Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 51 .... ffc MINNINGAR + Sigríður Þóra Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 28. júlí 1929. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 24. maí síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Víðistaða- kirlq'u í Hafnarfirði 2. júní. Það er sárt að sjá á eftir þér, mamma mín, eftir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman.Þú hefur alla tíð verið miðdepill barna minna og ekki mátti líða ein helgi að ekki væri farið til ömmu og afa . Eins og við höfðum á orði, að frekar vildum við láta segja um okkur, að það hafi ekki verið flóarfriður fyrir okkur en að það hafi verið sagt að aldrei létu þau sjá sig. Allt frá fyrstu tíð varst þú mikil kjölfesta í lífi okkar systk- inanna. Með áræði þínu, langlyndi og festu kenndir þú okkur hugtakið þrautseigja. Þegar ég var sjö ára gamall, fórst þú að vinna úti í Kaup- félagi Hafnfirðinga við Strandgöt- una. Fljótt varð maður var við að gamla fólkið leitaði til þín og þeir sem minna máttu sín, ekkert máttir þú aumt sjá, þá varst þú tilbúin að rétta hjálparhönd. Þú gerðir hlutina eins og Biblían talar um, ekki sýn- ast fyrir mönnum, Matteus 6:1: „Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eig- ið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.“ Það er öllum ljóst, mamma mín, að laun þín eru mikil á himnum, ég er stoltur af að vera sonur þinn og mun ég alla tíð kenna börnum mínum það góða sem þú kenndir okkur systkinunum, að vera heiðarelgur og góður við aðra. Orðstír þinn fór víða, og nóg var að nefna við fullorðna, sem urðu á vegi mans, að maður væri sonur Siggu Þóru í Kaupfélaginu, þá var manni alls staðar vel tekið. Er mér eitt dæmi minnisstætt, þegar ég var í Iðnskólanum í Hafn- arfirði. Þá gekk mér illa í dönsku, sem var ekki mitt sterkasta fag. Þegar dönsku- kennarinn sem var kona á aldur við þig, mamma, vissi að ég var sonur Siggu Þóru, þá birti yfir, tossinn í bekknum fékk alla at- hygli kennarans og viti menn, strákurinn náði prófi. Þú sýndir mikið bar- áttuþrek í þínum veik- indum, öðrum til eftir- breytni og aldrei gafst þú upp. Eftir hvert áfallið komstu alltaf tvöfalt stekari til baka og hafðir það jafnan á orði að þú þyrftir svo margt að gera í viðbót að ekki væri tími til að fara strax. Hvemig sem stóð á, þá var alltaf stutt í góða skapið og aldrei kvartaðir þú, jafnvel þegar útlitið var sem verst, einmitt þá sagðir þú að nú væri þetta allt að koma. Ég hef þá von og trú til skapara himins og jarðar, að við eigum eftir að sjást aftur seinna meir. Þá tök- um við upp þráðinn þar sem frá var horfið og þá verða engin sorgartár heldur gleðitár. Ég sé þig fyrir mér þegar við hittumst, þú leiðandi hana Elísabetu Rós dóttur mína og Magga bróður. Ég skal passa pabba, eins og draumurinn hans sagði: „Maggi minn, nú verðum við alltaf saman.“ Má Jesú Kristur, sonur Jehóva Guðs, minnast þín í upprisunni á hinum efsta degi. Þinn yngsti sonur. Magnús Óli Ólafsson. Sumt fólk er þannig af Guði gert að það er sífellt gefandi af sér og er öðrum stoð og stytta í gegnum þetta líf. Þannig varst þú, amma min. Við finnum öll nú þegar þú ert farin hvað við höfum misst mikið þar sem eftir stendur' tóm sem aldrei verður fyllt. Það er erfitt á stundu sem þessari að lýsa því með orðum hve þú skiptir miklu máli i mínu lífi og hversu erfitt það er að sætta sig við að þú sért farin. Aldrei aftur í þessu lífi mun ég heyra hlát- ur þinn, blíðlega og ómþýða rödd þína og aldrei fæ ég að faðma þig og kyssa. Það er þó huggun harmi gegn að sú stund muni koma er við hittumst á ný þegar þessi jarðvist er á enda runnin. Eftir stendur þó sú brennandi þrá í hjarta mínu að ég hefði viljað hafa þig lengur hjá okkur, svo miklu, miklu lengur. En eins og þú sagðir svo oft sjálf og kenndir mér þegar ég var lítill drengur og framtíðin barst í tal: „Ef Guð leyfir, Siggi minn, ef Guð leyfir...“ Nú þegar ég lít yfir farinn veg hrannast upp allar þær minningar sem ég á um þig, amma mín. Þá finn ég fyrir því að nánast hver ein- asti hlutur í kringum mig minnir á einhvern hátt á þig. Þú varst alltaf svo barngóð og það fann ég best sjálfur þegar ég var lítill drengur og fór í heimsókn til þín og afa. Þá voru ferðimar til ykkar á Norðurvanginn ævintýri líkastar og móttökurnar alltaf jafn yndislegar, eins voru heimsóknirnar í Neðstaleiti og síðar í Kirkjulund ógleymanlegar. Hinar fjölmörgu stundir sem öll fjölskyldan átti uppi í sumarbústað eru einnig minningar sem ylja mér um hjartarætur, nú þegar ég hugsa til baka. Þá hafðir þú allan hópinn hjá þér og þá leið þér best, þegar allir töluðu hver í kapp við annan og fyrirgangurinn á okkur öllum var sem mestur. Svo og öll skiptin sem við sátum og spjölluðum um heima og geima, þú varst svo víðlesin og fróð. Mann- kynssagan var þitt áhugamál og hana lastu eins og spennureyfara. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér svo vel sem ég gerði og ekki síður þakklátur fyrir það að fjölskyldan mín, eigin- kona mín og dóttir, fengu það einn- ig. Það voru mér ómetanlegar stundir að sjá þig halda á dóttur minni, gæla við hana og tala til hennar með blíðu röddinni þinni, líkt og þú gerðir við öll börnin þín. Þó að hún Þórunn Lea sé enn of ung til að muna eftir þér að þá munum við Rakel sjá til þess að hún muni vaxa úr grasi vitandi það hversu yndisleg manneskja hún langamma hennar var. Eg er stoltur af því að hafa átt þig sem ömmu og ég mun aldrei svo lengi sem ég lifi gleyma þér, hjarta- hlýju þinni og öllu því sem ég lærði af þér og ég lofa þér því að ég mun sjá til þess að börnin mín njóti þess einnig. Þú varst einstök manneskja og það er með gríðarlegum söknuði að ég og fjölskylda mín kveðjum þig. Við elskum þig. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey. Þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. I Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgr. Pét.) Sigurður Þór, Rakel Hrund og Þórunn Lea. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund. Ég mun sakna þín mjög mikið en alltaf skal ég muna eftir öllum góðu stundunum okkar. Þegar ég var yngri og fór í heim- sókn með mömmu og pabba til þín og afa. Þá vildi ég alltaf vera eftir og fá að sofa. Það var svo gott að vera hjá ykkur, þú varst svo góð og vildir allt fyrir mig gera. Þegar ég og Asi fórum í sumar- bústaði þá komuð þið afi alltaf til okkar og gistuð hjá okkur í nokkra daga. Þessa stundir eru mér mjög dýrmætar og er ég þakklát fyi-ir hveija einustu stund sem við áttum saman. Þó svo að Heiðrún Anna sé aðeins á öðru ári þá veit ég að hún mun alltaf minnast þín, því ég mun segja henni frá þér og sýna henni myndimar af ykkur saman. í fyrra- sumar fórum við saman á Mývatn og þar var tekin mynd af þér að gefa Heiðrúnu Önnu fyi-sta ísinn sinn og voruð þið báðar skellihlæj- andi. Ef ég spyr Heiðrúnu Önnu hvar langamma sé þá segir hún „amma dissa“ sem þýðir að amma sé týnd. En ég veit að þú munt allt- af vera hjá okkur og taka þátt í öllu SIGRIÐUR ÞORA MAGNÚSDÓTTIR ASGEIR ÁSGEIRSSON + Ásgeir Ásgeirs- son fæddist Kópavogi 6. febrúar 1962. Hann lést 24. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 2. júní. Mig langar í örfáum orðum að kveðja elsku- legan bróður minn, As- geir Ásgeirsson. Hann var næst yngstur okk- ar sex systkina. Tvö eldri systkini okkar létust með nokkurra ára millibili. Jón sem var elstur, lést aðeins 27 ára gamall og Brynja sem var þriðja í röðinni, lést aðeins þrít- ug. Foreldrar okkar er einnig bæði dáin, svo nú erum við þrjú systkinin eftir. Við Ásgeir vorum mjög sam- rýnd og ég er ekki búin að átta mig á að hann er farinn. Þessi elskulegi litli bróðir minn sem þurfti alltaf að stríða Siggu systur þegar við vorum böm. Alltaf var þetta saklaus stríðni, sem litlir bræður gera til að vekja á sér eftirtekt. Ásgeir var fjór- um árum yngri en ég, svo við bröll- uðum margt saman í æsku. Strax sem ungur strákur var hann mikill dýravinur, og þeir voru ófáir kettl- ingarnir sm hann kom með heim og bað mömmu um að fá að hafa á heimilinu. Ungur byijaði hann að smíða fuglakofa og átti margar dúf- ur af ýmsum tegundum. Mér er sér- staklega minnisstætt þegar við fengum að sigla með pabba til Hull á gamla Karlsefni sem pabbi var skip- stjóri á. Ég var tólf ára og Ásgeir átta ára. Skipið var á fullri siglingu þegar hann sá dúfu sitja efst upp á mastr- inu. Hann var ekki lengi að klifra efst upp í mastur og sækja dúf- una. Áhöfnin stóð stjörf yfir að horfa á átta ára gutta við þessa athöfn. Þetta lýsir Ás- geiri vel, hvað hann var kjarkmikill, enda urðu aðaláhugamál hans fjallgöngur og ævin- týraferðir. Systkina- bömum sínum var hann einstaklega góð- ur, enda fengu bræðra- synir okkar og minn sonur oft að ferðast með honum. Ásgeir var þeim meira en góður frændi, hann var þehTa besti vinur. Hæfileikar Ás- geirs og dugnaður voru með ein- dæmum, enda var hann vel liðinn í þeim störfum sem hann tók sér fyrir hendur, sama hvort það var til sjós eða lands. Ásgeir lætur eftir sig fimm ára dóttur, sem var auga- steinninn hans, enda var hann ást- ríkur og samviskusamur faðir. Miss- ir Hildar Sunnu er ómetanlegur. Elsku Ásgeir, mikið hugsaði ég til þín og leið fyrir hvað vanlíðan þín var orðin mikil, ég vona að þér líði vel núna, kominn í faðm mömmu, pabba, Jóns og Brynju. Guð blessi þig og varðveiti. Ég kveð þig nú, elskulegi bróðir. Minningamar um þig varðveitast. Þín systir Sigríður. Elsku Ásgeir, með söknuði kveð ég þig og þakka þér fyrir allt. Minn- ingin um þig mun ávallt lifa í hjarta mínu. Þess bera menn sár um ævilöng ár sem aðeins var stundarhlátur. Því brosa menn fram á bráðfleygri stund sem burt þvær ei ára grátur. Drýpur sorg, drýpur hryggð af rauðum rósum. Svo skjótt ber oss lánsins hverfandi hvel að hvergi á neinu oss sönsum. En harmanna blýþunga bugandi ok það bíður vor þó er við stönsum. Drýpur sorg, drýpur hryggð af rauðum rósum. í gleði vér hálfpartinn heillumst í draum en harmur á enga drauma. Með andvaka starir hann augum á þig sem útsog tærandi strauma. Drýpur sorg, drýpur hryggð af rauðum rósum. Ei lýsir þér brosið til svefns á sæng en sorg hefur tíma til iðna. Því brosið er augnabliks glampandi glit en gráturinn skuggi hins liðna. Drýpur sorg, drýpur hryggð af rauðum rósum. (J.P. Jacobsen.) Hvíl þú í guðs friði og megi bless- un fylgja minningu góðs drengs. Elsku Hildur Sunna, Sigga, Kristín og Gísli. Ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Elísabet. Mig langar að kveðja þig Geiri minn með nokkrum orðum. Þegar ég kynntist þér varst þú í góðu jafn- vægi og þér leið vel. Þú og Ólöf vor- uð að byrja að vera saman og ég dáðist strax að því hvað þú tókst öll- um börnunum hennar vel. Þú varst þeim strax sem faðir og Kolla og Tinna kölluðu þig pabba og koma til með að muna þig sem pabba. Svo var það í byrjun júní fyrir fimm árum að Hildur Sunna fædd- ist, litli sólargeislinn þinn. Þú varst svo stoltur af henni og hún var svo lík þér. Þú varst líka svo duglegur að fara með börnin í sund, göngu- túra, útilegur og hjólreiðatúra. Þetta koma þau alltaf til með að muna. Það fór að halla undan fæti lijá ykkur Ólöfu þegar sjúkdómur þinn tók völdin, en mér fannst þú berjast hetjulega við hann því oft áttirðu góða tíma á milli og allt gekk vel. Ég man þig Geiri minn sem góðan og rólegan dreng. Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Fjölskyldu þinni votta ég samúð mína og bið algóðan Guð að styrkja þau og hugga. Elsku Ólöf, Hildur, Kolla, Tinna, Brynjar og Gísli, Guð gefi ykkur frið og huggun á þessari sorgarstundu. Hlíf, Hilmar og fjölskylda. Ásgeir Ásgeirsson er allur. Mig langar að kveðja og minnast hans. I þessum eftirmælum ætla ég ekki að rekja ættir Ásgeirs heldur bregða upp mynd af þeirri persónu sem ég þekkti. Ásgeir var traustur maður sem gott var að eiga og leita til. Minnist ég margra tilvika þar sem hjálpsemi og góðmennska hans kom öðrum til góða. Ásgeir var engan veginn auðskilinn maður, að sumu leyti þykist ég vita að hann hafi stundum verið misskilinn af sam- ferðamönnum sínum og bar margt til að svo var. Ásgeir var að eðlisfari sem við gerum. Og þegar ég fer í mömmó með Heiðrúnu Önnu og Þórunni Leu upp í landi hjá mömmu og pabba þá veit ég að þú verður með okkur því þú ætlaðj^ þér að fara með þeim í mömmó í sumar. Elsku amma mín, ég kveð þig með þessari bæn: Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar É, sé hún ætíð í þinni hlíf. Anna Svanhildur. Elsku amma mín. Ég sit hér og hugsa og rifja upp þær dýrmætu stundir sem ég var svo lánsöm ajfe. njóta með þér í lífinu. Frá korna- barnsaldri hef ég og mín fjölskylda verið mjög samrýnd ykkur afa. Þegar við systkinin vorum yngri var helgin ónýt ef við fórum ekki í heimsókn til ömmu og afa. Þú varst alltaf svo blíð og góð og voru það fá- ir hlutir sem þú hefðir ekki gert fyrir okkur. Þú varst yndisleg pers- óna og er það ekki að ástæðulausu að ég mun alltaf vera stolt og glöð að bera nafn þitt. Á svona stundu skjóta margar minningar upp kollinum og eru þær flestallar bjartar og hamingjuríkar. Mér er það mjög minnisstætt þegar fjölskyldan byggði saman sumar- bústað og allir lögðu sitt af mörkyifr. til að hjálpa til.Við vorum mjög dugleg að fara í sumarbústaðinn og var þá gert ýmislegt til skemmtun- ar. Þú sást um að gefa fólkinu að borða því að þú varst alltaf að hugsa um aðra. Ég er þakklát því hversu sam- rýnd við vorum, því ég sé það núna hversu lánsöm ég er að geta geymt svona margar fallegar minningar í hjarta mínu. En nú er ég að hugsa um þig og hversu mikið ég sakna þín og elska þig og mun alltaf gera. Ég hef aldrei kynnst annarri ei•P' sorg í hjarta mínu og að hafa misst þig. En þegar ég hugsa um þig þá get ég ekki annað en brosað því hvernig er annað hægt? Með þess- um orðum kveð ég þig, elsku amma mín. Þín Sigrfður Þóra Magnúsdóttir. dulur og flíkaði ekki sínum tilfinn- ingum. Hann gat þó verið óvæginn og harður bæði við sjálfan sig og aðra. Þáttur í eðlisgerð Ásgeirs vai’ ótrúlegt umburðarlyndi og rík rétt- lætiskennd í garð þeirra sem orðið höfðu undir í lífsbaráttunni og tók hann jafnan málstað lítilmagnary^ Það var hans eðli að gera uppreisn gegn öllu ranglæti. Ásgeir var hreinskilinn, þoldi ekki hverskyns yfirgang og yfirdrepsskap. Hans hugsjón var sú að allir skyldu jafnir vera. Ásgeir reyndi aldrei að haga orðum sínum á diplómatískan hátt til að afla sér vinsælda, heldur sagði það sem honum fannst rétt hverju sinni. Hann var trúr sinni sannfær- ingu. Hann átti sinn fasta grundvöll. Lífsganga Ásgeirs var svo sannar- lega ekki blómum stráð. Sumarið og sólin voru oft víðsfjarri í lífi hans. Stór áföll riðu oft yfir í lífi hans sem settu sitt mark á hann. Föður sinn og móður missti hann fyrir mörgum árum og skammt stórra högga á milli því bróður sinn og systur missti hann líka á hörmulegan hátt. Ýmis- legt annað mótlæti hefur Ásgeir gengið í gegnum sem ég ætla ekki að tíunda hér. Ekki var alltaf myrk- ur í lífi hans. Hann átti líka oft góða tíma. Það besta og fegursta í lífi Ás- geirs var þegar hann eignaðist dótt- ur sína sem skírð var Hildur Sunna, með konu sinni Ólöfu. Þau slitu sam- vistir. Góður drengur er genginn, megi friður og vinátta móta líf þeirra sem næst honum stóðu. Lífið heldur áfram. Mikilvægt er að allir sem að honum standa standi samai^, vinni úr sorginni saman og engirln verði þar undanskilinn. Þannig hefði Ásgeir viljað hafa það. Þannig heiðr- um við minningu hans. Öllum þeim aðstandendum sem næst honum stóðu votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ásgeirs Ás- geirssonar. Megi hann hvíla í friði. Valgeir Matthíasson.£~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.