Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 1
163. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS AP Vopnaðir palestínskir menn gengu vígreifir um Gaza-borg í gær og hvöttu þar með Yasser Arafat, leiðtoga Pal- estínumanna, til að gefa ekkert eftir í samningaviðræðunum við Israelsmenn í Camp David í Bandaríkjunum. Sendinefndir í Camp David reyna til þrautar að semja Viðræður sagðar hafa náð endamörkum Thurmont, Gaza-borg. Reuters, AP, AFP. PALESTÍNSKIR embættismenn sögðu í gær að friðarviðræður Palestínu- manna og ísraela í Camp David í Bandaríkjunum væru komnar í mikinn hnút og að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefði farið fram á að eiga lokafund með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, áður en viðræðunum yrði slitið eins og fyrirhugað var að gera í dag. Búist var við erfiðri samningalotu í gærkvöldi og talið að viðræður myndu standa langt fram á nótt. Pútín og Jiang funda f Peking Hörð af- staða gegn eldflauga- vörnum Palestínumenn sögðu í samtali við fréttastofu Reuters að viðræðurnar, sem staðið hafa linnulaust í átta daga, hefðu náð endamörkum vegna ítrekaðra krafna ísraelsmanna um að stjórn Jerúsalemborgar skyldi vera óskipt í þeirra höndum. Sögðu þeir að Arafat hefði verið reiðubúinn að greina öðrum leiðtogum Palest- ínumanna frá því að samningavið- ræðurnar hefðu engu skilað. Þá sagði ónafngreindur embættismaður I samtali við AFP að palestínska samninganefndin værí tilbúin að halda á brott frá Camp David og staðfesti Azmi Bishara, arabískur fulltrúi í ríkisstjórn Ehuds Baraks, að svo væri. Stærsti ásteytingar- steinninn væri nú sem fyrr stjórn- skipan Jerúsalemborgar. Faisal Husseini, sem fer með mál- efni Jerúsalem í palestínsku samn- inganefndinni, sagði í viðtali við CNN í gær að árangur hefði náðst í nokkrum deilumálum en að allt hefði strandað á málefnum Jerúsalem. „Ríki án höfuðborgar er ekki ríki og því eru málefni Jerúsalemborgar svo mikilvæg.“ Sagði Husseini að ef sam- staða næðist um meginatriðin væri hægt að miðla málum á milli músl- ima, gyðinga og kristinna manna um aðgang að helgistöðum. Varaði hann jafnframt við því að ef slitnaði upp úr samningaviðræðunum væru jíkur á að átök brytust út. „Ef ísraelar spyrna við fótum verðum við að verj- ast og berjast fyrir rétti okkar.“ Eldflaugavarnaumræða í Noregi Hernum beri að íhuga þátttöku YFIRMAÐUR norska herráðsins telur að Norðmenn ættu að íhuga þátttöku í fyrirhuguðu eldflauga- varnakerfi Bandaríkjastjórnar ef áætlanir bandarískra stjórnvalda verða að veruleika innan tíu ára. í frétt Aftenposten kemur fram að í fylgiskjölum nýrrar varnar- málaskýrslu norska hersins ræðir Sigurd Frisvold, yfirmaður norska herráðsins, möguleikann á að Norð- menn verði þátttakendur í varnar- kerfinu ef Bandaríkjamönnum tekst að sýna fram á notagildi þess. Segir blaðið að hugmyndir þessar séu reifaðar á sama tíma og herráð- ið íhugi kaup á nýjum vopnakerfum sem yrðu tilbúin árið 2010. Rök- styður Frisvold hugmyndirnar um þátttöku í eldflaugavamakerfinu á þann veg að framtíðarógn geti staf- að af „útlagaríkjum" og bendir hann jafnframt á að Norðmenn hafi enga möguleika á að reisa varnar- kerfi einir síns liðs. „Það er ekki útilokað að unnt sé að þróa slík varnarkerfi á sameiginlegum grundvelli innan Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) til lengri tíma litið. Norðmönnum ber í öllu falli að íhuga þátttöku í slíku samstarfi þegar að því kemur,“ segir Frisvold í greinargerð sinni. Ratsjárstöðin í Vardö skotmark Rússa Þá var greint frá því í gær í Verd- ens Gang að Pavel Felgenhauer, virtur rússneskur varnarmálasér- fræðingur, fullyrti að rússneski her- inn beindi kjamavopnum að Globus 2-ratsjárstöðinni í Vardö í Noregi og henni yrði grandað ef hætta skapaðist. Samkvæmt fréttinni trúa Rússar ekki fullyrðingum Norð- manna um að ratsjárstöðin nýtist ekki fyrirhuguðu eldflaugavarna- kerfi Bandaríkjamanna og telja að höfuðmarkmiðið með stöðinni sé að greina eldflaugaskot í Rússlandi. Þetta sé ástæða þess að samskipti rússneskra stjórnvalda við norska herinn hafi aldrei verið jafnstirð og nú. Reuters Thurmont, Peking. AFP. VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, sagði í Peking í gær, eftir við- ræður við Jiang Zemin, forseta Klna, að ríkin tvö myndu grípa til ráðstaf- ana ef fyrirætlanir Bandaríkja- stjórnar um eldflaugavarnakerfi yrðu að vemleika. Sagði Pútín í gær að fyrirætlanir Bandaríkjamanna myndu „setja hernaðarlegt jafnvægi heimsins úr skorðum" og að Kína og Rússland myndu bregðast við því. „Við mun- um grípa til einhverra ráða til að við- halda þessu jafnvægi,“ sagði Pútín við fréttamenn eftir fundinn. Joe Lockhart, talsmaður Banda- ríkjaforseta, sagði í gær að Banda- ríkjastjórn vissi fullvel um afstöðu Pútíns í málum er varða fyrirhugaða eldflaugavarnaáætlun og sagði að málið yrði rætt við Rússlandsforseta á fundi G-8-hópsins í Japan í vikunni. ■ ■ Gagnrýna/20 Maskhadov spáir frið- arviðræðum í Tsjetsjníu Nazran. AFP. ASLAN Maskhadov, leiðtogi aðskiln- aðarsinna í Tsjetsjníu, spáði því í gær að Rússar myndu hefja friðarviðræð- ur við Tsjetsjena innan fjögurra mán- aða. „Rússar eru nú í sömu ógöngum og þegar þeir urðu að hefja friðarvið- ræður í fyrsta stríðinu [frá desember 1994 til ágúst 1996],“ sagði Maskha- dov í símaviðtali við fréttaritara AFP. „Átökin munu eflaust standa í þrjá til fjóra mánuði til viðbótar og síðan hefjast samningaviðræður við rúss- nesku stjórnina," bætti Maskhadov við. Hann kvaðst nú dvelja í fjöllun- um í suðausturhluta Tsjetsjníu og sagði að uppreisnarmennimir væru að undirbúa stórsókn til að ná helstu bæjum Tsjetsjníu á sitt vald. Hemaðaraðgerðir Rússa í Tsjetsj- níu nutu mikils stuðnings meðal al- mennings í Rússlandi áður en Vladí- mír Pútín var kjörinn forseti í mars en sá stuðningur hefur þegar minnk- að þar sem hann hefur ekki getað staðið við loforð sín um að binda enda á stríðið. Æðsti yfirmaður rússneska hersins í Tsjetsjníu, Gennadí Troshev hershöfðingi, sagði þó í gær að hern- aðaraðgerðunum yrði haldið áfram. „Það er aðeins ein lausn - að berj- ast þar til við Ijúkum því að tortíma tsjetsjnesku hermdarverkamönnun- um og erlendu málaliðunum," sagði hershöfðinginn í viðtali við rússneskt vikublað. Hann bætti við að ekki kæmi til greina að hefja friðarviðræð- ur við uppreisnarmennina fyrr en þeir legðu niður vopn. „Ef það gerist ekki á næstunni tortímum við þeim.“ Rússneska stjórnin hefur falið tveimur Tsjetsjenum að stjórna hér- aðinu en fregnir hermdu í gær að þeir væru farnir að deila um hvor þeirra ætti að ráða. Stærsta seglskip heims LUNDÚNABÚAR gátu í gær bar- ið stærsta seglskip heims augum en það ber nafnið Royal Clipper. Skipið er nú í jómfrúarferð sinni og hélt frá Rotterdam áleiðis til Mónakó með 228 farþega innan- borðs. Alls eru fimm möstur á skipinu, það hæsta 64 metrar, og mun það geta siglt á allt að 20 hnúta hraða. MORGUNBLAÐIÐ 19. JÚLÍ 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.