Morgunblaðið - 19.07.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.07.2000, Qupperneq 1
163. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS AP Vopnaðir palestínskir menn gengu vígreifir um Gaza-borg í gær og hvöttu þar með Yasser Arafat, leiðtoga Pal- estínumanna, til að gefa ekkert eftir í samningaviðræðunum við Israelsmenn í Camp David í Bandaríkjunum. Sendinefndir í Camp David reyna til þrautar að semja Viðræður sagðar hafa náð endamörkum Thurmont, Gaza-borg. Reuters, AP, AFP. PALESTÍNSKIR embættismenn sögðu í gær að friðarviðræður Palestínu- manna og ísraela í Camp David í Bandaríkjunum væru komnar í mikinn hnút og að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefði farið fram á að eiga lokafund með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, áður en viðræðunum yrði slitið eins og fyrirhugað var að gera í dag. Búist var við erfiðri samningalotu í gærkvöldi og talið að viðræður myndu standa langt fram á nótt. Pútín og Jiang funda f Peking Hörð af- staða gegn eldflauga- vörnum Palestínumenn sögðu í samtali við fréttastofu Reuters að viðræðurnar, sem staðið hafa linnulaust í átta daga, hefðu náð endamörkum vegna ítrekaðra krafna ísraelsmanna um að stjórn Jerúsalemborgar skyldi vera óskipt í þeirra höndum. Sögðu þeir að Arafat hefði verið reiðubúinn að greina öðrum leiðtogum Palest- ínumanna frá því að samningavið- ræðurnar hefðu engu skilað. Þá sagði ónafngreindur embættismaður I samtali við AFP að palestínska samninganefndin værí tilbúin að halda á brott frá Camp David og staðfesti Azmi Bishara, arabískur fulltrúi í ríkisstjórn Ehuds Baraks, að svo væri. Stærsti ásteytingar- steinninn væri nú sem fyrr stjórn- skipan Jerúsalemborgar. Faisal Husseini, sem fer með mál- efni Jerúsalem í palestínsku samn- inganefndinni, sagði í viðtali við CNN í gær að árangur hefði náðst í nokkrum deilumálum en að allt hefði strandað á málefnum Jerúsalem. „Ríki án höfuðborgar er ekki ríki og því eru málefni Jerúsalemborgar svo mikilvæg.“ Sagði Husseini að ef sam- staða næðist um meginatriðin væri hægt að miðla málum á milli músl- ima, gyðinga og kristinna manna um aðgang að helgistöðum. Varaði hann jafnframt við því að ef slitnaði upp úr samningaviðræðunum væru jíkur á að átök brytust út. „Ef ísraelar spyrna við fótum verðum við að verj- ast og berjast fyrir rétti okkar.“ Eldflaugavarnaumræða í Noregi Hernum beri að íhuga þátttöku YFIRMAÐUR norska herráðsins telur að Norðmenn ættu að íhuga þátttöku í fyrirhuguðu eldflauga- varnakerfi Bandaríkjastjórnar ef áætlanir bandarískra stjórnvalda verða að veruleika innan tíu ára. í frétt Aftenposten kemur fram að í fylgiskjölum nýrrar varnar- málaskýrslu norska hersins ræðir Sigurd Frisvold, yfirmaður norska herráðsins, möguleikann á að Norð- menn verði þátttakendur í varnar- kerfinu ef Bandaríkjamönnum tekst að sýna fram á notagildi þess. Segir blaðið að hugmyndir þessar séu reifaðar á sama tíma og herráð- ið íhugi kaup á nýjum vopnakerfum sem yrðu tilbúin árið 2010. Rök- styður Frisvold hugmyndirnar um þátttöku í eldflaugavamakerfinu á þann veg að framtíðarógn geti staf- að af „útlagaríkjum" og bendir hann jafnframt á að Norðmenn hafi enga möguleika á að reisa varnar- kerfi einir síns liðs. „Það er ekki útilokað að unnt sé að þróa slík varnarkerfi á sameiginlegum grundvelli innan Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) til lengri tíma litið. Norðmönnum ber í öllu falli að íhuga þátttöku í slíku samstarfi þegar að því kemur,“ segir Frisvold í greinargerð sinni. Ratsjárstöðin í Vardö skotmark Rússa Þá var greint frá því í gær í Verd- ens Gang að Pavel Felgenhauer, virtur rússneskur varnarmálasér- fræðingur, fullyrti að rússneski her- inn beindi kjamavopnum að Globus 2-ratsjárstöðinni í Vardö í Noregi og henni yrði grandað ef hætta skapaðist. Samkvæmt fréttinni trúa Rússar ekki fullyrðingum Norð- manna um að ratsjárstöðin nýtist ekki fyrirhuguðu eldflaugavarna- kerfi Bandaríkjamanna og telja að höfuðmarkmiðið með stöðinni sé að greina eldflaugaskot í Rússlandi. Þetta sé ástæða þess að samskipti rússneskra stjórnvalda við norska herinn hafi aldrei verið jafnstirð og nú. Reuters Thurmont, Peking. AFP. VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, sagði í Peking í gær, eftir við- ræður við Jiang Zemin, forseta Klna, að ríkin tvö myndu grípa til ráðstaf- ana ef fyrirætlanir Bandaríkja- stjórnar um eldflaugavarnakerfi yrðu að vemleika. Sagði Pútín í gær að fyrirætlanir Bandaríkjamanna myndu „setja hernaðarlegt jafnvægi heimsins úr skorðum" og að Kína og Rússland myndu bregðast við því. „Við mun- um grípa til einhverra ráða til að við- halda þessu jafnvægi,“ sagði Pútín við fréttamenn eftir fundinn. Joe Lockhart, talsmaður Banda- ríkjaforseta, sagði í gær að Banda- ríkjastjórn vissi fullvel um afstöðu Pútíns í málum er varða fyrirhugaða eldflaugavarnaáætlun og sagði að málið yrði rætt við Rússlandsforseta á fundi G-8-hópsins í Japan í vikunni. ■ ■ Gagnrýna/20 Maskhadov spáir frið- arviðræðum í Tsjetsjníu Nazran. AFP. ASLAN Maskhadov, leiðtogi aðskiln- aðarsinna í Tsjetsjníu, spáði því í gær að Rússar myndu hefja friðarviðræð- ur við Tsjetsjena innan fjögurra mán- aða. „Rússar eru nú í sömu ógöngum og þegar þeir urðu að hefja friðarvið- ræður í fyrsta stríðinu [frá desember 1994 til ágúst 1996],“ sagði Maskha- dov í símaviðtali við fréttaritara AFP. „Átökin munu eflaust standa í þrjá til fjóra mánuði til viðbótar og síðan hefjast samningaviðræður við rúss- nesku stjórnina," bætti Maskhadov við. Hann kvaðst nú dvelja í fjöllun- um í suðausturhluta Tsjetsjníu og sagði að uppreisnarmennimir væru að undirbúa stórsókn til að ná helstu bæjum Tsjetsjníu á sitt vald. Hemaðaraðgerðir Rússa í Tsjetsj- níu nutu mikils stuðnings meðal al- mennings í Rússlandi áður en Vladí- mír Pútín var kjörinn forseti í mars en sá stuðningur hefur þegar minnk- að þar sem hann hefur ekki getað staðið við loforð sín um að binda enda á stríðið. Æðsti yfirmaður rússneska hersins í Tsjetsjníu, Gennadí Troshev hershöfðingi, sagði þó í gær að hern- aðaraðgerðunum yrði haldið áfram. „Það er aðeins ein lausn - að berj- ast þar til við Ijúkum því að tortíma tsjetsjnesku hermdarverkamönnun- um og erlendu málaliðunum," sagði hershöfðinginn í viðtali við rússneskt vikublað. Hann bætti við að ekki kæmi til greina að hefja friðarviðræð- ur við uppreisnarmennina fyrr en þeir legðu niður vopn. „Ef það gerist ekki á næstunni tortímum við þeim.“ Rússneska stjórnin hefur falið tveimur Tsjetsjenum að stjórna hér- aðinu en fregnir hermdu í gær að þeir væru farnir að deila um hvor þeirra ætti að ráða. Stærsta seglskip heims LUNDÚNABÚAR gátu í gær bar- ið stærsta seglskip heims augum en það ber nafnið Royal Clipper. Skipið er nú í jómfrúarferð sinni og hélt frá Rotterdam áleiðis til Mónakó með 228 farþega innan- borðs. Alls eru fimm möstur á skipinu, það hæsta 64 metrar, og mun það geta siglt á allt að 20 hnúta hraða. MORGUNBLAÐIÐ 19. JÚLÍ 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.