Morgunblaðið - 08.07.2000, Síða 55

Morgunblaðið - 08.07.2000, Síða 55
I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 55 FRETTIR Glæsileg dagskrá á miðsumarhátíð Sauðárkrókur. Morgnnblaðið. I ANNAÐ sinn boðar staðarhaldari í Lónkoti í Skagafírði, Ólafur Jónsson, til glæsilegrar Listahátíðar, þar sem margir af bestu listamönnum þjóðar- innar koma fram. Hátíðin hefst kl. 13.30 í dag, laugar- dag, með ávarpi Ólafs, en síðan rekur samfelld dagskrá sig áfram allt til miðnættis. Sýning er á höggmyndum Páls Guðmundssonar á Húsafelli í stóra tjaldinu, en einnig eru verk hans við Lónkotshöfn og við Landhelgun- arhringinn, og er Páll heiðursgestur hátíðarinnar. Þá er myndlistarmaður- inn Tolli með málverkasýningu í Gall- eríi Sölva Helgasonar og á Sölvabarn- um hanga alltaf uppi eftirprentanir af bestu verkum skagfirska lista- mannsins Sölva Helgasonar, sem myndi hafa fengið umsögnina „lífs- kúnstner“ ef verið hefði uppi nú. Leikverk Jóns Ormars Órmssonar, Tvær konur við árþúsund, verður sýnt á hátíðinni, en verk þetta hefur hlotið verðskuldaða athygli og var sýnt m.a. á Þingvöllum um síðustu helgi í meðförum leikkvennanna Pál- ínu Jónsdóttur og Báru Jónsdóttur. Orðlistin á einnig sína fulltrúa á Listahátíð í Lónkoti, en rithöfundam- ir Guðmundur Andri Thorsson, Einai' Már Guðmundsson og Bragi Ólafsson lesa úr verkum sínum og einnig les Ólafur Jónsson úr ljóðum Halldórs K. Laxness. Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur klassísk verk á píanó og söngv- ararnir Jóhann Már Jóhannsson og Öm Viðar Birgisson taka lagið við undirleik Guðjóns Pálssonar píanó- leikara. Opið alla daga í Sjóminjasafni Islands SJÓMINJASAFN fslands, Vestur- götu 8, Hafnarfirði er nú opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. sept- ember. I safninu, sem er á þremur hæðum, eru til sýnis munir og myndir er tengjast fiskveiðum, sjó- mennsku og siglingum fyrri tíma, þ.á m. landhelgisbáturinn Ingjald- ur, gömul sjóklæði úr skinni, köf- unarbúnaður, klippurnar frægu úr þorskastríðunum, skipslíkön, ýmis veiðarfæri áhöld og tæki. Boðið er upp á myndbandasýningu á efstu hæðinni í sumar auk þess sem aldr- aðir sjómenn kynna verklega sjó- vinnu við sérstök tækifæri. Á sjómannadaginn, 4. júní, var opnuð sýning á verkum Jóns Gunn- arssonar listmálara þar sem við- fangsefnið er sjómennska og lífið við sjávarsíðuna. Fljótandi farand- sýning um borð í sænska flutninga- skipinu Nordwest kom hingað til lands á vegum Sjóminjasafnsins 16. júní og stóð til 27. júní. Á sýning- unni, sem ber heitið Fólk og bátar í LEIÐRETT Sýning Steinþórs verður opnuð í dag Það skal áréttað að sýning Steinþórs Marinós Gunnars- sonar í Stöðlakoti verður opnuð í dag, laugardag, kl. 15. KAMBASEL 46 OPIÐ HÚS! Til sýnis og sölu gullfalleg 3ja herb. 97,5 fm íbúð á 2. hæð í 4ra íbúða húsi. Ibúðin er stór stofa, 2 svefnherb., eldhús og innaf því þvottaherb. og búr, baðherb., geymsla og hol. Tvennar svalir. Mjög góðurstaður. Ekki sleppa þessari. Verð 10,9 millj. Bæringur og Svanhildur sýna íbúðina kl. 14.00—16.00 í dag og sunnudag. FASTEIGNASALAN GARÐUR, S. 562-1200, 862-3311 ■» rr ^aijia alj iilira , /7^ -1 " 7 7 al sjalfsrrriWa - h , 7 , ilSnlr, rrírrrrh’fi,1 rrnmTpiri §, I irioin)rílrrpijT lj.Vi' iitTCjij ðiInvMttm Lok dagskrár verða síðan þau að djasstríó Sigurðar Helgasonar, Svartfugl, leikur í tjaldinu frá kl. 22 til miðnættis. Ólafur Jónsson sagði að þetta væri annað árið sem efnt væri til listahátíð- ar í Lónkoti, en sagði það einnig von sína að hátíðin festi sig vel í sessi og yrði áfram árlegur viðburður. Þá sagði hann það fyrirhugað að nýta Landhelgunarhringinn meðal annars til sýninga á útilistaverkum, en einnig yrði þar útivistar- og afþreyingar- Morgunblaðið/Björn Bjömsson Páll Guðmundsson myndhöggv- ari frá Húsafelli með nýjan steinskúlptúr af Jóni Helgasyni skáldi og prófessor í Kaup- mannahöfn. svæði. Þegar væri kominn rammi að sýningum þama á næsta sumri en núna hefði verið unnið að gerð varan- legra undirstaða í fyrirhuguðum lista- garði við hlið Landhelgunarhringsins einmitt fyiir slík stór listaverk. Þannig sagðist Ólafur vonast til þess að þeir gestir sem að Lónkoti kæmu gætu alltaf notið góðra lista- verka og listviðburða af ýmsum toga allt sumarið, en þessi viðburður, Listahátíðin, yrði alltaf hápunktui' sumarsins. Þá sagði Ólafur að lokum að þótt boðið væri upp á list fyrir augu og eyru mætti ekki gleyma líkamleg- um þörfum gesta, en í Lónkoti væri matargerðarlistinni ekki síður gert hátt undir höfði og vænti hann þess að vel væri séð fyrir þörfum allra gesta og vonaðist hann til að sjá sem flesta á hinni árlegu Listahátíð í Lónkoti. norðri, eru 20 uppnmalegir ára- bátar frá öllum Norðurlöndunum, Eistlandi og Hjaltlandi. Um miðjan september n.k. verð- ur opnuð í safninu sýning um bernsku Margrétar Valdimarsdótt- ur og börn á miðöldum. Sýningin, sem einkum er ætluð börnum, kem- ur frá danska þjóðminjasafninu. Sjóminjasafn íslands og Byggða- safn Hafnarfjarðar hafa frá því um áramót tekið upp sameiginlegan aðgöngumiða sem gildir að söfnun- um báðum, Sívertsenshúsi, Smiðj- unni og Siggubæ. ÞJÓÐMENNINGARHUSIÐ Fjölbreyttar menningarsögulegar syningar Sérsýningar: Kristni i þúsund ár Landnám og Vínlandsferðir Opið alía daga 11-1?\ Veitingastofa opin á sýningartima. 2 ÞJÓDMKNNlNGARHÍiSIÐ HvtifiigSt* 15 • 101 RtykjaHk • >(mi 5451400 • simbréfSéS 1401 bébuM fnmbmtofa 5451410 • vtitmputafg 545 í4lS * vtrtlttn 5451430

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.