Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 76
Heimavörn
'
Sími: 580 7000
Drögum næst
14. júní
HAPPDRÆTTl
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Tillögur Hafrd valda sveiflum á fjármálamarkaði
Hlutabréf í Granda
hf. lækkuðu um 13,1%
UMTALSVERÐ lækkun varð á
hlutabréfum 1 sjávarútvegsfyrir-
tækjum á Verðbréfaþingi íslands í
gær í kjölfar tillagna Hafrann-
sóknastofnunar um verulega skerð-
ingu aflahámarks á næsta fiskveiði-
ári. Mest lækkuðu hlutabréf í
Granda hf., eða um 13,1%, hlutabréf
í Þormóði ramma-Sæberg lækkuðu
um 8,3% og bréf Samherja um 5,6%.
Islenska krónan veiktist einnig
nokkuð í kjölfar frétta af tillögum
Hafró.
Sérfræðingar á fjármálamarkaði
. ,»*íelja að næstu vikur muni ein-
kennast af óvissu á hlutabréfamark-
aði, eða allt þar til Árni M. Mathie-
sen sjávarútvegsráðherra tilkynnir
ákvörðun um heildaraflamark
næsta fiskveiðiárs fyrir miðjan júlí.
Virðast þeir hins vegar sammála um
að endanleg ákvörðun sjávarútvegs-
ráðherra verði nokkru rýmri en til-
lögur Hafró gera ráð fyrir.
Vonbrigði en ekki
sérstaklega váleg tíðindi
Halldór Asgrímsson utanríkis-
ráðherra segir um tillögur Hafró að
það séu vissulega vonbrigði að
þorskstofninn sé í heldur verra
ásigkomulagi en menn höfðu vonað,
„en hins vegar lít ég ekki á skýrsl-
una sem sérstaklega váleg tíðindi",
sagði Halldór. „Ef vel er að gáð
kemur í ljós að jafnvel þótt aflinn á
næsta ári yrði ákvarðaður hinn sami
og í ár, væri þorskstofninn að vaxa.“
Halldór segir að verkefnið nú sé
að vega og meta aðgerðir með tilliti
til fiskifræðilegra og efnahagslegra
sjónarmiða. „Það gerir sjávarút-
vegsráðherra á næstunni,“ sagði
hann.
Ekki er talið öruggt að markaðs-
staða íslenskra sjávarafurða erlend-
is veikist þó að farið verði að tillög-
um Hafrannsóknastofnunar um
niðurskurð á aflaheimildum. Þvert á
móti gæti markaðsstaðan styrkst en
ekki er þó líklegt að afurðaverð
hækki í kjölfarið.
■ Hlutabréf/10-11
Verkfall Sleipnis hefst á
miðnætti semjist ekki áður
Þokast í sam-
komulagsátt
VERKFALL félagsmanna í Bif-
reiðastjórafélaginu Sleipni hefst á
miðnætti í kvöld semjist ekki áður
milli Sleipnismanna og atvinnurek-
enda. Ef til verkfalls kemur mun
það ná til um 160 manns.
Óskar Stefánsson, formaður
Sleipnis, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi að heldur
hefði þokast í samkomulagsátt á
fundi Sleipnismanna og atvinnu-
rekenda hjá ríkissáttasemjara í
gær en fundinum lauk um kl. 21.30.
Sagði hann að meiri skilningur
væri nú milli viðsemjenda og
ákveðið hefði verið að slíta fundi til
að spá í spilin í rólegheitum.
Reynt til þrautar í
kvöld að ná samningum
Hyggjast menn hittast aftur í
dag kl. 18 og reyna til þrautar að
ná samningum.
„Við erum búnir að funda ansi
oft undanfarnar vikur og það hefur
í sjálfu sér lítið þokast áleiðis fyrr
en þá kannski þessa tvo síðustu
daga,“ sagði Óskar. Kvaðst hann
því vera heldur bjartsýnni en áður
á að lausn fyndist í deilunni.
Bátur
strandaði í
JTálknafírði
ÁSDÍS ÍS-55, sex tonna bátur frá
Bolungarvík, strandaði um fjögur-
leytið í gær og barst tilkynning til
lögreglu klukkan 16.05. Greiðlega
gekk að ná bátnum á flot og var farið
með hann í togi til Tálknafjarðar í
gær. Tveir menn voru um borð og
sakaði þá ekki.
Báturinn strandaði í Krossadal
fyrir utan Sellátra í norðanverðum
Tálknafirði. Ekki er vitað hver orsök
strandsins var.
Björgunarsveitarmenn frá Tálkna
og Blakki voru kallaðir út og brugð-
ust fljótt við.
Báturinn var tekinn á land á
Tálknafirði. Að sögn lögreglu er ekki
^í^uiitað um skemmdir, en þær eru ein-
hverjar. Bátsverjar munu gefa
skýrslu um málið í dag.
-----*-H------
Lögreglan á Seifossi
80innbrot í
sumarbústaði
RÉTT innan við 80 innbrot voru
framin í sumarbústaði í umsagnar-
dæmi lögreglunnar á Selfossi á síð-
asta ári. Lögreglunni berast að jafn-
aði margar tilkynningar um innbrot
á vorin þegar eigendur vitja eigna
^sinna að loknum vetri. Að sögn lög-
'■ reglunnar hefur dregið úr því að
skemmdir séu unnar á bústöðunum
en svo virðist sem brotist sé inn
gagngert í þeim tilgangi að stela
verðmætum.
j Maestro
Morgunblaðið/Golli
Blásið til veislu
VINDHÆÐ hefur verið veruleg í
höfuðborginni undanfarna daga.
Hvort það stafar af því að tveir
ástsælustu óperusöngvarar þjóðar-
innar, Kristinn Sigmundsson og
Kristján Jóhannsson, eru komnir til
landsins skal ósagt Iátið en af með-
fylgjandi mynd má ráða að þeir
hafa hvergi dregið af sér á æfing-
um fyrir Stórsöngvaraveislu Lista-
hátíðar í Laugardalshöll annað
kvöld. Þar koma þeir fram ásamt
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Rann-
veigu Fríðu Bragadóttur og Sinfón-.
íuhljómsveit Islands.
Grass
á Bók-
mennta-
hátíð
GUNTER Grass, þýski Nóbels-
verðlaunahafinn í bókmenntum
á síðasta ári, verður einn af fjöi-
mörgum erlendum rithöfundum
sem heim-
sækja munu
Bókmennta-
hátíð í
Reykjavík
sem fram fer
dagana 10.
til 16. sept-
ember í
haust.
Grass er
kunnastur
fyrir skáldsöguna Biikktromm-
una, en tveir fyrstu hlutar henn-
ar hafa komið út í íslenskri þýð-
ingu Bjama Jónssonar hjá
Vöku-Helgafelli.
Meðal annarra höfunda sem
sækja munu íslenska áhuga-
menn um bókmenntir heim er
enska skáld- og fræðikonan A.S.
Byatt, en hún hlaut Booker-
verðlaunin árið 1990 fyrir skáld-
söguna Possession.
Bókmenntahátíðin er nú hald-
in í fimmta sinn og er hún I
tengslum við Reykjavík - Menn-
ingarborg Evrópu árið 2000.
Á hátíðina er hveiju sinni
boðið fjölda rithöfunda frá öllum
heimshomum. Að þessu sinni
verða einnig útgefendur frá
þekktum erlendum forlögum
meðal þátttakenda í dagskrá há-
tíðarinnar.
Byggðastofnun á Krokinn
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT
STJÓRN Byggðastofnunar afgreiddi
á fundi, sem lauk um eittleytið í nótt,
tillögu til Valgerðar Sverrisdóttur
iðnaðarráðherra um að flytja stofnun-
ina til Sauðárkróks, en þróunarskrif-
stofa Byggðastofnunar er þar fyrir.
Kristinn H. Gunnarsson, formaður
stjómarinnar og þingmaður Fram-
sóknarflokks, sagði eftir fundinn að
miðað væri við að flutningi yrði lokið
innan árs.
Hann sagði að tillagan væri rök-
studd þannig að eðlilegt væri að
stofnunin starfaði á starfssvæði sínu,
sem væri landsbyggðin.
„Hagkvæmnisrök mæla með því að
starfsemin verði þá færð þangað sem
fyrir er þriðjungur hennar," sagði
Kristinn. „Má ætla að við það sparist
fé í rekstri í heildina.“
Hann kvaðst eiga von á að ágóði
yrði af sjálfum flutningnum þar sem
hagkvæmt væri að selja eignir í borg-
inni og því líklegt að meira fengist
fyrir að selja, en kostaði að kaupa eða
leigja á Sauðárkróki.
Kristinn sagði að einnig væri gert
ráð fyrir að samið yrði við fjármála-
stofnun um afgreiðslu og innheimtu
lána og fjármálaumsýsla færð út úr
stofnuninni.
„Það var einhugur um þessa
ákvörðun í stjóminni og ég fagna
henni,“ sagði hann. „Þetta gefur einn-
ig fordæmi fyrir aðrar opinberar
stofnanir. Við leggjum áherslu á að
þessu verði fylgt eftir af hinu opin-
bera í samræmi við samþykkt Alþing-
is um stefnu í byggðamálum."