Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 76
Heimavörn ' Sími: 580 7000 Drögum næst 14. júní HAPPDRÆTTl HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Tillögur Hafrd valda sveiflum á fjármálamarkaði Hlutabréf í Granda hf. lækkuðu um 13,1% UMTALSVERÐ lækkun varð á hlutabréfum 1 sjávarútvegsfyrir- tækjum á Verðbréfaþingi íslands í gær í kjölfar tillagna Hafrann- sóknastofnunar um verulega skerð- ingu aflahámarks á næsta fiskveiði- ári. Mest lækkuðu hlutabréf í Granda hf., eða um 13,1%, hlutabréf í Þormóði ramma-Sæberg lækkuðu um 8,3% og bréf Samherja um 5,6%. Islenska krónan veiktist einnig nokkuð í kjölfar frétta af tillögum Hafró. Sérfræðingar á fjármálamarkaði . ,»*íelja að næstu vikur muni ein- kennast af óvissu á hlutabréfamark- aði, eða allt þar til Árni M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra tilkynnir ákvörðun um heildaraflamark næsta fiskveiðiárs fyrir miðjan júlí. Virðast þeir hins vegar sammála um að endanleg ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra verði nokkru rýmri en til- lögur Hafró gera ráð fyrir. Vonbrigði en ekki sérstaklega váleg tíðindi Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra segir um tillögur Hafró að það séu vissulega vonbrigði að þorskstofninn sé í heldur verra ásigkomulagi en menn höfðu vonað, „en hins vegar lít ég ekki á skýrsl- una sem sérstaklega váleg tíðindi", sagði Halldór. „Ef vel er að gáð kemur í ljós að jafnvel þótt aflinn á næsta ári yrði ákvarðaður hinn sami og í ár, væri þorskstofninn að vaxa.“ Halldór segir að verkefnið nú sé að vega og meta aðgerðir með tilliti til fiskifræðilegra og efnahagslegra sjónarmiða. „Það gerir sjávarút- vegsráðherra á næstunni,“ sagði hann. Ekki er talið öruggt að markaðs- staða íslenskra sjávarafurða erlend- is veikist þó að farið verði að tillög- um Hafrannsóknastofnunar um niðurskurð á aflaheimildum. Þvert á móti gæti markaðsstaðan styrkst en ekki er þó líklegt að afurðaverð hækki í kjölfarið. ■ Hlutabréf/10-11 Verkfall Sleipnis hefst á miðnætti semjist ekki áður Þokast í sam- komulagsátt VERKFALL félagsmanna í Bif- reiðastjórafélaginu Sleipni hefst á miðnætti í kvöld semjist ekki áður milli Sleipnismanna og atvinnurek- enda. Ef til verkfalls kemur mun það ná til um 160 manns. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að heldur hefði þokast í samkomulagsátt á fundi Sleipnismanna og atvinnu- rekenda hjá ríkissáttasemjara í gær en fundinum lauk um kl. 21.30. Sagði hann að meiri skilningur væri nú milli viðsemjenda og ákveðið hefði verið að slíta fundi til að spá í spilin í rólegheitum. Reynt til þrautar í kvöld að ná samningum Hyggjast menn hittast aftur í dag kl. 18 og reyna til þrautar að ná samningum. „Við erum búnir að funda ansi oft undanfarnar vikur og það hefur í sjálfu sér lítið þokast áleiðis fyrr en þá kannski þessa tvo síðustu daga,“ sagði Óskar. Kvaðst hann því vera heldur bjartsýnni en áður á að lausn fyndist í deilunni. Bátur strandaði í JTálknafírði ÁSDÍS ÍS-55, sex tonna bátur frá Bolungarvík, strandaði um fjögur- leytið í gær og barst tilkynning til lögreglu klukkan 16.05. Greiðlega gekk að ná bátnum á flot og var farið með hann í togi til Tálknafjarðar í gær. Tveir menn voru um borð og sakaði þá ekki. Báturinn strandaði í Krossadal fyrir utan Sellátra í norðanverðum Tálknafirði. Ekki er vitað hver orsök strandsins var. Björgunarsveitarmenn frá Tálkna og Blakki voru kallaðir út og brugð- ust fljótt við. Báturinn var tekinn á land á Tálknafirði. Að sögn lögreglu er ekki ^í^uiitað um skemmdir, en þær eru ein- hverjar. Bátsverjar munu gefa skýrslu um málið í dag. -----*-H------ Lögreglan á Seifossi 80innbrot í sumarbústaði RÉTT innan við 80 innbrot voru framin í sumarbústaði í umsagnar- dæmi lögreglunnar á Selfossi á síð- asta ári. Lögreglunni berast að jafn- aði margar tilkynningar um innbrot á vorin þegar eigendur vitja eigna ^sinna að loknum vetri. Að sögn lög- '■ reglunnar hefur dregið úr því að skemmdir séu unnar á bústöðunum en svo virðist sem brotist sé inn gagngert í þeim tilgangi að stela verðmætum. j Maestro Morgunblaðið/Golli Blásið til veislu VINDHÆÐ hefur verið veruleg í höfuðborginni undanfarna daga. Hvort það stafar af því að tveir ástsælustu óperusöngvarar þjóðar- innar, Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson, eru komnir til landsins skal ósagt Iátið en af með- fylgjandi mynd má ráða að þeir hafa hvergi dregið af sér á æfing- um fyrir Stórsöngvaraveislu Lista- hátíðar í Laugardalshöll annað kvöld. Þar koma þeir fram ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Rann- veigu Fríðu Bragadóttur og Sinfón-. íuhljómsveit Islands. Grass á Bók- mennta- hátíð GUNTER Grass, þýski Nóbels- verðlaunahafinn í bókmenntum á síðasta ári, verður einn af fjöi- mörgum erlendum rithöfundum sem heim- sækja munu Bókmennta- hátíð í Reykjavík sem fram fer dagana 10. til 16. sept- ember í haust. Grass er kunnastur fyrir skáldsöguna Biikktromm- una, en tveir fyrstu hlutar henn- ar hafa komið út í íslenskri þýð- ingu Bjama Jónssonar hjá Vöku-Helgafelli. Meðal annarra höfunda sem sækja munu íslenska áhuga- menn um bókmenntir heim er enska skáld- og fræðikonan A.S. Byatt, en hún hlaut Booker- verðlaunin árið 1990 fyrir skáld- söguna Possession. Bókmenntahátíðin er nú hald- in í fimmta sinn og er hún I tengslum við Reykjavík - Menn- ingarborg Evrópu árið 2000. Á hátíðina er hveiju sinni boðið fjölda rithöfunda frá öllum heimshomum. Að þessu sinni verða einnig útgefendur frá þekktum erlendum forlögum meðal þátttakenda í dagskrá há- tíðarinnar. Byggðastofnun á Krokinn ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT STJÓRN Byggðastofnunar afgreiddi á fundi, sem lauk um eittleytið í nótt, tillögu til Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um að flytja stofnun- ina til Sauðárkróks, en þróunarskrif- stofa Byggðastofnunar er þar fyrir. Kristinn H. Gunnarsson, formaður stjómarinnar og þingmaður Fram- sóknarflokks, sagði eftir fundinn að miðað væri við að flutningi yrði lokið innan árs. Hann sagði að tillagan væri rök- studd þannig að eðlilegt væri að stofnunin starfaði á starfssvæði sínu, sem væri landsbyggðin. „Hagkvæmnisrök mæla með því að starfsemin verði þá færð þangað sem fyrir er þriðjungur hennar," sagði Kristinn. „Má ætla að við það sparist fé í rekstri í heildina.“ Hann kvaðst eiga von á að ágóði yrði af sjálfum flutningnum þar sem hagkvæmt væri að selja eignir í borg- inni og því líklegt að meira fengist fyrir að selja, en kostaði að kaupa eða leigja á Sauðárkróki. Kristinn sagði að einnig væri gert ráð fyrir að samið yrði við fjármála- stofnun um afgreiðslu og innheimtu lána og fjármálaumsýsla færð út úr stofnuninni. „Það var einhugur um þessa ákvörðun í stjóminni og ég fagna henni,“ sagði hann. „Þetta gefur einn- ig fordæmi fyrir aðrar opinberar stofnanir. Við leggjum áherslu á að þessu verði fylgt eftir af hinu opin- bera í samræmi við samþykkt Alþing- is um stefnu í byggðamálum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.