðu í Póllandi
Varsjá. Reuters.
STJÓRNMÁLASAMTÖKIN Sam-
staða í Póllandi lýstu því yfir í gær
að þau hygðust mynda minnihlut-
astjórn eftir að Frelsisbandalagið,
annar tveggja stjórnarflokka, sleit
viðræðum um að bjarga stjórnar-
samstarfinu við Samstöðu. Tals-
menn Frelsisbandalagsins sögðu í
gær að óyfirstíganlegur munur
væri á stefnumiðum og stjórnar-
háttum flokkanna og að það hefði
ráðið úrslitum um að ákveðið var
að slíta samningaviðræðum. „Sam-
staða tekur fulla ábyrgð á ríkis-
stjórn Póllands,“ sagði Marian
Krzaklewski, formaður Samstöðu,
er ljóst var að Frelsisbandalagið
hefði slitið viðræðunum.
Krzaklewski sagði að Jerzy
Buzek forsætisráðherra myndi
innan örfárra daga tilnefna menn í
þær ráðherrastöður er flokksmenn
Frelsisbandalagsins gegndu áður.
Bronislaw Geremek utanríkisráð-
herra mun þó halda embætti sínu
til loka júnímánaðar.
Talið er víst að mikill óstöðug-
leiki muni einkenna pólsk stjórn-
mál á næstu misserum er Sam-
staða reyni að halda minni-
hlutastjórn sinni gangandi á
meðan vinstriflokkarnir á þingi
leitist við að fella hana með van-
trauststillögum og efna þannig til
kosninga. Framhald áætlana fyrr-
verandi ríkisstjórnar um einka-
væðingu, aðild að Evrópusam-
bandinu og aukið aðhald í ríkis-
fjármálum er nú í uppnámi og
stjórnmálaskýrendur segja að
vænta megi þingkosninga innan
tólf mánaða.
Madeleine Albright fundar með Barak og Arafat
Friðarviðræður
munu hefíast á nv
Ramallah, Washington. AP.
ÍSRAELSKIR og palestínskir samn-
ingamenn munu halda til Washington
í Bandaríkjunum í byrjun næstu viku
og hefja á ný viðræður um endanleg-
an friðarsáttmála eftir hálfs mánaðar
hlé. Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, tilkynnti þetta í
gær.
Albright er á ferð í Mið-Austur-
löndum og átti í gær fund með Yasser
Arafat, forseta heimastjómai- Palest-
ínumanna, en í fyrradag ræddi hún
við Ehud Barak, forsætisráðherra
ísraels. Hún sagði fréttamönnum enn
fremur í gær að Arafat myndi hitta
Bill Clinton Bandaríkjaforseta að máli
í Hvíta húsinu 14. júní nk. Bill Clinton
Bandaríkjaforseti sagði í gær að í
samningaviðræðum Israelsmanna og
Palestínumanna ætti enn eftir að taka
á erfiðustu spurningunum og sagðist
hann vonast til árangurs af viðræðun-
um_í næstii viku.
Á fréttamannafundi í Ramallah á
heimastjómarsvæði Palestínumanna
á Vesturbakkanum létu hvorki Al-
bright né Arafat nokkuð uppi um það
hvort tekist hefði að leysa eitthvert af
þeim deilumálum sem staðið hafa í
vegi fyrir samningunum sem ná á fyr-
ir miðjan september. Arafat hældi AI-
bright og Clinton og sagði þau hafa
unnið mikilvægt starf í þágu friðar-
umleitananna.
Arafat svaraði ekki spumingu um
það hvort hann liti enn á Barak sem
„félaga í friðarumleitunum", eins og
hann hefur áður kallað forsætisráð-
herrann, en á mánudag sakaði Barak
Palestínumenn um að „draga lappim-
ar“. Albright sagði í gær að „undan-
farnar vikur hafi verið Palestínu-
mönnum erfiðar“.
Viðkvæmustu deiluefni Israela og
Palestínumanna era m.a. framtíð Jer-
úsalem, örlög palestínskra flótta-
manna og brotthvarf ísraelsks herliðs
frá landsvæðum á Vesturbakkanum.
Á mánudag gaf Barak í skyn að hann
væri reiðubúinn að afhenda Palestínu-
mönnum meira land en samið hafði
verið um ef það mætti verða til að
auka líkur á samkomulagi um fi-amtíð
Jerúsalem. Palestínumenn vilja að
vesturhluti borgarinnar verði höfuð-
staður ríkis þeirra, en ísraelar segja
borgina óskipta höfuðborg ísraels.
Þorskstofninn í Barentshafí sagður í hættu
Fidji-eyjar
Yikið úr
Samveldinu
Lundúnum, Suva. Reuters.
SAMVE LDISRÍKIN viku í gær
Fídjí-eyjum að hluta til úr samtökun-
um vegna valdaráns Georges
Speights en féllu frá því að beita land-
ið frekari þvingunum.
Yfirmenn hers Fídjí-eyja sögðu í
gær að þeir muni ekki hverfa frá
kröfu sinni um að Speight leysi 30
ráðamenn úr gíslingu en fyrr um dag-
inn höfðu valdaræningjum verið gefn-
ir úrslitakostir. Er fresturinn rann út
höfðu aðeins þrír þeirra gefist upp.
Viðvarandi
Ósló. Morgunblaðið.
ÞORSKSTOFNINN í Barentshafi
er í sögulegri lægð og fiskifræð-
ingar sjá þess ekki nein merki að
niðursveiflunni sé að ljúka.
Rannsóknir sýna að þorskstofn-
inn er kominn út yfir örugg líf-
fræðileg hættumörk og Ijóst er að
hrygningarstofninn minnkaði á
síðasta ári og er enn að minnka.
Þetta er í raun það sama og fram
kom fyrir ári er lagt var til að
sameiginlegur kvóti Norðmanna
og Rússa yrði aðeins 110.000 tonn.
Stjórnvöld í ríkjunum ákváðu hins
vegar að hann skyldi vera 300.000
niðursveifla
tonn. Kom þetta fram hjá Dankert
W. Skagen hjá hafrannsóknastofn-
uninni í Björgvin í fyrrakvöld og
hann neitaði því hvorki né játaði,
að yrði þessari sókn haldið áfram
væri hætta á að þorskstofninn
hryndi með sama hætti og gerðist
við Nýfundnaland.
MORGUNBLAÐIÐ 7. JÚNÍ 2000