Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 55
I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 55 FRETTIR Glæsileg dagskrá á miðsumarhátíð Sauðárkrókur. Morgnnblaðið. I ANNAÐ sinn boðar staðarhaldari í Lónkoti í Skagafírði, Ólafur Jónsson, til glæsilegrar Listahátíðar, þar sem margir af bestu listamönnum þjóðar- innar koma fram. Hátíðin hefst kl. 13.30 í dag, laugar- dag, með ávarpi Ólafs, en síðan rekur samfelld dagskrá sig áfram allt til miðnættis. Sýning er á höggmyndum Páls Guðmundssonar á Húsafelli í stóra tjaldinu, en einnig eru verk hans við Lónkotshöfn og við Landhelgun- arhringinn, og er Páll heiðursgestur hátíðarinnar. Þá er myndlistarmaður- inn Tolli með málverkasýningu í Gall- eríi Sölva Helgasonar og á Sölvabarn- um hanga alltaf uppi eftirprentanir af bestu verkum skagfirska lista- mannsins Sölva Helgasonar, sem myndi hafa fengið umsögnina „lífs- kúnstner“ ef verið hefði uppi nú. Leikverk Jóns Ormars Órmssonar, Tvær konur við árþúsund, verður sýnt á hátíðinni, en verk þetta hefur hlotið verðskuldaða athygli og var sýnt m.a. á Þingvöllum um síðustu helgi í meðförum leikkvennanna Pál- ínu Jónsdóttur og Báru Jónsdóttur. Orðlistin á einnig sína fulltrúa á Listahátíð í Lónkoti, en rithöfundam- ir Guðmundur Andri Thorsson, Einai' Már Guðmundsson og Bragi Ólafsson lesa úr verkum sínum og einnig les Ólafur Jónsson úr ljóðum Halldórs K. Laxness. Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur klassísk verk á píanó og söngv- ararnir Jóhann Már Jóhannsson og Öm Viðar Birgisson taka lagið við undirleik Guðjóns Pálssonar píanó- leikara. Opið alla daga í Sjóminjasafni Islands SJÓMINJASAFN fslands, Vestur- götu 8, Hafnarfirði er nú opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. sept- ember. I safninu, sem er á þremur hæðum, eru til sýnis munir og myndir er tengjast fiskveiðum, sjó- mennsku og siglingum fyrri tíma, þ.á m. landhelgisbáturinn Ingjald- ur, gömul sjóklæði úr skinni, köf- unarbúnaður, klippurnar frægu úr þorskastríðunum, skipslíkön, ýmis veiðarfæri áhöld og tæki. Boðið er upp á myndbandasýningu á efstu hæðinni í sumar auk þess sem aldr- aðir sjómenn kynna verklega sjó- vinnu við sérstök tækifæri. Á sjómannadaginn, 4. júní, var opnuð sýning á verkum Jóns Gunn- arssonar listmálara þar sem við- fangsefnið er sjómennska og lífið við sjávarsíðuna. Fljótandi farand- sýning um borð í sænska flutninga- skipinu Nordwest kom hingað til lands á vegum Sjóminjasafnsins 16. júní og stóð til 27. júní. Á sýning- unni, sem ber heitið Fólk og bátar í LEIÐRETT Sýning Steinþórs verður opnuð í dag Það skal áréttað að sýning Steinþórs Marinós Gunnars- sonar í Stöðlakoti verður opnuð í dag, laugardag, kl. 15. KAMBASEL 46 OPIÐ HÚS! Til sýnis og sölu gullfalleg 3ja herb. 97,5 fm íbúð á 2. hæð í 4ra íbúða húsi. Ibúðin er stór stofa, 2 svefnherb., eldhús og innaf því þvottaherb. og búr, baðherb., geymsla og hol. Tvennar svalir. Mjög góðurstaður. Ekki sleppa þessari. Verð 10,9 millj. Bæringur og Svanhildur sýna íbúðina kl. 14.00—16.00 í dag og sunnudag. FASTEIGNASALAN GARÐUR, S. 562-1200, 862-3311 ■» rr ^aijia alj iilira , /7^ -1 " 7 7 al sjalfsrrriWa - h , 7 , ilSnlr, rrírrrrh’fi,1 rrnmTpiri §, I irioin)rílrrpijT lj.Vi' iitTCjij ðiInvMttm Lok dagskrár verða síðan þau að djasstríó Sigurðar Helgasonar, Svartfugl, leikur í tjaldinu frá kl. 22 til miðnættis. Ólafur Jónsson sagði að þetta væri annað árið sem efnt væri til listahátíð- ar í Lónkoti, en sagði það einnig von sína að hátíðin festi sig vel í sessi og yrði áfram árlegur viðburður. Þá sagði hann það fyrirhugað að nýta Landhelgunarhringinn meðal annars til sýninga á útilistaverkum, en einnig yrði þar útivistar- og afþreyingar- Morgunblaðið/Björn Bjömsson Páll Guðmundsson myndhöggv- ari frá Húsafelli með nýjan steinskúlptúr af Jóni Helgasyni skáldi og prófessor í Kaup- mannahöfn. svæði. Þegar væri kominn rammi að sýningum þama á næsta sumri en núna hefði verið unnið að gerð varan- legra undirstaða í fyrirhuguðum lista- garði við hlið Landhelgunarhringsins einmitt fyiir slík stór listaverk. Þannig sagðist Ólafur vonast til þess að þeir gestir sem að Lónkoti kæmu gætu alltaf notið góðra lista- verka og listviðburða af ýmsum toga allt sumarið, en þessi viðburður, Listahátíðin, yrði alltaf hápunktui' sumarsins. Þá sagði Ólafur að lokum að þótt boðið væri upp á list fyrir augu og eyru mætti ekki gleyma líkamleg- um þörfum gesta, en í Lónkoti væri matargerðarlistinni ekki síður gert hátt undir höfði og vænti hann þess að vel væri séð fyrir þörfum allra gesta og vonaðist hann til að sjá sem flesta á hinni árlegu Listahátíð í Lónkoti. norðri, eru 20 uppnmalegir ára- bátar frá öllum Norðurlöndunum, Eistlandi og Hjaltlandi. Um miðjan september n.k. verð- ur opnuð í safninu sýning um bernsku Margrétar Valdimarsdótt- ur og börn á miðöldum. Sýningin, sem einkum er ætluð börnum, kem- ur frá danska þjóðminjasafninu. Sjóminjasafn íslands og Byggða- safn Hafnarfjarðar hafa frá því um áramót tekið upp sameiginlegan aðgöngumiða sem gildir að söfnun- um báðum, Sívertsenshúsi, Smiðj- unni og Siggubæ. ÞJÓÐMENNINGARHUSIÐ Fjölbreyttar menningarsögulegar syningar Sérsýningar: Kristni i þúsund ár Landnám og Vínlandsferðir Opið alía daga 11-1?\ Veitingastofa opin á sýningartima. 2 ÞJÓDMKNNlNGARHÍiSIÐ HvtifiigSt* 15 • 101 RtykjaHk • >(mi 5451400 • simbréfSéS 1401 bébuM fnmbmtofa 5451410 • vtitmputafg 545 í4lS * vtrtlttn 5451430
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.